Feykir


Feykir - 04.06.1982, Side 3

Feykir - 04.06.1982, Side 3
Guðmundur Andrésson á yngri árum. Refaeldi og refasjúkdómar eftir GUÐMUND ANDRÉSSON fyrrv. dýralækni Guðmundur Andrésson gegndi lengi dýralæknisstörfum á Norðurlandi. I eftirfarandi grein ræðir hann um refaeldi og þær aðferðir sem honum reyndust vænlegar við refasjúkdómum. Á Hólum í Hjaltadal var nýlega haldið námskeið í refaeldi. Geta þátttakendur í því borið það, sem Guðmundur hefur að segja, saman við það sem þeir lærðu á námskeiðinu. Höfuðskilyrðið til þess að fram- leiða fallegt refaskinn er að dýrið sé frískt. Hversu kyngott sem dýrið er kemur það ekki að haldi nema ref- imir séu heilbrigðir. Best er að hafa girðingamar litlar og með vímeti á gólfinu. Sá sem gætir refanna á miklu hægara með að veita sjúk- dómseinkennum eftirtekt en ókunnugur. Verður því dýralækn- irinn oft að treysta eins mikið á at- hugun refahriðisins og sína eigin. Það eru augun, matarlystin og hægðirnar sem næstum ávallt gefa fyrstu bendingarnar um sjúkdóma í refum. Sé nú eitthvert dýrið grunsam- legt eða sjúkt er fyrsta reglan sú að einangra það þangað til hægt er að ganga úr skugga um það hver sjúkdómurinn er. f flestum tilfell- um nægir að einangra í 10-14 daga. önnur ófrávíkjanlg regla er sú að varast að gefa refum blóð eða kjöt af dýrum sem dauð eru úr bakteríusjúkdómum, t.d. kjöt af hestum sem drepist hafa úr hrossa- sótt (garnabólgu og lifhimnu- bólgu), eða kjöt af nautgripum sem drepist hafa úr magasjúkdómum, legbólgu eða júgurbólgu, ígerðum o.s.frv. Refir missa fljótt matarlyst, ef þeir sýkjast. Oft ræður það alveg um bata dýrsins hvort hægt er að næra það. Hætta verður að bjóða dýrinu mjölmat, en heitt blóð, hjörtu, lifur, og innyfli, einkum úr fuglum og kanínum, er sælgæti fyrir refinn. Fáist dýrið ekki til að eta er oft rétt að hella gegnum slöngu, sem stungið er inn í enda- þarminn, blönduðu úr ósoðnum eggjum, mjólk og dálitlu af blóði. 1. Sníkjudýrasjúkdómar eru lang- algengastir og gera mestan skaða þegar á allt er litið. Eink- um eru það yrðlingarnir sem þola þá illa og drepast umvörp- um. Aðalráðið til að forðast sjúkdóma þessa er að þrífa vel refagirðingar. Ef húsunum er haldið hreinum geta sníkju- dýraeggin ekki þrifist í þeim. Þessir snikjudýrasjúkdómar eru algengastir: a) Spóluormar. Stærð 5-15 cm, lifa í þörmunum. Dýrin fá kvalaköst stundum og jafn- vel krampa. Stundum æla þau ormunum. Séu refirnir sýktir verður að gefa þeim ormakapsel sem innihalda tetrakloretylenkarbonat, sem drepur vel orma þessa. Áður en yrðlingum er gefið þetta lyf er gott að gefa degi á undan dálítið af magnesí- ummjólk. Einangra verður nv þau dýr sem á að hreinsa, og svelta minnst einn dag áður en meðalið er gefið. Hreinsa verður vandlega burtu allan saur úr dýrunum. b) Hakaormar (stomgylidar) eru algengir í öllum refateg- undum. Þeir eru hármjóir og 8-12 mm á lengd. Oft orsaka hakaormamir slímhimnu- bólgu og jafnvel gamabólgu. Lækning sama og við spólu- orma. c) Lungnaormar. Refir hafa að minnsta kosti tvær tegundir af lungnaormum sem lifa 1 slímhimnu barkans. Lengd þeirre er 2-3 cm. Yrðlingamir virðast ekki smitast af orm- unum fyrr en þeir eru tveggja mánaða. Er því nauðsynlegt að taka þá frá móðurinni þegar þeir em tveggja mánaða. d) Bendilormar eru oft