Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 15.02.1990, Blaðsíða 1

Vestfirska fréttablaðið - 15.02.1990, Blaðsíða 1
vestfirska FRÉTTABLASIÐ VESTFIRSKA FRÉTTABLAÐIÐ Póstfaxsími 4423 7. tbl. 15. febrúar 1990 16. árg. Það þarf víðar að moka snjó en í landi. Svona var umhorfs um borð í Guðbjarti ÍS á útstíminu á dögunum. Járniðnaðarmenn á ísafirði fella samingana — kann það að hafa fordæmisgildi á Vestfjörðum og víðar Fastagjald Orkubú Vestfjarða lagði nýtt gjald á notendur hitaveituvatns um áramótin. Þetta er svonefnt fasta- gjald og er kr. 11.010 á ári. Fasta- gjald fyrir rafhitun var kr. 3.340 á síðasta ári, en það hefur verið hækkað í kr. 11.010. Þessar taxta- breytingar þýða um það bil 10 prósent hækkun hjá meðalneyt- anda. Þær koma hlutfallslega minna við stórneytendur en venju- legar fjölskyldur og einstaklinga, þar sem fastagjaldið er alls staðar hið sama. Þab vorar í kvikmyndagerðinni á Bíldudal — tvær leiknar spennumyndir f framleiðslu Þegar f'arið er að tala um að það sé farið að hausta í íslenskri kvik- myndagerð, þá er dæminu öfugt farið á Bíldudal. Þar eru nú tvær kvikmyndir í framleiðslu hjá heimamönnum og báðar leiknar spennumyndir. Valdimar Ottósson er cinn þeirra sem nú standa í kvikmynda- gerð á Bíldudal og í samtali við blm. Vf. sagði hann að þarna væri um tvo sjálfstæða hópa að ræða. Hann ásamt Hafliða Magnússyni eru í öðrum hópnum og vinna þeir nú að framlciðslu leikinnar spennumyndar. Samningu liand- rits og leikstjórn annast Hafliði Magnússon og að sögn Valdimars er þarna um að ræða leikna rnynd sem gæti átt við rök að styðjast, en væri ekki nein framúrstefnumynd. Myndin er tekin upp á S-VHS myndband og myndatökurnar hefur Valdimar á sinni könnu. Allt í allt leika unt 12 manns í myndinni, þegar vélsleðasveit er talin með. Annars vildi Valdimar lítið gefa upp um innihald myndar- innar, en sagði að tökurn yrði lík- lega lokið í apríl. Þá taka við klipp- ingar og frágangur, en ekki er enn ákveðið með hvaða hætti mynd- inni verður komið á framfæri. Helst var Valdimar þó á því að gerðar yrðu spólur sem síðan yrðu leigðar út. Eins og flest annað við gerð þessarar myndar, þá er ætlun- in að tónlistin við myndina verði frumsamin og hefur Jón Ástvaldur Hall verið nefndur sem hugsan- legur lagasmiður. Hin kvikmyndin sem í fram- leiðslu er á Bíldudal cr líka leikin spennumynd, en einn aðalmaður- inn á bak við hana ntun vcra Logi Hannesson. hk. Félag járniðnaðarmanna á ísa- firði er fyrsta félagið sem fellir ný- gerða kjarasamninga, þ.e.a.s. af þeim félögum sem voru með í stóra samflotinu við samningagerðina syðra. Samningarnir voru felldir með átta atkvæðum gegn 6, en einn seð- ill var auður. í Félagi járniðnað- armanna á ísafirði. en svo heitir félagið, eru menn í járniðnaði á ísafirði og í Bolungarvík, alls um 40 félagar. Enginn félagsmaður kom frá Bolungarvík á fundinn og kunna erfiðar samgöngur að skýra það. Samkvæmt heimildum Vest- firska fréttablaðsins skiptust menn nokkuð í tvo hópa, þegar rætt var um samningana, enda cndurspegla niðurstöður fundarins það. Það munu hafa verið starfsmenn Skipa- smíðastöðvar Marscllíusar sem harðast gengu fram í því að fella samningana. Jón Páll Halldórsson, formaður Vinnuveitendafélags Vestfjarða hefur lýst yfir, að ekki verði um að ræða samningaviðræður við járn- iðnaðarmenn vestra, iöng hefð sé fyrir því að þær hafi farið fram í Reykjavík. enda hafi nýgerðir kjarasamningar við járniðanðar- menn farið fram milli