Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 15.02.1990, Blaðsíða 5

Vestfirska fréttablaðið - 15.02.1990, Blaðsíða 5
I véitiiriiö mETTABLASID VESTFIRSKA FRÉTTABLAÐIÐ SÍMI4011 í ólgusjó. flækja í þessi mál. Þða er að segja að ríkið má ekki koma nálægt nokkrum sköpuðum hlut. Ég er á móti því að ríkið sé að vasast í of mörgum málum og vil að eignar- réttur manna sé virtur og þeir geti keppt. En við skulum ekki ganga út í þær öfgar að fara að skipta náttúruauðlindum okkar niður og færa mönnum þær til eignar, það er fjarstæða. skæklatog. Auðvitað vitum við það, að við misstum gráðlúðkvót- ann út úr höndunum á okkur, við sem byrjuðum á því að hagnýta okkur þennan stofn. En sóknar- kerfið bar þetta í sér. Og við vor- um ekkert óhressir að fá sóknar- kerfið, Vestfirðingar. Sem sárabót fyrir hitt. En það geta bara öll byggðarlög haldið áfram með þetta skæklatog, enda þótt okkur fyndist að við ættum að halda grá- lúðunni. Það kemur bara ekkert út úr því. Einn segir, þið fáið of mikið af þorski annar segir að þið fáið of mikinn karfa og svo framvegis endalaust. Við komumst ekki út úr þessu svona, við verðum að nýta aðrar hugmyndir.“ ísafjörður: Tónleikar í Grunnskólanum nú á laugardaginn — endurteknir í Bolungarvík á sunnudag Laugardaginn 17. febrúar n.k. kl. 17:00, verða haldnir tónleikar í sal Grunnskólans á ísafirði. Á efnisskránni eru lög eftir Schubert, Stauss, Malher, Mozart, Sigfús Einarsson, Atla Heimi Sveinsson og Jakob Hallgrímsson, en sá síð- astnefndi kenndi við Tónlistar- skóla ísafjarðar um árabil. Þetta eru aukatónleikar og gilda áskriftarkort því ekki, en aðrir áskriftartónleikar verða 2. apríl. Þá er von á þeim Pétri Jónassyni gítarleikara og Hafliða Hallgríms- syni sellóleikara og tónskáldi. Á tónleikunum á laugardaginn koma fram þær Signý Sæmunds- dóttir sópran og Þóra Fríða Sæm- undsdóttir píanóleikari. Signý Sæmundsdóttir stundaði nám í fiðluleik og söng í Reykja- vík, en fór síðan utan og lauk ein- söngsprófi frá Tónlistarskólanum í Vínarborg árið 1988. Hún hefur tekið þátt í tónleika- haldi og óperuflutningi bæði hér- lendis og erlendis og m.a. sungið á tónleikum með Sinfóníuhljóm- sveit íslands. Síðastliðinn veturfór Signý með hlutverk í ævintýri Hoffmans á sviði Þjóðleikhússins og í maí á síðasta ári tók hún þátt í flutningi óperunnar Vikivaki eftir Atla Heimi Sveinsson sem var sett upp í Kaupmannahöfn á vegum norrænna sjónvarpsstöðva. Þóra Fríða Sæmundsdóttir píanóleikari lauk námi frá Tónlist- arskólanum í Reykjavík 1978 og stundaði síðan framhaldsnám í Freiburg og Stuttgard í V-Þýska- landi. Frá árinu 1984 hefur hún starfað sem píanóleikari og kenn- ari Reykjavík og tekið þátt í ýmiss konar tónlistarflutningi. Þóra Fríða er félagi í Islensku Hljóm- sveitinni. Tónleikarnir verða endurteknir á veitingastaðnum Skálavík í Bol- ungarvík á sunnudaginn kl 17:00. Hugmyndir Einars Hreinssonar og Halldórs Hermannssonar um breytingará stjórn fiskveiða Ráðuneytið á öllum póstum Það kom fram hjá einum ræðumanna á fundi Halldórs Ás- grímssonar á ísafirði í fyrri viku, að eftirlitsskyldan væri í höndum sjávarútvegsráðuneytisins. Rann- sóknarþátturinn er í þess höndum, ef grunur er um misferli í sambandi við fiskveiðiheimildir- og ráðu- neytið hefur einnig dómsvaldið. Enn er mál á döfinni, menn kalla þetta Skúlamál hin nýju, einnig var fyrirtæki á ísafirði sektað um um- talsverðar upphæðir og reyndar einhver fleiri í landinu. Þessi staða ráðuneytisins er óbreytt í frum- varpinu og finnst ýmsum einkenni- legt eftir úrskurð hæstaréttar um vanhæfi dómara, þar sem þeir hafa rannsakað mál. Og varð til þess að héraðsdómarar voru settir í mörg- um héruðum um áramót þar til lög um aðskilnað framkvæmdavalds og dómsvalds taka gildi 1992: „Ég held að þessi grein orki tví- mælis og menn verði að athuga hana, þegar frumvarpið verður tekið til afgreiðslu. Það er furðu- legt að ráðuneytið skuli hafa sjálf- dæmi í þessum efnum og ég held að því hljóti að verða breytt.