Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 08.03.1990, Page 6

Vestfirska fréttablaðið - 08.03.1990, Page 6
sa i rp.ETTASLAnD VESTFIRSKA FRÉTTABLAÐIÐ SÍMI4011 — Júpíter kominn með um 21 þúsund tonn Heiðrún landaði á sunnudaginn 4. mars um 125 tonnum og setti í tvo gáma. Línubáturinn FIosi var með 35 tonn í fimm róðrum í síð- ustu viku. Jakob Valgeir var þá með um 18 tonn í fjórum róðrum og Kristján var með eitthvað svip- aðan afla. Dagrún var á veiðum þegar við síðast fréttum. Júpíter landaði á föstudag um 1.169 tonnum af loðnu og kom aftur til löndunar á þriðjudag með um 600 tonn. Par með er afli skips- ins trúlega orðinn um 21 þúsund tonn á vertíðinni. Nú er verið að reyna hrognatöku hjá þeim á Júpíter en frekar rólegt hefur verið yfir loðnuveiðunum síðustu daga. Sólrún var á sjó í vikubyrjun og ekki ljóst hvenær hún kæmi til hafnar. SÚÐAVÍK — Bessi siglir með á þríðja hundrað tonn Haffari landaði á mánudag um 75 tonnum. Togarinn Bessi var kominn með á þriðj a hundrað tonn á þriðjudag, en búist var við að hann tæki stefnuna á Grimsby í gær, en þar á hann að selja þann 12. mars. Og svona utan dagskrár, þá stefnir í stórsigur Súðvíkinga í stóru spurningunni í útvarpinu, og hafa þeir unnið allar sínar lotur til þessa. Þar hefur Halldór Jónsson hjá Frosta hf. staðið í eldlínunni með dyggri aðstoð annars starfs- fólks fyrirtækisins I Súðavík. SUÐUREYRI | — þokkalegur línuafli Sigurvon fór fimm róðra í síð- ustu viku og var með tæp 46,8 tonn. Elín Þorbjarnardóttir land- aði þann 26. febrúar 36 tonnum og setti í einn gám. Ingimar Magnús- son var með eina löndun og reynd- ist aflinn vera rúm 6,3 tonn. Togarinn var að veiðum í Víkur- ál og átti að koma inn um eða eftir miðja vikuna. — Gyllir seldi fyrir 11,8 milljónir Vísir fór þrjá róðra í síðustu viku og var með 11,6 tonn. Togar- inn Gyllir seldi 1. mars í Þýska- landi. Var aflinn 142 tonn og fékkst fyrir hann um 11,8 milljónir króna. Meðalverðið á seldum afla var 96 krónur. ÞINGEYRI — þar baða menn sig í sól f síðustu viku var Sléttanes með 95,2 tonn og setti auk þess Ltvo gáma. Togarinn kom aftur inn eftir hádegi á þriðjudag með 60 til 70 tonn. Haförn var með rúm 12 tonn á línu í síðustu viku í tveim veiði- ferðum. Dýrfirðingur var þá með 780 kíló í einum róðri. Bibbi Jóns var með rúm 3,8 tonn í einum róðri. Björgvin Már fór einnig einn róður og var með rúm 1,6 tonn og Tjaldanes var með tæp 7,2 tonn einnig í einum róðri. Togarinn Framnes seldi í Eng- landi á mánudag 108 tonn 980 kíló fyrir tólf milljónir þrjú hundruð þrjátíu og sjö þúsund fjögur hundruð þrjátíu og níu krónur og sextíu aura. Fékk skipið því ná- kvæmlega 113 krónur og 20 aura að meðaltali fyrir hvert kíló, sem telst vera hið þokkalegasta verð. Afli togarans var blandaður, eða um 73 tonn af þorski, 3 tonn af ýsu, 12 tonn af karfa, 18 tonn af grálúðu, um 1,5 tonn af hlýra og þaðan af minna af öðrum tegund- um. Togarinn er væntanlegur aftur til heimahafnar á laugardagsmorg- uninn. Ef einhver vill nánari upp- lýsingar um málið, þá er fólki vin- samlegast bent á að hafa samband við útgerðina á Þingeyri. Annars var allt gott að frétta af Dýrfirðingum sem böðuðu sig í sól á þriðjudaginn