Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 19.06.1987, Side 3

Vestfirska fréttablaðið - 19.06.1987, Side 3
■5 vestfirska TTABLADIO 3 Isfírðingar á Tommamót Stærsta fótboltamót sem árlega er haldið á íslandi erTommamótið sem haldið er í Vestmannaeyjum á vegum íþróttafélagsinsTýs. Mót- ið sækja 48 lið í 6. flokki í fótbolta frá 24 félögum. Búist er við að þátttakendur verði að minnsta kosti 450 talsins. ísfirðingar senda nú í fyrsta skipti lið til þátttöku í Tommamót- inu. Það eru strákar í 6. flokki sem æft hafa undir handleiðslu Jóhanns Torfasonar sem fara til Vest- mannaeyja. Brottför er 24. júní og verður flogið til Reykjavíkur og ekið þaðan til Þorlákshafnar það- an sem Herjólfur flytur keppendur til Eyja. Glæsileg verðlaun verða veitt. Farið verður með keppend- um í skoðunarferðir um eyjarnar og ýmislegt fleira sér til gamans gert. Jóhann Torfason þjálfari poll- anna sagði í samtali við Vestfirska fréttablaðið að æfingar hefðu verið haldnar síðan í febrúar. Að meðal- tali hefðu 35 mætt á hverja æfingu og úr þeim hóp hefðu 20 verið valdir til fararinnar. Ferðalag af þessu tagi er dýrt og hefur útgerðarfélagið Hrönn veitt hópnum ríkulegan fjárstuðning. Auk þess hafa leikmenn og for- eldrar þeirra safnað glerjum og haldið kökubasar til styrktar ferð- Samkvæmt bráðabirgðatölum Fiskifélags íslands um afla fiski- skipa, bárust alls á land 10.353 lest- ir af fiski á Vestfjörðum í maí. Þetta er talsverð aukning frá fyrra ári þegar bárust á land 7.879 á Vestfjörðum á sama tíma. Heildarafli Vestfirðinga frá ára- mótum nemur alls 44.748 tonnum. Á sama tíma í fyrra höfðu borist á land 43.866 tonn. Hér er því ekki um mikla aukningu að ræða. Mestu munar um grálúðuafla tog- ara sem var mjög mikill í endaðan apríl og byrjun maí á þessu ári. Það sem af er þessu ári hefur heildarþorskafli Vestfirðinga dregist saman um rúmlega 2.000 tonn. Heildarafli togara í fjórð- ungnum minnkar því um rúm 250 tonn á milli ára. Það er í rauninni aðeins aukinn loðnuafli á milli ára sem hefur áhrif á heildarmagntölur Knattspymulið ÍBl lék þann 6. júní gegn Leiftri á Ólafsfirði. Leik- urinn fór fram á ísafirði og lauk með sigri Leifturs 2 mörk gegn en- gu- ÍBl lék síðan gegn Þrótti í Reykjavík 14. júní og fór leikurinn fram í Reykjavík. Leiknum lauk með sigri Þróttar sem skoruðu 3 mörk gegn einu marki Isfirðinga. Nú þegar fimm leikjum er lokið af átján er ÍBÍ í neðsta sæti 2. tnni. Á myndinni má sjá frá vinstri. Fyrsta röð: Bjarki, Sæbjörn, Grímur, Torfi og Kristján. Önnur landaðs afla í Vestfirðingafjórð- ungi. Sem dæmi má nefna að á tímabilinu jan. - maí var landað á Vestfjörðum 2.532 tonnum af rækju á móti 4.708 tonnum á sama tíma í fyrra. Loðnuafli á tímanum frá janúar til maí var rúmlega 5000 tonn á móti rúmum 1500 tonnum í fyrra. Sé litið á afla togara í maímán- uði einum kemur í ljós að í ár fengu togarar á Vestfjörðum 235 tonn af þorski og 6.701 tonn af öðrum fiski, samtals 6.936 tonn. í maí í fyrra fengu þeir 461 tonn af þorski og 4.752 tonn af öðrum fiski eða samtals 5.213 tonn. Þorskafli báta í Vestfirðinga- fjórðungi eykst úr 503 tonum í maí í fyrra í 1.031 tonn í maí á þessu ári. Rækjuafli í maí í ár var 912 tonn á móti 967 tonnum í fyrra. deildar. En fall er fararheill og það er engan bilbug að finna á liðinu þrátt fyrir mótblástur. Einn af velunnur- um liðsins sagði í samtali við Vest- firska fréttablaðið að í fyrra hefðu strákamir byrjað vel og endað illa, en í ár ætti að hafa endaskipti á því. Nú skildi byrjað illa en endað vel. Og víst er að nógu margir leikir eru eftir til þess að allt getur gerst. röð: Viðar, Grímur, ísak, Sigurð- ur og Bjarki. Þriðja röð: Atli, Björgvin, Sam Hall, Jón Pétur og Örn. Fjórða röð: Láms, Ármann Eins og vegfarendur um Ós- hlíð hafa eflaust tekið eftir, lekur vegskálinn sem í fyrra var byggður við Steinsófæru. Mikill vantnsagi er í skálanum og í leysingum myndast stórar og Sigríður Þorláksdóttir, en hún er eina stúlkan sem spilar fótbolta í 6. flokki. Á myndina vantar Pétur Magnússon. tjarnir í honum. Gísli Eiríksson verkfræð- ingur hjá Vegagerð ríkisins sagði í samtali við Vestfirska fréttablaðið að frágangur á þétt- ingu í þaki skálans hefði mistek- ÍFASTEÍGNA-i i VIÐSKIPTI J ÍSAFJÖRÐUR: • Túngata 20, 3ja herb. íbúð á 3. J • hæð. ! Eyrargata 8. 