Feykir


Feykir - 27.08.1982, Side 5

Feykir - 27.08.1982, Side 5
FeykÍR UTQEFAHCM: FEYKIR H.F. RlUtJórt og ébyrg8arm*8ur: HILMIR JÓHANNESSON Síml 95-5133 og 95-5314. Augtýslngar: MARQEIR FRIÐRIKSSON, Slml 96-5600 og 96-5752. Drslflng: HILMIR JÓHANNESSON, Síml 96-5133 og 95-5314. Aakrtlt: ÁRNI RAONARSSON, Slml »5-5500 og 05-5070. RltstJOrn: ÁRNI RAONÁRSSON, HILMIR JÓHANNESON, HJÁLMAR JÓNSSON, JÓN ÁSBEROSSON, JÓN F. HJARTARSON. Rltnatnd á SlgluflrOI: BIROIR STEINDÓRSSON, SVEINN BJÓRNSSON, GUNNAR RAFN SIGURBJÖRNSSON, KRISTJÁN MÖLLER, PÁLMI VILHJÁLMSSON. Rltrtefnd á Hvammstanga: HÚLMFRlÐUR BJARNADÓTTin, EQILL QUNNLAUOSSON, HELQI ÓLAFSSON, PÓRVEIQ HJARTARDÓTTIR, HAFSTEINN KARLSSON, MATTHlAS HALLDÓRSSON. Rltnafnd á BlOnduOal: MAQNÚS ÓLAFSSON, SIQMAR JÓNSSON, BJÖRN SIQURBJÓRNSSON, ELlN SIQURDARDÓTTIR, SIQURDUR EYMUNDSSON. Rltnafnd á Skagaströnd: ELlN NJÁLSDÓTTIR, SVEINN INQÓLFSSON, JÓN INQI INQVARSSON, MAGNUS B. JÓNSSON, ÓLAFUR BERNÓDUSSON. Rltnafnd á Hofsósl: FJÓLMUNOUR KARLSSON, QUÐMUNDUR INQI LEIFSSON, PÁLMI RÓQNVALDSSON, BJARNI JÓHANNSSON, Sr. SIGURPÁLL ÓSKARSSON, RÓSA ÞORSTEINSDÓTTIR, BJÖRN NlELSSON, ÞÓRDlS FRIÐBJÖRNSDÓTTIR. DAGSPRENT HF. AKUREYRI Foykir er hálfsmánaSarblað. Áakrltt 20 kr. á mánuOI. Lausasala 12 kr. Samstarf sveitarfélaga Sagt er, að það aðgreini manninn frá öðrum skepnum, að hann geri sér verkfæri til þess að leysa viðfangs- efni sín. Margs konar verkfæri hefur maður- inn smíðað í tímans rás, bæði til góðs og ills. Þau verkfæri eru kannski skemmtilegust á að horfa og til mest yndis, sem einvörðungu eru smíðuð vegna gleðinnar við að búa þau til og virða þau fyrir sér og nýtast hvorki til góðra verka né iilra. Slík verkfæri virðast sveitarfélögin hafa gert sér og kalla fjórðungssambönd. Vandséð er, hvaða viðfangsefnum fjórðungs- samböndin hæfa og hvaða vanda þau leysa. Sveitarfélög eiga að vinna að fram- gangi sameiginlegra hagsmunamála ibúa sinna. Eðlilegt væri að samtök sveitarfélaga nýttust í þessum til- gangi og væru þá til þess gerð að fást við og leysa ákveðin og þörf mál sveitarfélaganna. Eðlilegt væri, að samtök sveitarfélaga væru við það miðuð, að best skilyrði fengjust fyrir sveitarstjórnarmenn að hittast og fræðast hver af öðrum. Til þess henta best samtök, sem spanna lítil lands- svæði. Hentugastur vettvangur fyrir baráttu og ályktanir sveitarfélaga á hendur ríkinu er óyggjandi öflug landssamtök þeirra, sem gætu undir- búið slíkar ályktanir gaumgæfilega og fylgt þeim eftir. Á fjórðungsþingum eru gjarnan samþykktar harðyrtar ályktanir um flís í auga ríkisvaldsins, en bjálkinn í auga fjórðungssambandanna verður utanveltu, s.s. uppbygging samband- anna, hlutverk þeirra og starfshættir. Þótt hvorki sé það Ijótt né skaðlegt að álykta um landsins gagn og nauð- synjar og margt annað og þótt það veki gleði að fylgjast með fjórðungs- samböndunum, vekur það líka nokkra furðu, því þau kosta sveitar- félögin stórfé. Eflaust yrði þetta fé fleirum til yndisauka, yrði því varið til gosbrunna og myndastytta af gagn- merkum borgurum. Hér á Norðvesturlandi eru mörg