Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 08.03.1990, Qupperneq 4

Vestfirska fréttablaðið - 08.03.1990, Qupperneq 4
vÉiiiÍíski I rRETTABLADID VESTFIRSKA FRETTABLAÐIÐ SÍMI4011 ÞJONUSTA Get bætt við mig bókhaldsverkefnum fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Sé um reglubundin skil á skýrslum fyrir virðisaukaskatt, launaskatt, staðgreiðslu o.fl. Tölvuvinnsla og eigin útprentun bókhaldsgagna. Guðm. H. Ingólfsson Holti, Hnífsdal S 3633. OKKAR SIMI ER 688888 t/ut/tö/um' iKvtt/oA/. AEYCID Ðflateiga VE I ðl R Car rental ^ SUÐURLANDS8RAUT16 (Vsgfnúlaniegin), REYKJAVlK. SÍMI 91 688888. ÞÚ TEKUR VIÐ BlLNUM Á FLUGVELLINUM ÞEGAR ÞÚ KEMUR OG SKILUR HANN EFTIR Á SAMA STAÐ ÞEGAR ÞÚ FERÐ. Eldri borgarar athugið Fundur í Hlíf, íbúðum aldraðra, annarri hæð þriðjudaginn 13. mars, kl. 18:00. Rætt um ný lög um málefni aldraðra og framtíðartil- högun á öldrunarþjónustu ísafjarðar. Guðmunda Birgisdóttir, forstöðumaður öldrunarmála og Guðjón Brjánsson, félags- málastjóri kynna greinargerð um öldrunar- þjónustu og svara fyrirspurnum. Mætum öll og hjálpumst að við að móta öfluga öldrunarþjónustu í bænum. Forstöðum. öldrunarmála. SNJÓTENNUR Framleiðum vökva- stýrðar snjótennur fyrir veghefla, Cater- pillar, Champion, Komatzu o.fl. Ein til afgreiðslu strax. Vinsamlega leitið upplýsinga um verð og greiðslukjör. Stuttur afgreiðslufrestur. Vélaverkstæði S 97-11600 og 11601 Gunnars & Kjartans 700 EgHsstaðir Sjávarútvegur Hér birtir YF hið margrómaða framsöguerindi Einars Hreinssonar sjávarútvegsfræðings, sem hann flutti á fundi um mótun atvinnustefnu, sem haldinn var á Isafirði 20. febrúar Einar Hreinsson. Góöir fundarmenn. Þegar ég var beðinn að halda hér framsöguerindi um sjávarútveg var ég óvenju fljótur að fallast á þá beiðni. Ekki vegna þess að ég telji mig öllum öðrum fremri hér um slóðir til að fjalla um þann málaflokk, heldur hitt, að mér er lífsins ómögulegt að þegja af mér þá þróun sem nú blasir við í at- vinnumálum þessa byggðarlags og raunar alls landsins. Áður en lengra er haldið, vil ég taka það fram, að ég stend ekki hér sem bjartsýnn maður á besta aldri, reiðubúinn til þess að þylja upp fjölda möguleika til ný- sköpunar og eflingar atvinnulífs hér í sveit. Ég var aftur á móti bjartsýnn ungur maður með mikla trú á framtíð þessarar þjóðar, og minnar heimabyggðar sérstaklega, þegar síðast mótaði fyrir atvinnu- stefnu í þessu landi upp úr 1970. Núna árið 1990 hafa þau viðhorf að mörgu leyti snúist upp í and- hverfu sína. En þrátt fyrir vissa svartsýni, þá byrgir hún mér ekki sýn til bjartari framtíðar. En yfir okkur er nú samt sá skuggi sem óneitanlega veldur því að við þurf- um að endurskoða ýmis atriði varðandi þessa atvinnugrein. Mér og ykkur til huggunar, get ég þó sagt það, að við eigum vissulega mikið af ónýttum möguleikum til frekari nýtingar sjávarafla hér á Vestfjörðum sem og annars staðar á landinu, möguleikum sem koma til með að efla hér atvinnulíf og gera það fjölbreyttara. En það er ekki hægt að ræða slík atriði án þess að gera sér ljósa grein fyrir því ástandi sem nú ríkir, og þeirri þróun sem líkleg er til að verða í náinni framtíð. Það er fyllilega tímabært að ræða mótun nýrrar at- vinnustefnu, og er þá rétt að hverfa um stund 20 ár aftur í tímann. Og hvernig var ástandið þá? Það var í stuttu máli þetta: Síldin horfin, síldarflotinn orðinn að tappatogurum, nýsköpunartogar- arnir á hraðleið í brotajárn, og frystiiðnaðurinn orðinn megin- undirstöðugrein sjávarútvegsins. Á þessum árum ákváðum við að reka endanlega af okkur erlendar veiðiþjóðir, og að sitja einir að auðlindum hafsins. Það tókst, og hafði byltingarkennd áhrif á skipan fiskveiðimála um heim allan. Við sigruðum, vorum bjart- sýnir og kappsfullir og ákváðum að byggja upp veiðar og vinnslu til þess að geta nýtt okkur hinn mikla feng. Það gerðum við líka svika- laust. Ég þarf ekki að rekja þá þróun fyrir ykkur í smáatriðum. 