Feykir - 04.06.1982, Blaðsíða 8
Feykir hafði samband við þéttbýl-
isstaði kjördæmisins á þriðjudags-
kvöld og spurðist fyrir um ástand-
ið í kjölfar kosninganna og meiri-
hlutamyndanir. Hér fara á eftir
þær upplýsingar sem fengust.
Hvammstangi. Á Hvammstanga
hlutu þessir kosningu til hrepps-
nefndar: Matthías Halldórsson af
lista óháðra og alþýðubandalags-
manna, Kristján Björnsson og
Karl Sigurgeirsson af lista frjáls-
lyndra, og Brynjólfur Sveinbergs-
son og Gunnar V. Sigurðsson af
lista framsóknarmanna.
Frjálslyndir og framsóknar-
menn hafa komið sér saman um að
skipta með sér oddvitastarfinu,
þannig að Brynjólfur Sveinbergs-
son verði oddviti næstu tvö árin en
Kristján Björnsson tvö ár þar á
eftir. Að öðru leyti virðist ekki
vera um meiri- og minnihluta að
ræða. Ekki er vitað hvort Þórður
Skúlason verði áfram sveitarstjóri,
en líklegt að svo verði, a.m.k.
fyrst um sinn.
Skagaströnd. Þessir hlutu
kosningu á Skagaströnd. Elín
Njálsdóttir (A), Magnús B. Jóns-
son (B), Adolf J. Berndsen (P),
Gylfi Sigurðsson (D) og Guð-
mundur Haukur Sigurðsson (G).
Meirihlutamyndun varð milli
Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks
um endurkosningu Adolfs J.
Berndsen í stöðu oddvita. Þýðir
það ekki endilega að þessir tveir
flokkar hafi samstöðu um öll önn-
ur mál. Raðað var í nefndir í
vikunni, og var samkomulag um
þá röðun en ekki meiri- og minni-
hiutakosning.
Blönduós. Á Blönduósi héldu
óháðir og vinstri menn meirihluta
sínum og hlutu þeir nálægt 60%
atkvæða sem er aukning frá
síðustu kosningum. Þessir hlutu
kosningu af óháða listanum: Hilm-
ar Kristjánsson, Sturla Þórðarson
og Sigmar Jónsson. Af D-lista
Sjálfstæðisflokksins náðu
kosningu þau Sigurður Eymynds-
son og Sigríður Friðriksdóttir.
Búið er að endurkjósa Hilmar
Kristjánsson oddvita og talið er að
Eyþór Elíasson verði áfram
sveitarstjóri.
Sauðórkrókur. Á Sauðárkróki
urðu þau tíðindi helst að Jón
Karlsson Alþýðuflokki náði ekki
kosningu, en framsóknarmenn
bættu við sig fjórða manninum.
Við fall Jóns féll meirihluti Al-
þýðuflokks, Sjálfstæðisflokks og
Harðar Ingimarssonar. Þessir
hlutu kosningu: Magnús Sigur-
jónsson, Sighvatur Torfason,
Bjöm M. Björgvinsson og Pétur
Pétursson, allir úr Framsóknar-
flokki, Þorbjörn Árnason, Aðal-
heiður Arnórsdóttir og Jón Ás-
bergsson úr Sjálfstæðisflokki,
Stefán Guðmundsson Alþýðu- j
bandalagi og Hörður Ingimars-
son af lista óháðra.
Framsóknarmenn og Alþýðu-
bandalag stefna nú að myndun
meirihluta og hafa samningafundir
verið haldnir. Þorsteinn Þorsteins-
son mun láta af störfum bæjar-
stjóra. Jón Karlsson hefur, eins og
kunnugt er, kært kosninguna á
Sauðárkróki.
Nú hefur vctur kvatt og snjóa leyst. Bömin á „kisudeild“ Leikskóla Sauóir-
króks fóru „út i bæ“ ekki alls fyrir Iðngu aó útrétta. Kannski að þau hafi ætlaö
aó lita á sumartiskuna i búóagluggum og fá sér stuttbuxur.
■
Hofsós. Þessir hlutu kosningu til
hreppsnefndar á Hofsósi: Garðar
Sveinn Árnason, Björn Níelsson,
Gísli Kristjánsson, Pálmi Rögn-
valdsson og Gunnar Geir Gunn-
arsson. Björn Níelsson hefur verið
kosinn oddviti. Frést hefur að
sveitarstjórinn Garðar Sveinn
Árnason sem flest atkvæði fékk til
hreppsnefndar hyggist segja
starfinu lausu og hverfa af staðn-
um. Fyrsti varamaður hreppsnefnd-
ar Einar Jóhannsson mun hafa
setið fundi hrepsnefndarinnar.