“ Hvað um hlut Vestfirðinga sjálfra, sem talið sig hafa verið á móti kvótakerfinu, hvernig hafa þeir staðið sig í baráttunni? Mistök að mæta ekki í kvótanefndina „Menn börðust náttúrlega hraustlega gegn kvótakerfinu og ég ætla ekki að vanmeta þá bar- áttu. Við bjuggum hér í nánd við gjöful mið og þóttumst færir um að keppa við hvern sem var án þess að þessu væri skipt niður. Og ein- hvern veginn höfðaði þetta kerfi ekki til okkar uppeldis og hug- sjóna, Vestfirðinga. Við töldum okkur trú um það árið 1984, að þetta kerfi yrði aðeins notað um stundarsakir. Og sumir okkar helstu framámanna héldu að þetta mundi falla á fyrstu þrem- ur mánuðunum. Og að við skyldum neita að taka þátt í fyrstu kvótanefndinni, það voru okkar stærstu mistök. Eftir þetta höfum við alltaf verið ofurliði bornir. Og í vor voru þessir fundir með ráðu- neytismönnum bara veikburða 1) Megin hluta heildaraflans ár hvert, verði úthlutað endurgjalds- laust til veiðiskipa, sem svarar til meðaltalsafla skipa í hverjum stærðarflokki s.l. 5 ár. 2) Flokkar skipa í úthlutun verði þannig: A) Togarar stærri en 500 brl. B) Önnur fiskiskip. Flokkur B skiptist þannig: 1. Skip 300-500 lestir. 2. — 150-300 — 3. — 100-150 — 4. - 70-100 — 5. — 50-70 — 6. — 30-50 — 7. — 15-30 — 8. — 10-15 — 9. — 5-10 — 10. — 5 lestir og undir. 3) Veiðatímabilin verði þrjú, og deilist úthlutaður meðaltalsafli jafnt á skip innan hvers flokks. 4) Sá hluti úthlutaðs ársþriðj- ungsafla sem einstök skip ná ekki að veiða áður en tímabilið er út- runnið skal ganga til stjórnvalda til AÐALSKIPULAG framh. af bls. 7. bátahöfnina? Svona mál þarf að fjalla rækilega um, og ræða alla hugsanlega nýtingu þess lands sem fæst á þessu eftirsótta svæði. Upp- fyllingum í Suðurtanga þarf að ljúka sem fyrst, og því er aðkall- andi að ákvarða mögulega nýtingu landsins hið fyrsta. Ef til vill er þarna að finna mjög eftirsóttan kost við að fullnægja lóðaþörf á næstu árum. Ýmis svæði Varðandi íbúðabyggð á næstu árum er nauðsynlegt að velja af söluráðstöfunar. 5) Þau skip sem lokið hafa veiðum á úthlutuðum afla hvers tímabils áður en það rennur út, fái keyptan viðbótarafla af stjórn- völdum sem þá hafa ákveðið hve mikið magn er til sölu miðað við heildarafla hvers tímabils. 6) Verðlag viðbótarafla verði látið ráðast af aflabrögðum og eftirspurn. 7) Úthlutað veiðimagn hvers tímabils taki mið af árstíðamynstri hvað varðar flokka skipa, fiskiteg- unda og heildarmagns. 8) Veiðileyfin verði einungis gefin út til skipa. Forsvarsmönnum þeirra sé skylt að tilkynna Sjávar- útvegsráðuneytinu um þátttöku sína eigi síðar en 14 dögum fyrir byrjun hvers tímabils. 