Feykir - 25.09.1981, Side 5
FeykÍR
ÚTGEFANDI: FEYKIR H/F.
Rltsljórl og ábyrgðarmaður:
BALDUR HAFSTAÐ.
Ritstjórn:
ARNI RAGNARSSON,
HILMIR JÚHANNESSON,
HJALMAR JÓNSSON,
JÚN ASBERGSSON,
JÚN FR. HJARTARSON.
Ritnefnd á Slglufirðl:
BIRGIR STEINDÓRSSON,
SVEINN BJÖRNSSON,
GUNNAR RAFN SIGURBJÖRNSSON,
KRISTJAN MÖLLER,
pAlmi vilhjAlmsson.
Ritnefndir í mótun á Hofsósl,
Skagaströnd, Blönduósi og Hvammstanga.
Auglýsingar:
BJÖRN MAGNÚS BJÖRGVINSSON,
Simi 95-5661.
PRENTVERK ODDS BJÖRNSSONAR HF.
AKUREYRI 1981.
Draugur eða aflvaki?
Fjórðungsþingi Norólendinga, sem haldió var
á vegum Fjórðungssambands Norðurlands, er
nýlokið. Stjórnendur flestra sveitarfélaga á
Norðurlandi hittust á Húsavík i upphafi mán-
aðarins og ræddu margt. Þing eru haldin ár-
lega. Við þinglok, þegar ályktanir hinna ýmsu
nefnda hafa verið lesnar í fjölmiðlum og
ntyndir birtar, er eðlilegt að menn spyrji sig
hver gagnsemi slíkra sambanda og þinga sér.
Er þetta eitthvað annað og meira en pappírs-
flóð og fjárútlát?
Fróðlegt var að heyra skoðanir þing-
fulltrúanna á Húsavík á þessu atriði. Einn
oddvitanna benti á að Fjórðungssambandið
hefði lagt áherslu á þau mál sem sameiginleg
væru fjórðungnum og lét þess getið að norð-
lenska sambandið hefði verið virkara en önnur
fjórðungssambönd. Það hefði fitjað upp á
ýmsum nýjungum og komið mörgum góðum
málum áleiðis. Þar var nefndur stuðningur
Fjórðungssambandsins við virkjun Blöndu og
við steinull á Sauðárkróki. Aðrir spurðu á
móti hvort þessi mál hefðu ekki komist eða
kæmust áleiðis án stuðnings sambansins.
{ hornum og afkimum heyrðust einhverjir
tuða um það að Fjórðungssambandið væri
draugur, i taktleysi við tímann. Það væri
markleysa nú að tala um heilt Norðurland þó
að einn og einn mann dreymdi slíkt. Með
kjördæmaskiptingunni væri búið að skipta
Norðurlandi í tvennt, um fjallgarðinn sem
liggur um það mitt. Þingmenn Norðurlands
eystra og vestra ynnu ckki saman að þvi að
deila fjármagni til vega, hafna eða annarra
góðra hluta. Þeir ynnu hvorir í sfnum hópnum.
Það kom fram hjá fleirum en einum að
samskiptin rnilli hinna tveggja hluta Norður-
lands væru miklu minni en maður skyldi ætla.
Bent var á það til dæmis að algengara væri að
kórar og ieikhópar héldu suður með sin stykki,
heldur en að fiytja þau yfir Tröllaskaga. Enn
var bent á að enda þótt ýmis mál tengdu okkur
saman, þá væru önnur sem slitu f sundur.
Norðanmenn eystrí kysu t.a.m. fremur að hafa
alþjóðlegan flugvöll á Húsavík en á Sauðár-
króki. Llppbygging Hólastaðar, segja sumir,
dregur úr fjárveitingum til tilraunabúsins á
Möðruvöllum. Norðlenskur biskup, segja
austanmenn, ætti heldur að sitja á Akureyri en
á Hólum f Hjaltadal.
