Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 19.06.1987, Blaðsíða 6

Vestfirska fréttablaðið - 19.06.1987, Blaðsíða 6
6 vestlirska ' liifréiwwild NÁTTÚRUVERNDARRÁÐ Auglýsing um bann við umferð ökutækja í frið- landinu á Hornströndum. Öll umferð vélknúinna farartækja, þar á meðal torfærutækja (m.a. fjórhjóla), beltabifhjóla og jeppabifreiða er stranglega bönnuð í friðland- inu á Hornströndum. Bann þetta er sett samkvæmt heimild í 13. grein laga um náttúruvernd nr. 47/1971, sbr. auglýsingu um friðland á Hornströndum nr. 332/1985, að höfðu samráði við landeigenda- félag Sléttu- og Grunnavíkurhrepps. Náttúruverndarráð. Smá- auglýsingar TRJÁPLÖNTUR Úrvals viðja og gulvíðir á 35 krónur. Sendum hvert á land sem er. Greiðslukortaþjón- usta. Gróðrastöðin Sólbyrgi sími 93-5169. TIL SÖLU Bíll til sölu. Pontic Firebird árgerð 1968. Upplýsingar í sima 7181. VESTFIRÐINGAR KAUPMENN - KAUPFÉLÖG Til afgreiðslu meðan birgðir endast: Kartöflur úr kæli- geymslu, flest afbrigði, pakk- aðar eða í 25 kílóa pokum. Viðurkennd gæðavar. Sveinberg Laxdal, símar 96- 22307 og 96-26290. Vorhefti Skírnis Vorhefti Skírnis, tímarits Hins íslenska bókmenntafélags, 161. ár- gangur, er komið út. Síðan 1921 hefur Skírnir verið ársrit, en nú er fyrirhugað að ritið komi út bæði vor og haust. Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á útliti tímaritsins og einnig er bryddað upp á nýj- ungum í efni. Um ritstjómarstefnu skrifar nýráðinn ritstjóri, Vilhjálm- ur Ámason: „Eins og áður verður meginefni Skímis fræðilegar ritgerðir. 1 efnis- vali mun þeirri meginstefnu verða fylgt að rit ið láti sig varða sem flesta þætti íslenskrar menningar, bæði í sögu og samtíð, og veiti hingað þeim erlendu straumum sem ætla má að skipti miklu fyrir Islendinga. I Skírni á að vera að- gengileg, vönduð og gagnrýnin umfjöllun um mannleg fræði, vís- indi, listir, trú og þjóðmál." Efni vorheftisins 1987 er fjöl- breytt. Vésteinn Lúðvíksson skrifar trúarlega hugleiðingu um þjáning- una og lífið. Séra Gunnar Krist- jhánsson skrifar um lífsviðhorf Matthíasar Jochumssonar, og Jón Hjaltason um stefnu Matthíasar sem ritstjóra Þjóðólfs. ítarleg grein er um Huldu skáldkonu og stöðu hennar í karlasamfélagi nýróman- tíkurinnar eftir Guðna Elísson. Emely L. Meredith skrifar um William Morris og hugmynd hans um ísland sem fyrirmyndarsamfé- lag og Magnús Fjalldal segir blóði drifna sögu víkinga á Bretlandseyj- um. I þættinum „Skímismál“ sem á að vera vettvangur fyrir skiptar skoðanir, rita Halldór Guðjónsson um menningararf og stjómmála- skyldu Islendinga. Með þessu hefti er sá háttur tekinn upp að bjóða skáldi að yrkja í tímaritið og er Þorsteinn frá Hamri skáld Skímis að þessu sinni. I heftinu er einnig frönsk útgáfa af sögunni um Grá- mann í Garðshorni. Ritdómar eru um níu bækur. Kynntu þér APEX-fargjöldin í innanlandsflugi Flugleiða hjá næstu söluskrifstofu félagsins, umboðsmanni eða ferðaskrifstofu. FLUGLEIDIR Trimm Hefurðu áhyggjur af aukakíló- unum? Ertu búinn að vera á leiðinni út að trimma síðan í fyrra? Ef svo er,þá er nú rétti tíminn til þess að taka fyrsta skrefið. Dagana 20 og 21 .júní verða haldnir trimm- dagar um land allt. Á ísafirði verð- ur safnast saman við íþróttavallar- húsið á Torfnesi kl ll.fyrir hádegi báða dagana. Þar verður fólki leið- beint og kynntur bæklingur sem gefinn hefur verið út í tengslum við trimmdagana. Leiðbeinendur frá íþrótta og æskulýðsráði leiðbeina þátttak- endum og hjálpa þeim að komast af stað. Þetta er tækifærið sem þú hefur beðið eftir. Drífðu þig af stað. BÍLALEIGA HJÓLBARÐAVERKSTÆÐI ÍSAFJARÐAR NJARÐARSUND 2 • 400 ISAFJÖRÐUR SÍMI 94-3501 • HEIMA 94-3482 NAFNNÚMER: 4185-9601 Opna bílaleigu á laugardaginn 20. júní. Leigjum út Peugeot 309 sem er franskur 5 manna bíll, lipur og þægilegur í akstri. Komið á laugardaginn og skoðið þessa bíla sem eru til sölu hjá Jöfur hf. í Kópavogi, upplýsingar á staðnum, um verð og greiðsluskilmála. Jónas Björnsson Sími 94-3501 - Heima 3482

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.