Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 08.03.1990, Síða 5

Vestfirska fréttablaðið - 08.03.1990, Síða 5
vestfirska FRETTABLADID VESTFIRSKA FRÉTTABLAÐIÐ SÍMI4011 sem verra er, enginn veit hversu mikið er í rauninni veitt, hvorki í Barentshafinu, við Noregsstrend- ur, í Norðursjónum né á öðrum helstu fiskimiðum þessara þjóða. Við íslendingar eigum þó ennþá í soðið, a.m.k. að því að talið er, og cigum sennilega ennþá möguleika á því að ná tökum á okkar sjávarbúskap. Ég er alfarið þeirrar skoðunar, að við eigum að leysa það verkefni upp á eigin spýtur, og byggja þá lausn á okkar eigin forsendum. Forsendum sem við verðum ásáttir um að byggja líf okkar á í þessu landi um ókomin ár. Pess vegna tel ég nauðsynlegt að ný atvinnu- stefna feli í sér mjög markvissa skilgreiningu á þeim ramma sem nauðsynlegt er að setja sjávarút- veginum, sem og atvinnuvegum þessarar þjóðar yfirleitt. Þessi rammi verður að byggja á hald- bærri vitneskju um veiðiþol fiski- stofnanna, og á raunhæfu mati á nauðsynlegri sókn, og hann verður að innihalda viðunandi leikreglur fyrir þá sókn. Hann verður einnig að innihalda stefnumótun varð- andi fiskvinnsluna í landinu, og ekki síst verður hann að standa á vel skilgreindri byggðastefnu. Eins og staðan er í dag, þá eru eiginlega allir endar lausir. Við göngum að því gruflandi hversu mikið okkur er óhætt að veiða, við höfum enga haldbæra stjórn á þeirri fjárfest- ingu sem rennur í þessa atvinnu- grein. Fiskvinnslan er komin í blindgötu, og getur ekki lengur keppt um hráefnið við erlenda aðila. Og sölukerfið er endanlega að brjótast út úr þeirri girðingu sem það var sett í á sínum tíma með stofnun sölusamtaka eins og SH, Sambandsins, og SÍF. Ofan í þetta ástand kemur svo spurningin um Efnahagsbandalagið. Spurning sem ekki er hægt að varpa frá sér. Og spurningin er einfaldlega þessi: Með hvaða hætti eigum við að koma þessari auðlind okkar sem best í verð? Eigum við að veiða, vinna og markaðssetja fiskinn okkar sjálfir? Eigum við kannski bara að veiða og vinna að hluta, eða eigum kannski ekki einu sinni að veiða hann? Við skulum minn- ast þess, að hagfræðingar tala um það sem raunhæfan möguleika, að selja hreinlega Efnahagsbandalag- inu fiskinn í sjónum. Við myndum svo lifa af því gjaldi sem þeir greiddu okkurfyrirveiðileyfin. Ég efa það ekki, að við gætum komist betur af cfnalega með því að selja fiskinn óveiddan, og losna við allt baslið. En þetta heitir á manna- máli að selja tilveru sína, og ég er ekki tilbúinn til þess, og býst ekki við að þjóðin sé tilbúin til þess yfir- leitt. Mig langar aðeins að víkja að þeirri spurningu, hvers vegna stjórnmálaflokkar á íslandi hafa trassað svo lengi að móta sér heil- steypta stefnu í atvinnumálum. Hvers vegna fer t.d. nær öll stefnu- mótun í sjávarútvegi fram innan einstakra hagsmunahópa greinar- innar? Er það eðlilegt, að Alþingi fái svo til kláran pakkann frá hags- munasamtökunum, og afgreiði hann sem lög með smávægilegum breytingum þeim til handa sem harðast sækja þingpalla hverju sinni? Þetta er að mínu mati alvar- legt sinnuleysi stjórnmálanna. Við skulum líka rifja það upp, að það þurfti að gera ítrekaðar til- raunir fyrir um hálfu öðru ári síðan, til að koma yfirvöldum í skilning um, að sjávarútvegurinn var kominn á heljarþröm, og hættur að geta staðið sína plikt í þjóðarbúskapnum. Og hver voru viðbrögðin? Það þurfti stjórnar- skipti til. Og ráðstafanirnar voru, auk hefðbundinnar gengisfelling- ar, að setja á fót sérstaka bjarg- ræðissjóði til að kippa þeim sem næst stóðu hengifluginu aðeins innar á brúnina. Svo var þetta neyðarástand talið stafa af ytri áföllum, en það er, og hefur lengi verið patent-skýring á afleiðingum okkar eigin asnasparka. Ég heyri ekki annað en að þessi ríkisstjórn telji sig hafa bjargað sjávarútveginum og þjóðarbú- skapnum yfirleitt með viðbrögðum sínum. Og við