Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 08.03.1990, Side 8

Vestfirska fréttablaðið - 08.03.1990, Side 8
Það voru skipverjar á Bárunni sem björguðu mönnunum þrem úr ísköldum sjónum. Snjólétt á Bíldudal! — menn hafa vart komist á skíði fram að þessu Þrátt fyrir að Vestfirðir séu nú trúlega í augum flestra lands- manna sem ein heljarmikil snjó- kista og allt á kafi sumsstaðar, þá hefur verið tiltölulega snjólétt á stórum hluta þessa afskekkta landshorns í vetur. Bílddælingar hafa, ásamt raunar fólki á svæðinu allt frá Þingeyri og suður úr, getað státað af litlum snjó í vetur og geta íbúar á norðan- verðum Vestfjörðum litið þangað öfundaraugum ef þeir á annað borð sjá nokkuð útúr norð austan stórhríðinni. Til marks um snjóleysið á Bíldu- dal, þá hafa íbúar þar vart getað farið á skíði fyrr en nú nýverið. Samkvæmt áreiðanlegum heimild- um er loksins kominn það mikill snjór að hægt sé að gangsetja skíðalyftuna í hlíðum Hálfdáns. Ekki hafa allir gleypt þessi dæma- lausu snjóleysistíðindi frá Vest- fjörðum í einum bita, og frétt höfum við af Bílddælingum sem staðið hafa í ströngu við að sann- færa Sunnlendinga og aðra um marauða jörð þó hávetur eigi að vera samkvæmt almanakinu og allt á kafi í snjó. hk. Mannbjörg varð er skelbátur sökk í Jökulfjörðum Mannbjörg varð þegar tuttugu og fjögurra tonna stálbátur, Guðmundur B. Þorláksson ÍS 62, sökk skammt undan landi við hornið milli Grunnavíkur og Staðarhlíðar í Jökulfjörðum um hálftíuleytið á sunnudagsmorgun- inn. Veður var gott er slysið varð, gola og svo til sléttur sjór. Þrír menn voru í áhöfninni, Ásgeir Elíasson skipstjóri, Oskar Haf- þórsson og Elías Kristjánsson, og var þeim bjargað um borð í Báru ÍS 66. Blaðamaður VF náði tali af Ás- geiri skipstjóra á sunnudag, og sagðist honum svo frá: „Það var mjög gott fiskirí og við vorum að hífa inn fullan plóginn af skel. Hann kom réttur innfyrir til að byrja með en sennilega höfum við híft hann aðeins of innarlega. Hann rakst örlítið í bakborðssíð- una, lenti á milli stýringar og gálg- ans og fór hálfur útfyrir. Ég beygði þá í bak og gaf allt í botn til að reyna að rétta bátinn af en það dugði ekki til. Hann stoppaði aðeins, lagðist á hliðina og var horfinn af yfirborði sjávar innan 30-40 sekúndna“, sagði Ásgeir Elíasson skipstjóri. „Sjálfvirki sleppibúnaðurinn sem var á öðrum björgunarbátnum virkaði ekki, og ekkert flaut nema einn lítill björgunarhringur sem við náðum að halda okkur í. Báran ÍS 66 var að toga þarna rétt hjá okkur. Þeir sáu slysið, slepptu öllu lausu og sigldu undir eins að okkur. Ég held að við höfum ekki verið í sjónum nema um það bil tvær mínútur. Maður er bara hálf dasaður ennþá, annars vorum við alltaf mjög rólegir, því við vissum af Bárunni þarna rétt hjá okkur. Við vorum bara kyrrir við björgunar- hringinn og biðum þess að þeir sigldu að okkur. Annars er manni nú efst í huga eftir að hafa sloppið svona vel hversu sleppibúnaði á björgunar- bátum er oft áfátt. Það er ekki nóg að hafa björgunarbáta um borð ef ekki er hægt að reiða sig á að þeir virki eins og til er ætlast. Það er óhugnanlega algengt að sjálfvirkur