þegar við slógum á þráðinn. Bjarni Einars- son heimildarmaður okkar á Þing- eyri fullyrti að svona væri þetta alltaf þarna, sól og blíða. Svo eiga þeir ódýrar byggingarlóðir líka, það er að segja ef þær eru ekki nú þegar uppseldar eins og sólar- landaferðirnar. BÍLDUDALUR j — margir rækjubátanna fara á línu Línubáturinn Geir B A 326 land- aði 15,1 tonni í síðustu viku. Vigdís BA 77 landaði þá 10,5 tonnum. Sölvi Bjarnason mun hafa land- að 70 tonnum í síðustu viku og af því var sett í tvo gáma, en eitthvað munu upplýsingar um þetta hafa skolast til hjá okkur í síðasta blaði. Togarinn var að veiðum þegar við slógum á þráðinn til Bíldudals á þriðjudaginn, en á mánudag var hann kominn með um 60 til 70 tonn og var væntanlegur inn nú seinni part vikunnar. Rækjuveiðar ganga vel sem fyrr, en trúlega verða bátarnir búnir með kvótann og viðbótarkvótann nú um miðjan mánuðinn. Þá fara margir bátanna á línu og ætla vænt- anlega að reyna við steinbítinn sem nú er farið að bera mikið á í afla línubáta. TÁLKNAFJÖRÐUR — engbm sími á sjónum María Júlía fór fjórar ferðir á net í síðustu viku og var með 39,1 tonn. Þá fór Máni tvær ferðir á línu og var með 16,6 tonn, en hann er nú einnig byrjaður á netum og lagði á þriðjudaginn. Þykir Þórs- bergsmönnum vart verjandi að halda áfram á línunni þar sem mikið er orðið um steinbít í aflan- um og þykir hann ekki beint heppi- legur í saltfiskvinnsluna. Annars eru menn þar á bæ hressir að vanda. Að vísu þykir mönnum bagalegt að farsímasendistöðin á Hænuvíkurhálsi fuðraði upp í eldi á dögunum, því sjómenn kunna vart lengur að tala í gömlu góðu talstöðvarnar. Hjá Hraðfrystihúsi Tálknafjarð- ar fengum við þær upplýsingar að landað var úr togaranum Tálkn- fíröingi á mánudag og var aflinn tæp 80 tonn og var sett í tvo gáma til sölu erlendis. Auk þessa hafa þeir verið að vinna steinbít sem fengist hefur af línubátum þarna í kring. PATREKSFJÖRÐUR — nýtt frystihús Odda að fara í gang Vestri landaði 43,6 tonnum í þrem veiðiferðum í síðustu viku og reri hann tvisvar með tvöfaldan gang og einu sinni með einfaldan gang af línu. Patrekur var með 31,7 tonn í þremur ferðum síðustu viku. Látravík átti að halda á veiðar í gær ef veður leyfði. Hraðfrystihúsið (áður H.P.P.) er nú að komast í gang og verður vinnsla þar trúlega hafin í næstu viku. Sett hefur verið upp ný vinnslulína og hafa starfsmenn frá Þorgeiri og Ellert á Akranesi verið að vinna við uppsetningu á flæði- línu í húsinu að undanförnu. Salt- fiskvinnsla Odda hf. verður þó ekki flutt í nýja húsið, enda að- staðan til þeirrar vinnslu öll hin besta á gamla staðnum. Trúlega verða um 80 til 100 manns starf- andi við vinnsluna hjá fyrirtækinu þegar allt verður komið í gang auk sjómanna á tveimur skipum. Andey var með 42,2 tonn í fimm róðrum í síðustu viku. Tálkni var þá með 24,6 tonn í þremur róðrum. BRJÁNSLÆKUR — btíð um að vera á skebnni Magnús er nú kominn á net og leggur upp í Ólafsvík. Ingibjörg verður eitthvað lítið á skel í viðbót, en fer á næstunni til Pat- reksfjarðar, þar sem spilið verður tekið upp til viðgerðar. Síðan er ráðgert að báturinn fari annað- hvort á rækju eða dragnót á Faxa- flóa. Ef dragnót verður fyrir valinu, þá