Feykir - 25.09.1981, Qupperneq 6

Feykir - 25.09.1981, Qupperneq 6
Knattspyrnumót UMSS Fjögur lið sendu keppendur í knattspyrnumót UMSS 15 ára og yngri. Mótið fór fram á Sauðár- króksvelli og tók keppnin tvo daga. Lið Tindastóls A bar sigur úr být- um, í öðru sæti var Höfðstrending- ur, í þriðja sæti sameiginlegt lið frá Hjalta og Geisla, í fjórða sæti lið Tindastóls B. Oskandi væri að keppni þessi yrði veglegri í fram- tíðinni, með fleiri liðum og betri skipulagningu. B.B. Sauðkrækingar - Skagfirðingar Siglfirðingar - Húnvetningar Verslunin SPARTA auglýsir! Hjá okkur færðu allt það nýjasta í sportfötum, vinnufatnaði og sparifötum. Föt á alla fjölskylduna. Því ekki að versla þar sem úrvalið er mest? Verslunin Sparta Sauðárkróki - Dó vegna vinnu . Framhald af hls. 1. og safna í nýja íbúð fyrir sunnan. Síðan eru liðin tíu ár og enn eru þau á Skagaströnd. Af atvinnulífinu sagði Elín okkur það helst, að nóg væri að gera, svo mikið að Lionsklúbburinn dó vegna vinnu og tímaleysis félags- manna. Skákfélagið og bridge- félagið kvað hún einnig eiga í vök að verjast. Mest fer fyrir sjávarút- veginum. Skagstrendingar eiga einn togara, Arnar, og von er á öðr- Elln Njálsdóttir. um um áramótin frá Slippstöðinni á Akureyri. Rekstur frystihússins hefur gengið vel. Byrjað verður á nýju frystihúsi á næsta ári, en nýr frystiklefi hefur þegar verið tekinn í notkun. Rækjuvinnslan h.f. hefur starfað í nokkur ár og hefur gengið vel. Þar hefur auk rækju verið unninn skel- fiskur. Skipasmíðastöð Guðmund- ar Lárussonar er rekin af krafti. Þar voru plastbátar smíðaðir, en að undanförnu hafa þar verið búnar til litlar sundlaugar og „heitir pott- ar.“ (Það má skjóta því hér inn að Sauðárkróksbúar þrá nú mjög að eignast heita potta, sérstaklega eftir að þeir sáu myndina um Snorra Sturluson.) Af byggingaframkvæmdum er það að segja að verið er að hefjast handa um byggingu 14 verka- mannabústaða og eiga þeir að verða tilbúnir fyrir árslok ’82. Haustið 1980 var tekin i notkun ný álma í skólahúsinu og er enn ólokið við neðri hæðina. Næsta verkefni verður svo íþrótta- og sundlaugar- hús, en sundlaug sú sem nú er not- uð er léleg og aðeins opin einn mánuð á ári. Grunnur hefur verið lagður að kirkju og hafa margir unnið að honum í sjálfboðavinnu. Skaga- strönd hefur það framyfir ýmsa staði að þar er leikskóli nógu stór til að taka við öllum börnum á staðn- um. — //vað um unglingana? „Þeir eru heimakærir. Þeir þurfa að sækja 9. bekkinn annað og sömuleiðis allt framhaldsnám. En þó að þeir fari burt um stundar- sakir vilja þeir koma aftur. Þeir eru samhentir og tengdir átthögunum traustum böndum." Oddvitinn: Eigi verður jakki frakki nema síður sé. Hannes Baldvinsson er fram- kvæmdastjóri Saumastofunnar Salínu á Siglufirði. Hann er einnig formaður stjórnar Siglósíldar. Við hittum hann sem snöggvast á saumastofunni og fengumað rabba svolítið við hann. Starfsemi Siglósíldar Hannes tjáði okkur að hjá Sigl- ósíld hafi yfirleitt verið 60-80 manns á launaskrá. Stöðvun starf- seminnar