Feykir - 15.01.1982, Blaðsíða 6
Vangaveltur eftir fund
um Blönduvirkjun
Blöndu er hafnað og bændurnir hyggja
að búskapur þeirra sé tryggður af samtíð.
í þingræðis-landi með lögum skal byggja,
en líka þarf huga að nútíð og framtíð.
Hann sérgóður hugsar um hagsmuni sína
og honum er sama um ungmenna framtíð,
í atvinnuhorfur af raunsæi rýna
hann reynir ei - staðnaður alveg í samtíð.
Hann engu vill fórna, en allt vill þó hreppa,
sem útheimtir lífið í velferðarríki,
með óveilum huga að skal því keppa,
- aðrir þó bregðist og undan sér víki.
Þannig fer heimsmannsins hagsmunastreita
hiklaust að marki að nútímakröfum,
því allir sér vilja þar lífsgæfu leita
þó leiðin sé vandrötuð fram hjá þeim nöfum,
-er liggja til hengiflugs hamarsins bratta,
sem hrapandans gálausa bíður að lokum.
H.J.V.
Moinleg prentvilla flæktist inn í sálarflækjuna í
jólablaðinu og birtum við kvæðið því aftur.
SÁLARFLÆKJA
Ég lærði að hnýta á haustnámskciði í fyrra og
þótti skrýtið að hnútarnir skyldu ckki vefjast fyrir mér.
Þessiundrun olli mérsálarflækjusem varillleysanleg.
Pá rann upp fyrir mér Ijós, þetta var ekkert skrýtið:
Ég hafði margra ára andlega æfingu að baki.
í 40 ár hef ég hnýtt, vetur sumar, vor, og haust.
Ekki blómahengi og bakkaborða, þvíþað kunni égekki.
f 40 ár hef ég verið að hnýta í hann bróður minn.
Skyldi því engan undra þótt ég yrði fljótt öllum hnútum kunnug.
Heyin lélegri
en áður
Segir Maron Pétursson
í hinum miklu frostum undanfarn-
ar vikur hefur hugurinn gjarnan
leitað til hrossanna úti í haganum
og hvernig bændur væru yfirleitt
undir það búnir að mæta gjafafrek-
um vetri. í útsveitum Austur-Skag-
afjarðar, allt inn í Viðvíkurhrepp
komu skepnur á gjöf um mánaða-
mót scpt.-okt. eða um mánuði fyrr
en venjulega og hafa víðast hvar
verið á fullri gjöf síðan. Aðrir
hreppar sýslunnar sluppu betur, en
þó hefur verið gjafafrekt það sem
af er vetri og víða farið að gefa
hrossum.
Af ásetningsskýrslum sem borist
hafa má ráða að heyfengur síðast-
liðið sumar í héraðinu var neðan
við meðallag. Til eru heysterkir
bæir, til dæmis þar sem fé var skor-
ið niður í haust vegna riðuveiki, en
þaðan má ekkert selja og engum
miðla vegna smithættu. Annað er
að hey virðast vera léleg, hafa lítið
fóðurgildi. Eftir þeim 206 heysýn-
um sem send hafa verið til rann-
sóknar, tekin hjá 109 bændum,
virðist þurfa 2,29 kg í fóðureiningu
að meðaltali. Lítur helst út fyrir að
fóðurgildi heys fari minnkandi frá
ári til árs. Árið 1980 þurfti 2,20 kg
í fóðureiningu, árið 1979 2,16, árið
19781,91.
Um stærð bústofns í héraðinu er
það að segja að naugripir virðast
álíka margir og haustið 1980, sauð-
fé fækkar um tæp 4.000, en hross-
um fjölgar um 100. Þetta er ekki
nákvæmt því búfjártölur vantar
enn úr Hofsóshreppi og
Sauðárkróksbæ. Þau sveitarfélög
hafa ekki enn séð ástæðu til að
sinna þeirri lagalegu skyldu að
skila ásetningsskýrslum.
Afsteypur
þekktra
listaverka
Gleðilegt nýtt ár.
Þökkum viðskiptin á liðnum árum
HATUN
Sæmundargötu 7, Sauðárkróki, sími 95-5420, pósthólf 19
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við fráfall og
útför eiginmanns, föður og tengdaföður okkar,
HELGA RAFNS TRAUSTASONAR
kaupfélagsstjóra,
Smáragrund 2, Sauðárkróki.
Sérstakar alúðar þakkir til Kaupfélags Skagfirðinga
og starfsfólks þess, fyrir mikinn hlýhug og kærleika
er það sýndi okkur.
Guð blessi ykkur öll.
Inga Valdís Tómasdóttir,
Trausti Jóel Helgason, Ásta Búadóttir,
Rannveig Lilja Helgadóttir, Þorsteinn Hauksson,
Tómas Dagur Helgason, Þorgerður Þorsteinsdóttlr,
Guðrún Fanney Helgadóttir,
Hjördís Anna Helgadóttir.
Þökkum ykkur öllum auðsýnda samúð og vináttu
við fráfall og útför eiginmanns, föður og sonar
VALGEIRS GUÐJÓNSSONAR,
Daufá, Lýtingsstaðahreppi.
Guðbjörg Felixdóttir og börn,
Valborg Hjálmarsdóttir.
VELSMIÐJAN LOGISF
Sauðárkróki
HJOLBARÐAR
WARRIOR
Kínverskir, mjög gott verð.
GOODYEAR
Bandarísk gæðavara.
BRIDGESTONE
Þeirbestu fráJapan.
NOACK
NOACK rafgeymar
Sænskir í sérflokki.
FRÁ RITSTJÓRN
Margir lesendur Feykis fá nú senda gíróseðla með
blaðinu. Þetta er áskriftargjald fyrir sex mánuði, sept.
’81-febr. ’82,60 krónur. Vonandi bregðast lesendur vel
við og borga þessa upphæð.
Tilvist blaðsins byggist á traustum og stórum les-
endahópi. Við vonum að þeir sem hafa fengið það sent
telji að það eigi rétt á sér og megi njóta langra lífdaga
sem kjördæmisblað á Norðurlandi vestra.
Öldungadeild
Fjölbrautaskólinn
á Sauðárkróki
auglýsir
Innritun á vorönnina er hafin hjá öldungadeild.
Kennsla hefst 18. janúar.
Af fögum sem í boði eru skal nefna:
frönsku, ensku, þýsku, íslensku (bókmennta-
áfangi), stærðfræði, bókfærslu, vélritun, fé-
lagsfræði, sögu. Fleira kemur til greina.
Styttri námskeið eru einnig í boði sem fyrr. Nægir
þar að nefna:
Bútasaum, sauma og snið, gerbakstur, fisk-
rétti. Bridgenámskeið er einnig boðið upp á.
Nánari upplýsingar á skrifstofu skólans ísíma 5488.
Innritið ykkur sem fyrst.