Feykir - 30.07.1982, Síða 4
FEykÍR
ÚTQEFAND4: FEYKIR H.F.
Rltst|óii og átoyrgðarmsður:
ÞORSTEINN BRODDASON
Siml 95-5488 og 95-5583.
Augiýslngar:
MARQEIR FRIÐRIKSSON,
Slml 95-5800 og 95-5752.
Drolflng:
HILMIR JÓHANNESSON,
Slml 95-5133 og 95-5314.
Áskrfft:
ÁRNI RAQNARSSON,
Slml 95-5500 og 95-5870.
Rltstyóm:
ÁRNI RAQNARSSON, HILMIR JÓHANNESON, HJÁLMAR JÓNSSON,
JÓN ÁSBERQSSON, JÓN F. HJARTARSON.
Rltmlnd t SlglullrSI:
BIRQIR STEINDÓRSSON, SVEINN BJÓRNSSON, QUNNAR RAFN
SIQURBJÓRNSSON, KRISTJÁN MÖLLER, PÁLMI VILHJÁLMSSON.
Rltnsfnd i Hvsmmstsngs:
HÓLMFRÍOUR BJARNADÓTTIR, EQILL QUNNLAUQSSON, HELQI
ÓLAFSSON, PORVEIG HJARTARDÓTTIR, HAFSTEINN KARLSSON,
MATTHlAS HALLDÓRSSON
Rltntfnd 1 Bldnduóal:
MAQNÚS ÓLAFSSON, SIQMAR JÓNSSON, BJÖRN
StQURBJÓRNSSON, ELlN SIGURÐARDÓTTIR,
SIGURÐUR EYMUNDSSON.
Rltnefnd á Sksgsströnd:
ELlN NJÁLSDÓTTIR, SVEINN INQÓLFSSON, JÓN INQI
INGVARSSON, MAGNUS B. JÓNSSON, ÓLAFUR BERNÓDUSSON.
Rltntlnd t Hottótl:
FJÓLMUNDUR KARLSSON, QUDMUNDUR INQI LEIFSSON, PÁLMI
RÓQNVALDSSON, BJARNI JÓHANNSSON, Sl. SIGURPÁLL
ÓSKARSSON, RÓSA PORSTEINSDÓTTIR, BJÖRN NlELSSON,
PÓRDlS FRIDBJÖRNSDÓTTIfl.
DAGSPRENT HF. AKUREYRI
Fsykir er hálfsmánaöarblaS.
Atkrllt 20 kr. t mtnufil.
Ltuttttlt 12 kr.
Steinullar-
verksmiðja á
Norðvesturlandi
Á næstunni má vænta þess að
hlutafjársöfnun fyrir steinull-
arverksmiðju á Sauðárkróki
fari af stað. Sunnlendingar
halda áfram að berja höfði við
stein og stefna enn að stofnun
samkeppnisfyrirtækis um
steinullarframleiðslu. Blinda
sunnanmanna er alger á þjóð-
arhagsmuni og væri þeim nær
að vinna að stofnun fyrirtækja í
ylrækt og sykuriðnaði.
Með fjölmiðlalátum sínum
hafa Sunnlendingar veitt íbú-
um á Norðvesturlandi enn eina
ástæðuna til að standa saman.
Miklu varðar að einstaklingar,
fyrirtæki og sveitarfélög gerist
hluthafar í Steinullarfélaginu.
Það að reisa og reka steinull-
arverksmiðju á Sauðárkróki
þarf ekki á nokkurn hátt að
koma í veg fyrir frekari upp-
byggingu í Þorlákshöfn. Mögu-
leikar Sunnlendinga eru fjöl-
margir og nægir til jarðefna-
vinnslu þótt steinullarverk-
smiðjunni sé sleppt. Á Norður-
landi vestra eru mun færri
möguleikar og ekki er unnt að
horfa fram hjá því.
