Feykir


Feykir - 30.07.1982, Page 8

Feykir - 30.07.1982, Page 8
AUGLÝSINGAR Margeir Friöriksson Sími 95-5600 & 95-5752. DREIFING Hilmir Jóhannesson Sími 95-5133 & 95-5314. ÁSKRIFT Árni Ragnarsson Sími 95-5500 & 95-5870. % SNYR TIL FOÐURHUSA ustu hreppsnefndarkosningar og tel það jafnvel eðlilegt í svona litl- um stað. Það vill alltaf verða póli- tískur kurr í kringum listana. Og þú ert að takast á við þetta verkefni. Ja, ég get ekki neitað því að ég er með svolítinn skrekk. En það er ef til vill bara betra. Maður tek- ur þá hlutina alvarlega og reynir að takast á við verkefnin af sam- viskusemi og láta sem fæst fram frá sér fara. Mér sýnist á þeim plöggum sem ég hef hér fyrir framan mig að ástæður hreppsins séu þess eðlis að ýmislegt þurfi að takast á við. Ég vona bara það besta. Spyrjandi þakkaði fyrir og Feykir óskar Ófeigi allra heilla í starfi. ■’ Sr. Arni Sigurðsson tekur fyrstu skóflustunguna. Ný kirkja rís á Blönduósi Nýlega var tekin skóflustunga að nýrri kirkju á Blönduósi. Það var sóknarpresturinn sr. Árni Sig- urðsson sem tók fyrstu skóflu- stunguna og flutti blessunarorð, kirkjukór safnaðarins söng undir stjórn Sólveigar Söveg, síðan lýsti formaður safnaðarins Kristófer Kristjánsson kirkjubyggingunni. Nýja kirkjan mun standa á hæðinni fyrir ofan Grunnskólann á Blönduósi. Gert er ráð fyrir að í kirkju verði sæti fyrir 270 manns. Kirkjuskipið verður tvískipt þ.e. aðalsalur og hliðarsalur, auk þess verður skrúðhús og aðstaða fyrir sóknarprest á jarðhæðinni, undir hluta af húsinu verður kjallari. í sumar er ráðgert að steypa sökkla kirkjunnar, fylla í grunn, byggja kjallarannog steypaplötu. Kristófer Kristjánsson sóknar- formaður sagði þetta vera mikla bjartsýni því að það væri feykna- stór áfangi að ljúka þessu í sumar en rökstuddar vonir stæðu til þess að þetta takist. Fé til kirkjubyggingarinnar kemur frá sóknarbörnum en þá ber sérstaklega að geta góðrar erfðagjafar frá Árna Óla og konu hans Ónnu Guðrúnu Guðmunds- dóttur þau arfleiddu Blönduós- kirkju að húseign í Reykjavík og fylgdi með í gjöfinni að húsið yrði selt og féð notað til þess að byggja nýja kirkju á Blönduósi. Húsið hefur nú verið selt og verður and- virði þess notað til þess að standa undir byrjunarframkvæmdum. Maggi Jónsson frá Köldukinn er arkitekt hinnar nýju kirkju á Blönduósi en Verkfræðistofa Sig- urðar Thoroddsen sér um allar verkfræðiteikningar, yfirsmiður hefur verið ráðinn Einar Evensen trésmíðameistari Blönduósi. M.Ó. Jú, bara sæmilega. Annars er ég lítið farinn að kynnast fólki og er að byrja að komast svolítið niður í málefni hreppsins með því að lesa mér til í þessum pappírum hér fyrir framan mig. Hafðirðu nokkur kynni afgangi mála hér áður en þú komst hingað? Jú, ég hafði nú fylgst svolítið með því sem gerðist hér. Ég hafði það mikil kynni af Hofsós á ung- lingsárunum þegar ég var hér í sveitinni. Ég fylgdist til dæmis með því þegar hreppsnefndin hér var endurskipulögð, ef svo má segja, og ungir menn tóku við. Einnig vissi ég að kosið var hér óhlutbundinni kosningu við síð- Ofeigur Cestsson. Nýlega var ráðinn sveitarstjóri á Hofsósi, Ófeigur Gestsson. Rit- nefndarmaður Feykis náði tali af hinum nýráðna svcitarstjóra og spurði hann nokkurrarspurninga. Ert þú ættaður héðan úr Skaga- firðinum? Já, það er ég reyndar. Ég er bróðursonur Kristjáns á Óslandi sem þú þekkir sjálfsagt vel. Afi minn var Jón Sigurðsson smiður og átti heima í Stóragcrði í Ós- landshlíð. Á Óslandi varég í sveit í mörg ár svo ég er ekki ókunnug- ur hér í Óslandshlíöinni. Það er fallegt í Skagafirði og alltaf hef ég ánægju af að virða fyrir mér lands- lagiö af Vatnsskaröinu. Þaðan sér vítt um þítð og það er falleg sýn. Ert þú fjölskyldumaður? Já, og konan er reyndar líka ættuð úr Skagafirðinum, Berg- hildur Jóhannesdóttir. Amma hennar var frá Bólu og föðurættin frá Tyrfingsstöðum. Við eigum fjögur börn, eina dóttur og þrjá drengi. Hvaða störf hafðir þú stundað áður en þú komst hingað? Ég er búfræðingur frá Hvann- eyri og vann lengi hjá Búnaðar- sambandi Borgarfjarðar. Einnig var ég í hreppsnefnd Andakíls- hrepps og formaður í skólanefnd Kleppjárnsreykjaskólahverfis, ásamt fleiri nefndarstörfum. Og hvernig líst þég svo á þig hér? ískalt Seven Up. Hressir betur. Fjórðungs- þing Norðlend- inga 1982 Ákveðið hefur verið að 24. Fjórðungsþing Norðlendinga verði haldið í Fjölbrautaskól- anum á Sauðárkróki dagana 26.-28. ágúst 1982. Þingsetn- ing verður fimmtudaginn 26. ágúst kl. 8 e.h. og þinginu lýk- ur á laugardagskvöld í hófi bæjarstjórnar Sauðárkróks. Auk venjulegra þingstarfa verða meginmál þingsins atvinnumálefni, sem rædd verða sérstaklega á þingfundi þegar eftir setningu þingsins og ennfremur verkefnaskipti ríkis og sveitarfélaga, sem rædd verða á þingfundi eftir hádegi föstudaginn 27. ágúst. Þingið sækja yfir 90 fulltrúar sveitar- félaga og sýslufélaga úr Norðurlandi auk alþingis- manna og gesta. Sauðárkrókur: Af Hlíðahverfisverslun Nú eru tveir mánuöir þangað til nýja verslunin í Hlíðahverfi á að standa fokheld. Smíði hússins er þó ekki hafin enn. í október í fyrra stóö mikill styr um úthlutun lóðarinnar fyrir þessa verslun, sem er við Akurhlíð. Aö lyktum úthlutaði byggingarnefnd Einari Sigtryggssyni lóðinni afturen með því skilyrði, að hann hefði byggt á henni fokhelt verslunarhús 30. september 1982, að öðrum kosti félli lóðarúthlutun úr gildi. - Að- spurður kvaðst Einar hafa fullan áhuga á því að byggja verslunar- húsiö, teikningar lægju fyrir sam- þykktar en hann hefði verið að svipast um eftir góðum samstarfs- manni til félags við sig og væri að því enn. Einar var þó vongóður um að úr rættist. ár-

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.