sleppibúnaður á björgunarbátum virki alls ekki. Það þyrfti að setja miklu strangari reglur um skoðun og eftirlit með öryggisbúnaði. Bátarnir eru ekki skoðaðir nema einu sinni á ári og það segir sig sjálft að þessi búnaður er stöðugt í seltu og ryðgar einfaldlega fastur. Lágmarkstíðni skoðana á öryggis- búnaði báta ætti að vera þrír mán- uðir“, sagði Ásgeir. Aðeins einn af skipverjunum á Guðmundi var í flotgalla. Hann var fyrstur þeirra þremenninganna að jafna sig eftir volkið, náði reyndar aldrei að kólna neitt að ráði. „Við hinir tveir vorum svona klukkutíma að jafna okkur eftir veruna í sjónum. Það var hlynnt mjög vel að okkur um borð í Bárunni, þeir settu okkur strax í þurr og hlý ullarföt, pökkuðu okkur inn í fatnað og komu í okkur heitu kaffi. Við viljum biðja fyrir sérstakt þakklæti til skipverjanna á Bárunni fyrir björgunina og að- hlynninguna“, sagði Ásgeir Elíasson skiþstjóri að síðustu hge ísafjördur: Breytingar á hótelinu Töluverðar breytingar hafa nú verið gerðar á neðstu hæðinni á Hótel ísaflrði. Matsalurinn hefur verið lokaður af með vængjahurð- um, salirnir málaðir, og nýtt af- greiðsluborð smíðað í stað þess gamla. Breytingarnar hafa heppn- ast með miklum ágætum og salur- inn orðinn til muna hlýlegri og vist- legri. „Það er nauðsynlegt að skipta aðeins um yfirbragð öðru hverju og gefa staðnum smá andlitslyft- ingu. Það var hérna tería fyrst og síðan var henni lokað. Það var gert með því að loka fyrir þar sem skenkurinn var og eftir stóð í horn- inu einhverskonar bar, sem reynd- ar var ekki notaður sem slíkur í okkar tíð“, segir Áslaug Alfreðs- dóttir hótelstjóri. „Það var orðið mjög brýnt að gera eitthvað fyrir salinn. Þó að ekki hafi verið tækifæri til að um- bylta honum alveg, var nauðsyn- legt að gera á honum breytingar. Við smíðuðum hérna skenk þar sem við getum haft huggulegt morgunverðaborð og eins kaffi- hlaðborð, sem við höfum alla daga. Veitingasalurinn er opinn alveg frá morgni til kvölds, þannig að hann verður að þjóna þeim megin- tilgangi sem er að hafa opið fyrir matargesti, en minni áhersla er lögð á vínsölu sem hér var svo mikil áður. Fólk getur að vísu komið hérna á kvöldin og fengið sér vínglas í huggulegheitum, en drykkja á ekki að vera stunduð hér. Við erum ekki í samkeppni við pöbbinn“, segir Áslaug. Á veggina eru nú komin mál- verk og myndir frá Slunkaríki og prýða þau vissulega umhverfið. Myndirnar eru til sölu og verða endurnýjaðar eftir því sem þurfa þykir. Einnig er ástæða til að vekja athygli á því að hótelið býður uppá ódýra smárétti í hádeginu ásamt réttum dagsins, og ennfrem- ur er mjög ódýr barnamatseðill í gangi fyrir þá sem vilja taka börnin sín með út að borða. Um helgar er yfirleitt boðið upp á lifandi tónlist, og hefur aðsóknin verið það góð að vissara er að panta borð með fyrirvara um helgar. hgc Husquarna saumavélar í miklu úrvali Sænsk gæðavara á hagstæðu verði © POLLINN HF. Q 3092 Mokum og fjarlægjum snjó fyrir bæjarbúa Hreinsum plön, gangstéttir o.fl. .Gerum föst verðtilboð. Steiniðjan h/f STEINIÐJAN HF. © 3751

x

Vestfirska fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.