Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 07.09.1988, Page 5

Vestfirska fréttablaðið - 07.09.1988, Page 5
vestfirska ið bréf félagsmálaráðherra til sam- starfsnefndarinnar, þar sem Jó- hanna lofar að í tengslum við sam- eininguna „verði gengið frá stöðu Sléttuhrepps og komið í veg fyrir lagalega óvissu um stjórnsýslu þar“ og „aðstoða við að láta meta til fasteignamats ómetnar fasteign- ir í eyðibyggðum við Isafjarðar- djúp með það fyrir augum að standa straum af kostnaði hins nýja sveitarfélags vegna þessara eyðibyggða“. Kanski ertu á sömu skoðun og hann Halldór á Lauga- landi sem sagði á borgarafundin- um á Nauteyri að þessireyðihrepp- ar kæmu sér ekki við. Merkilegt, eins og hann Dóri er nú venjulega glöggur á sinn hag og ófús að borga meira en nauðsyn krefur í sameig- inlega sjóði, samanber gömlu söguna frá því er hann var ungur og vaskur maður og skrifaði í reit- inn á framtalinu sínu þar sem spurt var um ómaga á framfæri. „Já, Nauteyrarhrepp". Nú má vænta þess að fyrrnefndur kostnaður vegna eyðihreppanna leggist á ykkur í Snæfjallahreppi og okkur í Nauteyrarhreppi, verði þessir tveir hreppar ásamt eyðihreppum sameinaðir, sem allar líkur benda til. „Heilbrigðisvottorð“ sem ekki fékkst Svo er að sjá sem þú hafir alger- lega misskilið hlutverk samstarfs- nefndarinnar og ætlað henni að koma með gull og græna skóga að sunnan. Það stóð ekki til. Hún var kosin af hreppsnefndunum sam- kvæmt 108 gr. sv. stj. laga til að skila álitsgerð um sameininguna til sveitarstjórnanna, kanna vilja stjórnvalda á úrbótum í þeim at- vinnulegu og samfélagslegu þátt- um sem hér er mest ábótavant og verður, hvort sem okkur líkar bet- ur eða verr, Jens minn, aðeins þok- að í rétta átt með velvilja og stuðn- ingi ráðuneyta og stofnana stjórn- kerfisins syðra. Ég nefni t.d. framtíð Reykja- nesskóla, samgöngumál og rýmk- un á fullvirðisrétti. Ef sú skipulags breyting sem stefnt var að hefði náð fram að ganga, værum við nú bráðum með mann í fullu starfi við að þoka áfram þessum málum og öðrum sem til framfara horfa fyrir byggðarlagið okkar og samstarfs- nefndin hafði undirbúið jarðveg- inn að. Það fer vart milli mála að stjórn- kerfið leit á þessar kosningar og þá meirihlutastuðning við sam- einingu, sem prófstein á það hvort hér byggi fólk sem eitthvað væri upp á arðandi, fólk sem hefði fé- lagsþroska og þor til að skipa sín- um innri málum heima fyrir á þann veg sem breyttir þjóðfélagshættir krefjast, snúa bökum saman til varnar og síðan, vonandi með hjálp almannavaldsins, til sóknar á ný fyrir traustari byggð og betra mannlífi. Svo dæmi sé tekið þá er mjög tvísýnt um framtíð Reykjanes- skóla, hann datt út af fjárlögum, sem kunnugt er, og mcð herkjum tókst að innleiða hann í þau aftur. Það kom fram á borgarafundin- um á Nauteyri í máli annars full- trúans, Reynis í Hafnardal, sem skipaður var í vetur í nefnd til að fjalla um málefni og framtíð skólans, að það gæti algerlega ráð- ið úrslitum um framtíð hans að hrepparnir sem að honum stæðu, sameinuðust. Byggði hann þá skoðun sína á viðræðum við ráðu- neytismenn og fræðslustjóra sem teldu að slík jákvæð þróun heima fyrir, mundi hafa góð áhrif á fjár- veitingavaldið. Þrátt fyrir að þessi viðhorf lægju ekki í láginni gengu sumir af framámönnum og konum nýlega stofnaðs velunnarafélags