í refum. Gott bendilormalyf er brometum orecolicum og eru gefin af því 0,20‘0,25 g. e) Eymamaur lifir í húðinni innan í eyranu og veldur þar bólgu. Sýki þessi er mér vit- anlega ekki til í refum hér á landi. f) Flær eru ekki ósjaldan á ref- um og þrífast ágætlega í hinu þétta hári. Til þess að útrýma flónum er ekki nægilegt að drepa flær og egg sem eru á refnum, held- ur verður einnig að hreinsa vandlega vistarverur, brenna innan með lampa. Oft koma smásár á húðina sem orsaka húðbólgu (eksem). Oft var notaður spritkamp til lækninga við flónum, og er honum þá spýtt inn á milli háranna og fælir þær. Besta meðalið er þó cupreae. Er fáeinum ccm af því nuddað inn hér og þar, einkum í hnakkann og við rótina á skottinu, þar eru þær mest. 2. Refapest hagar sér á sama hátt og hundapest. Hvort hér er um sama sjúkdóm að ræða er óvissa. Refapest er sjaldgæfur en skæður sjúkdómur og drepur 70-80% refa. Einasta ráðið er að drepa hin sýktu dýr. 3. Beinkröm (Rachitis) er yrð- lingasjúkdómur og hetjar á þá tveggja til þriggja mánaða gamla. Orsökin einhæft fóður. Daglega skammt af fosfór, lýsi (1:10.000) og fjölbreytt fóður. 4. Hárlos og hárrot (alopecia) er M I5LANDS. algengt á yrðlingum. Orsökin mun vera óhirða. 5. Lungnabólga kemur oft í refi. Orsakast mestmegnis af óhrein- um og sýktum girðingum. Ein- angrun hinna sýktu dýra sjálf- sögð. 6. Maga- og gamakvef (katarr). Algengasta orsökin til þessara meltingartruflana er fóðrið einhæft og þungmeltanlegt eða skemmt. Stundum orsakast meltingarsjúkdómar af bakterí- um, einkum ef ormar eru i gömum. Af þessu leiðir að mikla nærgætni þarf að hafa við refafóður. Mjölmatur verður að vera óskemmdur og vel soð- inn. Kjöt, innyfli og fiskur þarf að vera nýtt og óskemmt. Geta verður þess að refir þola illa fitu, einkum ef hún er þrá. Ennfremur verður að hreinsa drykkjarílát daglega. Skitin drykkjarílát orsaka oft melting- arsjúkdóma. Ef orsökin er bakteríur, t.d. skemmt fóður, er nauðsynlegt að gefa meðul sem sótthreinsa þarminn, t.d. salol- mixtúra. Yrðlingum er sérstaklega hætt við meltingarsjúkdómum. Verður að gæta þess að gefa þeim lítið í senn, og að fóðrið sé óskemmt og auðmelt. Ennfremur verður að gæta þess vel að diykkjarílátin séu hrein. Þarmstíflur koma af og til í refi. Orsök ónákvæm og óregluleg fóðr- un. Illa soðinn mjölmatur orsakar oft stíflur. Við stíflum er gott að gefa eina teskeið af parafínum Iiquidum, blandað með dálitlu af salol 3%. Júgurbólgur koma stundum á læðumar. Verður þá að taka und- an þeim yrðlinganá og venja þá undir tík. Mmrgrét J. Gunoarsdéttir, Kar Kristjánsson, Fjóla Þorieifsdóttlr, Kristin Jóhannsdóttir og Hólmfriður Pálsdóttir. Blómlegt starf hjá konunum Kvenfélag Sauðárkróks hefur starfað af þrótti undanfarin ár. Hólmfríður Pálsdóttir var for- maður um þriggja ára skeið við góðan orðstír en hefur nú nýlega látið af formannsstörfum. Margrét J. Gunnarsdóttir tók við af henni, en aðrar í stjórn eru: Ása Helga- dóttir varaformaður, Maria Han- sen gjaldkeri, Anna Leósdóttir varagjaldkeri, Margrét Guðvins- dóttir ritari, og Lilja Rut Berg vararitari. Það eru margir póstamir í starfi kvenfélagsins, en starfið einkennist af skemmtilegheitum og góðum anda. Njótendur starfseminnar eru á öllum aldursskalanúm. Það er farið í bingó með bömunum