að- kallandi mái, sem til úrlausnar þurfa aukið samstarf sveitarfélaga og má til dæmis nefna atvinnumálin. Brýnt er að sveitarfélögin myndi samstarfs- einingar sem hæfa til úrlausnar á raunverulegum, skilgreindum og af- mörkuðum verkefnum og má til dæm- is nefna samstarf sveitarfélaga við Eyjafjörð um iðnþróun og svæðis- skipulag. Óhjákvæmilegt er, að sveit- arstjórnarmenn safni kröftum og kjarki til þess að ná bjálkanum úr auga fjórðungssambandanna og skil- greini markmið fyrir samstarf sveit- arfélaganna. ár- „Ríkið hefur nóg á sinni könnu" - segir skipulagsstjóri ríkisins A fjórðungsþingi Norðlendinga á Húsavík haustið 1981 var sam- þykkt að kjósa nefnd til þess að leggja tillögur fyrir Fjórðungsþing- ið 1982 á Sauðárkróki um skipu- lagsþjónustu fyrir sveitarfélögin. Sóst var eftir tilnefningu skipulags- stjórnar ríkisins á einum af fimm mönnum í nefndina og tilnefndi hún Zóphónías Pálsson, skipulags- stjóra ríkisins. Zóphónías sagði, þegar blaða- maður Feykis spurði hann um gang mála hjá nefndinni, að skipulags- stjórn hefði afgreitt tilnefninguna fljótlega eftir að erindi Fjórðungs- sambandsins barst s.l. vor, en síðan vissi hann ekki til að neitt hefði gerst, eða hvort fundur hefði verið haldinn. Honum varókunnugt um, hver væri formaður nefndarinnar eða hvort hann hefði verið kosinn eða tilnefndur. Aðspurður taldi Zóphónías hæpið að ætlast til árangurs hjá nefndinni, ef engir fundir væru haldnir. í útibúi skipulagsstjóra á Sauðár- króki hefur einn maður starfað s.l. þrjú ár, en hefur nú sagt upp starfi. Zóphónías vissi ekki hver yrði framtíð útibúsins, en sagði það sitt álit, að sveitarfélögin muni yfirtaka skipulagsmál til sín og ríkið sleppa þeim smátt og smátt. „Ríkið hefur nóg á sinni könnu, þótt það sé ekki að vasast í sjálfsögðum sveitar- Zóphónías Pálsson. stjórnarverkefnum, þótt auðvitað verði eitthvert eftirlit að vera. í nágrannalöndum okkar hefur þetta alls staðar orðið, að sveitarfélögin hafa sjálf tekið að sér skipulag á landi sínu og ég held, að sveitarfé- lögin vilji þetta líka hér á landi. Það mætti ákveða einhvern umþótt- unartíma, t.d. 3-5 ár, og þá gætu sveitarfélög tekið sig saman um skipulagsstofur, ef þau vildu það“. ár. Dr. Jón Sæmundur Sigurjónsson: Er Norðurland vestra láglaunasvæði? Þegar gluggað er í hagskýrslur má finna út í fyrstu yfirferð, að Norðurland vestra stendur illa í samanburði við aðra landshluta hvað snertir meðalatvinnutekjur, þar sem það er í neðsta sæti með 14,8% undir landsmeðaltali at- vinnutekna. Af því mætti leiða, að hér væri um láglaunasvæði að ræða. Því er það, að upp koma í hugann helstu skilgreiningar á lág- launasvæðum í fræðilegum skiln- ingi og hugleiðingar um, hvort ekki megi heimfæra þau sérkenni yfir á heimabyggðirnar. Nú er það svo að lág laun eru af- skaplega afstæð hugtök. Skýrslur sýna, að meðalatvinnutekjur eru lægri á Norðurlandi vestra heldur en t.d. í Reykjavík. Þar er þó ekk- ert um það sagt, hvort lífsafkoman sé betri eða verri á öðru svæðinu en hinu. Fræðileg skilgreining á lág- launasvæðum tekur