Feykir


Feykir - 15.01.1982, Síða 1

Feykir - 15.01.1982, Síða 1
Útbreiddasta blað á Norður- landi vestra Blanda enn í sviðsljósinu Slegið á þráðinn til Magnúsar á Sveinsstöðum og Jóns í Ártúnum Héraðshælið á Blönduósi. Viðbygging loks hafin við Héraðshælið Umræður og ályktanir um Blöndu- virkjun halda áfram. Um síðustu helgi þinguðu verkalýðs- og stétta- félög í Skagafirði og Húnavatns- sýslum um málið. Samþykktir þeirra allra voru í svipuðum anda. Mælt er með virkjun við Blöndu samkvæmt leið 1 „að fengnu skynsamlegu samkomulagi við landeigendur.“ Jafnhliða virkjun- arframkvæmdum er hvatt til þess að gert verði „öflugt átak til upp- byggingar atvinnulífs og fyrirtækja sem m.a. byggja sína tilveru á raf- orku“. Bent er á að tekjur á Norðurlandi vestra séu undir með- altali í landinu, að ýmsir þættir atvinnulífs séu veikir og að tækni- leg þróun í kjördæminu hafi verið hægfara. í ályktunum stéttarfélag- anna segir einnig að ef ekki náist samkomulag „eigi stjórnvöld að tryggja með nauðsynlegum að- gerðum að andstaða einhvers hluta landeigcnda komi ekki í veg fyrir framkvæmdir." Undir þær ályktanir sem hér um ræðir rita 8 stéttarfélög í Húna- vatnssýslum og 6 í Skagafirði. Magnús Ólafsson á Sveinsstöð- um sagði í samtali við Feyki að í Húnaþingi hefðu 26 af 28 stjórnar- mönnum í hinum 8 félögum skrifað undir þessar samþykktir. Tveir hefðu ekki gétað mætt til fundar. Magnús gat þess einnig að sýslu- nefnd Austur-Húnavatnssýslu hefði gert samþykkt um stuðning við tilhögun 1 og sama væri að segja um landeigendafélag A,- Hún. Svipuð stuðningsyfirlýsing og þær sem hér um ræðir hefur verið gerð af verkalýðsfélögum á Siglu- firði, einnig af hreppsnefndum á Hofsósi, Blönduósi og víðar. Eins og kunnugt er hafnaði Ból- staðarhlíðarhreppur virkjunarleið 1, og var eini hreppurinn af þeim sex sem land eiga við Blöndu sem Jón Karlsson formaður verka- mannafélagsins Fram á Sauðár- króki var tekinn tali sem snöggvast á mánudaginn og spurð- ur um atvinnuástandið á Sauðár- króki vegna verkfalls sjómanna. Jón sagði að engin vinna væri nú í fiski. Jafnvel þó að verkfallið leystist í þessari viku færi enginn fiskur að berast fyrr en eftir 20. þ.m., og væri þá atvinnuleysið orð- ið nokkuð langt hjá sumum. Verk- fallið kvað Jón bitna á konum fyrst og fremst. Margar konur í hálfu starfi í frystihúsunum ná ekki að fá fullar atvinnuleysisbætur. Þeir sem verið hafa í fullri vinnu á undan- förnum 12 mánuðum, unnið meira svo gerði, þó að þrír aðrir hreppar hefðu ýmislegt við samningsdrögin að athuga. Við hringdum til Jóns Tryggvasonar í Ártúnum, oddvita Bólstaðarhlíðarhrepps, og spurð- um hann álits á ástandinu í Blöndumálum eins og það kæmi honum fyrir sjónir nú. Jón sagði að sér sýndist ástandið vera svipað og það var fyrir ári síð- an, andstaðan gegn leið 1 væri jafn- vel meirinúenþá. — Stéttarfélögin í kjördœminu hvetja þó eindregið til virkjunar samkvœmt leið 1. — Þaö var alltaf vitað að þétt- býlisstaðirnir hafa verið áfram um að koma þessu á. Mjög margir vilja virkja Blöndu, bara með mis- munandi forsendum. Þetta er orð- ið of strítt, nú má hvergi slaka til, í fyrra var ennþá talað um að fleiri en ein leið kæmi til greina. Nú á að beita þrýstingi, og það er aldrei árennilegt að beita þrýstingi. Með áróðri á að koma þessu máli fram. — Hafið þið í Bólstaðarhlíð- arhreppi ekki verið boðaðir til við- ræðna nú eins og fulltrúar Seylu-, Lýtingsstaða-, og Svínavatns- hrepps? — Nei, þeir tala ekki við okkur að þessu sinni. En við höfum lýst okkur fúsa til viðræðna þó að við höfnuðum samningsdrögunum um leið 1. — Eru sjónarmið ykkar e.t.v. svipuð sjónarmiðum manna í hin- um hreppunum þremur sem gerðu athugasemdir við drögin? — Þeir höfnuðu samningsdrög- unum eins og þau lágu fyrir þó að þeir segðu ekkert afgerandi um leið 1. — Verður landið við Blöndu tekið eignarnámi? — Ég vil engu spá um það. Eignarnám á rétt á sér ef þjóðar- nauðsyn krefst þess. Mér hefur aldrei fundist stóriðja þjóðarnauð- syn. en 1700 dagvinnustundir, eiga rétt á hámarksatvinnuleysisbótum kr. 253 á dag + kr. 10 fyrir hvert barn á framfæri. Ef menn eru undir 425 tímum á undanförnum 12 mánuð- um ná þeir ekki lágmarksbótum. Jón Karlsson kvað fremur dauft hljóðið í mönnum á Sauðárkróki. „Sumsstaðar þar sem atvinna hef- ur verið mikil, þar sem verið hafa toppar í síld og loðnu, kemur þetta verkfall eins og þægileg hvíld. Hér á Sauðárkróki hefur verið fremur dauft atvinnulíf frá því í byrjun nóvember og alltaf einhverjir á atvinnuleysisskrá. Verkfallið kem- ur því mjög illa við sumar fjöl- skyldur.