og ferðalög með gamla fólkinu. Þorrablót og nýársböll eru árlegir viðburðir. Alls kyns fjáröflun er stunduð. Basarar, og flóamarkaðir jólapappírssala eru fastir liðir. Ágóðinn rennur til líknarstofn- anna og góðgerðarstarfsemi hvers konar. Nýmæli á síðastliðnu ári var félagsmálanámskeið sem efnt var til með konum úr Skarðshreppi. Einnig var það nýjung að til Bifrastar var boðið kvenfélaga- konum úr öllum héraðinu. Við slík mót aukast kynni kvenna vítt um héraðið. Fyrir tveimur árum kom kvenfélagið á mánaðarlegum kvöldvökum á Sjúkrahúsi Skag- firðinga. Félagskonur innan Kven- félagasambands Skagafjarðar skiptast á um að annast þessar vökur. Eru þær alltaf tilhlökkunar- efni á sjúkrahúsinu. Nýlega var haldið samsæti i Safnaðarheimilinu í tilefni af lok- um námskeiða í blómagerð undir leiðsögn Ivars Kristjánssonar á Akureyri. Blómin voru til sýnis þarna á samkomunni í öllum regn- bogans tiltum. Þetta voru engin venjuleg blóm, heldur gerð úr næloni og vírum og hin laglegustu að sjá. Á meðfylgjandi mynd sjáum við blómin, því miður ekki í litum, ásamt þeim sem að námskeiðunum stóðu. Kvenfélagskonur á Sauðárkróki eru um 70. Margrét Gunnarsdóttir formaður félagsins sagði að allar konur væru velkomnar í hópinn, ekki síst þær sem nýfluttar væru á staðinn og fáa þekktu. Margrét bað mig í lokin að koma á framfæri þökkum fyrir þær góðu móttökur sem félagskonur hafa hlotið þegar þær bjóða jólakort sín og jóla- pappír til sölu á Sauðárkróki. Meinhorntö Grandvar Þrasarson skrifar Já, það er ýmislegt sem hægt er að reka homin í. Það er nú til dæmis þetta eilifa þras ísveitafólkinu. Ef það er ekki að kvarta yfir síma- málunum, — eins og er nú gaman að hlusta í sveitasímann, — þá eru það vegamálin sem hlaupa eins og hland fyrir brjóstið á því. Yfir veturinn er óskapast yfir ófærðinni og vegagerðinni bölv- að í sand og ösku fyrir tómlæti í garð dreifbýlinga. Rétt eins og vegagerðin standi fyrir norðan- áhlaupum og illviðrum. Nú þegar svo tekur upp að vorinu þá byrjar söngurinn um holumar, ræsin og allt hitt. Ég segi nú eins og kallinn í sögunni. Þegar ófært er í sveitinni ættu menn bara að sitja heima á rassinum, karl minn, eins og menn gerðu í gamla daga. Það mætti lfka að ósekju fækka eyðsluferðum sveitamanna á Krókinn. Kannske er aðhaldið í snjómokstursmálum dulið hag- stjómartæki á bændur, sem mundi útleggjast samkvæmt lög- málinu um orsök og afleiðingu eitthvað á þessa leið: Meiri snjór og ófærð — minni eyðsla bænda — minni niðurgreiðslur og út- flutningsbætur — meira fé í rikiskassann til að launa fleiri embættismenn til dæmis. Fleiri embættismenn táknuðu trúlega meiri og betri stjóm á ríkisum- svifunum. Ekki veitti nú af í öllu stjórnleysinu. Það er sem ég og Jónas segjum: Gera skyldi fimm ára áætlun um að flytja alla bændur og hyski þeirra á mölina. Láta þá fara að vinna og borga skatta eins og annað fólk. Sútunarverk- smiðjunni mætti sem best breyta í diskótek, já eða leiktækjasal, — vantar ekki eitthvað slQct á Krók- inn? Mjólkursamlagshúsið gæti þá farið undir elliheimili, og svo framvegis. Hugsið ykkur hvað sparaðist. Hafið ráð þótt heimskur kenni, því að eins og maðurinn sagði: Ekki er ráð nema í tíma sé tekið í horn á sauðkindinni. Feykir . 3

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.