Reykjanesskóla fram eins og grenjandi ljón við að fella samein- inguna. Og það má mikið vera ef þeir sem við eigum mest undir að sækja og þurftum að stæla í trú á líf og framtíð okkar byggðar, hafa ekki hugsað eitthvað á þessa leið þegar þeim bárust fregnir af sundr- ungaröflunum. „O jæja, ræfilsgarmarnir, þeim er ekki við bjargandi". Og lái þeim það hver sem vill. Það hefur í sjálfu sér takmarkaðan tilgang að vera að ræða frekar við þig rök með sameiningu (rök gegn henni hafa engin fundist) eða hvað hefði get- að gerst ef skynsemi og dómgreind hefðu sigrað í kosningunum, skað- inn er skeður og kátlegt að hlusta á og frétta af, að nú segja ýmsir samherjar þínir að þeir ætli að greiða atkvæði með sameiningu næst. Hvaða næst verður það? Gefst íbúum þessara 4 hreppa ann- að tækifæri til að vitkast? Ég efa það, næst má búast við nauðungar- sameiningu án nokkurs þess ávinn- ings sem hér var í augsýn, gott ef við verðum ekki sameinuð Súða- víkurhreppi. En mig langar til, úr því ég er nú farinn að skrifa þér, að skoða ögn nánar hvað olli því að kosningaúr- slitin urðu þau sem raun ber vitni. Ég tel mig sæmilega dómbæran um það svo marga sem ég hef talað við fyrir og eftir kosningarnar. Tilfinningasjónarmið í grófum dráttum má flokka ykkur andstæðinga sameiningar í þrjá hópa. Fyrst eru þeir sem hræðast allar breytingar og sjá varla niður á tærnar á sér hvað þá út fyrir hreppamörkin. Þeir eru fæddir í hreppnum sínum og ætla að deyja þar líka og kusu sam- kvæmt því. Þeir lásu ekki gr. gerð samstarfsnefndarinnar, enda búnir að taka afstöðu fyrir löngu og eng- in rök bitu á þá. Gott dæmi um þessi sjónarmið kristallast í Rögnu á Laugabóli sem á sveitarfundin- um í Ögurhreppi hafði allt á horn- um sér gegn sameiningu, en spurði að lokum formann samstarfs- nefndarinnar um það hvað samein- aði hreppurinn mundi koma til með að heita. Engilbert, diplómat eins og hann er, svaraði að hann gæti auðvitað engu lofað um slíkt, en sér fyndist að Ögurhreppur kæmi vel til greina, nafnið stutt, hljómfagurt, gegnsætt og ekki til á öðrum hreppum. „Nú þá gegnir öðru máli“ sagði Ragna. „Ef þú gætir ábyrgst mér þetta, Engilbert minn, væri vel hugsanlegt að ég styddi sameiningu“. íbúarnir eru sem sé til vegna hreppsins, Jens minn, ekki öfugt. Hann er heilög kýr, ósnertanlegur og óumbreytanlegur og tímans tönn vinnur honum ekki grand, þrátt fyrir að allt annað sé á hverf- anda hveli í þjóðfélaginu. Mikið hafa þeir verið frammsýnir áar okkar sem fyrir mörgum öldum grundvölluðu svo snilldarlega hreppaskipan hér við Djúp. Þeir töldu að vísu heppilegt að miða við að íbúafjöldi hrepps væri um 400 sálir, en best er að hafa ekki hátt um það. Og af því ég er með Ögurhrepp í takinu þá lét hrepps- nefndarmaður þar þau orð falla fyrir kosningar að uppbyggingin í Reykjanesi eða Nauteyri gagnað- ist honum ekkert. Þetta er rangt. Uppbygging hvar sem er í samein- uðu Inn-Djúpi, gagnast auðvitað heildinni, þó ekki væri nema vegna þeirra auknu tekna sem þær færa sveitarsjóði. Og Halldór í Ögri hafði miklar áhyggjur af því, ef sameining hefði orðið ofaná, og hann komist í hreppsnefnd, að þurfa að fara að skipta göngum, alókunnugur maðurinn, yfir í Snæfjallahreppil! Ég verð nú að segja, að ef menn þurfa endilega að mála skrattann á vegginn, þá mega þeir ekki hafa „þann