þó einmitt til lífsafkomunnar með öllum þeim afleiðingum, sem slíkt hefur á menningarleg samskipti. Fræðin hafa alltaf tilhneigingu til að ræða hlutina bókstaflega. Þannig eru til láglaunasvæði t.d. í Kongó en alls ekki á íslandi. Þær menningarlegu afleiðingar, sem slíkt hefur fyrir Kongó eru fjarri öllum sanni, þegar litið er á einstök tekjusvæði á ís- landi. En er þá ekki samanburðurinn við Reykjavík alveg einhlítur? I skýrslu Framkvæmdastofnunar- innar um vinnumarkaðinn 1980 frá því t' apríl þ.á. sést, að meðal- atvinnutekjur launþega eru nokk- uð svipaðar á báðum svæðunum, en helsti launamismunurinn felst hjá þeim tekjuhópi, sem skil- greindur er sem „eigendur", til að- greiningar frá hinum ýmsu laun- þegahópum. Norðurland vestra er það landssvæði, sem hefur einna hæst hlutfall bænda af íbúatölunni. í skýrslunni segir, að sérstaka at- hygli veki lágar tekjur í landbúnaði og séu sérstakar orsakir fyrir því. Bændur teljast til eigenda og fá því ekki launamiða eins og launþegar, Jón Sæmundur Sigurjónsson. heldur skila þeir launaframtali, sem lagt er til grundvallar trygg- ingagjöldum, svokallaður trygg- ingagjaldastofn. Hér er því ekki um raunverulegar tekjur bænda að ræða, en fyrir eigendur í heild eru tekjutölur samkvæmt launafram- tali hærri en skv. skattframtali. Eðlilegt er því, að þeir landshlutar, þar sem bændur eru hlutfallslega fjölmennir hafi lágar meðaltekjui vegna lágt reiknaðra launa þeirra. Á hinn bóginn spegla tölur lands- hluta, sem eru yfir landsmeðaltali, hagstæða atvinnugreinasamsetn- ingu, þ.e. þeir hafa hátt hlutfall atvinnugreina, sem greiða hlut- fallslega há laun. Spurningin um það, hvort Norðurland vestra sé láglauna- svæði eða ekki, er með tilliti til framansagðs því ekki sérlega áhugaverð. Hitt er annað mál og öllu áhugaverðara, að deyfð og getuleysi stjórnvalda til að skapa fjölbreyttara atvinnulíf og fleiri atvinnutækifæri á þessu svæði, hafa komið þeim stimpli á Norðurland vestra, að hér sé mesta láglauna- svæði landsins. Mál er að spyrna við fótum. Samdráttur í landbúnaði og fiskveiðum kemur harðast niður á Norðurlandi „Aðalmál fjórðungsþings að þessu sinni verða atvinnumálin. Sú hag- stæða búsetuþróun sem hefur að undanfömu verið á Norðurlandi er búin að vera. Fyrirsjáanlegur sam- dráttur í landbúnaði og fiskveiðum kemur harðar niður á Norðurlandi en öðmm landshlutum og því er nauðsynlegt að grípa til gagnráð- stafana,“ segir Áskell Einarsson framkvæmdastjóri Fjórðungssam- bands Norðlendinga í viðtali við Feyki. Fjórðungsþing Norðlendinga er nú haldið á Sauðárkróki 26. til 28. ágúst í Gagnfræðaskólanum. Fjórðungssambandið var stofn- að árið 1945. Hugmyndin að sam- bandinu kom fram á fundum presta og kennara. Fyrsta þingið, sem hægt er að kalla svo, var haldið í kjallara Akureyrarkirkju. Aðilar Fjórðungssambandsins þá voru sýslufélögin ásamt kaupstöðunum. Fyrstu árin var tekjð fram í reglum Fjórðungssambandsins, að á fjórð- ungsþingi ættu sæti meðal annarra námsstjóri Norðurlands, vígslu- biskup Hólastiftis og skólameistari Menntaskólans á