Það hlýtur að vera megin-
sjónarmið okkar íslendinga að
landið allt sé í byggð og þeir
atvinnumöguleikar sem fyrir
hendi eru í hverjum landshluta
séu nýttir með tilliti til heildar-
hagsmuna.
Síðast en ekki síst má nefna
að Norðlendingar áttu frum-
kvæði að raunhæfri könnun á
rekstrarforsendum steinull-
arverksmiðju. Þeir höfðu
dugnað, áræði og vilja til að
hrinda þessum málum í
framkvæmd. Því er það gleði-
efni að ríkisstjórnin skuli hafa
tekið ákvörðun um að reisa
verksmiðjuna á Sauðárkróki.
Nú er lokaþáttur í baráttunni
að hefjast - hlutafjársöfnun,
og er vonandi að enginn láti
sinn hlut eftir liggja. j.f.H.
Norðurland eitt atvinnusvæði:
Rætt við
verkalýðsforingja
í kjördæminu
Feykir heldur áfram að ræða
við verkalýðsforingja aðal-
lega um samvinnu verkalýðs-
félaga í kjördæminu og oriofs-
greiðslur.
Agnes Gamalíelsdóttir,
formaður Verkalýðsfélagsins
Ársæls á Hofsósi.
Hvernig hefur starfsemi
verkalýðsfélagsins gengið?
Það gengur illa að fá fólkið til
að mæta á fundi, en önnur starf-
Agnes Gamalíelsdóttir.
semi gengur vel. Það eru allir
boðnir og búnir til að leggja sitt
af mörkum fyrir 1. maí-hátíða-
höld og annað þess háttar.
Hvað með samvinnu við félög
í nágrannabyggðunum?
Nokkur samvinna hefur verið
við Verkamannafélagið Fram á
Sauðárkróki, þar sem þessi félög
hafa sameiginlega sjómanna-
deild og eru í sama lífeyrissjóði.
Samband við önnur félög er
mikið minna, en þar sem þessi
félög eiga mikið til sömu hags-
muna að gæta ættu þau að vinna
meira saman.
Hvert er álit þitt á orlofs-
greiðslum?
Ég er ekki hlynnt því að laun-
þegar fái orlofsfé sitt greitt beint
með launagreiðslum. Ég er
hrædd um að þá fari það oft ekki
í það, sem til er ætlast. Best væri
að þetta fé kæmi inn á verð-
tryggða reikninga, sem væri þá
hægt að taka út af einu sinni til
tvisvar á ári.
Rósa.
*
Aðalheiður Árna-
dóttir formaður
verkakvennafélags-
ins Öldunnar,
Sauðárkróki.
Hvaðu samvinna er á milli
verkalýðsfélaganna í kjördæm-
inu?
Það sem ég man eftir í fljót-
heitum er að félögin hafa staðið
sameiginlega að samningum við
sjúkrahúsin í kjördæminu, gert
sameiginlegar ályktanir um
virkjun Blöndu og steinullar-
verksmiðjumálið. Eftirtalin fé-
lög eru með sameiginlegan líf-
eyrissjóð: Vaka Siglufirði,
Aldan Sauðárkróki, Verkalýðs-
félag Húnvetninga Blönduósi,
Verkalýðsfélag Skagastrandar,
Hólmavíkur og Drangsness.
Vafalaust gæti samvinnan verið
meiri og trúlega semja þessi fé-
lög í kjördæminu sameiginlega
við verktaka Blönduvirkjunar.
Auk þess eru öll verkalýðsfélög
aðilar að Alþýðusambandi
Norðurlands.
Hvert er álit þitt á orlofs-
greiðslum?
Eini kosturinn við það að hafa
orlofsféð hjá Póstgíróstofunni
er sá að stofnunin er ábyrg fyrir
greiðslum til verkafólksins þótt
atvinnurekendur greiði ekki á
réttum tíma. Besta fyrirkomu-
lagið er ef hægt væri að ávaxta
féð í hverju byggðarlagi fyrir sig
og að féð yrði lagt inn á banka-
bók launþega en þá yrðum við
að fá tryggingu fyrir því að þetta
sé greitt inn á bækurnar á réttum
tíma, annars er ekkert gagn að
þessu og ver farið en heima
setið.