Vrnsir sögðu að alþingismenn þyrftu að vera
virkir á svona mótum en ættu ekki að koma í
halarófu í pontu og kyrja þakklætissönginn
fyrir þá gestrísni og þann heiður sem þeim
væri sýndur með því að vera boðið á þetta
merka þing. Bent var einnig á að allt of mörg
málefni væru tekin til meðferðar hverju sinni,
þannig að ekki væri tóm til að ræða neitt
þeirra í alvöru. Þá bar stjórnandi bæjarfélags
eins á svæðinu sig illa yfir kostnaði við móts-
haldið: „Við borgum margar milljónir (gaml-
ar) I þessa fjórðungshít, en hvað fáum við i
staðinn: akkúrat ekki neitt!!“
Þrátt fyrir allt virtust menn sammála um að
það væri sveitarstjórnendum mikils virði að
hittast og bera saman bækur sínar, hvort sem
það væri í fundarsalnum, á hliðargangi, eða
yfir „einni bröndóttri“ að loknum þingfund-
um. Þing af þessu tagi kynnu að „rumska því
sem bundið blundar“ hjá forsvarsmönnum
okkar, örva þá til dáða þcgar heim væri komið
og kliður þingsala þagnaður.
Videó og malbik:
Tvær byltingar á Siglufirði
Svarta byltingin. Malbikunarmenn frá Akureyri.
Það hafa orðið tvær byltingar á
Siglufirði í sumar: Svarta byltingin
og bláa byltingin. Svarta byltingin
felst í malbikunarframkvæmdun-
um, sú bláa í „video“-bylgjunni.
Og það er einkennilegt samband
milli þessara mislitu byltinga.
Þetta kom fram í kaffibollaspjalli
á Hótel Höfn við hina nýju rit-
nefndarmenn Feykis í Siglufirði.
Eins og fram kemur annars staðar í
blaðinu er nýbúið að malbika mik-
ið af götum í bænum. Hálfur annar
kílómeter gatna er orðinn svartur af
malbiki og töluvert af bílastæðum
að auki. Og nú er rennirí á fólkinu
fram á nætur og bjart yfir bæjar-
búum, sem hafa verið þungbúnir í
sumar. Götur hafa verið sundur-
grafnar og veður með eindæmum
leiðinlegt, sólardagar aðeins 6 eða
7. Menn voru argir út í bæjarstjórn
og kenndu henni um allt saman.
Bara hörðustu Siglfirðingar, sem
hvorki láta veður né metersdjúpa
forareðju á götum angra sig, héldu
gleði sinni.
Sumir hafa haldið því fram að
„video“-tækin hafi ekki bætt and-
rúmsloftið. Mikið seldist af þeim á
tímabili, og menn fóru að horfa á
svarthvítar myndir á síðkvöldum
og síðan bláar myndir upp úr mið-
nætti. Hjá einum ágætum manni
festist spólan kl. 1.30 um nótt.
Hann vakti þá upp umboðsmann-
inn og kvartaði: „Loksins þegar ég
er búinn að koma strákunum í
rúmið eftir „cowboy“-myndina og
ætla að slappa af yfir „einni blárri"
þarf þetta endilega að bila.“ Um-
boðsmaðurinn kom og gerði við, og
allt féll í lúfa löð.
Það var talað um lífsflótta yfir í
„video" á Siglufirði í sumar. Þetta
var „bláa byltingin“. En núna, þeg-
ar svarta byltingin er orðin, er eins
og aftur hafi birt, mórallinn sem
var í núlli hefur stigið um nokkrar
gráður þó að veturinn sé að koma,
og salan á videotækjunum hefur
minnkað. Menn velta því nú fyrir
sér, hvemig næsta bylting á Siglu-
firði verði á litinn.