Akureyri. Sýnir þetta vel tengslin við kennimann- legt upphaf sambandsins. Meðal mála sem sambandið beitti sér fyrir í upphafi var einmitt að skipaður yrði sérstakur námsstjóri fyrir Norðurland, sem fékkst fram- gengt. Annað mál, sem ekki hefur náðst fram, er að biskup skuli sitja á Hólum. í fyrstu áttu aðeins kaupstaðir og ■sýslur aðild að sambandinu en með tímanum hafa öll sveitarfélög í fjórðungnum smám saman gerst aðilar að þessu samstarfi. Þau mál sem sámbandið hefur látið til sín taka hafa einnig breyst töluvert í tímans rás, í fyrstu var aðallega fjallað um menningarmál, en nú hafa þau vikið verulega fyrir atvinnumálum og áætlanagerð. Norðurlandi er skipt í tvö kjör- dæmi og því vaknar sú spurning, hvers vegna ekki séu þá einnig tvö sambönd. Við spurðum Áskel Ein- arsson framkvæmdastjóra Fjórð- ungssambandsins að því. „Hér áður var landinu skipt í fjórðunga. Sambandið var stofnað til að mynda sterk baráttusamtök fyrir fjórðunginn allan til sóknar og varnar. Samvitund Norðlendinga er líka mjög sterk. Fjórðungssam- bandið var stofnað áður en kjör- dæmaskiptingin kom til. Ef Fjórðungssambandinu yrði skipt í tvennt væru þau samtök ekki eins öflug til að vinna að stærri málum, sem þarf sterka samstöðu um. Fjórðungssambandið átti, að ég tel, verulegan þátt í framvindu steinullarmálsins og sömuleiðis beitti sambandið sér fyrir lausn Blöndumálsins. Aðalhættan við það að mynda lítil samstarfssamtök sveitarfélaga er meiri togstreita milli héraða, kaupstaða og sveita.“ - Ef stærðin gerír Fjórðungs- sambandið sterkt, værí þá ekkinær að efla Samband íslenskra sveitar- félaga? „Það eru fjölmörg mál sem Sam- band ísl. sveitarfélaga getur ekki tekið á. Yfirleitt er það þannig, að þegar komið er að byggðapólitísk- um málum, þá er Samband ísl. sveitarfélaga óvirkt, það vill hrein- lega ekki taka slík mál upp á sína arma. Reyndin hefur verið sú að Fjórðungssambandið hefur oftar verið í andstöðu við Samband ís- lenskra sveitarfélaga vegna mála sem eru byggðapólitísk.“ Áskell Einarsson. - Eiga ekki Norðurland eystra og vestra minna sameiginlegt en áður? Á Norðuríandi vestra er t.d. fræðsluskrifstofa fyrír kjördæmið. Fjölbrautaskólinn er kjördæmis- skóli, Skipulag ríkisins rekur útibú i kjördæminu, og svo mætti lengi telja. „Ég tel fáránlegt að binda stjórn- sýslu við ákveðna landshluta frekar en verkefni. Ég held t.d. að alls- endis óvíst sé hvort það henti að stofna útibú frá ríkisstofnunum út um land frekar en að tengja þjón- ustudreifinguna aðild sveitarfélag- anna. - Á síðasta fjórðungsþingi var sett á laggirnar nefnd til að fjalla um skipulagsmál, sem hefur ekkert starfað og leggur þar af leiðandi ekkert til málanna á þinginu núna. Hvað kemur til? „Ég verð að taka þetta á mig sjálfur. Málið er mjög umsvifa- mikið og viðkvæmt. í þessu máli hafa einnig verið að skapast ný viðhorf, þar sem félagsmálaráðu- neytið hefur lagt fram stefnu í mál- inu, það vill að ráðnir verði sérstak- ir skipulagsráðgjafar, og ættu þá viðkomandi sveitarfélög eða sam- tök þeirra aðild að þessari starf- semi. Þróunin er sú, að skipulags- vinnan er að færast meira inn á al- mennar arkitektastofur hvort sem það er æskilegt eða ekki. Ég held að sú þróun haldi áfram. Það er svo alveg nauðsynlegt að arkitektar starfi úti á landi, þannig að ekki þurfi að leita í sífellu til Reykjavík- ur með alla teikni- og skipulags- vinnu.