Hvernig líst þér á nýju samn-
ingana?
Þetta eru engir samningar.
Þeir gefa okkur núll, akkúrat
ekki neitt og þessi 2,9% skerð-
ing er smánarblettur en auðvitað
eigum við líka sök á því að
Aðalheiður Ámadóttir.
samningarnir eru ekki betri
vegna þess að þegar Aiþýðu-
samband fslands bað félögin að
lýsa yfir vinnustöðvun 18. júní
sl. var ekki nóg samstaða hjá fé-
lögunum og mörg þeirra boðuðu
enga vinnustöðvun og það er
ekki hægt fyrir Alþýðusamband-
ið að semja án þess að hafa fé-
lögin að baki sér. Þetta veikti
stöðuna og atvinnurekendur
notfærðu sér það. Það semur
enginn sem ekki hefur stuðning
félaganna.
*
Kolbeinn Frið-
bjarnarson formað-
ur Verkalýðsfélags-
ins Vöku, Siglu-
fírði.
Er ástæða til að uuka sumsturf
og sumvinnu verkulýðsfélug-
unna íkjördæminu?
Þetta er svolítið erfið spurn-
ing vegna þess að verkalýðs-
hreyfingin er byggð upp og
skipulögð fyrir allt landið. Síðan
hefur hver landsfjórðungur sitt
sérsamband og verkalýðsfélögin
hér eru aðilar að Alþýðusam-
bandi Norðurlands. Það er
staðreynd í dag að verkalýðs-
hreyfingin gerir ekki ráð fyrir
sérsambandi innan kjördæm-
anna. Hins vegar er nokkuð gott
samstarf á milli félaganna hér á
Norðurlandi vestra. Mörg
verkalýðsfélaganna á svæðinu
eru með sameiginlegan lífeyris-
sjóð, Siglufjörður, Blönduós,
Skagaströnd og Aldan á Sauðár-
króki eru með sameiginlegan líf-
eyrissjóð en Hvammstangi er
með sérstakan lífeyrissjóð og
Verkamannafélagði Fram á
Sauðárkróki og Hofsós eru með
annan.
Hvert er álit þitt á orlofs-
greiðslum?
Það á tvímælalaust að ávaxta
féð heima í héruðunum, það
gefur auga leið að heppilegt er
að fjármunir séu sem mest í
heimahéraði. Póstur og sími
hefur haft með orlofsféð að gera
næstum ávöxtunarlaust sem er
ábyggilega heimsmet, það mun
hvergi vera svona fráleitt fyrir-
komulag. Hins vegar er það svo
að sé samið um að atvinnurek-
endur greiði beint inn í bankana
þá tapast það öryggi sem fylgir
ábyrgð Pósts og síma sem er
skylt að sjá um innheimtu orlofs-
fjár hjá atvinnurekendum sam-
Kolbeinn Fridbjamarson.
kvæmt lögum. Þessu þurfa menn
að velta fyrir sér, breyttu fyrir-
komulagi fylgja bæði kostir ,og
ókostir. Viðkomandi verkalýðs-
féiag verður að semja um það
við atvinnurekandann hvað
skuli gera ef hann stendur ekki í
skilum. Við höfum nú í nokkur
ár haft samninga við viss fyrir-
tæki hér í bæ um greiðslu orlofs-
fjár beint inn í bankana og hefur
það gengið prýðilega en við höf-
um ekki þorað að gera þetta
alfarið í bænum vegna þess að
verkalýðsfélagið tekur á sig alla
ábyrgð á innheimtunni sem
Póstur og sími hafði áður.
Hvernig líst þér á nýju samn-
ingana?
