Feykir - 25.09.1981, Page 1
Skagaströnd
Frá Skagaströnd.
„Dó vegna vinnu“
Er fénu vel varið?
Fjórðungsþingið á Húsavík var
mikil náma fyrir fréttasnápa. Tíð-
indamaður Feykis hitti þar marga
mæta menn og „safnaði í sjóð.“
Sumt af viðtölum þeim sem hann
átti þar getur ekki birst vegna rúm-
leysis fyrr en í næsta blaði^g munu
þau vonandi ekki spillast á þeim
hálfa mánuði sem líður til birtingar
þeirra. Elín Njálsdóttir syeitar-
stjórnarkona á Skagaströnd varð á
Ungur Hvammstangabúi, Bjarki
Haraldsson er nú æ oftar nefndur í
íþróttafréttum. Hefur hann skarað
fram úr í sínum aldursflokki, en
hann er 12 ára. Sérstaka athygli
vekur að hann virðist jafnvígur á
Bjarki ásamt ufrakstri sumarsins.
margar greinar íþrótta, þó 800 m
hlaup sé hans uppáhaldsgrein,
enda hefur hann sýnt það rækilega
í sumar.
Á þjóðhátíðardaginn, 17. júní,
sigraði hann í 800 m hlaupi 14 ára
og yngri hér á Hvammstanga. Var
það minningarhlaup um vin hans
og frænda Guðjón Pál Arnarsson,
sem lést af slysförum s.l. vetur, að-
eins 13 ára. Var Bjarki þar með
fyrstur til að vinna forkunnarfagr-
an farandbikar, gefinn af aðstand-
endum Guðjóns heitins. Skal
vegi tíðindamanns og hún fékk smá
skammt af spurningum. Elín hefur
gengist inn á að vera ásamt öðrum,
fréttamaður Feykis á Skagaströnd,
og væntir Feykir góðs af samstarfi
við hana.
Það kom fram í upphafi spjalls
okkar að Elín ætlaði ásamt manni
sínum, Magnúsi Ólafssyni skipa-
smiði, að vera eitt ár á Skagaströnd
Framhald á bls. 6.
keppa um hann ár hvert í lok
skólaárs.
En Bjarki átti eftir að bæta sig,
hann setti þrjú íslandsmet á þremur
mánuðum. Héraðsmót 18 ára og
yngri í Reykjaskóla 20.-21. júní,
tími 2,23 mín. Landsmót 18 ára og
yngri á Blönduósi 27.-28. júní, tími
2.17,2 mín. Og nú síðast Andrésar
Andar leikar í Danmörk 22.-23.
ágúst, tími 2.16,2 mín.
Fréttamaður Feykis hitti Bjarka
að máli, stuttu eftir komuna frá
Danmörku. Var hann að vonum
mjög ánægður með ferðina, því
auk þess að sigra í 800 m hlaupi
sigraði hann í kúluvarpi, kastaði
11,17 metra. Þessi árangur er mjög
athyglisverður, því hann kveðst
hafa byrjað að æfa „af viti“ s.l.
vetur og íþróttaaðstaða hér á
Hvammstanga er nánast engin, þó
gerð íþróttavallar sé á lokastigi, en
næsti völlur í Reykjaskóla þar sem
skilyrði eru ófullkomin. Keppnin í
Danmörku var mjög erfið en
skemmtileg, að sögn Bjarka, en ís-
lensku keppendurnir stóðu sig allir
með mikilli prýði.
Bjarki vill sérstaklega þakka
kennara sínum Fleming Jessen,
sem á að sögn Bjarka mestan og
bestan þátt í þeim mikla árangri
sem hann hefur náð, auk þess sem
hann hefur fengið hvatningu og
stuðning frá fjölskyldu sinni.
Hann kveðst ákveðinn að að
halda áfram á íþróttabrautinni og
fylgja honum árnaðaróskir um leið
og honum er þakkað spjallið. H.B.
Feykismenn brugðu sér í ráðhúsið
á Siglufirði, hittu starfsfólk á bæj-
arskrifstofunni og skoðuðu hin
glæsilegu málverk sem skreyta
húsakynnin og eru gjöf frá hjón-
unum Arngrími Ingimundarsyni og
Bergþóru Jóelsdóttur. Síðan var
bæjarstjórinn Ingimundur Einars-
son tekinn tali. Ingimundur, brott-
fluttur Siglfirðingur, sem kom aftur
heim haustið ’79 til að taka við
starfi bæjarstjóra, bauð okkur inn
til sín og sagði okkur frá helstu
framkvæmdum á vegum bæjarins.
Það kom fram hjá Ingimundi að
gatnagerð hefur verið helsta fram-
kvæmdin um nokkurt skeið. Mik-
inn tíma hefur tekið að undirbyggja
götur til malbikunar, skipta um
jarðveg, lagnir og ræsi. Ákveðið
hefði verið að malbika fremur en
steypa því það væri um 40% ódýr-
ara. öll undirbúningsvinna væri að
vísu hin sama, hvort heldur mal-
bikað væri eða steypt. f allt sumar
hefði obbinn af útivinnandi starfs-
mönnum bæjarins unnið að þessari
gatnagerð. Malbikið kæmi svo frá
Akureyri á bílum og væri lagningu
þess nú (17. sept.) í þann veginn að
Ijúka. Hefði það verk tekið 8 dagá.