“ - Búið er að ráða sérstakan iðn- ráðgjafa, sem starfar hér á skrif- stofu Fjórðungssambandsins, hvernig er hans hlutverki háttað? „Hann átti að ferðast um Norðurland allt, heimsækja fyrir- tæki og leiðbeina þeim sem eru að setja á fót ný fyrirtæki. Raunin varð hins vegar sú, að hann var lán- aður til starfa fyrir samstarfsnefnd um iðnþróun í Eyjafirði samkvæmt beinum tilmælum iðnaðarráð- herra. Ég var mjög óánægður með þetta mál allt. Það kemur hins veg- ar til með að breytast til batnaðar fljótlega," segir Áskell og vill greinilega sem minnst um þetta ræða. Talinu er því beint að öðru, samgöngum. Samgöngur milli Norðurlands- kjördæmanna eru frekar lélegar, flutningabílar ganga á milli, Norðurleiðarrútan á þar leið um, en um annað er varla að ræða. Samgöngur íbúa t.d. á Norðurlandi vestra eru meiri og þægilegri við Reykjavík heldur en Akureyri. Áskell er spurður hvort honum finnist að bæta eigi og auka sam- göngur milli kjördæmanna. „Já, tvímælalaust, það er stað- reynd að viðskipti hafa farið vax- andi. Það er að leita langt yfir skammt í mörgum tilfellum að leita til Reykjavíkur með ýmiss konar þjónustu, sem býðst annars staðar í fjórðungnum. Hér vantar gagn- kvæma kynningu. Best er þó að efla þjónustuna heima fyrir þannig að menn séu sem mest sjálfbjarga. Hlutfall fólks í þjónustugreinum hér á Norðurlandi er lágt. Fram- leiðslan og þjónustan eiga að fylgj- ast að. Reykjavík á ekki að njóta margfeldisáhrifa atvinnurekstrar úti á landi. Það er afturkippur í landsbyggð- arstefnu um þessar mundir, hlutur höfuðborgarinnar mun aukast óeðlilega mikið á næsta áratug ef við grípum ekki inn í gang mála,“ sagði Áskell að lokum. Það hefur legið það orð á, að fjórðungsþing væri gagnslaus kjaftasamkoma, þar sem pappír væri dreift í miklu magni. Hvort þetta er rétt geta þeir, sem hafa að- stöðu til, kynnt sér með því að fylgjast með störfum þingsins, sem er öllum frjálst sem vilja. -GM Jón Karlsson formaður verkamannafélagsins Fram á Sauðárkróki: Hefjum Norðurland upp úr láglaunafeninu Verði engin stóráföll, virðist mega gera sér vonir um að ýmislegt gangi Norðurlandi vestra í haginn nú í næstu framtíð. Sem betur fer höfðu úrtölumenn ekki erindi sem erfiði í þeirri iðju sinni að reyna að koma í veg fyrir Blönduvirkjun eða bygg- ingu steinullarverksmiðjunnar á Sauðárkróki. Þessar framkvæmdir, sérstak- lega virkjun Blöndu, munu skapa mikið líf og athafnir á ýmsum sviðum. Það munu leysast úr læð- ingi öfl sem ekki hafa haft tækifæri til að njóta sín. Fjármunir munu flytjast inn á svæðið og verða nýttir til ýmissa gagnlegra hluta. E.t.v. skapast spenna í atvinnulífi um tíma, sem hefur einhverjar nei- kvæðar afleiðingar, en ekki ætti það að þurfa að verða til skaða. Atvinnu- og