Feykir


Feykir - 15.01.1982, Síða 7

Feykir - 15.01.1982, Síða 7
„a erungm er taísöm ta segir Ámi frá Reykjum Þá kenningu hefi ég heyrt frá ítölskum tónlistarmanni og söng- kennara, að góðar tenórraddir kæmu helst ekki frá öðrum þjóðum en þeim, sem byggju við fjöllótt landslag. Þetta mun hafa borist í tal milli þeirra föður míns og Ríkarðs Jónssonar í gömlu baðstofunni á Reykjum. Þessari kenningu hefi ég síðan trúað og oft talið mig sjá þess óræk dæmi, að umhverfi hafi áhrif á persónu fólks og þroska. Enda höfum við Skagfirðingar I lengi vitað það, sem eðlislæg hóg- værð aftrar okkar að sjálfsögðu frá j að hafa mikið á orði, að ástæðurnar fyrir því, hversu mjög við tökum fram öðrum íbúum þessa lands um flesta þætti manngildis, er að nokkru að leita í fegurð og víðlendi þessa búsældarlega héraðs, sem Sæmundur hinn suðureyski reisti bú sitt í tæpum 1100 árum fyrir daga nafna hans Hermannssonar, en um föður hans sagði gamall og góður Fljótamaður eitt sinn: „Þeg- j ar allt var komið í strand og neyðin rjálaði við hvers manns dyr hér í sveit, sendi Guð okkur Hermann á Mói“. Mér er þó næst að halda, að þeir sýslungar mínir, sem ekki hafa um vornætur gist Drangey, þennan hömrum girta vettvang Illuga- drápu og séð kvöldsólina varpa sínum gullna ljóma á haf og lönd, eða sofnað frá sterkri hljómkviðu bjargfuglsins, viti naumast nema til hálfs, hvað það er að vera Skag- firðingur. A.m.k. tel ég mér full- komlega óhætt, að lýsa yfir því, að endurminninguna um þá vortíma í nærfellt tvo áratugi, sem ég átti þess kost að dvelja þar við bjargsig og fuglaveiði, myndi ég tæpast vilja láta í skiptum fyrir neitt það, sem ég hefi farið á mis við um dagana. Þessi óviðjafnanlega lífsreynsla er ofin svo mörgum samverkandi þáttum að vonlítið er að gera því , efni öllu skil til nokkurrar hlítar. En ég hallast afdráttarlaust að þeirri skoðun að veigamikill þáttur í þessu sé óvenjulega magnaður og sérstæður persónuleiki ýmsra þeirra, sem mynduðu kjarnann í því fámenna sálufélagi, sem við áttum þama. Það væri vandalítið eitt út af fyrir sig, að sanna með dæmum óvenju- lega karlmennsku Sigmundar heit- ins frá Fagranesi, dæmin gætu orðið mörg. Ég vissi aldrei til þess, að Simmi legði svo hendi að neinum hlut, að hann hefði áhyggjur af öðru en því hvar hann ætti að leggja hann frá sér. Það var máske fyrst og fremst þetta næstum ómennska afl, sem gerði Sigmund svo eftirminnilegan öllum þeim, sem kynntust honum eitthvað. Mér er minnisstætt eitt atvik frá eyjarvori, er ég var einn í fugli á litlum árabáti og bjó á „fjörunni“ ásamt þeim Fagranesbræðrum, sem voru þrír saman á stórri trillu. Það var blæjalogn, og við vorum að egna flekana í fjörunni, er Sig- mundur kvað uppúr með að nú væri rétt að skjótast í „Kerlinguna“ og ná sér í nokkur egg í matinn. Kerlingin er 60 m hár kletta- drangur snertispöl suðaustur af fjörunni, sem er undir Hærings- hlaupinu, en það dregur nafn af norskum manni, sem Skagfirðingar keyptu til að klífa Drangey og vinna á Gretti Ásmundarsyni, sem var þeim enginn aufúsugestur í eynni og frægt er orðið. Ekki varð austmanni mikið fyrir að klífa bjargið, og sannar það hreysti hans töluverða. En erindi sínu lauk hann að vlsu ekki, því þegar upp var komið og hann stóð augliti til auglitis við þá bræður, greip hann ótti svo mikill, að hann tók þann kostinn að „bjarga sér fyrir björgin dimm“, og týndi þar með lífinu. Er þetta eitt af mörgum dæmum um þann bamaskap út- lends fólks að fara með oflátungs- hætti að Norðlendingum. í Kerlingu er töluvert langvíu- varp og sóttu „fjörumenn“ sér gjarnan þangað egg í soðið ef þeir menntu, þ.e. einhver af þeim þremur, sem sigu eyjuna í minni tíð þar, en venjulega var einhver þeirra í hópi fuglaveiðimanna eftir eggtíð í eynni, stundum allir. Kerling er tafsöm og torsótt til uppáferða og engan veginn árennileg, því fyrsta spölinn verður að fara á kaðli, sem dreginn er yfir snös, ca. 7—8 m frá sjó. Síðan má þoka sér áfram eftir syllum og ójöfnum. Tekið skal fram, að upp á „Kerlingu“ hefir höfundur þessa pistils ekki farið sjálfur, enda aldrei látið kvensemi í neinni mynd teyma sig í lífshættu eða ógöngur. Við Kristján, bróðir Sigmundar, rerum honum að sjálfsögðu út í Kerlingu og kröfðum hann þar um ferjutollinn af fyllstu einurð, þar sem