Feykir


Feykir - 30.07.1982, Page 7

Feykir - 30.07.1982, Page 7
Sælkerahúsið: HAFNARBRAGUR ALLUR ANNAR Fyrir tveimur árum fékk Reynir Barödal hugmyndina aö Hress ingarhúsinu og nú er hún orðin að veruleika. Undirtektir hafa verið mjög góðar sem af er og verður húsið stækkað ef þörf krefur. Meiningin er að aðlaga húsið að þörfum bæjarbúa og verður reynsla að skera úr um hvort í stækkun verður ráðist eða ekki. - Til gamans má geta þess að fyrstu 14 dagana seldust tæpir 1400 Króksborgarar og hefði þurft 50.000 „Reykjavík- urborgara" til að ná sambærileg- um árangri. Við höfnina er ys og þys, vinn- FJÖL- MENNT ÆTTAR- MÓTÍ VATNS- DALS- HÓLUM Fyrstu helgi júlímánaðar var fjöl- mennt ættarmót haldið í Vatns- dalshólum. Þar komu saman af- komendur Vigfúsar Filipussonar og Ingibjargar Bjömsdóttur, sem bjuggu í Vatnsdalshólum á síðari hluta síðustu aldar og nokkuð fram yfir aldamót. Fólk fór að koma í hólanna á föstudag og slá upp tjöldum, en einnig gistu margir á Húnavöll- um. Aðalmótsdagur var á laugar- dag en á sunnudag fór hver til síns heima. Það var um 200 manns sem mótið sótti og sáust þar margir í fyrsta sinn. Glatt var á hjalla mótsdagana og auk þess að hittast og rifja upp gömul kynni og kynn- ast nýju fólki var varðeldur kveiktur og unað þar við söng og annan gleðskap. Leiðrétting Pau leiðu mistök urðu í síðasta blaði Feykis á bls. 6 að undir grein frá Sambandi skagfirskra kvenna féll út nafn greinarhöfundar. Niðurlag greinarinnar er því birt hér aftur: Nú vonumst við sambandskon- ur til þess að sem flestir listfengir og hugmyndaríkir Skagfirðingar spreyti sig á þessu skemmtilega verkefni og sendi formanni SSK, Guðrúnu L. Ásgeirsdóttur Mæli- felli eða undirritaðri, margar og góðar hugmyndir að borðfána. Þessar tillögur þurfa að berast fyrir 1. okt. nk. Viðurkenning fyrir besta fánann að mati dóm- nefndar verður 1000 krónur, en ánægjan fyrir vel unnið verk fæst í kaupbæti, ómæld. Solveig Arnórsdóttir, Útvík. andi fólk sem oft hcfur lítinn tíma til að nærast. Snör handtök duga hér best bæði við vinnu og mat, því er Hressingahúsið kjör- ið til að falla vel inn í umhverfi sitt. Það er hægt að fá djúp- steiktan fisk með frönskum kartöflum, Króksborgara, kaffi og brauð, tóbak og sælgæti, og það á augabragði. Tæjabúnaður staðarins er mjög fullkominn. Unnið er með vandað hráefni og ferskt (ekki efni sem hefur legið í frysti). Matur er þannig fram borinn að hægt er að taka hann með sér. Bæði kaffi og öl er í sérstökum ílátum sem hægt er að loka og hægt er að halda heitu í 20 mín- útur. Sama er um Króksborgar- ann að segja, hann er í sérhönn- uðum umbúðum sem halda hon- um heitum í sama tíma. En um- búðir Króksborgarans gegna fleiri hlutverkum. Þær halda kyrru á sínum stað salati og fyll- ingu. Umbúðirnar eru einungis opnaðar fyrir þann hluta Króks- borgarans sem bíta á. Reynt er að vera með gott kaffibrauð - heimilisbrauð - fyrir vinnandi fólk, ekkert skrautbrauð. Sigurbjörg þóttist þegar sjá, að ekki hefði Pétur á Karlsminni einn um þessa kveðju verið og annar færari honum myndi kominn í spilið. En lítt brast henni þor við það og sendi