Þessir samningar tryggja með-
alkaupmátt ársins 1981 og er sá
kaupmáttur sá næst hæsti sem
skráður hefur verið og miðað við
þær aðstæður sem hér eru er tví-
mælalaust gott að hafa hann
tryggðan. Ef það hefði átt að ná
meiru fram hefði þurft að fara í
verkfall og staða fólksins til þess
að fara í langvarandi verkfall er
veik. Samningarnir eru laukrétt
niðurstaða af staðreyndunum í
þjóðfélaginu í dag.
Merkisviðburdur í
litlu byggðarlagi
Síðastliðinn laugardag voru skírð í Hofsóskirkju 4
börn og má það teljast viðburður í 300 manna
byggðarlagi. Sr. Hjálmar Jónsson skírði í fjarveru
sóknarprestsins.
4 • Feykir
Branddís Benedlktsdóttir og Lára Angantýsdóttir i Sjálfsbjargarhúsinu við Sæmundargötu.
Mikið vantar á
að aðstaða
fatlaðra sé
viðunandi
Mörg félagasamtök í landinu
hafa verið stórvirk i heilbrigðis-
og félagsmálum. Eitt þessara
félaga er Sjálfsbjörg, félag fatl-
aðra á Sauðárkróki og nágrenni,
en það var stofnað 11. mars 1962
og á því 20 ára afmæli nú í ár.
Haldið var upp á afmælið 3. júlí
síðastliðinn með hófi í Bifröst,
þar mættu auk félaga og styrkt-
arfélaga, gestir úr nágrannafé-
lögunum á Akureyri og Blöndu-
ósi og fulltrúi frá Landssam-
bandi Sjálfsbjargar.
Af þessu tilefni hafði Feyk-
ismaður tal af Branddísi Bene-
diktsdóttur formanni félagsins
og Láru Angantýsdóttur ritara,
en þær voru ásamt fleirum að
stöifum við endurbætur á Sjálfs-
bjargarhúsinu við Sæmundar-
götu.
Hvað eru félagsmenn margir?
Félagsmenn eru um 62, þeir
eru fatlaðir af ýmsum orsökum.
Hér áður var sá kallaður fatl-
aður sem var hreyfihamlaður en
nú hefur fatlaður fengið víðtæk-
ari merkingu.
Ihverju er starf ykkar fólgið?
Að hafa samband við félags-
menn og reyna að aðstoða þá
eftir mætti en sem betur fer eru
vandamál fatlaðra fá hér saman-
borið við það sem er í stærri
bæjum. En segja má að aðal-
starfið sé að afla tekna. Það ger-
um við með því að selja merki,
blöð og happdrættismiða fyrir
Landssamband Sjálfsbjargar en
við fáum prósentur af allri sölu.
Yfir vetrartímann er föndrað
hér á sunnudögum og að hausti
er haldinn basar og vetrarvinnan
seld. Tekjur okkar hafa m.a.
farið til Sjúkrahúss Skagfirðinga
fyrir endurhæfingadeildina, til
viðhalds á húseigninni hér og til
þess að búa húsgögnum eitt her-
bergi í húsi Sjálfsbjargar Hátúni
12, sem er sérstaklega ánafnað
okkur hér. Ef einhver fatlaður
þarf að fara til lækninga í
Reykjavík getur hann fengið að
búa í þessu herbergi. Nú er að
fara af stað sala á bingóspj öldum
Sjálfsbjargar í Reykjavík og
íþróttafélags fatlaðra. Bingó-
spjaldið dugir í einn mánuð, 3-4
töíur verða dregnar út dag hvern
og munu birtast í Dagblaðinu/
Vísi. Þessi bingóferð mun
standa til áramóta. Ágóðinn á
að renna til byggingarfram-
kvæmda við sundlaug í húsi
Sjálfsbjargar Hátúni 12. Við
fáum auðvitað einnig prósentur
af þessari sölu.
/ nýsettum lögum um heil-
brigðisþjónustu segirað á hverri
heilsugæslustöð skuli vera
endurhæfingaraðstaða, hvernig
finnst ykkur uðstaðan vera hér á
Sjúkrahúsinu?