athafnalíf hér í þess- um landshluta hefur aldrei haft ein- kenni spennu eða ofþenslu - nema kannski á síldarárunum á Siglufirði og Skagaströnd. Þessi einkenni hefir hinsvegar mátt sjá víða ann- arsstaðar og orðið óumdeilanlega til að auka tekjuöflun og bæta hag, sérstaklega láglaunafólks. Þróun tæknibúnaðar og við stjórnun fyrirtækja hefur verið hægari hér en í flestum landshlut- um öðrum. Að einhverju leyti má það sjálfsagt rekja til skorts á fjár- magni til uppbyggingar fvrirtækja því að hér á svæðinu hafa sjaldnast verið skilyrði til fjármunamyndun- ar svo neinu nemi - og sennilega aldrei fram yfir það sem gerist al- mennt í landinu. Hér hefir yfirleitt ekki skapast sú eftirspurn eftir vinnuafli að fyrirtækin hafi ekki getað ráðið ferðinni um kaupgjald - og þá oftast fylgt dyggilega hinum lægstu skráðu töxtum. Ýmsir fleiri þættir koma þarna til greina, en af- leiðing alls þessa er m.a. sú, að Norðurland vestra er láglauna- svæði. Er sú skoðun m.a. á því reist að í kjördæminu byggir fleira fólk afkomu sína á landbúnaði en ann- arsstaðar gerist, en með aukinni tæknivæðingu í landbúnaðr, svo og samdrætti í framleiðslu, minnkar vinnuaflsþörfin við hinl hefð- bundnu sveitastörf. Þessar ástæður allar þarf að hafa í huga þegar tekist verður í alvöru á við það að hagnýta hinar miklu framkvæmdir sem væntanlegar eru, til átaka í atvinnumálum sem miði að því að bæta búsetuskilyrðin í kjördæminu. - Á það má gjarnan minna í þessu sambandi, að af 8 kaupstöðum og þéttbýliskjörnum, eru 6 þeirra hitaveitustaðir. Til að nýta það lag sem nú gefst til alhliða framfarasóknar og auk- inna athafna, þarf skipulag og hagsýni. Reynir nú vissulega á for- ystumenn sveitarfélaga og athafna- Íífs. Eðlilegast er að sveitarstjórnir taki hér forystu um skipulagingu vinnubragða, því að svo sem efna- hag einstaklinga og fyrirtækja er háttað, er óvíst að annar farvegur finnist fyrir þá fjármuni og vinnu sem þarna þarf að leggja af mörkum. Ekki væri óeðlilegt að öll sveitarfélög kjördæmisins legðu fé til rannsókna og undirbúnings að stofnun t.d. 2-3ja fyrirtækja, til að byrja með, sem væru af áþekkri stærð og steinullarverksmiðjan. Ef samstaða myndast um slíkt átak, Jón Karlsson. ætti staðarval þeirra ekki að verða óyfirstíganlegt. Jafnframt þessu þarf að gera átak í samgöngumál- um, sérstaklega vegamálum, þann- ig að færa megi staði og byggðarlög „nær“ hvert öðru. Þannig gæti kjördæmið í heild færst til þeirrar áttar að verða eitt atvinnusvæði. Undanfari þessara átaka yrði óhjákvæmilega vönduð og ítarleg áætlanagerð. Hún þarf að verða víðtæk, og auk atvinnumála þarf hún að ná til allra meginþátta þjón- ustu og bættrar aðstöðu á hverjum stað, s.s. skóla, heilsugæslu, bygg- ingarlóða, gatnakerfa og veitna o.s.frv. Jafnframt mannfjöldaspá og áætlun um fjölgun fólks, þarf að fylgja áætlun um útvegun peninga til að koma áformuðum fram- kvæmdum í kring. Á grundvelli þeirra áforma sem hér er lauslega drepið á, væri senni- lega rétt að efna til formlegra sam- taka sveitarfélaganna í kjördæm- inu. Þau eru eðlilegasti