“ Byrjað er á viðbyggingu við Hér- aðshælið á Blönduósi og von manna er sú að hún verði fullbúin innan fjögurra ára. Byggingin er rúmlega 500 m2 að grunnfleti, kjallari og þrjár hæðir. Að sögn Sigursteins Guðmundssonar yfir- læknis bætir nýja byggingin úr brýnni þörf, öll aðstaða til heilsu- gæslu batnar verulega, svo og allur aðbúnaðurfyrirsjúklinga. Það eru 12-14 ár síðan farið var að ræða nausyn þess að byggja við Héraðshælið. Heimamenn hafa alla tíð lagt á það áherslu að byggt yrði á þremur hæðum og efsta hæð- in notuð sem sjúkradeild. Yfirvöld heilbrigðismála voru hins vegar lengi treg til þess að fallast á þessar óskir og töldu að sjúkrapláss væri nægjanlegt í héraðinu. vildu þau því aðeins reisa tveggja hæða byggingu fyrir hina almennu heilsugæslu. Sigursteinn Guðmundsson yfir- læknir sagði að fyrir rúmu ári hefði loks tekist samkomulag í þessari deilu. Leyfi var veitt til þess að byggja þriggja hæða hús, en gert ráð fyrir að sjúkrarýmið í gamla Héraðshælinu verði aðallega notað sem dvalarheimili fyrir aldraða og jafnvel fyrir langlegusjúklinga. Með hækkandi meðalaldri héraðs- búa fjölgar langlegusjúklingum líka stöðugt og nauðsynlegt að geta búiðvel að þeim. Á liðnu sumri hófst vinna við gröft fyrir byggingunni og fyrirhug- að var að steypa sökkla. Því verki er þó ekki enn lokið. Sigursteinn Guðmundsson yfirlæknir sagði að heimamenn vonuðust til að leyfi fengist til þess að bjóða alla steypu- vinnu út á þessu ári, þótt fjármagn dygði ekki til að steypa upp nema hluta hússins í sumar. í kjallara nýju byggingarinnar verður sundlaug og ýmis önnur aðstaða til þess að endurhæfa sjúklinga. Þetta er fyrirhuguð mjög fullkomin aðstaða og eftir að hún kemst í gagnið verður ekki þörf að senda sjúklinga suður til endurhæf- ingar eins og nú. Þá verður einnig aðstaða fyrir starfsfólk í kjallara byggingarinnar, líkhús, aðstaða til krufninga og geymslur. Á jarðhæð verður aðalkjarni heilsugæslustöðvarinnar. Þar verð- ur aðalinngangur í húsið, lækna- móttaka fyrir fjóra lækna auk aðstöðu fyrir tvo tannlækna. Þar verður einnig slysastofa og lyfjaaf- greiðsla. Á annarri hæð verða þjónust- udeildirstofnunarinnar, sem þjóna bæði heilsugæslustöðinni og sjúkrahúsinu. Þar verður skurð- stofa, röntgendeild, rannsóknar- deild, sótthreinsun og fæðingar- stofa. Á efstu hæðinni verður almenn sjúkradeild með rúmum fyrir 24 sjúklinga og er þar með talin sér- stök aðstaða fyrir sængurkonur. Með tilkomu þessarar byggingar verður bætt úr brýnni þörf fyrir al- menna heilsugæslu í héraðinu auk þess sem búin verður aðstaða fyrir sérfræðinga á ýmsum sviðum læknavísindanna. Lögum sam- kvæmt er stefnt að því að sérfræð- ingar komi út í héruðin þannig að íbúar hinna dreifðu byggða þurfi sem minnst að sækja í fjarlæg hér- uð. MÓ. Skautasvell á Blönduósi Á Blönduósi var haldin árleg jóla- trésskemmtun í umsjá ungmenna- félagsins Hvatar. Skemmtunin fór fram 27. desember og var fjöl- menn . Á gamlárskvöld var Hjálp- arsveit Skáta með flugeldasýningu og Kiwanismenn voru með veglega áramótabrennu. JC-menn hafa útbúið skauta- svell á balanum fyrir norðan Grunnskólann og er það von manna að ungir sem aldnir notrsér þá aðstöðu til skautaiðkunar sem þarfæst. Efnilegir íþróttamenn Fimmti flokkur körfuboltaliðs Ungmennafélagsins Tindastóls á Sauð&rkróki brá sér suður nú nýlega. Drengimir kepptu við Val og KR. Þeir sigraðu Val f hörkuleik 28-18 en töpuðu fyrir KR 15-25. Mega þeir vel við þessi úrslit una. Myndin var tekin rétt áður en þeir stigu upp i vélina sem flutti þá suður. Frá vinstri: Ólafur Viðar Hauksson þjálfari, Óskar Björasson fararstjóri, Sverrir Sverrisson, Gunnar Bragi Sveinsson, Svavar B. Sigurðsson, Eyjólfur Gjafar Sverrisson, Friðrik Steinsson, Stefán öxndal Reynisson, Ágúst Eiðsson, Jón Daniel Jónsson, Jón Egill Bragason, Karl Jónsson. L/M'iU.' It Sauðárkrókur Engin vinna í fiski Atvinnuleysið bitnar fyrst og fremst á konum

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.