Vinnuveit- endasambandsins og Málm- og skipasmíðasambands íslands, sem Félag járniðnaðarmanna á ísafirði er aðili að. Búið er að ganga frá samningum milli Alþýðusambands Vestfjarða og Vinnuveitendafélags Vest- fjarða og eru þeir á sama róli og samningarnir í stóra samflotinu í Reykjavík. Alþýðusamband Vest- fjarða var ekki beinn þátttakandi í stóra samflotinu, enda óralöng hefð fyrir því að santið sé í héraði við vinnuveitendur. Eitt lettcrs- bréf frá Alþýðusambandi Vest- fjarða til Jóns Páls Halldórssonar, formanns Vinnuveitendafélagsins varð tilefni mikils fjölmiðlaþyts, en í bréfinu stóð, að ASV tæki ekki þátt í samningaviðræðum syðra og í raun var bréfið tilkynning eða áminning um að kjarasamningar hefðu runnið út um áramót. En þrátt fyrir bréfið, sem sumir lýstu sem einhvers konar einkenni- legum ástarhótum milli Vestfirð- inga þrátt fyrir stéttarandstæður, þá tóku aðilar vinnumarkaðarins á Vestfjörðum fullan þátt í sam- flotinu og nú er að sjá hvort kjara- samningarnir fljóta inn í verka- lýðsfélögin á svæðinu eða hvort niðurstaðan hjá járniðnaðar- mönnum vestra hafi fordæmisgildi í einhverjum félögum þar og hugs- anlega annars staðar í landinu. Bann við togveiðum Snorri Sturluson, Suðureyri. Á undanförnum árum hefur út- gerð smærri línubáta stóraukist héðan frá Suðureyri sem og raunar víðar. Lengs af voru þeir tveir til þrír, en nú róa héðan allt að 7 litlir bátar með línu. Hefðbundin mið þessara báta eru á grunnslóð eins og gefur að skilja. Haustið 1984 gaf Sjavarútvegsráðuneytið út reglugerð þar sem heimilaðar voru togveiðar í tilraunaskyni innan 12 mílna landhelginnar út af Vest- fjörðum, allt inn að 4 mílum. Til- raunin er enn í gangi trillukörlum hér vestra til mikillar hrellingar. Samtök þeirra hafa barist fyrir afnámi þessara veiða og nú cr mál- ið komið inn í sali Alþingis. Guð- mundur Ágústsson Borgaraflokki. hefur lagt fram svohljóðandi til- lögu til þingsályktunar „um afnám sérstakra togveiðiheimilda fyrir VestfjörðumV Alþingi ályktar að skora á sjávarútvegsráðherra að endurný- ja ekki heimild til togveiða á sér- stökum svæðum fyrir Vestfjörð- um, sbr., C-lið 1. gr. reglugerðar nr. 417 29. ágúst 1989. I greinargerð nteð frumvarpinu segir m.a.: C-liður reglugerðarinnar sem fjallar um sérstakar togveiðar fyrir Vestfjörðum, var m.a. settur í þeim tilgangi að nýta betur flatfisk innan almennra togveiðimarka, á mörgum stöðum allt að fjögurra mílna mörkunum. — Á síðustu árum hefur því verið haldið fram að hlutur flatfisks í afla þeirra togskipa, sem þessar veiðar stunda, hafi dregist veru- lega saman og meginuppistaða í afla þeirra sé nú ýsa og þorskur. Einnig hefur verið bent á að tog- skipum frá Vestfjörðum hefur stórlega fækkað í þeim flota sem nýtir heimildir reglugerðarinnar og í þeirra stað eru komin skip frá öðrum byggðarlögum. --- En þyngst á metunum vegur sá háski sem smábátum og sjó- mönnum þeirra er teflt í með því að þvinga þá á þennan hátt í lang- siglingu á fjarlæg mið í vetrar- byrjun þegar allra veðra er von. Og nú bíða trillukarlarnir spenntir eftir afgreiðslu þessa máls í þinginu. Þar mun það ráðast hvort ágangi þessum er lokið eða hvort þeir megi enn um hríð sætta sig við skertan hlut á heimamiðum í samkcppninni við öflug úthafs- veiðiskip úr fjarlægum lands- hlutum. UTSALANIFULLUM GANGI! 20-50% afsláttur Komið ogr grerið cjóð kaup KAUPFÉLAG ÍSHRDINGA vefnaðarvörudeild ISPRENT GRAFÍKTÆKNI HF. •8 3223

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.