honum um hæl þessa andans eldingu til Péturs og hjálp- arkokks hans: Svar ágætt þú sendir mér sónar þvættings álfur. Vel sem mætti þakka þér, það ef ættirsjálfur. Hver gat Mímir lið þér lagt ljóða ríma föngin? Nú er tími og myrkra makt mærðar stíma sönginn. Tals þó æði tendrir svert tjarnar glæðu viður. Öldin ræðir að þú sért enginn kvæðasmiður. Margtalaða meining hér manna - það út gefur, einhver maður meiri þér myndað blað þitt hefur. Hvað eitt gerir sýna sig sinn að beri frama. Stálagrér- hver studdi þig stendur mér á sama. Viskugróður glæðast réð geðs um fróðu reiti. Síðan hróðugt hljópstu með hjálparljóðaskeyti. Mér eitt flaug í þíða þá þankataugalínu, runnur bauga er bendirðu á bjálka í auga mínu. Sjálfs heilræðum sinn þó vel sendir læðings túna. áður er mæðir öndu Hel yfir klæðum rúna. Mín hér síðust söngnin er; særirkvíði nauða. Einir skríðum allir vér út í stríð við dauða. Fjörs við dáðir djarfur er dauðans knái vigur. Eftir þjáning óskum vér æðstan fáum sigur. Vísna þrátt ef vekjum nú verður fátt til ráða. En hvort sáttum sinnir þú sjálfur máttu ráða. Þar með lauk þessum við- skiptum. Pétur var úr leik sjálfur frá upphafi mátti segja, en hversvegna Geirastaða-Jón lét hér staðar numið og orti ekki frekar móti Sigurbjörgu er óráðin gáta. Honum gæti hafa fundist nóg um, en þó er það ekki líklegt, þar sem hann var snjall hagyrðingur og ekki vanur að láta sinn hlut í slík- um viðskiptum. Verið gæti að fleiri vísur hefðu farið á milli, þó mér sé ekki kunnugt um það. En þessar Blánefsvísur sem svo mættu heita, eru betur geymdar en gleymdar. Sigurbjörg flutti síðar til Ameríku ásamt manni sínum og lézt þar, ekki er þess getið að hún hafi látið fjúka í kviðlingum þar - enda vafasamt að það hefði haft nokkuð upp á sig þar vestra. Þar með slæ ég botninn í þetta óðarspjall og vona að einhverjir hafi haft ánægju af. Rúnar Kristjánsson. Sælkerahúsið, til vinstri má sjá umgjörð glerbyggingarinnar. Þá eru heitar pylsur og hefð- búnir að borða þegar þeir koma bundinn skyndimatur á boðstól- um. Áhersla er lögð á að fram- reiða matinn á sem skemmstum tíma. Meira að segja geta menn sem koma úr vinnu og fá sér Króksborgara í bílinn geta verið heim. Við hliðina á skálanum eru útibekkir og sólskýli sem auka á ánægjuna við kaffidrykkju eða rjómaísveisluna, því gaman er að fylgjast með iðandi hafnarlíf- inu. VISNAÞATTUR Sú var tíðin, að ekki var talið lakara að vera fær um að smíða vísu. Margir voru líka þeir sem urðu svo leiknir í þeirri list, að af- rakstur bragiðju þeirra flaug oft vítt og breitt. Ófáar eru líka þær vísurnar sem náð hafa slíkri út- breiðslu og eru það kunnar, að hæpið er að þær gleymist nokkurn tíma, að minnsta kosti ekki meðan íslenzk tunga er það sem hún er. En margir voru þeir snilldar hagyrðingarnir sem fóru hægt í sakirnar, ortu svona fyrir sig, eins og sagt var, en tóku þó stundum fallegt flug þegar aðstæður kröfð- ust og svifu þá ekki síður þeim sem oftar og meira létu á sér bera. í þessu greinarkorni ætla ég að rifja upp eina sögu af gömlum við- skiptum á vísnagerðar-sviðinu og koma á framfæri andlegri fram- leiðslu sem ekki