skulum vona að svo sé. En við skulum gera okkur grein fyrir því, að þegar við íslendingar þurfum að taka fé að láni erlendis til að halda uppi offjárfestingu í undirstöðuatvinnuveginum, þá hefur búskapurinn farið verulega úrskeiðis. Hvenær fáum við að lifa þá tíma, að hægt sé að búa við nokkurn veginn bærilega stöðugt efnahagsumhverfi? Hvers vegna er alltaf allt á hverfanda hveli í þessu landi, og hvers vegna er óstöðug- leikinn alltaf skrifaður á ytri áföll, jafnvel náttúruöflin, sem þegar öllu er á botninn hvolft, eru einu þættirnir sem hægt er að treysta á að hagi sér nokkurn veginn svipað frá ári til árs? Stærstu vandamál þessarar þjóðar stafa af manna- völdum. Ef við ekki sjáum að okkur, þá getum við treyst því, að við glötum efnahagslegu sjálfstæði okkar innan fárra ára. En hvers vegna er það svo, að stjórnmálaflokkarnir skuli ekki gera sér meiri mat úr þeim álita- málum sem uppi eru varðandi sjávarútveginn í dag? Ein skýring- in er eflaust sú, að alluralmenning- ur í þessu landi telur að vandi sjá- varútvegsins og þá sérstaklega einn þáttur hans, fiskveiðistjórn- unin, sé nánast innréttingaratriði sem komi engum við nema útgerð- armönnum, en þar fer hann villur vegar. Ég tel mig geta lýst því yfir fyrir hönd sveitunga minna, að okkur líst ekki á þau frumvarpsdrög sem nú liggja fyrir um framtíðar skipan mála varðandi fiskveiðarnar. Þetta mál er ekkert prívatmál útgerðar- innar. Það varðar alla landsmenn. Ástæðan er sú, að með frjálsum viðskiptum með veiðiréttindin eigum við á hættu, að stórfelldar breytingar verði á búsetu í land- inu, og ef þau yfirlýstu markmið nást, þ.e. að skipum og vinnslu- stöðvum fækki svo aukin hag- kvæmni náist, þá þýðir það ein- faldlega að einhverjir tapa í þessum slag. Einn megin galli þess- ara frumvarpsdraga er sá, að þar er hvergi gert ráð fyrir því, að hægt verði að hafa stjórn á því hvernig væntanleg þróun á sér stað. Það út af fyrir sig væri allt í lagi, ef það væri yfirlýst ætlun okkar að láta þennan slag standa, og láta skeika að sköpuðu. ■ Svo er hins vegar ekki. Fyrirvarar sem fylgja þessum drögum hafa það sammerkt, að menn hafa áhyggjur af því hvaða afleiðingar þessi stjórnunaraðferð hefur á byggð í landinu, og skipu- lag þessarar atvinnugreinar yfir- leitt. Þegar sjávarútvegsráðherra er beðinn að svara því, hvaða tryggingu einstök sjávarpláss hafi fyrir því að þau tapi ekki tilveru- rétti sínum í þessu spilavíti fisk- veiðanna, þá svarar hann því til, að fari ekki útgerðin skynsamlega mcð þau miklu réttindi sem hún hefur fengið afhent, þá verði þau tekin af henni. Og þá spyr maður aftur: Hvaða stórslysum stöndum við frammi fyrir, þegar almenn viðurkenning liggur fyrir á því, að útgerðarmenn hafi fyrirgert rétti sínum til að hafa með höndum frjáls viðskipti með sjálfan tilveru- réttinn? En sjávarútvegsráðherra tilgreinir líka önnur ráð, sem ekki eru síður athyglisverð; nefnilega, að ef eitthvert sjávarþorp tapar kvótum sínum, þá verði það lag- fært með ýmsum öðrum hætti. Svo skýr eru þau svör. Og við vitum svo sem hvað þau merkja. Opin- beru fé verður varið til að kítta í þau göt sem myndast þegar kvót- auppkaupin fara að virka af fullum þunga. Og þá er það spurningin: Hvernig á að ná yfirlýstri hagræð- ingu, ef grípa á inn í með hinni hendinni, um leið og hagræðingin fer að bitna á einhverjum? Verðum við ekki, áður en við hleypum af stað slíku ferli sem frjáls kvótaviðskipti eru, að gera það upp við okkur hvert við viljum að þau leiði þessa atvinnugrein? Ég efast ekki um að fái þessi aðferð að verka, þá skilar hún hagræð- ingu, en við verðum samt að sjá fyrir afleiðingarnar eins skýrt og mögulegt er, og verða sammála um það fyrirfram að afleiðingarnar séu æskilegar. Við fáum nefnilega upp á borðið vandamál sem við verðum að vera búin að gera okkur ein- hverja hugmynd um hvernig leysa skuli. Þess vegna tel ég, að