Frá
ritstjórn
Það sem helst hefur drifið á
dagana síðan síðasta blað kom
úter þetta: Ritnefnd hefurverið
mynduð á Siglufirði og mun
hún sjá um eina síðu í hverju
blaði framvegis. í ritnefndinni
eru fimm heiðursmenn á Siglu-
firði, sem taldir eru upp annars
staðar í blaðinu. Væntir Feykir
sér góðs af samstarfinu við þá,
og telur að mikilvægt skref hafi
nú verið stigið til þess að gera
blaðið að kjördæmisblaði í
reynd. Ritnefndin á Siglufirði
mun á næstunni safna áskrif-
endum þar, en einnig verður
blaðið til sölu í verslunum og
söluskálum. Þá er verið að setja
á stofn ritnefndir í öðrum þétt-
býlisstöðum í kjördæminu.
Verður nánar skýrt frá þeim í
næsta blaði, sem kemur út eftir
tvær vikur.
Feykir mun nú að líkindum
vera útbreiddasta blaðið í kjör-
dæminu. Hann er því ákjósan-
legur vettvangur til auglýsinga
og skoðanaskipta. Við hvetjum
lesendur til þess að stuðla að
gengi blaðsins með auglýsing-
um, áskrift, hlutafé og góðu
lesefni.
Hundrað ára valdatími
svo stórum hóp inni á öræf-
um?
Sigurður svaraði því eitt-
hvað á þá leið að þegar menn
væru góðir og samstilltir þá
væri þetta ekki erfiðara fyrir
sig en þá.
Sigurður sagði féð líta vel út
hvað sem sláturhústölur
kynnu svo að sýna. Féð væri
alltaf hvítara á lagðinn en það
sem væri í heimahögum, og
kæmi betur fyrir. Þó væri
blekkja í því sem væri við
jökulinn, vegna sandfoks.
Óvenjumargt fé hefði verið
þar nú.
Hvað um mikilvægi beitar-
lands á fyrirhuguðu virkjun-
arsvæði? „Þetta er mjög við-
felldið land og liggur lágt
miðað við annað land þar
fremra, og grær snemma. Féð
er bílflutt lengra fram til heiða
en hefur oft viðdvöl í hag-
lendinu þarna á leið til byggða
og kemur það sér vel.“
Sigurður kvað mælingar
benda til að landið austan
Blöndu, þ.e. ,á upprekstrar-
svæði Eyvindarstaðaheiðar
væri öllu betra en að vestan,
hins vegar færi miklu meira
land undir vatn vestan megin
ef farið yrði eftir tillögu eitt
um virkjun.
Það hefði verið gaman að
fræðst meira af Sigurði en
tíminn leyfði það ekki í þetta
sinn. Manni líður vel í réttum,
í nálægð fólks sem búið er að
fara í göngur í 100 ár. Það
gefur vísbendingu um ein-
hvern stöðugleika í óstöðugri
tilverunni, fasta punkta
frammi í djúpum dölum.
Safnið hvftt af kemur fjöllum;
kjarnmikill er sumarforðinn,
réttin stóra, stærst af öllum,
stendur fram við heiðarsporðinn.
(Kári í Valagerði).
Réttað var í Stafnsrétt í
Svartárdal á miðvikudag og
fimmtudag í síðastliðinni
viku. Safnið kom niður í
Lækjarhlíðina, súður af rétt-
inni, upp úr hádegi á mið-
vikudag og þá hófust stóðrétt-
irnar. Undir kvöld var svo féð
rekið úr Lækjarhlíðinni niður
í nátthagann við réttina. Það
var allmargt um manninn
hrossaréttardaginn, gangna-
menn þreyttir eftir allt að
fimm daga göngur á Eyvind-
arstaðaheiði, en þó glaðir,
enda var veður hið besta
mestallan gangnatímann. Þrír
hreppar eiga aðild að
upprekstrarfélagi Eyvindar-
staðaheiðar, Seyluhreppur,
Lýtingsstaðahreppur og Ból-
staðarhliðarhreppur.