er vert að láta falla í gleymsku. Eitt sinn bar svo til, að niður- setningur dó í Króki á Skaga- strönd. Hann hét Jónas og var oft aukalega nefndur - blánefur -. Þegar Pétur á Karlsminni, í Höfðakaupstað, frétti andlátið, kastaði hann fram eftirfarandi stöku: Vindhælingum veittist happ, varpaði margur trega. Úr blánefi öndin skrapp ofur skyndilega. Og þótt Pétur væri nú ekki sér- lega listfengur í vísnagerð sinni, þá fór nú svo, að þessi vísa hans barst nokkuð um, enda auðlærð og hef- ur jafnvel þótt eilítið neyðarleg, en það þykir oft hinn mesti kostur við vísur. Seinna meir var svo haft eftir Pétri, að hann hefði haft orðalagið - ofur heppilega -, en almannarómur hefur víst viljað hafa það á hinn veginn og þótt það bragðmeira, enda er vísan yfirleitt höfð þannig. En þegar Sigurbjörg í Króki frétti vísuna, kunni hún ekki að meta hana, taldi að sér sneytt og jafnvel dygljað með að Jónas gamli hefði farið af heimi þessum á óeðlilegan hátt. Þar sem hún var skörungur hinn mesti og alls ekki frábitin því að gera vísur, ákvað hún að svara Pétri og veita honum smáráðningu. Sendi hún honum síðan þessar vísur: Eftir sinni eigin vild, aldrei munninn stillir. Pilturinn er prýddur snilld, Pétur skáldaspillir. Ljóðin getur lagað frí lífs með gengi prúða. Hans ég met sem Hómer í hörpu strengi knúða. Þarna finna feilin við finnst mér óhugsandi. Innföllin og orðfærið, allt er samhljóðandi. En ef Pétur félli frá fremur skyndilega. Margur freta myndi þá mjög af sárum trega. Pétur kyndir mikinn móð, muna blindar hreysi. Hans er yndi að yrkja ljóð öll í myndarleysi. Argur lefsu apaldur ætti refsing laga. Dárinn hvefsar drambsamur dauða hreppsómaga. Þegar Pétur fékk kveðju þessa, brá honum í brún og þótti honum sem þarna væri ekki gott við að gera. Hann vissi sem var, að flug- fjaðrir hans voru í rýrara lagi og sá að valkyrkja þessi myndi ekki hans meðfæri, en ekki var þó hægt að láta skeytinu ósvarað - Pétur var á því, þótt ráðin létu á sér standa. En mitt í svartnætti vand- ræðanna rofaði skyndilega til, hann mundi allt í einu eftir því að Jón Þorvaldsson frá Geirastöðum var í Höfðakaupstað um þetta leyti, þar var maður sem sagður var lipur við vísnagerð. Pétur hafði líka á réttu að standa þar og ekki stóð í Jóni. Sigurbjörg fékk svar með skilum og var það svo- hljóðandi: Muna kvendi má ég þér máls um kennda reiti, svars af bendum boga mér brigslasendirskeyti. Dára skap mér bar á brýn björkin japa vega. Fyrir lapið Vakurs vín veitt of gapalega. Þótt á blíni fljóðið frekt flís í mínum augum. Bjálkinn sýnir sömu nekt sjónar þínum baugum. Sálar versta villan er veit ég flestir skilja, með annars brestum ætla sér eigin lesti hylja. Sjálf æ vörumst svoddan tál, sízt er kjörin léttir. Dauðans hjör nær dapra sál dularspjörum flettir. Með svo bera meining nú máls af þveru setri, skyldir mér í þessu þú þykjast vera betri. Geymir stála - gott það er geðs með þjála stillu. Ef að brjálar aldrei þér út í sáiarvillu. Ef lífstíðar ævistjá er þinnfríði sómi. Runnur skíða þarf ei þá þungum kvíða dómi. Feykir • 7

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.