Vestfirska fréttablaðið - 16.10.1986, Blaðsíða 4
4
vestlirska
TTABLADID
ísaQarðarkaupstaður
Dagmæður
Dagmæður óskast strax á vegum bæjarins.
Dagmóðir óskast allan daginn fyrir 6 ára bam
með minniháttar sérþarfír
Upplýsingar um störfin veitir dagvistarfull-
trúi í síma 3722 frá kl. 10:00 til 12:00 daglega.
Kvöldskóli ísafjarðar
Kvöldskóli ísafjarðar óskar eftir að ráða
starfskraft til að leiðbeina og kenna fjórum
fuUorðnum vistmönnum úr Bræðratungu.
Um er að ræða 8 kennslustundir á viku í
vetur. Kennt verður á kvöldin.
Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður í
síma 3322.
Póstur og sími
Laust starf
Staða póstafgreiðslumanns á pósthúsinu á
ísafirði er laus.
Upplýsingar veitir stöðvarstjóri.
Póstur og sími, ísafirði.
íbúð til sölu
Til sölu er 2ja herbergja íbúð
að Túngötu 20, jarðhæð.
Laus fljótlega.
Upplýsingar gefa Hreinn í símum
3211 og 3676, og Össur í símum
3298 og 3802.
^ ORKUBÚ VESTFJARÐA
auglýsir lausa stöðu
deildarstjóra
fjármáladeildar
Deildarstjóri fjármáladeildar veitir forstöðu fjár-
máladeild sem er ein af þrem deildum fyrirtækis-
ins. Helstu verkefni fjármáladeildar eru: Almenn
fjármálastjórn, kostnaðareftirlit, bókhald, inn-
kaup, tölvuvinnsla, útgáfa og innheimta orku-
reikninga, laun og áætlanagerð.
í boði eru góð laun og lifandi starf. Þess er krafist
að umsækjendur hafi lokið háskólaprófi í við-
skiptafræði eða hagfræði og æskilegt er að þeir
hafi reynslu í stjórnun fjármála og skrifstofu
ásamt nokkurri innsýn í tölvuvinnslu.
Umsóknir um starfið skal senda Kristjáni Har-
aldssyni orkubússtjóra, Stakkanesi 1, 400 ísa-
firði, fyrir 31. október n.k.
í umsókn skal m.a. greina frá aldri, menntun og
fyrri störfum.
Nánari upplýsingar veitir orkubússtjóri í síma
94-3211.
ORKUBÚ VESTFJARÐA
Á skilti við Sólbakka á Flateyri stendur eftirfarandi: Hér reisti Norðmaðurinn EUefsen hvalstöð 1889 sem um
skeið var stærsta og umsvifamesta atvinnufyrirtæki hér á landi. Hvalstöðin brann 1901 og 1911 var reist hér
fiskimjölsverksmiðja. Henni var síðar breytt í sfldarverksmiðju og var hún starfrækt fram að síðari heimsstyrjöld.
Þar sem ysta húsið á bökkunum er, stóð áður íbúðarhús Ellefsen, nú ráðherrabústaðurinn í Reykjavík. í
lýsistanknum sem einn stendur eftir af mannvirkjum, var rekin plastiðja, sem nú hefur hætt störfum.
Snúa þarf vörn í sókn
— Rætt við Kristján Jóhannesson,
sveitarstjóra á Fiateyri.
Á Flateyri við únundarfjörð
búa 422 íbúar. Atvlnnulíf þar
byggir fyrst og fremst á flskveið-
um og verkun. ( kjölfar skuttog-
arabyltingarinnar fjölgaði fólkl á
Flateyrl talsvert og urðu íbúar
þar flestlr árlð 1983 eða 507.
Núverandi íbúatala er hln sama
og var árið 1976.
Vf var á ferð á Flateyri á dögun-
um. Við spurðum Kristján Jó-
hannsesson sveitarstjóra hverju
þetta sætti.