gamla“ svona grátbrosleg- an. Auðvitað hefur sveitarstjórn eða sveitarstjóri í umboði hennar með höndum yfirstjórn fjallskila, en það ætti nú að segja sig sjálft að fjallskiladeildir, svo margar sem hentaði, undir stjórn staðkunn- ugra heimamanna færu áfram með þessi mál og annar staðbundinn félagsskapur hverju nafni sem nefnist, hefði tæpast verið í neinni hættu vegna sameiningar. „Sárt er mér um sætið“ I öðru lagi var það svo sá hópur sundrungarmanna sem óttaðist að dala í mannvirðingum ef samein- ing yrði að veruleika. Nú sitja 18 aðalmenn í hreppsnefndum hér og oddvitar eru 4. Það þarf því ekki mjög skýran hreppsnefndarmann til að sjá að við sameiningu mundu 11 -13 þeirra lenda úti í kuldanum og ekki gæti oddviti orðið nema einn. Þeir sem ekki gátu ógrátandi hugsað til slíks, settu því snarlega undir þann leka og sömuleiðis hreppstjórar sem unnið höfðu sér til óhelgi í hrossamálum og máttu eiga von á að sýslumaður notfærði sér nýskipanina til að losna við þá. Og enn eru það þeir og þær sem ganga með hreppsnefndarmann í maganum, eða féllu síðast (ég er alls ekki að meina þetta til þín, Jens minn) samanber þann í Vatnsfjarðarsveitum sem féll 1986 en telur sig nú nokkuð öruggan næst, því það sé orðið svo lítið mannval í hreppnum. Og það má vissulega taka undir það álit, því hreppsnefnd í þeim góða hreppi sá ekki ástæðu til, ein hrepps- nefndanna fjögurra, að halda borgarafund um hvort leggja ætti sveitarfélagið niður. Líklega talið að slík málefnaleg kynning mundi ekki þjóna sínum hagsmunum, best að sitja áfram, einir hreppa, að gjaldaháum einstaklingum sem þjóna þó Inn-Djúpinu öllu, svo sem kennaraliði í Reykjanesi og sóknarpresti. Grýlusögur Síðast en ekki síst voru svo Grýl- urnar áhrifavaldur. Stærst og ægi- legust þeirra var Engilbertsgrýlan. Hún mætti okkur forðagæslu- mönnum, mér og Reyni í Hafnar- dal í bæj ardyrum hérna handan við ána, þegar við komum þangað í vorskoðun og okkur þótti strax sem þetta væri með fádæmum ó- lánlegt og fráhrindandi unglings- gerpi. Ekki er ég fróður um ætt hennar og uppruna og fullyrði ekk- ert um hvort hún kom undir á Laugalandi, en síðar gekk hún fyr- ir gafl hjá sóknarpresti og magnað- ist við það um allan helming og flaug vítt um sveitir, þeirra erinda að segja fólki að sameiningin væri runnin undan rifjum Berta á Mýri þess hræðilega manns, sem í fram- haldi af henni mundi svo taka hér öll völd með íhaldið að bakhjarli. Og svo var fennt á sálarglugga fjölda fólks að það trúði þessu og trúir þessu jafnvel enn, tveim vik- um eftir kosningar, þó ljóst sé að líklega hafa hlutfallslega fæstir Sjálfstæðismenn af allra flokka mönnum, stutt sameininguna. Nú veist þú, Jens minn, að við Engilbert erum eins langt frá hvor öðrum pólitískt og hægt er að vera en það breytir ekki því að sem fé- lagsmálamaður er hann óumdeil- anlega sá fremsti í okkar byggðar- lagi og hefur lyft mörgum Grettis- tökum til hagsbóta fyrir Inn-Djúp, og getur „flutt fjöll“ fái hann til þess umboð og starfsfrið. Það væri eitthvað annað upplit á byggðun- um hér ef Berti og Adda hefðu búið hér á hverjum bæ s.l. 30 árin, að maður nú ekki tali um að þá væru samfélags- og atvinnumál á hærra plani, en nú er. Óvíða er betur upp byggt en á Mýri og tún færð út að sama skapi. Hver bar Ræktunarsambandið á herðum