Gangnamenn í fyrstu
göngum eru nálægt þrjátíu,
meiri hlutinn úr röðum Hún-
vetninga.
Við hittum Sigurð
Guðmundsson bónda á Foss-
um þegar nýbúið var að reka
féð í nátthagann á miðviku-
dagskvöldið. Sigurður er
gangnastjóri Húnvetninganna
sem smala á Eyvindarstaða-
heiði. Blaðamaður Feykis
hafði það eftir öldnum Hún-
vetningi að þetta haust væri
hundraðasta árið sem
gangnastjórn væri falin feðg-
unum á Fossum, hverjum
fram af öðrum, fyrst afa
Sigurðar, Guðmundi Sigurðs-
syni fyrir 100 árum, síðan
Guðmundi syni hans og loks
Sigurði Guðmundssyni, sem
verið hefur gangnastjóri síðan
1956.
Sigurður sagðist að vísu
draga í efa að gangnastjórn
þeirra feðga væri orðin alveg
100 ára, taldi að eitt eða tvö ár
gæti vantað upp á, en vildi
ekki fullyrða neitt.
Sigurður Guðmundsson á Fossum.
Sigurður tjáði blaðamanni
að undanreiðarmenn hefðu
lagt upp á laugardaginn, hinir.
á sunnudag og hefðu farið
upp að Hofsjökli. Þá hefði
farið bíll með vistir og hey. í
nokkur ár hefði ráðskona ver-
ið með í ferðum og reitt fram
heitan mat, væri það vinsælt
og sparaði tíma. Félagsskap-
urinn væri góður og oft glatt á
hjalla. „Þetta eru mikið sömu
menn ár eftir ár, þó að alltaf
bætist eitthvað nýtt í hópinn
sem betur fer.“ Mest væru
þetta karlar, en ein til tvær
gangnakonur væru yfirleitt
með.
Fylgja því ekki nokkrar
áhyggjur að vera í ábyrgð fyrir
„Höldum glcði hátt á loft“. Þarna taka þcir við Stafnsrétt lagið, f.v. Bjöm á
Krithóli, Guðmann í Varmahlið, Óskar í Álftagerði og Heiðmar í Ártúnum.
| Feðgarnir á Fossum
4 . Feykir
Bjarni í Víðilundi segir frá:
„Þeir ofhlaðast
fií
Bjarni Jóhannesson í Víðilundi I
Hofshreppi í Skagafirði varð á vegi
Feykismanna á Fjórðungsþingi
Norðlendinga á dögunum. Bjarni
var skólastjóri Barnaskóla Ós-
landshlíðar á árunum 1952-73, og
var jafnframt bóndi í Miðhúsum til
ársins 1969. Skólinn, sem hafði að-
setur í Hlíðarhúsi, var ásamt skól-
anum á Skála í Sléttuhlíð, samein-
aður Hofsóssskólanum árið 1973.
Síðan þá hefur Bjarni verið kennari
á Hofsósi.
í skólanum á Hofsósi eru að-
komunemar í meirihluta og eru
þeir í fæði í félagsheimilinu, en er
ekið heiman og heim daglega. Þetta
fyrirkomulag þykir ákjósanlegt og
samstarfið um skólann hefur geng-
ið vel. Nemendur eru rúmlega 100,
í 1. til 9. bekk, en 9. bekknum var
bætt við tveimur árum. Áður
sóttu unglingarnir 9. bekkinn til
Varmahlíðar. Auk nemenda úr
Sléttu- og Óslandshlíð koma jafn-
vel unglingar úr Hólahreppi og
Viðvíkursveit til Hofsóss. Þeim er í
sjálfs vald sett hvort þeir sækja
heldur til Varmahlíðar eða Hofsóss
í efstu bekki grunnskólans.