við kváðum örvænt, að hann, svona sver og þungur maður, kæmist lífs úr þessari för, sem til væri stofnað af galgopahætti og mannalátum. Sigmundur bað okk- ur aldrei þrífast, kvaðst hafa slikt angur af öllu samneyti við okkur, að hann mætti vart af sér bera. Spam síðan fæti við bátkænunni af fyrirlitningu um leið og hann greip kaðalinn, sem hann las sig upp með bægslagangi. Við Kristján sátum kyrrir í bátn- um, sem dormaði værðarlega á lognkyrrum sjónum við fótskör Kerlingar. Vorum við niðursokknir í vistfræðilegar rannsóknir á lífríki hafsins þegar okkur bárust undur hógvær tilmæli „af himnum ofan“ þess efnis að við færðum ófrýnileg höfuð okkar nær hvort öðru, svo auðnast mætti að gefa okkur eina „sendingu", báðum saman. Er okkur varð litið upp, greip okkur skelfing mikil og felmtur. Lustum við árum í sjó og rerum frá eins og orkan leyfði, af ótta við sendingu þessa. Förunautur okkar hafði komið sér fyrir á einhverri mjög svo ógreinilegri ójöfnu utan í bjarginu, beint þar yfir, sem bátur okkar hafði verið, og þeirra erinda að bjarga brókum sínum. Við þann starfa fjasaði hann hátt og mikið um þá ógæfu sína, að hafa til vitnis um þetta „karlmennskuverk sitt“ jafn lítilsigldar persónur og okkur tvo, þar sem í okkar stað hefðu átt að vera blaðamenn og ljósmyndar- ar frá heimspressunni og sjón- varpsstöðvum, því útilokað væri, að jafn merkur og sjarmerandi verknaður yrði endurtekinn af þekktum afreksmanni við svo lífs- hættuleg skilyrði. Óskammfeilinn hlátur mannsins að þessari ræðu lokinni, fældi að sjálfsögðu allan fugl á brott úr þessum friðsæla kletti, sem örugg- lega hefir skolfið af öllum fyrir- ganginum. Mér varð hugsað til þess þarna, og reyndar oft síðan, hvort heldur það væri óbeislaður frum- kraftur þessa manns, eða einstök hæfni og öryggi, sem olli því, að I svona ferðalögum virtist það eitt bera að varast að fara gætilega. Árni Gunnarsson frá Reykjum. Lesendabréf Tvennt er það, sem fram kemur í grein Hólmfríðar Jónasdóttur í Feyki 14. des. s.l., er vakti sérstaka athygli mína. Þar segir: ,,Þó ber ekki að efa, að konur hafi verið linar til tpinberra starfa, ekki síst í þjóðmálum . .“ Nokkru síðar segir H.J.: „Er ekki farsælast að vinna að því fram að sveitarstjórnarkosningum í vor að knýja á forustumenn flokk- anna að úthluta konum örugg sæti á framboðslistum?" (Skál- etranirmínar.) Hvað fyrri orð H. J. snertir vil ég benda á að konur hafa árum saman unnið að þjóðmálum og opinberum störfum. Kvenfélög hafa svo dæmi sé nefnt tekið á sínar herðar að safna fé til elli- heimila, barnaspítala, líknar- stofnana o.fl. stofnana. Kven- félögin hafa raunar um langt árabil starfað á þeim sviðum þjóðmála, sem hið opinbera vanrækir og hafa þannig fríað ríkið ábyrgð á þeim sem undir verða í lífsbaráttunni eða eru ekki í aðstöðu til að taka þátt í henni. Það er hreinn og beinn dónaskapur að halda því fram að konur hafi verið linar í þjóðmálunum. Og hjá hinu opinbera vinna konur jafnvel fleiri störf en karlarnir, þær eru aðeins ekki á oddinum sem upp er snúið í fjölmiðlum eða að al- menningi. Og spyrjum konurn- ar hvers vegna svo sé ekki. Það kann að vera vegna þess að þær eru síður fyrir að ota sínum tota en karlarnir. Það kann líka að vera vegna þess að flestar vinna þær á tveimur stöðum, úti og heima. Þátttaka í flokki yrði flestum konum þriðja vinnan. Enginn flokkur tekur tillit til þeirrar staðreyndar í skipulagi sínu. Varðandi síðari orðin, sem ég vitna til, vil ég segja þetta: Hvers vegna eigum við að þurfa að biðja einhvern um að úthluta okkur sætum? Er ekki kominn tími til að við úthlutum okkar eigin sætum. Á okkar forsend- um og með okkar áhugamál í huga. Störf kvenna eru jafn mikils ef ekki meira virði í þjóð- félaginu. Þau störf standa lágt á metorðastiganum. En það er ekki vegna starfanna, það er vegna þeirra sem meta störfin. Því mati þarf að breyta. Eigum við að bíða eftir því að körlun- um þóknist að breyta hugarfari sínu eða eigum við að leggjastá eitt með að hjálpa þeim til þess. Eigum við ekki að benda þeim á það sem er vitlaust gert áður en þeir gera vitleysuna óum- breytanlega og óafurkallan- lega? Með kveðju. Sigríður Á rnadóttir. Oddvitinn: Hvenær fer Þorgeir Ástvaldsson í fröð? Feykir . 7

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.