sér, Inn-Djúpsáætlun og Rafv. Snæfjalla, svo fátt eitt sé nefnt? Ég veit að þú ert mér sam- mála um þetta og hlýtur því að skilja hvers vegna sundrungar- og niðurrifsöflin í þessum fjórum hreppum ærast þegar þau lenda í skugganum af Berta frænda þínum. Það er m.a. notað gegn honum að hann sé fluttur burt. I mínum huga er það ekki svo, fjöl- skyldan hefur ennþá lögheimili á Mýri, heyjar túnið og Berti er á fullu í laxeldinu á Nauteyri. Og hvaða uppbyggingarverkefni eru eftir á Mýri, við núverandi kring- umstæður í landbúnaði? Ekki sé ég þau. Þá er auðvitað ekkert eðli- legra og sjálfsagðára en hasla sér nýjan völl til átaka og uppbygging- ar ef menn eru eins af guði gerðir og Engilbert. Og af því þú ert vísnavinur læt ég hér fljóta með kviðling sem brottfluttur sveitungi sendi mér um síðustu jól og fjallar um hvað allt þróast, að hans mati, á verri veg hér. Okkar sveit var engri lík að henni er snaran hert og hlaupinn er á Hólmavík helvítið ’ann Engilbert. Mér fannst nú ástæða til að leið- rétta þetta. Okkar sveit er ennþá rík þó ólög hafi bústofn skert og hlaupin sé á Hólmavík haldreipið ’ann Engilbert. Eitt, tvö og þrjú Þér líst ekki á að bændur hér selji eða leigi ríkinu kvóta jarða sinna og að þær standi svo eftir réttlausar til nokkurrar fram- leiðslu. Loksins orð af viti Jens minn og þarna erum við hjartan- lega sammála. Samstarfsnefndin leitaði eftir stuðningi í stjórnkerfinu við þá réttlætiskröfu að við sem búum hér við bestu og rýmstu sauðlönd sem fyrirfinnast á landinu, fáum aukinn fullvirðisrétt í kjöti og það á auð- vitað við í mjólk líka, til að full- nægja mólkurvöruþörf þéttbýlis- staðanna. Og í framhaldi af því og það ætti að þykja saga til næsta bæjar, beindi Jóhanna félagsmálaráð- herra því til landbúnaðarráðuneyt- is að fullvirðisréttur hér verði auk- in. En þá gerist það merkilega að upp hefjast svartagallsrausarar hér í hreppi og telja að samstarfs- nefndin hefði ekki átt að minnast á aukinn kvóta syðra. Hann sé að vísu mál málanna hér nr. 1-2-3, já, já, já, en það væri ekki viðeig- andi að þrýsta á um það í við- ræðum um sameininguna, gæti hleypt illu blóði í einhverja óskil- greinda aðila og ég veit ekki hvað og hvað. Ogstéttasambandshetjan okkar hann Halldór sagði á Naut- eyrarfundinum „að um aukinn kvóta þýddi ekki að ræða“. Þá var nú einhver munur að hlusta á hinn stéttarsambandsfull- trúann okkar, hann Engilbert, sem fullyrti að vaxandi skilnings gætti hjá ráðamönnum bænda á því að hagkvæmara væri að búa með fé þar sem sláturdilkar næðu 17 - 18 kg. meðalþunga á 120 dögum, en þar sem þeir næðu aðeins 12-13 kg. þunga á 150 dögum. Ofbeitar og landnýðslustaðreyndirnar væru loks að komast inn úr höfuð- skeljum forustusauðanna og þar með ykist þrýstingur á búskapar- lega svæðaskiptingu landsins, okk- ur hér til hagsbóta. Auðvitað eig- um við allsstaðar og við hvert tæki- færi að tala okkar máli, þar dugir hvorki hlédrægni né hógværð ef ár- angur á að nást. Ég læt nú þessar Grýlusögur duga að sinni, vinur sæll, en áður en ég vík að öðru langar mig til að gera athugasemd við myndabirt- inguna í Hærribæjarguðspjallinu. I stað myndar héðan frá Skjald- fönn hefði mér fundist betur við- eigandi að komið hefði eitthvað af höfuðbólum ykkar sundrungar- leiðtoga svo sem Hærribærinn, Laugaland eða Rauðamýri. Þetta er