nauð- synlegar aðgerðir í sjávarútvegs- málum verði ekki framkvæmdar, án þess að við mótum heilsteypta áætlun um uppbyggingu atvinnu- lífs í landinu yfirleitt. Það er slík atvinnustefna sem við verðum að ræða, og mér vitanlega hefur hún ekki verið mótuð í okkar þjóðar- búskap hingað til. Ef svo er, að núverandi ríkisstjórn ætlar sér að móta nýja atvinnustefnu fyrir þessa þjóð, þá fagna ég því. Sem Vestfirðingur hef ég fram að færa ákveðinn boðskap til ykkar ráð- herranna í þeim efnum. Við hljótum að gera ráð fyrir því að við Vestfirðingar teljumst á vetur setj- andi, og að ekki sé ætlunin að svæla okkur af kjálkanum. Þá liggur fyrir, að ákveða það, hvaða hlutverki við eigum að gegna í þjóðarbúskapnum. Það er auðvelt verk. Við erum strandbúar og fiskimenn, í einu orði sagt útvegs- fólk, og við erum ekki á öðrum sviðum líklegir til afreka, enda er ekki að mörgu öðru að hverfa í þessum landshluta um fyrirsjáan- lega framtíð. Við erum sáttir við þetta hlut- skipti, og teljum okkur kunna bærilega til verka. Og við höfum alla tíð beygt okkur fyrir því, að tapa aflahlutdeild í heiðarlegri samkeppni úti á miðunum. En við sættum okkur ekki við að vera tálg- aðir upp eins og blýantur á skrif- borðum ráðuneytis og samráðs- nefnda suður í Reykjavík. Við munum heldur ekki sætta okkur við það, að tapa tilverurétti okkar á uppboði á fasteignum eins og skipum. Skip hafa komið og farið hér á Vestfjörðum um aldaraðir, en við höfum alltaf haldið eftir réttinum til að nýta auðlindina. Við erum heldur ekki tilbúnir í þá áhættu, sem felst í frjálsum viðskiptum með veiðiréttinn. Við viljum þess vegna hafa rétt- inn til veiða og vinnslu á sjávar- fangi tryggðan. Og við teljum, að þar sem við eigum ekki annarra kosta völ okkur til viðurværis, þá eigum við að fá rýmri rétt til nýt- ingar landgrunnsins en þau héruð, sem eiga að öðru að hverfa, héruð sem fá í sinn hlut aukið viðurværi af nýtingu annarra, nú vannýttra auðlinda landsins. Ég hef nú dvalið nokkuð við þróun síðustu ára, og það ástand sem nú ríkir í sjávarútveginum. I upphafi máls míns sagðist ég ætla að víkja síðar að framtíðar- möguleikum okkar í þessari at- vinnugrein. Áður en ég geri það, þá vil ég setja fram nokkra punkta um þær aðgerðir sem ég tel nauð- synlegar til að tryggja það að við getum yfir höfuð farið að snúa okkur að nýsköpun og frekari nýt- ingu sjávarfangs. í fyrsta lagi verðum við að móta skýra stefnu í atvinnumálum, stefnu sem felur í sér viðunandi öryggi í byggðamálum og nauðsyn- legan stöðugleika í sjávarútvegin- um almennt. Sú stefna verður að taka af skarið með það, hvort, hvar. og með hvaða hætti sjávarafli verður veiddur og unninn hér- lendis. I öðru lagi þá verður sú stefna einnig fela í sér gagngera endur- skoðun á vinnubrögðum okkar varðandi hafrannsóknir og mat á afrakstursgetu einstakra fiski- stofna sem og öðrum stofnum sjávardýra. Sú endurskoðun er að mínu mati orðin brýn nauðsyn, vegna þess að núverandi aðferðir skila ekki þeirri vitneskju sem okkur er nauðsynleg. Við höfum ckki lengur efni á því að vita ekki hvað við erum að gcra. Við höfðum t.d. ekki hug- mynd um það s.l. haust hvort milljón tonn af loðnu voru lífs eða liðin. Og annað dæmi: Viðkoma þorskstofnsins er nú talin háð því hvort fiskur sem talið er að hafi farið til Grænlands, muni koma aftur að íslandsströndum, án þess þó að fá nokkurn tíma vissu fyrir því, hvort hann raunverulega fór eða hvort hann raunverulcga kom aftur. Þetta er með öllu óviðun- andi ástand, og fullkomið kæru- leysi að bæta ekki hér úr. í þriðja lagi verður sú stefna að innihalda umtalsverðan hvata fyrir fyrirtæki að leggjafjármagn í rann- sóknir og þróunarverkefni. Ég tel gæfulegast, að slík starf- semi fari að sem mestu leyti fram innan fyrirtækjanna sjálfra, en ekki á stofnunum og í verkefn- ahópum sérfræðinga. Sjómenn og fiskverkendur leysa ekki slík verk- efni