Um 2100 tonn af malbiki hefðu
verið flutt frá Akureyri urn Lág-
heiði.
Er fjármunum, sem í þessar
framkvæmdir fara, vel varið? „Já“.
Þá gat Ingimundur um vatns-
geymi sem verið væri að vinna við
og ætti að verða tilbúinn um mán-
aðamótin október-nóvember. Þetta
væri steinsteyptur geymir uppi í
hlíðinni sunnan heitavatnsgeymis-
ins og yrði um 1500 rúmmetrar að
stærð. Verkið hefði verið boðið út
og myndi kosta um eina og hálfa
milljón króna. Með tilkomu geym-
isins myndu hverfi efst í bænum
Vantar
Sauðárkróksflugvöllur er ekki al-
þjóðlegur varaflugvöllur enn. Stór-
um áfanga var þó náð er þeir Ragn-
ar Arnalds, fjármálaráðherra og
Steingrímur Hermannsson, sam-
gönguráðherra, kveiktu á nýjum
aðflugstækjum á vellinum undir
leiðsögn flugmálastjóra, Agnars
Kofoeds Hansens.
Með því að þessi tæki eru komin
í gagnið. er stórum áfanga náð í
flugmálum og flugöryggi, ekki ein-
ungis á Sauðárkróksflugvelli, held-
ur á öllu landinu og innan flugeft-
irlitssvæðisins íslenska.
Tækin nýju senda frá sér geisla,
sem flugvélar geta fundið í 25
mílna fjarlægð og fylgt heim að
flugvelli niður í 50 fet, og er Sauð-
árkróksflugvöllur eini flugvöllur-
inn utan Reykjavíkur- og Kefla-
víkurflugvalla, sem útbúinn er svo
góðum aðflugstækjum. Núvirði
tækjanna er um 2.3 milljónir króna
(230 millj. gkr.).
I máli framkvæmdastjóra flug-
öryggisþjónustunnar, Hauks
Haukssonar, sem sýndi viðstödd-
um tækin, kom fram, að aðflugs-
skilyrði að Sauðárkróksflugve.lli
eru langtum betri heldur en ann-
njóta stöðugs vatnsrennslis en þau
hefðu oft verið vatnslaus heilu
dagana.
„Þá er steypustöð að rísa suður á
uppfyllingunni þar sem öskuhaug-
arnir eru. Verkið hefur gengið
nokkuð seint, m.a. vegna þess að
jarðvegsbóta þurfti við áður en
Ingimundur Einarsson bæjarstjóri
hægt var að ráðast í byggingu. Við
sjóinn þarf stöðin að vera svo að
dæla megi byggingarefni úr sjó en
arra flugvalla á landinu , sem til
greina koma fyrir alþjóðlegan
varaflugvöll. í máli ráðherranna
kom einnig fram, að þeir töldu
fjármunum hafa verið vel varið.
Flugmálastjóri sagði í ræðu sinni
m.a„ að brýnt væri að malbika
flugbrautina og hagkvæmt væri, að
samræma það verkefni malbikun-
arframkvæmdum í nágrenninu.
Flugmálastjóri ýjaði líka að því, að
flugstöðin, „svo glæsileg sem hún
aðeins með því móti er unnt að
framleiða steypu á sama verði og
annars staðar.“
Ingimundur lét þess og getið að
verið væri að byrja að fylla upp við
togarabryggjuna og gera ætti grjót-
garð við smábátahöfnina í haust.
Opna ætti grjótnám í þessu skyni
úti á Hvanneyrarströnd. í þessu
sambandi nefndi Ingimundur að
upplagt væri í leiðinni að undir-
byggja nýjan veg með sjónum inn í
bæinn. Af samgöngumálum er það
annars að segja að það hillir undir
öruggari veg um Mánárskriðurnar.
miklu neðar en þann sem fyrir er.
Að vísu verður hann tæplega
tengdur á þessu ári því vegavinnu-
menn voru á förum með skúra sína
þann 17. sept. og fjármagn til
framkvæmda þrotið. Bæjarráð
Siglufjarðar hefur farið fram á það
við samgönguráðherra að áfram
verði haldið svo að notast megi við
veginn í vetur ef hin leiðin verður
ófær. Ráðherra hefur ekki svarað
þeirri beiðni.
Þá er þess og að geta að fyrir-
Framhald á bls. 2.
er". hefði þegar skilað sínu hlut-
verki. Þorsteinn Þorsteinsson. bæj-
arstjóri. upplýsti, að bæjarstjórn
Sauðárkróks teldi rétt að Ijúka gerð
flugvallarins sjálfs, áður en ný
flugstöð yrði smíðuð. Þorsteinn
sagði það ætlun bæjarvfirvalda að
malbika götur á Sauðárkróki næsta
sumar og vonaði hann að samvinna
gæti tekist milli bæjaryfirvalda og
flugmálastjóra þá um flutning og
nýtingu á malbikunartækjum. Á.R.
Iþróttamaður
framtíðarinnar
Starfsfólk bæjarskrifstofu f kaffistofu.
bara malbikið