auðvitað bilun Að síðustu Jens minn, langar mig til að gera hrossakafla guð- spjallsins að umræðuefni. Fyrirsögn hans er svona: „Sýslu- nefnd bannar mönnum að eiga hesta nema þeir séu lokaðir niðri í tunnu eða einhverju álíka þéttu íláti“. Þessi klausa er rakin ósann- indi og það veistu vel. Þú mátt hafa eins mörg hross og þér sýnist, svo fremi þú hafir fyrir þau hús og hey, og nú eftir löngu tímabæra sam- þykkt sýslunefndar um bann við lausagöngu hrossa, ber þér að hætta að beita þínu stóði á annarra lönd og tún, en hafa það í vörslu á þínu landi og annarsstaðar ekki. Og þetta með tunnuna er hnuplað frá mér, því ég hef aldrei legið á þeirri skoðun minni, að þau ein hross séu góð og æskileg hér um slóðir umfram brúkunarhesta, sem séu söltuð ofaní tunnu. En þér varð það svo sem ekki of gott að fara með það á prent. Hitt er sýnu verra að fara að halda uppi vörnum fyrir lausa- göngu hrossa í byggðarlaginu og það í grein um sameiningu sveitar- félaganna sem ætla mætti að væri óskylt efni. En það er rétt að vekja athygli á að eftir því sem ég best veit eru þið sem mestan hrossaó- jöfnuð hafið haft í frammi og reynt að þrjóskast við að fara að lögum, allir í sundrungarliðinu. Ætli það sé ekki sama þröngsýn- in og sérgæðingshátturinn í báðum tilvikum? Og það kalla ég ó- skammfeilni og raunar bilun og hana meiriháttar, að fara að stunda grjótkast úr þínu glerhúsi í sýslunefnd og sveitarstjórnir fyrir að framfylga samþykktinni. Eða heldur þú virkilega að það sé komin hefð á „rétt“ þinn til að beita stóði þínu á annarra lönd og tún og það meira að segja í aðra hreppa? Heldurðu að það hafi ver- ið vinargreiði og náungakærleikur að láta árum saman hrossin þín spilla ræktun og brjóta girðingar hjá Ármúlabændum inni í Kalda- lóni uns gefist var upp á að halda þeim við? Ég hreinsaði girðingarritjurnar upp í vor m.a. 200 - 300 staura, kubbaða við jörð mestallt eftir hrossin þín, sem ganga nær ein- göngu Ármúlamegin við Mórillu og þar með í Nauteyrarhreppi. Og ég hef séð þau þar að vetrinum eftir 3 - 4 vikna ótíðarkafla og jarð- bönn og þú veist eins vel og ég að norðaustanbleytuhríðin gælir hvorki við menn né málleysingja í Kaldalóni. Og ég sé ekkert fagurt né ánægjulegt við stóð undir þeim kringumstæðum, né heldur berj- andi gaddinn á túni nágrannans, þá loks að það hefur verið tekið „heim“. Og meðal annarra orða. Hvað varð í vetur af fjóshaugnum hjá Páli í Neðrabæ? Átu hrossin þín hann virkilega? Þú hrósar skynsemi sýslumanns og glaður tek ég undir það enda bar hann upp tillöguna um bannið í sýslunefnd. En er ekki rétt að þú hafir hringt í hann í vor, þegar þrengja tók að þínu stóði og helt yfir hann óbótaskömmum? Getur verið að sýslumaður hafi síðan farið eftir spakmælinu gamla: „Heiðraðu skálkinn svo hann skaði þig ekki“? Ég vona ekki, það væri afar óskynsamlegt. Nú hefur þú síðan í sláttarbyrjun að minnsta kosti. haft á annan tug hrossa á sínum gömlu slóðum innan við Mórillu og hafa þau meira að segja komist alla leið inn að Hallsstöðum sem eru fjórar bæjarleiðir og þær ekki stuttar. Eru þau á einhverri undanþágu? Ef svo er, væri þá ekki rétt að til- kynna það, þó ekki væri nema vegna þeirra ferðaþjónustubænda sem eru á þessari leið og þú varst m----------->-

x

Vestfirska fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.