og heppi- legasti vettvangurinn til að takast á við verkefni af þessu tagi og þess vegna betur búin til átaks með því að hafa með sér skipulögð samtök. Slík samtök þurfa að hafa ákveðin markmið fyrir stafni og vinna að af- mörkuðum og þörfum verkefnum. Ef t.d. áætlanagerð í líkingu við það sem hér er lítillega drepið á, svo og framkvæmdir verða að veru- leika er engin hætta á að slíku sam- bandi yrði haldið saman eingöngu sambandsins vegna. Hagsmunir íbúanna í kjördæminu hljóta að vera þeir, að skapa hér möguleika til betri afkomu einstaklinga og fyrirtækja og hefja kjörin upp úr því láglaunafeni sem hér er. Til þess þarf að búast þeim vopnum sem tiltæk eru og best henta. Þess hefur orðið vart að ýmsir renna huganum að því, hvort svæð- isbundnir kjarasamningar verka- lýðsfélaga væri hagstæðari leið fyrir fólk út um land, en það fyrirkomu- lag sem ríkt hefur nú um alllangt skeið. í þessu sambandi þarf að hafa viss atriði í huga. Eitt er það að það eru ætíð tveir aðilar sem við samningaborð sitja og semja. Það vill á stundum gleymast þegar deilt er á verkalýðsforystuna fyrir lélega frammistöðu í samningum. Annað atriði er hin nánast algjöra miðstýr- ing Vinnuveitendasambands. Hún leiðir af sér múlbindingu vel flestra fyrirtækja vítt um landið, þannig að þeim líðst ekki að gera aðra samninga en þá sem VSÍ eru þókn- anlegir. Hinsvegar er það víst, að með svæðissamningum, sem fara fram heimafyrir, eru samnmga- menn nær því fólki sem þeir semja fyrir; geta haft við það samráð og skynja á allan hátt betur aðstæður á heimavelli. Þá má ekki gleymamis- munandi viðhorfum stjórnenda fyrirtækja og sveigjanleika varð- andi kaup og kjör. Hinsvegar geta aðstæður verið þannig, að hægt er að gera samninga sem gefa fólki meiri tekjur en annars. E.t.v. kunna að skapast slíkar aðstæður hér sem gæfu þá möguleika víðar en við sjálfar virkjunarfram- kvæmdirnar við Blöndu. En minn- ast má þess, að oft hefur komið í ljós, að þótt þensla í atvinnulífi hafi leitt til yfirborgana hefir jafnan reynst erfitt að festa það ástand í samningi. Hér hefir lítillega verið velt vöngum yfir þeim breytingum sem geta orðið á aðstæðum þegar stór- framkvæmd sem Blönduvirkjun kemur inn á láglaunasvæðið Norðurland vestra. Bent hefir ver- ið á nauðsyn áætlanagerðar um efl- ingu atvinnulífs og þjónustu til að nýta það lag sem nú gefst, með sem víðtækastri samvinnu staða og byggðarlaga og nauðsyn á nánara samstarfi sveitarfélaga í kjördæm- inu. Það tækifæri sem nú gefst til að vinna skipulega og markvisst að því að treysta undirstöður farsæls mannlífs á Norðurlandi vestra, kemur ekki aftur. Verði það ekki nýtt, má búast við að í þessum landshluta verði áfram - eftir virkj- un Blöndu - þær lágu tekjur og atvinnuleysi - augljóst og dulið - sem verið hefir. Leita samstarfs við S.