1 einni setningu má segja að sú at- vinnustefna hafi verið rekin undir kjörorðinu: Byggðastefna með skuttogurum og uppbyggingu frystihúsa. Um þessar aðgerðir ríkti í raun samstaða meðal þjóð- arinnar, og þær ollu straumhvörf- um í afkomu okkar og velferð allri, og að mörgu leyti erum við ennþá á þeirri fram- farabraut. En á þessari stefnu var geigvænlegur galli, sem enn þann dag í dag hefur ekki verið lagfærð- ur að neinu marki. Það var nefni- lega aldrei hugsað fyrir endanum. Ég minnist þess, að eina sól- bjarta sumarnótt árið 1972 var verið að ræða landhelgisbaráttuna um borð í Guðnýju ÍS 266. Við vorum búnir að láta niður afla dagsins, og menn voru að fá sér bita undir svefninn. Það hafði mikið gengið á umhverfis okkur á miðunum þennan dag, herskip, dráttarbátar og flugvélar höfðu farið hjá í miklum vígamóð. Mönnum var heitt í hamsi, og létu stór orð falla um ofbeldi Bretans. Mér varð það á, hálfdrættingnum, að lýsa því yfir að þetta væri nú allt í raun eðlilegt, því þessi barátta væri auðvitað ekkert annað en landvinningar. Og þó erfitt væri að koma Bretanum af sér, þá myndi reyna ennþá meira á okkur þegar við þyrftum að fara að verja þetta landgrunn fyrir okkur sjálfum. Þeir virtu mig ekki svars skips- félagar mínir, en augnaráðið tók af öll tvímæli um það hversu vitur- legur þeim þótti þessi spádómur. Ég mun alltaf telja mér það til tekna, hversu réttur hann hefur þó reynst, og tel núverandi ástand bera þess ótvírætt vitni. Nú er hinn sameiginlegi óvinur löngu horfinn, við búnir að berjast lengi innbyrðis um þessa sameigin- legu auðlind, og ráðum illa við það verkefni að hafa stjórn á nýtingu hennar. Nú er það ckki svo, að menn hafi ekki gert sér grein fyrir því, að auðlindin er takmörkuð, það voru m.a. helstu rökin fyrir því að nauðsynlegt væri að sitja einir að hagnýtingu hennar á sín- urn tíma. Hins vegar hefur það aldrei verið rætt af nægilegri ein- urð, hversu miklu þarf til að kosta til að nýting þessarar auðlindar verði sem hagkvæmust. Hingað til hefur mestu púðrinu verið varið í að ræða hversu stórir fiskistofnarn- ir eru, án þess þó að viðhlítandi ráðstafanir hafi verið gerðar til að vita það með þeirri vissu sem nauð- synleg er til að byggja mikilvægar efnahagslegar ákvarðanir. Hvers vegna þurfum við svotil, að standa á rústum íslensks sjávar- útvegs til þess að gera okkur grein fyrir þeirri staðreynd, að ferill upp- byggingarinnar hlaut að hafa óum- flýjanlegan endi. Þann endi, að einhverntímann yrði veiðigetan og vinnslugetan orðin nægjanleg. Þann jafnvægispunkt hittum við aldrei á, enda aldrei á hann miðað. Og öll sú fjárfesting sem umfram er í þessari atvinnugrein, er í raun ekkert annað en skemmdarverk, og sú skemmdarverkastarfsemi heldur enn áfram. Að mínu mati höfum við haft rúman áratug til þess að koma okkur saman um þetta jafnvægi milli afrakstursgetu fiskistofnanna og þeirrar fjárfest- ingar sem nauðsynleg er til að ná hámarksnýtingu. Hins vegar er það fyrst núna að menn þora að segja það upphátt, að flotinn sé of stór og að 'vinnslustöðvar séu of margar. Sá sem lét slíkt út úr sér fyrir 10 árum var talinn fara með gaspur eitt. Þó ber enn töluvert á þeirri skoðun, að fiskistofnarnir séu af meira og minna óþekktum ástæðum dálítið slappir í augna- blikinu, og að við þurfum bara að halda í við okkur með veiðiskap- inn um stundarsakir. Þegar svo Eyjólfur hressist, þá verði engin þörf á kvótakerfum. í þessu sam- bandi bendi ég á, að menn tala í alvöru um möguleikann á því að þorskaflinn til langs tíma litið geti legið milli 400 og 500 þús. lestir á ári, og að þá verði enginn vandi að lifa hér. Þrátt fyrir það, þá hafa aðstæður nú neytt okkur til að tak- marka verulega aðgang landsins þegna að þessari auðlind. Og það er eins gott að okkur takist að finna viðunandi leiðir til þess. Það breyt- ir nefnilega engu hvort jafnstöðu- aflinn er 250þúsund tonn, 350 þús- undtonneða450þúsundtonn. Við munum alltaf standa frammi fyrir endamörkunum hvort sem er. Þau mörk verðum við að viðurkenna, og við skulum líka viðurkenna, að sú staða er okkur í raun svo framandi, að við eigum fullt í fangi með að átta okkur á þeim vandamálum sem upp koma í þjóðfélaginu, þegar við verðum að hverfa frá frjálsum fiskveiðum, án þess að eiga þangað aftur- kvæmt. Við skulum líka gera okkur grein fyrir því, að við förum ekki í smiðju til annarra þjóða við lausn þessa verkefnis. Ég veit ekki til þess að nokkurs staðar í veröld- inni hafi verið tekið upp það kerfi við stjórnun fiskveiða sem talist geti viðunandi lausn. Og það er af og frá, að við getum notast við lausnir sem þær þjóðir nota sem reka sinn sjávarútveg sem auka- búgrein í þeim tilgangi að halda uppi atvinnu á jaðarsvæðum, eins og það heitir á fínu máli. Kvóta- kerfi nágrannaþjóða okkar hafa nú skilað þeim árangri, að engin þeirra á lengur í soðið, ef undan- skilið er eitthvað af síld, og það „Og þó erfitt væri að koma Bretanum af sér, þá myndi reyna enn meira á okkur þegar við þyrftum að fara að verja landgrunnið fyrir okkur sjálfum.“

x

Vestfirska fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.