Siglufjörður. Á Siglufirði vom
þessir kosnir: Frá Sjálfstæðis-
flokki: Björn Jónasson, Birgir
Steindórsson, Axel Axelsson og
Guðmundur Skarphéðinsson. Frá
B-lista: Bogi Sigurbjörnsson og
Sverrir Sveinsson. Af A-lista: Jón
Söfnuðu
fé handa
öldruðum
Þessar stúlkur búa á Sauðárkróki
og heita Rakel Ársælsdóttir og Ása
Dóra Konráðsdóttir. Með hluta-
veltu söfnuðu þær 850 krónum sem
þær afhentu formanni öldrunar-
nefndar Skagafjarðarsýslu, Sæm-
undi Hermannssyni, og á féð að
renna í byggingarsjóð aldraðra.
Feykisblaðamaður var svo heppinn
að hitta þær á fömum vegi og tókst
að smella þeim á filmu.
Dýrfjörð. Af G-lista: Kolbeinn
Friðbjarnarson og Sigurður Hlöð-
versson. Umræður um meirihluta-
myndun fara nú fram milli D og
G-lista ,,og gengur treglega". A
síðasta kjörtímabili stóðu sjálf-
stæðis- alþýðuflokks- og alþýðu-
bandalagsmenn saman um
meirihlutamyndun. Ingimundur
bæjarstjóri Einarsson hefur sagt
starfi sínu lausu.
Hvammstangi
Næsta vetur verður 9. bekkur við
grunnskólann á Hvammstanga. Er
það nýjung. Áður hafa nemendur
á Hvammstanga orðið að sækja 9.
bekkinn til Reykjaskóla.
Blönduós
Sveinn Kjartansson fræðslustjóri
Norðurlandsumdæmis vestra hef-
ur sagt starfi sínu lausu. Mun hann
sinna kennslustörfum á Blönduósi
næsta vetur.
Sauðárkrókur
Tjaldstæði Sauðárkróks var form-
lega opnað 1. júní og verður það
opið fram í fyrstu viku september.
Aðstaða er góð til þvotta og
leikja. Þarna eru vaskar, rólur,
bekkir og borð. Sundlaugin er
steinsnar frá tjaldstæðinu, einnig
verslanir. Verðlagningu er mjög í
hóf stillt. Fyrir tjaldið eru settar
upp kr. 30, eða, ef menn vilja
heldur, kr. 10 fyrir tjald og kr. 10
á hvern mann. Börn undir 12 ára
aldri eru undanþegin aðgangstolli.
Tjaldstæðið hefur verið opið
undanfarin tvö sumur við vaxandi
vinsældir.
Leiðrétting
og bragabót
Blaðinu hefur borist eftirfarandi
vegna athugasemdar Hólmfríðar
Jónasdóttur um vatnsból Sauð-
krækinga, en hún heldur því fram,
að þeir fái neysluvatn sitt úr
Tindastóli en ekki Molduxa.
Tindastóll var áður nefndur Eilífs-
fjall eins og flestum mun kunnugt.
Víst er Hreinsi vís til alls
veigar þunnar gyllir,
og af lindum Eilífsfjalls
Ameríku fyllir.
R.G.Sn.
Raunir dreifingarstjóra
Ort þegar snjóar voru hvað mestir
Á föstudagsmorgni var Feykir til
það fennti og skóf — en var mokað.
í Varmahllð mætti’ eg um miðaftansbil
— mér bar að standa á blaðinu skil
þó allt væri ófært og lokað.
Á laugardagsmorgni ég lagði af stað,
langaði rútuna að finna.
vestur í sýslu, að bera mitt blað,
ég biðja vil Áma Rögg fyrir það,
hann svoddan er vanur að sinna.
Árni var farinn, hvern andskotann þá
átti’ eg í málinu að gera?
Þaut inn í bilinn og bensíni á
með blýfæti stóð — því ég skyldi’ honum ná
gegnum kóf, yfir klaka og frera.
Ég var sko aldeilis einbeittur þá,
hjá Ábæ í þyrlandi mekki.
En driftin var löng — og ég lenti á ská,
loks var allt þrælfast —á kúlunni lá
bíllinn, og bifaðist ekki.
Þá kom hann Ámi Rögg — aftan að mér,
og ýtti mér frá —svo hann kæmist.
I veg fyrir rútu með Feyki hann fer
þó fenni og renni — ég dreifi’ honum hér,
svo ónýtur ekki ég dæmist.
Hilmir Jóhannesson