87 ferm 2ja herb. j J íbúð á 1. hæð. Laus fljótlega. I Stórholt 11, 4ra herb. íbúð a 2. ■ hæð ásamt bílgeymslu. Getur j • losnað fljótlega. | Seljalandsvegur 30, 175 ferm. | | einbýlishús með innbyggðum | I bílskúr. 4 svefnherbergi. Húsið er | I í góðu ástandi. Veðbanda laust. | I Laust fljótlega. I Hnífsdalsvegur 13. Tvílyft ein- I | býlishús ásamt kjallara og | | bílskúr. Húsið er laust. | I Stórholt 13. Glæsileg 4ra herb. I I Íbuðá3. hæðásamtbílgeymslu. I J Hlíðarvegur 5, 3ja herb. íbúð á J J 1. hæð. J Stórholt 7, 3ja herb. íbúð á 3. ■ J hæð. Laus í maí. J Hlíðarvegur 7, 3ja herb. íbúð á J J 2. hæð. Bílskúr. I Sundstræti 27, 3ja herb. íbúð á | I 1. hæð. | I Fjarðarstræti 9, 3ja herb. íbúð á I I 1. hæð, laus fljótlea. I I Raðhús í smíðum. Stakkanes I • 2, 4 og 6. Húsin verða afhent til- I I búin undir tréverk og málningu í I I lok október n.k. Nánari upplýsing- I I ar hjá undirrituðum og Guðmundi I I Þórðarsyni, sími 3888. I • Stórholt 13,3ja herbergja íbúð á • • 1. hæð. Laus eftir samkomulagi. I J Fjarðarstræti 59, 4ra herb. íbúð J J á 2. hæð. I Mjallargata 6, 4ra herb. íbúð á | ■ efri hæð í suðurenda. I Sólgata 5, 3 herb. íbúð. Laus | | fljótlega. | I Hnífsdalsvegur 1, uppsteyptur I I kjallari að einbýlishúsi, sem getur I I orðið hvort sem er úr timbri eða I I steini. Lóð er stærri en sýnist. I • Sundstræti 24, 2ja herb. íbúð á ■ ■ 1. hæð. J BOLUNGARVÍK: | Heiðarbrún 1. Einbýlishús á | | tveim hæðum. Ca. 200 ferm. | I Hjallastræti 20. Rúmlega 100 I I ferm. einbýlishús ásamt bílskúr. I • Skólastígur 13, 5 herb. íbúð í • • parhúsi. Góð kjör. J Hlíðarstræti 37, 98 ferm. einbýl- . J ishús ásamt bílskúr. ■ Vitastígur8, einbýlishús, hæðog | ■ ris, 4 — 5 svefnherbergi. | Stigahlíð 4, 3 herb. endaíbúð á I | 3. hæð. | I Stigahlíð 2, 3 herb. íbúð á 2. • I hæð. J Skólastígur 20, 5 herb. íbúð á J J tveimur hæðum í parhúsi. i ARNARGEIR | ! HINRIKSS0N, hdl. | Silfurtorgi 1, ísafirði, sími 4144 Þakkir Hjartans þakkir sendi ég öllum sem glöddu mig á 80 ára afmæli mínu 9. júní sl. Sérstaklega þakka ég börnum mínum, tengdabörnum og barnabörnum stórhöfðinglega gjöf. Öllum öðrum þakka ég gjafir, blóm og heimsóknir. Guðbjörgu Árnadóttur og öðrum sem aðstoðuðu mig fyrir afmælið sendi ég þakkir mínar. Guðmunda Rósmundsdóttir. ist. Búast hefði mátt við vanda- málum af þessu tagi og yrði í sumar reynt að komast fyrir lekann. Til þess þarf að grafa frá þakinu og þétta lekann utan- frá. Gísli sagði að þegar hefði verið gerð ein tilraun til þess að þétta skálann en hún hefði mis- tekist. Verktakinn sem annaðist byggingu skálans mun fram- kvæma viðgerðina sem fram á að fara í næsta mánuði. Fiskifélagstölwr: Samdráttur Knattspyma: ÍBÍ neðst í annari deíld Kaffistofan sem var opnuð að Hafnarstræti 8 á ísafirði virðist njóta mikiUa vinsælda. Fjöldi gesta hefur sótt stofuna síðan opnað var og gætt sér á kaffi, vöfflum og kleinum. Á myndinni má sjá gesti yfir boUunum á föstudag. Myndir á veggjum eru Ijósmyndir eftir Jón Hermannsson og eru þær til sölu. A innfeUdu myndinni er Daði Hinriksson að fá sér tiu dropa en hann var fyrsti viðskiptavinurinn á föstudag. Vegskálinn á Óshlíð. Yegskálinn á Óshlíð: Gert við lekann í sumar

x

Vestfirska fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.