Skólahúsið á Hofsósi er með
nokkuð nýstárlegum brag að því
leyti að í nýju álmunni eru ekki
eiginlegar skólastofur. Þar er „opið
rými“, að vísu svolítið afmarkað
með tjöldum eða skápum. Bjarni
kvað kosti vera fleiri en galla og
gæfi þessi „opni skóli" marga
möguleika í starfi. Truflun af hóp-
um í kring væri hverfandi en að-
staða til hópstarfs hin besta.
Kannski væri einna erfiðast um
söng við þessar aðstæður, en bæði
aðstöðu og kennslukrafta vantaði
tilfinnanlega á tónlistarsviðinu. Þá
væri óþægilegt að fást við íþrótta-
kennsluna, sem fram fer í sam-
komuhúsinu, en fyrirhugaður væri
nýr áfangi við skólabygginguna þar
sem gert væri ráð fyrir íþróttaað-
stöðu og einnig bókasafni. Tónlist-
arskóli Skagafjarðarsýslu starfar á
Hofsósi. Hann er til húsa í félags-
heimilinu og sækja hann um 50
nemendur í vetur.
— Er samstarf bæjar og nær-
sveita um fleira en skólann?
Já, Bjarni kvað svo vera. Það
mætti aftur nefna félagsheimilið
með öllu því lífi sem þar dafnaði,
svo sem leiklistar og sönglífi. Þá
hafa bókasöfn Hofs-, Fells- og
Hofsóshrepps nú verið sameinuð
og bókasafnsfræðingur ráðinn í 'h
Birgir Stcindórsson.
Aldrei ánægður
í Reykjavík
— segir Birgir Steindórsson,
kaupmaöur
Birgir Steindórsson er einn
þeirra sem völdust í ritnefnd
Feykis á Siglufirði. Birgir sá um
útlit og efnisöflun blaðsins
Siglfirðings síðastliðinn vetur.
Blaðið var í nýjum búningi og
var að sögn Birgis vel tekið,
bæði af heimamönnum og
brottfluttum Siglfirðingum. En
tímaskortur og tregða manna að
skrifa ollu því að ekki var haldið
áfram reglulegri útgáfu. „Það
var ekki fjárhagurinn sem
hindraði, því endar náðu sam-
an. Blöð þrífast hér helst ekki
nema í kringum kosningar. Þeir
sem helst væru líklegir til að
skrifa eru önnum kafnir í
félagslífi og klúbbum á veturna.
Það vill hlaðast fullmikið á
suma. Blaðamennska verður þá
útundan hjá þeim.“ Birgir
kvaðst vonast til að Siglfirðing-
ar tækju vel kjördæmisblaði
með föstu efni frá Siglufirði,
skrifuðu af heimamönnum.
Birgir flutti frá Siglufirði
1968 og bjó í Reykjavík í 10 ár.
Hann var verslunarstjóri í
Heimilistæki s/f, líkaði vinnan
vel, en sagðist aldrei hafa verið
ánægður í Reykjavík. Svo tók
hann sig upp, seldi íbúð fyrir
sunnan og keypti báðar bóka-
búðirnar sem voru á Siglufirði
og sameinaði þær í eina. Hann
selur einnig heimilistæki og er
umboðsmaður Flugleiða, Flug-
félags Norðurlands og ferða-
skrifstofunnar Úrvals. Flug-
félag Norðurlands flýgur til
Akureyrar 6 sinnum í viku í veg
fyrir fokkerana en auk þess eru
þrjár rútuferðir í viku „upp á
Krók“ í sambandi við flug Fí
þangað. Birgir gat þess að nú
orðið væri mikið um að þeir
sem ætluðu til útlanda gengju
frá öllu heima, bæði farmiða og
gjaldeyri og spöruðu sér þannig
hlaup um götur Reykjavíkur.
Sólarlandaferðir Siglfirðinga
kvað Birgir hafa verið færri nú
en í fyrra. Að lokum Birgir:
Lesa Siglfirðingar mikið?