Aðstaðan er all sæmileg og
breyttist til muna er sjúkraþjálf-
ari var ráðinn þangað fyrir tveim
árum. Húsrými er helst ábóta-
vant, ekkert rými er fyrir fleiri
æfingartæki eða fyrir sjúklinga
til þess að æfa sig sjálfir. Þetta
stendur allt til bóta þegar nýja
álman við Sjúkrahúsið kemst í
gagnið en það verður vonandi á
næsta ári.
Finnst ykkur að hér í Skaga-
firði megi sjá árangur afári fatl-
aðra?
Nei, ekki svo nokkru nemi en
þó er sá árangur að viðhorf fólks
til fatlaðra hefur breyst og skiln-
ingur a högum þeirra aukist.
Alfa-nefndin sem var skipuð af
félagsmálaráðuneytinu á ári fatl-
aðra til þess að kynna málefni
þeirra, sendi bréf til nokkurra
aðila hér í bæ til þess að vekja at-
hygli m.a. á umferðarhindrun-
um í opinberum byggingum og
nauðsyn þess að breyta þeim á
þann veg að fatlaðir kæmust um
þær. Eini árangurinn af þeim
skrifum var sá að handrið var
sett við útitröppur Bókhlöðunn-
ar. Sem dæmi um ástandið í
þessum málum má geta þess að
hingað kom 30 manna hópur frá
Noregi í fyrrasumar, mest fólk í
hjólastólum, að þetta fólk gat
ekki fengið inni hér vegna að-
stöðuleysis, einkum salernis- og
baðaðstöðu, og varð hópurinn
því að fara til Hóla í Hjaltadal í
Barnaskólann þar til gistingar.
Vegna þessa erum við nú að
koma upp sturtubaði í Sjálfs-
bjargarhúsinu okkar til þess að
veita gestkomandi hjólastóla-
fólki möguleika til þess að kom-
ast í bað. Mikið hagsmunamál
hreyfihamlaðra er að geta þjálf-
að líkamann með sundæfingum,
hér er ágætis sundlaug en mikið
hreyfihömluðu fólki er algjör-
lega meinaður aðgangur að
henni vegna hindrana. Vinna
verður bráðan bug að því að
breyta sundlauginni á þann veg
að mikið hreyfihamlað fólk gqti
notið hennar.
Eru hér futluðir sem hufu
vinnugetu en sturfu ekki vegna
aðstöðuleysis á vinnustað?
Þess eru dæmi en sem betur
fer er lítið um það, fatlaðir starfa
hér við allt mögulegt.
/ nágrannalöndunum og einn-
ig í Reykja vík er vitað að fatluðir
með skerta sturfsorku búa marg-
ir í lélegra húsnæði en gengur og
gerist, er eitthvað um það hér?
Nei, svo er ekki hér.
Hefur staða fatlaðra breyst á
þessum 20 árum?
Já, mjög mikið, það er orðinn
meiri skilningur á þörfum fatl-
aðra t.d. umbætur á tryggingar-
löggjöfinni og í byggingar- og
skipulagslögum eru ákvæði um
að tillit skuli taka til aldraðra og
fatlaðra við hönnun bæja og op-
inberra bygginga.
Fylgist þið með því að þessum
ákvæðum í byggingarlögum og
byggingurreglugerð um ferilmál
futluðra sé framfylgt?
Við lítum á það sem verkefni
byggingarfulltrúa á hverjum
stað að sjá um að ákvæðum
reglugerðar og lagasetningar sé
framfylgt, hins vegar munum við
reyna að fylgjast eitthvað með
og láta frá okkur heyra ef þess
gerist þörf.
Er samstarf á milli nágrannu
félagunnu?
Já, það er mjög gott samstarf
t.d. ætla Sjálfsbjargarfélögin á
Norðurlandi að halda sameigin-
lega Sumarmót Sjálfsbjargarfé-
laganna á Norðurlandi og verð-
ur það haldið á Árgarði helgina
7. og 8. ágúst og biðjum við þá
félagsmenn sem enn hafa ekki
tilkynnt þátttöku að gera það
sem fyrst og taka endilega með
sér gesti.