„Þessar tölur gefa nú ekki alveg
rétta mynd af ástandinu,“ sagði
Kristján, „það er nokkur fjöldi fólk
sem ekki er búsett hér þó það hafi
sitt heimilisfang hér enn. Þannig að
tölulega séð er fækkunin meiri en
tölumar gefa til kynna. Raunveru-
legur íbúafjöldi hér er þannig rétt
um 400 manns.
Nú það er eflaust engin ein
skýring á því hvað veldur þessari
fólksfækkun. Hér hefur verið
nægjanleg vinna í frystihúsinu, en
fólk virðist ekki vilja vinna í fiski.
Kaupið í fiskvinnunni er lágt nema
fólk vinni mjög mikið. Nú, það fólk
sem héðan hefur farið hefur flutt til
Reykjavíkur.
Fólk virðist ekki vilja vinna í
fiski nema um takmarkaðan tíma.
Fólk sér engan árangur af erfiði
sínu. Ef við lítum til fjarðanna
héma í næsta nágrenni, þá hefur
verið svipuð þróun á Suðureyri, en
hins vegar hefur fjölgað á Þingeyri.
Hvað veldur því að fjölgar í einu
þorpi á meðan fækkar í öðru er
ekki gott að sjá.
Ég vil segja að við skörum fram
úr öðrum hvað varðar þjónustu.
Hér er mikil verslun og hér em
iðnaðarmenn í öllum greinum.
Sveitarfélagið rekur hér elliheimili
Krístján
Jóhannes-
son.
og leikskóla og við erum eina
sveitarfélagið af þessari stærð sem
er með fullan grunnskóla í níu
mánuði. Hér er talsvert menning-
arlíf og lífleg starfsemi bæði í leik-
félagi og íþróttafélagi. Hér er ný
sundlaug og íþróttafélagið hefur
tekið þátt í keppnum á undanförn-
um ámm og er enn með þjálfun í
gangi þótt þjálfari sem hér var hafi
látið af því starfi.“
Samgöngur eru í ágætu horfi.
Héðan er flogið til Reykjavíkur
fjórum sinnum í viku og svo er
auðvitað póstflugið til ísafjarðar á
hverjum degi. Samgöngur á landi
hafa verið ágætar en það er á það
að líta að hér hafa verið snjóléttir
vetur að undanfömu.
Hvað varðar samgöngur al-
mennt þá álít ég að það skipti höf-
uðmáli fyrir byggðina hér á norð-
anverðum Vestfjörðum að það
verði ráðist í gerð jarðgangna sem
allra fyrst. Við þurfum að fá sam-
göngur sem eru tryggar allt árið um
kring.
En ég vil leggja áherslu á að hér
hefur skapast alvarlegt ástand og ég
sé ekki neina breytingu þar á í
augnablikinu.
Ibúafjöldi var hér í hámarki á
ámnum 1965 til 67, var þá 570
manns. Síðan fækkaði fram til 1976
en þá fjölgaði aftur en síðan hefur
fækkað mikið frá 1983. Við áttum
íslandsmet i fólksfækkun á síðasta
ári.
Ég held að eina leiðin til þess að
snúa vörn í sókn í þessu máli sé að
auka útgerð. Við misstum héðan
300 tonna bát í fyrra. Við fengum
að vísu í staðinn annan 40 tonna en
hann hefur miklu minni kvóta.“
— En hvað með aukna fjöl-
breytni í atvinnulífi?
„Ég veit ekki hvort er grundvöll-
ur fyrir því. Það var reynt að auka
hér fjölbreytni í atvinnulífi með því
að koma á fót plastgerð sem hafði
að mínu mati mikla möguleika á að
geta gengið. En það tókst ekki sem
skyldi."
— En er ekki rekstur sveitarfé-
lagsins talsvert dýr?
„Jú, það segir sig sjálft, að það