„Já á veturna lesa þeir mjög
mikið."
starf við safnið. „Einnig er gott
samstarf Hofsósbúa og nærsveitar-
manna í atvinnumálum. Milli 1950
og 60 var stofnað hlutafélag um
frystihúsið og kom mikill fjörkipp-
ur í starfsemi þess með togaraút-
gerðinni upp úr 1970. Rekstur
frystihússins hefur gengið vel og
hefur það fengið á sig gott orð.
Erfiðleikunum sem að hafa steðjað
að undanförnu verður vonandi
hendi framkvæmdina og þeir of-
hlaðast gjarnan."
— Streymir unga fólkið burt?
„Það hefur hægt mjög á þeim
straumi með aukinni atvinnu. Og
með áframhaldandi eflingu at-
vinnulífs minnka líkurnar á að
fjölskyldur á Hofsósi og nágranna-
byggðum sundrist. Það er helst að
langskólafólkið skili sér ekki, nema
þá helst í kennarastarfinu."
— Er tímabœrt að ræða samein-
ingu Hofs-, Fe/ls- og Hofsóshrepps?
„Það er tímabært að ræða meiri
samvinnu að minnsta kosti.“
— Yrðu Fljótamenn með í slíku
samstarfi?
„Ég býst ekki við því. Fljóta-
menn eru út af fyrir sig, ríki í rík-
Bjami Jóhannesson.
hægt að sigrast á. Aðstaðan við
frysihúsið var bætt mjög fyrir
nokkrum árum með samstilltu
átaki. Fiskinum er ekið frá Sauð-
árkróki og kemur í okkar hlut
þriðjungur af afla Skagafjarðar-
togaranna þriggja. Frystihúsið er
það fyrirtæki sem útvegar flestum
atvinnu."
— Hvað um önnurfyrirtœki?
„Þar má nefna Árver, sem er
saltfiskverkun, bílaverkstæðið
Pardus og verksmiðju Fjólmundar
Karlssonar, Stuðlaberg, en þar eru
framleiddir hljóðkútar í bíla. Þá er
loðdýrarækt nýlega hafin á Hofsósi
og saumastofa starfar á vegum
Kaupfélagsins. Einnig veitir versl-
un Kaupfélags Skagfirðinga mörg-
um atvinnu.
Vinna hefur yfirleitt verið mikil
og segja má að sú mikla vinna
standi félagslífi fyrir þrifum. Á
svona litlum stöðum eru það til-
tölulega fáir sem þurfa að hafa á
Jósi og Böddi.
Besti fiskur í heimi
Auðvitað fáum við Norðlendingar
best? fisk í heimi, svo framarlega
sem .. ,nn er nætursaltaður togara-
þorskur eða hvað? Hvar fáum við
fiskinn á diskinn? Haft hefur verið
á orði að við sjáum aldrei fisk á
borði, útlendingar éti þetta allt.
Á Siglufirði er auðvelt að hrekja
þetta með því að líta inn í Fisk-
búðina þeirra Jósa og Bödda. Þar er
á boðstólum aragrúi fiskmetis, t.d.
rauðspretta, silungur, rauðmagi, ný
ýsa, steinbítur, frosin stórlúða, út-
vötnuð skata, siginn fiskur, salt-
fiskur, reyktur þorskur, reyktur
rauðmagi, fiskbollur, fiskfars, fisk-
hakk, hrefnukjöt og hákarl og er þá
ekki allt upp talið. Harðfiskurinn
hverfur allur ofan í marga bæjar-
búa 6 tonn á ári! og fá aðkomu-
menn varla bita.