Nú var ekki lengur til setunn- *
ar boðið og þurfti að halda
áfram störfum en þær óskuðu
þess að fólk tæki bingóspjöldun-
um vel og Feykir vill taka undir
þá ósk þeirra því málstaðurinn
er góður. 0
FERÐALEIÐIRIKJ0RDÆMINU:
Sprengisandsleið umVestur-
dal og Þorljótsstaðaíjall
Feykir hefur húg á því að benda
fólki á ýmsar leiðir um Norður-
land vestra sem eru sérkennileg-
ar og fagrar og sem hægt er að
fara um þetta leyti árs.
Við byrjum hér á því að kynna
Sprengisandsleið um Vesturdal
og Þorljótsstaðafjall. Sé ferðin
hafin frá Varmahlíð liggur leiðin
fram Tungusveitarveginn og far-
iö er eins og leið liggur fram hjá
Mælifelli og að Goðdölum i
Vesturdal, farið hjá Giljum sem
er innsti bær í Vesturdal en þar
endar sýsluvegurinn og öræfa-
slóðin tekur við.
Frá Giljum að Þorljótsstöðum
er um 8-9 km leið og þessi leið er
flestum bílum fær á þessum árs-
tíma, vatnsföll eru ekki teljandi.
Sitthvoru megin Gilja eru að
norðan Hrútagil og að sunnan
Giljadalur. Hrútagil er geysi-
djúpt og hrikalegt klettagil með
mjög athyglisverðum og til-
breytingaríkum bergmyndunum
einnig er Giljadalur merkilegur
þar eru surtarbrandslög og fleiri
skoðunarverðar jarðmyndanir.
Athygli skal vakin á því að það
er viðkunnanlegra að fá leyfi hjá
bóndanum á Giljum til þess að
skoða Giljadalinn.
Við Þorljótsstaðaeyðibýlið er
umhverfið virkilega skoðunar-
vert m.a. árgiiið. Þeir sem hafa
áhuga á að fara lengra og treysta
sér til þess að aka Þorljótsstaða-
brekkumar upp á Þorljótsstaða-
fjall eiga von á betri vegi þegar
upp er komið og segja má að
fært sé flestum bílum að brúnni
yfir Jökulsá eystri en þangað eru
um 40 km frá Þorljótsstöðum. Á
allri þessari leið blasir Hofsjök-
ull við en einnig sér til Tungna-
fellsjökuls og að Bárðarbungu
þegar skyggni er sem best. Á
leiðinni frá Þorljótsstöðum að
brúnni er vegvísir seni bendir í
vestur og á stendur Ásbjarnar-
vötn. Þau eru í 17 km fjarlægð
og í þeim er oft mikil silungs-
veiði, veiðileyfi fæst hjá bóndan-
um á Hofi í Vesturdal. Þessa lcið
má kalla öræfaskotveg. Ingólfs-
skáli, sæluhús Ferðafélags Skag-
firðinga í Lambahrauni, er 15
km vestan vatnanna og liggur
nokkru norðar við rætur Hofs-
jökuls. Vatnsfall er á þessari leið
sem getur orðið hindrun ein-
staka sinnum.
Skammt austan við brúna yfir
Jökulsá eystri tekur við vatsfall
sem er ekki fært nema hærri og
sterkbyggðari bílum með drifi á
öllum hjólum. Frá brúnni er um
11 km inn að Laugafellsskála
sem er (eign Ferðafélags Akur-
eyringa og þaðan er um 30 km
allgreiðfær leið á Sprengisands-
veg við Fjórðungsöidu.
Leiðarlýsing þessi er byggð á
glænýjum upplýsingum frá Ing-
ólfi Nikodemussyni, Sauðár-
króki.
St.O.
Feykir • 5