leggur báturinn trúleg- ast upp á mörkuðum syðra, enda vart hægt að keppa við það verð sem þar er í boði. Ekkert verður af hrefnuveiðum hjá Flóka hf. á Brjánslæk nú í sumar, en menn eru að gera sér vonir um að kannski verði hægt að veiða eitthvað á næsta ári. DRANGSNES | — enn eru rækjubátar að Hilmir var með rúmlega 1,3 tonn í síðustu viku. Þá var Gríms- ey með tæp 3,3 tonn, Sundhani var einnig með tæp 3,3 tonn, Sigubjörg var með rúm 1,9 tonn, Gunnvör var með tæp 3,3 tonn, Gunnhildur var einnig með tæp 3,3 tonn, As- björg var með 633 kíló og Stefnir var með tæp 3,3 tonn. Þar með er upptalinn rækjuafli síðustu viku á Drangsnesi. HÓLMAVÍK — þokkalegt veður í vikubyrjun Hilmir var með tæp 2 tonn af rækju í síðustu viku. Þá var Donna með tæp 3,3 tonn, Guðrún Ottós- dóttir var með rúm 6,5 tonn, Freyr var með rúm 2,1 tonn, Ásbjörg var með rúm 5,9 tonn og Sigurbjörg var með rúm 1,3 tonn af rækju. Annars var allt gott að frétta í vikubyrjun frá Hólmavík og á þriðjudag var veður enn skaplegt þrátt fyrir afleita spá. ^j — enn óvissa með Hafþór Guðbjörg landaði á mánudag um 95 tonnum og setti í þrjá gáma. Á þriðjudag hélt togarinn síðan á veiðar og þá væntanlega í sinn síð- asta túr áður en farið verður að veiða í siglingu, en ráðgert er að selja í Bremerhaven í Þýskalandi innan tíðar þar sem skipið fer síð- an í slipp. Hafdís var með um 26 tonn í síðustu viku og fór fjóra róðra. Togarinn Páll Pálsson var með um 95 tonn af blönduðum afla og setti í einn gám. Guðbjartur landaði nálægt 90 tonnum nú á miðvikudaginn og fór allur aflinn til vinnslu hjá Norður- tanganum. Hálfdán í Búð kom inn á laugar- dag og landaði 60 tonnum á mánu- dag og setti í einn gám. Línubátarnir hjá Norðurtang- anum fóru báðir sína fimm róðra í síðustu viku. Orri var þá með um 25 tonn af slægðum fiski sem allur fór til vinnslu. Guðný var með um 22 tonn af óslægðu og setti í einn gám til Bretlands. Steinbítur er farinn að gera vart við sig við sunnanverða Vestfirði og fer trú- lega að sjást í afla bátanna norðar á kjálkanum innan tíðar. Rækjutogarinn Hafþór liggur enn aðgerðarlaus og bundinn við bryggju á ísafirði. Sem kunnugt er voru nokkrir aðilar á ísafirði með skipið á leigu, en leigutíminn rann út um síðustu mánaðamót. í sam- tali við V.f. sagði Birgir Vaidi- marsson að búið væri að bíða eftir svari vegna kauptilboðs í skipið síðan í september á síðastliðnu ári og enn bólaði ekkert á svörum. Sagðist hann halda að til stæði að aúglýsa skipið til sölu, en enn væri þó allt óljóst hvort það verði leigt, selt eða sett á markað. í síðasta túr togarans var hann með um 13 tonn af rækju. hk. ísafjarðardjúp: Nærri94tonn í síðustu viku í síðustu viku komu 94 tonn og 89 kíló af rækju á land úr Djúpinu. Um helgina voru því aðeins eftir rúmlega 363 tonn af því sem heimilað hefur verið að veiða á vertíðinni. Hjá Frosta í Súðavík komu um 10,6 tonn af rækju á land í síðustu viku. Þar af var Guðmundur Ás- geirsson með 954 kíló, Hafrún var með rúm 4,9 tonn og Valur var með rúm 4,7 tonn. Hjá Bakka í Hnífsdal komu rúm 21,4 tonn á land í síðustu viku. Þar af var Gunnar Sigurðsson með rúm

x

Vestfirska fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.