Þeir verka saltfisk 3-4 starfsmenn
beint til útflutnings. Þeir fá línu-
fisk, togarafisk og færafisk. Auk
þess eru þeir með kjötverslun enda
kjöt matur. Upprunalega hefur
fiskur merkt vöðvi eða vefur sam-
anber máltækið að vaxa fiskur urn
hrygg- og því er kjöt fiskur. Það má
með sanni segja að það fáist fiskur
hjá Jósa og Bödda. Vonandi verður
framtak þeina öðrum til eftir-
breytni. Virðist pottur víða brotinn
hvað úrval af fiski í verslunum
varðar. íslendingar ættu að eiga
hæg heimatök í þessum málum
eins og þessi fiskbúð sannar. J.H.
Rætt við Þórð Skúlason, sveitarstjóra á Hvammstanga
Met meðal þéttbýlisstaða
Hvammstangi á a.m.k. eitt met
meðal þéttbýlisstaðanna á Norður-
landi vestra og þótt víðar væri leit-
að. Þar hefur íbúum fjölgað um
63% á tíu árum. Þórður hefur getað
fylgst vel með þessum breytingum,
því hann hefur verið í sveitarstjórn
frá 1970 og sveitarstjóri frá 1973.
Þegar við náðum tangarhaldi á
Þórði lá beinast við að spyrja hann
þessarar spurningar fyrst: Hvers
vegna hefur fólki fjölgað þar svo
ört?
Þórðursvaraði eitthvað á þá leið,
að viðhorf fólks til búsetu úti á landi
hefðu breyst. Hvað Hvammstanga
áhrærði kvað Þórður höfnina vega
þyngst, en hún hefur verið byggð
upp á þessum áratug. Farið hefði
verið að vinna bæði rækju og bol-
fisk. Þá hefur verið lögð hitaveita til
Hvammstanga frá Laugabakka.
— Hvaðan kemur fólkið?
„Stór hluti af Reykjavíkursvæð-
inu. Fjölgunin hér hefur ekki orðið
á kostnað sveitanna í kring. Þó. að
eitthvað hafi fækkað í nærsveitum,
hefði það gerst hvort sem var.“
Þórður gat þess að hin öra fjölg-
un hefði valdið svetarfélaginu viss-
um örðugleikum: Nýjar götur og
aðveituæðar kosta sitt. „Skólahús-
næðið sem komið var upp um 1960
og átti að endast lengi, er orðið allt
of lítið, það mun ekki rúma nema Vi
Þórður bætti því þó við að það
væri skemmtilegt að búa þar sem
þróunin er ör. Það svifi ferskur andi
yfir vötnunum. Ekkert lát er á eft-
irspurn eftir lóðum og húsnæði.
Sveitarfélagið hefur byggt bæði
leigu og söluíbúðir. og nýlokið er
að bjóða út fjórar verkamanna-
íbúðir sem væntanlega verður
byrjað á í haust. Við kveðjum Þórð
og vonum að metunum eigi eftir að
rigna áfram á Hvammstanga.
Þórður Skúlason,
svcitarstjóri.
til 'A þess nemendafjölda sem nú er
útlit fyrir að verði hér næstu árin —
og þá er miðað við að 9. bekkurinn
flytjist hingað.
Sveitarfélög fá fólkslækkunar-
framlög úr jöfnunarsjóði sveitar-
félaga. Það er ekki síður ástæða til
að þau sveitarfélög, sem verulega
fjölgar í, fái fjárveitingu til að taka
við fjölguninni. Þetta ætti að vera
eðlilegur liður í byggðastefnu
stjórnvalda, því það er svo margt
sem fer úr skorðum þegar svona
stendur á.“
Hring
hendur
Áður kvað ég oft við raust.
allt var baðað sól og vori.
Nú með hraði nálgast haust,
nú er maður þyngri í spori.
Bak í keng og röddin rám,
ræna í engu standi.
Ég er genginn upp að knjám
út á sprengisandi.
Vísnarausið víða ber
vitni klausum stolnum,
því að hausinn á mér
er eins og laus frá bolnum.
3. 9. ’81, RGSn.
Feykir . 5