9) Heimilt er útgerðaraðila að skila til baka þeim tegundum úr úthlutuðum afla sem honum er óhagstætt að veiða, í því magni sem stjórnvöld geta leyft, enda sé þá metið hvaða fisktegundir skip fái í staðinn og hve mikið. kostgæfni þá hagkvæmustu kosti sem við eigum völ á, bæði með hag íbúðabyggjanda og bæjarsjóðs í huga. Þegar litið er á skipulagstil- löguna í heild eru þó nokkur svæði sem ætluð eru íbúðabyggð en eru ónýtt. Þessi svæði sum hver, ættu að geta verið ódýrari en t.d. bygg- ing alveg nýs svæðis, þegar litið er jafnframt á að íbúðabyggingar eru ekki sem stendur svo örar að neinni sérstakri þörf þurfi að mæta. Allar forsendur hérhjáokk- ur lúta að því að bæjarsjóður fari gætilega í allar fjárfestingar, og það er feykilega dýrt að útbúa byggingasvæði sem svo ekki er not fyrir. Æskiiegt væri að fá samantekið, af höfundum skipulagsins, hversu margar byggingalóðir það eru sem 10) Eigendur þeirra skipa sem keypt hafa svokallaðan eilífðar- kvóta á undanförnum árum, fái aukaafla afgreiddan endurgjalds- laust af stjórnvöldum þangað til þau hafa tekið út á áður keyptan eilífðarkvóta að fullu. 11) Áfram verði gefnar út sér- stakar veiðiheimildir til veiða á loðnu, síld, rækju, humar og skel, svo og til veiða á hugsanlegum nýjum nytjategundum sjávardýra. Að öðru leyti verði tekið upp sams konar stjórnkerfi á sérveiðunum og hér er lagt til að verði á bolfisk- veiðum. 12) Stjórnvöld myndi sterkan aldurslagasjóð úr söluandvirði aukaaflans, til þess að kaupa upp gömul og úr sér gengin fiskiskip, sem menn vilja losna við, ennfrem- ur til þess að kaupa menn út úr fiskveiðunum sem þess æskja. M.a. þannig, mvndi fiskiskipum fækka. 13) Sala óveidds afla verði öllum óheimil öðrum er stjórnvöldum. eru ónýttar hingað og þangað um skipulagssvæðið, og sem mætti nýta á næstu árum með skynsam- legri hagkvæmni. Býsna mörg önnur atriði vildi ég fjalla um varðandi þetta mál, en læt það kyrrt liggja að sinni, en eitt er þó það atriðið sem ég tel mér skylt að nefna, og það er mikilvægt nú og verður það í ókominni framtíð. Samskipti byggðakjarnanna Ég get ekki séð neitt nýtt í þess- ari skipulagstillögu sem miðar að því að bæta samskipti og samteng- ingu byggðakjarnanna. Það er alls ekkert tekið á því máli enda virðist mér að skipulagstillagan fjalli ekki um þann þátt að neinu leyti. Þetta auglýsingar TIL SÖLU Dodge Ramcharger árg. '77, upphækkaður á 36“ dekkjum, ekinn aðeins 66 þús. mílur. Mjög góður og fallegur bíll. Uppl. í hs. 4554 vs. 3223. GÓÐUR BÍLL -ENGIN ÚTBORGUN Til sölu Chevrolet Malibu árg. ’80, lítið ekinn og í fínu lagi. Selst á skuldabréfi ef samið er strax. Uppl. í hs. 4554 eða vs. 3223. þykir rnér mikið miður, og í þessu hafa höfundar skipulagsins brugð- ist vonum mínum. Það er mikill ósigur fyrir ísafjörð að ekki skuli vera meiri skilningur á því að sam- tenging og samskiptamöguleikar þessara byggðakjarna séu á hverjum tíma efldir svo sem kostur er. Það getur ekki gengið að íbúar bæjarfélagsins hafi ekki sem jafn- asta möguleika á þeim gæðum sem bæjarfélagið býður uppá. Þegar sameiningin fór fram voru þessir þættir ræddir og andstæðingar sameiningarinnar héldu því fram að misræmi kæmi fljótlega fram milli bæjarhlutanna, þar sem ekki yrði mögulegt að byggð næði saman. Þessi sjónarmið mega ekki fá sigur. Uppgjöf við að sjá út leiðir til að efla og styrkja samtengingu byggðar á Isafirði má ekki ná yfir- höndinni. Aðalskipulag sem gerir ekki ráð fyrir öllum möguleikum í því að tengja byggðahverfi bæjarins sam- an svo sem kostur er, er vont skipulag og því ber að mótmæla. Ábendingar mínar verða ekki fleiri að sinni, en ég vil mega treysta því að höfundar skipulags- ins og bæjaryfirvöld taki tillit til þessara ábendinga þegar nánari umfjöllun þeirra hefst um aðal- skipulagstillöguna. Guðm. H. Ingólfsson

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.