einir og sér, og sérfræðing- arnir gera það heldur ekki einir og sér. Það á að planta sérfræðing- unum sem víðast út í atvinnulífið og láta þá vinna að lausn vanda- málanna þar sem þau er raunveru- lega að finna. Þegar ég tala um að hvetja fyrirtæki til að leggja fé í rannsóknir og þvíumlíkt, þá vil ég nefna cinn þátt sem myndi hafa umtalsverð áhrif þar á. Hann er sá, aó þeirsem leggja út í slík verk- efni. fái tryggingu fyrir því, aö þcir njóti væntanlegs árangurs í ríkari mæli en þeir sem á eftir koma og eru tilbúnir að njóta ávaxtanna þegar búið er að hafa fyrir þeim. Skortur á slíkri vernd hefur tafið fyrir framförum meira en menn almennt gera sér grein fyrir. Að framangreindum atriðum frágengum, getum við hafið sókn til betri tíðar, og einbeitt okkur betur að fullnýtingu þess afla sem við þegar höfum, og hafið nýtingu fjölmargra vannýttra sjávardýra. Við erum sem betur fer langt frá því að fullnýta þann hafsbotn og það rúmmál sjávar scm við höfum yfir að ráða. En ég tel mikilvægt, að þeir sem á annað borð eru að fást við veiðar og vinnslu, verði sjálfir látnir þreifa sig áfram með þau verkefni. Þessir aðilar hafa þegar ýmsar hug- myndir, það stendur ekki á því, en viljinn og getan til að koma þeim í framkvæmd hafa ekki verið fyrir- ferðarmikil, nema í undantekning- artilfellum, og vil ég þar um kenna hverfulleika okkar efnahagslegu tilveru og óstjórn í þjóðarbú- skapnum. Við höfum lengi verið að þjösn- ast á lífríkinu, án þess að gcra okkur grein fyrir afleiðingunum. En efnahagslegur ávinningur okk- ar hefur samt sem áður verið það mikill að hvatinn til að bæta vinnu- brögðin hefur verið hverfandi. Við skulum líka taka tillit til þess, að við höfum Iengi lifað við Klondyke -ástand í okkar sjávarútvegi. Það ástand hefur mótað mjög okkar viðhorf. Það ástand cr nú endan- lcga að baki að mínu mati. Ég hef nú sagt flest það sem ég vildi sagt hafa í bili, en áður en ég lýk máli mínu, þá vil ég lýsa þeirri skoðun minni, að ég tel að við stöndum á tímamótum í okkar at- vinnulífi. Við verðum að endur- skoða ýmis grundvallaratriði, og við neyðumst til að gera upp við okkur hvcrt skal halda. Ákveðið tímabil í atvinnusögu þessarar þjóðar cr að líða undir lok. Miklar breytingar eiga sér stað í okkar nánasta viðskiptaumhverfi, breyt- ingar sem vafalaust koma til með að hafa mikil áhrif á lífsafkomu okkar. Fyrri kynslóðir þessa lands hafa þó þurft að bregðast við öllu alvarlegri breytingum á högum sínum. Þess vegna getum við sem nú erum uppi, ekki verið þckkt fyrir það að taka ekki á málefnum líðandi stundar af þeirri einurð sem nauðsyn krefur. Við höfum almcnnt verið hálf sofandi gagnvart því umróti sem átt hefur sér stað undanfarin ár og sem ekki sér fyrir cndann á. Minn gamli lærimeistari Jón Baldvin hefur oft vitnað í kallinn í brúnni, á fundum sínum um eignarhaldið á íslandi, sem og á ljósaskiptafundum sínum með félaga Ólafi. Að lokum vil ég því segja þetta: Sé eitthvcrt vit í kall- inum núna, þá hlýtur hann að hætta að láta reka. kúplar aö. og heldur til miða. Við hér á dekkinu munum ckki láta okkar cftir liggja, svo framarlega sem viðunandi samningar verða í gildi um okkar hlutskipti. Höfundur er sjá víirút vegs fræöingur „Hvers vegna fer t.d. nær öll stefnumótun í sjávarútvegi fram innan einstakra hagsmunahópa greinarinnar?“ „Opinberu fé verður varið til að kítta í þau göt sem myndast þegar kvótauppkaupin fara að virka af fullum þunga.“ „Sé eitthvert vit í kallinum núna þá hlýtur hann að hætta að láta reka, kúplar að og heldur til miða.“ „Við hljótum að gera ráð fyrir því að við Vestfirðingar teljumst á vetur setjandi og ekki sé ætlunin að svæla okkur af kjálkanum.“ „Það á að planta sérfræðingunum sem víðast út í atvinnulífið og láta þá vinna að lausn vandamálanna þar sem þau er raunvcrulega að finna.“

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.