nú hefði fallið nokkuð saman við sumarfrí starfsfólks. Sumt hefði farið í fyrstihúsið og sárafátt væri á atvinnuleysisskrá. Nú hefði verið gerður samningur við Sovétmenn um 10 þúsund kassa. Hann væri að vísu ekki að- laðandi því verðlækkun í dollurum væri 6%. Framleiðslunni ætti að skipta milli Sigló og K.J. á Akur- eyri. Hannes bjóst við að það tæki 4-6 vikur að framleiða upp í sam- ninga og sagði að vinna hæfist fljótlega. Síðan yrðu ekki samningaviðræður um meiri sölu fyrr en seinni part nóvember. Hannes sagði að oft hefði áður orðið hlé á framleiðslu og væri það vissulega óhagkvæmt í fyrirtæki, sem berðist í bökkum, að standa frammi fyrir stöðvun æ ofan í æ. Hannes bætti því við að það væri oft svo þegar fyrirtæki í eigu ríkis- ins ættu í hlut að blásið væri út ef eitthvað gengi illa, en menn vildu gleyma því sem betur hefur farið. Framtíð Siglósíldar kvað Hannes ráðast af árangri Sölustofnunar lagmetis sem sæi um markaðslei og vörukynningu. „Hugmyndir eru uppi um nýjar framleiðslutegundir. Niðursuða rækju hefur aðeins verið reynd. Þá er stjórn fyrirtækisins að velta fyrir sér möguleika á að sjóða niður sil- ung.“ Hannes sagði að úrvals hrá- efni væri í næsta nágrenni því að mikil og góð bleikja væri í Mikla- vatni í Fljótum og í Héðinsfjarðar- vatni. Talið frá vinstri fremri röð. Þorsteinn Valsson, Eyjólfur Sverrisson, Ágúst Eiðsson, Björn Angantýsson og Hólmar Ástvaldsson fyrirliði. Aftari röð frá vinstri: Björn M. Björg- vinsson, starfsmaður UMSS, Gunnlaugur Sighvatsson, Jón Egill Bragason, Bjöm Björnsson, Óskar Sveinsson og Gunnar Sveinsson. Á myndina vantar Atla Hjartarson, Pál Friðriksson og Hilmar Valgarðsson. 1 Hannes Baldvinsson. Saumastofan Það kom fram hjá Hannesi að saumastofan, sem hefur verið rekin frá 1969, er nú í eigu starfsfólksins sjálfs og verkalýðsfélagsins. Þegar fyrri eigendur ákváðu að selja fyrir u.þ.b. tveimur árum bast starfs- fólkið samtökum um að kaupa fyr- irtækið því hætta var á að vélarnar yrðu fluttar úr bænum. Ákveðin skipulagsbreyting var tekin upp um leið og eigendaskiptin urðu og bónuskerfi komið á. Launin hækk- uðu um 30-35%. Þegar unnið er með fullum afköstum eru dags- verkin 16, en um þessar mundir eru þau 13. Starfsmenn eru þó talsvert fleiri en það, því að margar stúlkn- anna vinna hálfan daginn. Tíma- kaupið er hið sama og í frystihús- unum en bónusinn er reiknaður á annan hátt. Hannes kvað stundum reynast erfitt að útvega verkefni svo að vinna mætti með fullum afköst- um. „En starfsfólkið, fyrir utan framkvæmdastjórann, er mjög já- kvætt og gott,“ sagði Hannes al- varlegur á svip. Við þökkum Hannesi fyrir þessar upplýsingar með þeirri von að bleikjan úr Héðinsfjarðar- og Miklavatni eigi eftir að verða send í dósum út um löndin og snædd í stórborgum heimsins af fólki í prjónafatnaði frá Salímu. Bleikja í dósirnar * *•?, f.f t f tf V f f 9 ¥ f> ► f » * f y f f 4 » *- ' * í • p 0 é * p p é Íf 0 P lt'V* » fí «■’ ►' * * ' 6 . Feykir

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.