Í.S. Blaðamaður Feykis hitti að máli Sverri Sveinsson, veitustjóra á Siglufirði, sem einnig á sæti í bæjar- ráði og atvinnumálanefnd bæjar- stjórnar Siglufjarðar, og spurði um atvinnuástand á Siglufirði. „Að undanförnu hefur atvinnu- málanefnd kannað atvinnuhorfur á Siglufirði með viðræðum við forráðamenn fyrirtækja. Niður- stöður þeirra viðræðna verða lagð- ar fyrir bæjarstjórn á næsta bæjar- stjórnarfundi, sem verður í byrjun september," sagði Sverrir. „Þau atriði, sem atvinnumála- nefnd telur nauðsynleg til þess að atvinna verði hér næg og örugg í næstu framtíð, eru þessi: 1. Að einhver loðnuveiði verði leyfð í ár og tryggt að SR á Siglufirði fái eðlilegan ihhit úr þeim afla. 2. Að rekstur Sigló-síldarverk- smiðjunnar stöðvist ekki. 3. Að útgerð fjórða togaransverði tryggð héðan, til frambúðar. 4. Að hér verði hafin söltun síldar nú í haust. 5. Að það takist að halda gangandi þeim iðnfyrirtækjum sem hér hafa verið starfandi s.s. Húsein- ingum og saumastofunni Salínu og að samstarf takist við SÍS um eðlilega þátttöku samvinnu- hreyfingarinnar í atvinnurekstri í bænum. 6. Að næg atvinna verði sköpuð í vetur fyrir iðnaðarmenn, ann- aðhvort á þann veg, sem á er bent að framan, eða með því að hægt verði að gera tilboð í verk- þætti við Blönduvirkjun, sem gætu leyst þann vanda.“ - Þú segir samstarf við SÍS um þátttöku í atvinnurekstrí á Siglu- fírði? „Mér hefur fundist atvinnulíf á Siglufirði alltof einhæft og þrátt fyrir mikla ríkisforsjá í uppbygg- ingu þess, þá er það oft æði þungt í vöfum við ýmsar ákvarðanir og hér hefur einkaframtak ekki notið sín að ráði síðan á síldarárunum. Því er nefndin sammála um að fara þess á leit við samvinnuhreyf- inguna, að á Siglufirði verði á hennar vegum komið á fót umtals- verðum atvinnurekstri. Stjórn Sambandsins hefur þegar verið skrifað í því efni og óskað við- ræðna.“ - Og svo nefnir þú Blönduvirkj- un? „Það er ljóst, að stefna Lands- virkjunar og ríkisstjórnarinnar er sú, að við íslendingar eigum að geta ráðið við gerð virkjana okkar í framtíðinni og í því sambandi var brotið blað við byggingu Hraun- eyjafossvirkjunar, með smærri verkútboðum. Á Norðurlandi vestra eru af eðli- legum ástæðum ekki neinir stórir verktakar, en á hinum ýmsu stöð- um góðir fagmenn. Brýn nauðsyn er því á, að þessir aðilar nái saman þannig, að sá hagur, sem felst í þessari mann- virkjagerð, nýtist heimamönnum eins mikið og mögulegt er.“ - Telur þú að atvinnumála- nefndirnar eigi að hafa forgöngu í því efni að koma saman þessum hagsmunaaðilum? „Mér finnst eðlilegt að verktakar sameinist sjálfir og þá innan sér- sviða, en alls ekki óeðlilegt að atvinnumálanefndirnar myndu boða til fundar sameiginlega um þetta.“ ss/ár- Þórður Skúlason sveitarstjóri: Heimamenn verða að hefja undirbúning Síðan lausn fékkst á hinu svokall- aða Blöndumáli, hefur verið til- tölulega hljótt um það mál og þær framkvæmdir, sem fyrirhugaðar eru. Það er hinsvegar ljóst, að í sumar verður unnið fyrir umtalsverða fjármuni, við undirbúning fyrir- hugaðrar virkjunar. Því fé verður fyrst og fremst varið til áframhald- andi hönnunar, rannsókna og mæl- inga, m.a. veiðirannsókna í Blöndu og Svartá, auk tilrauna með áburðargjöf á heiðalönd. Þá mun verða unnið að vegagerð fram Blöndudal að virkjunarstað og vega- og brúargerð á heiðunum, samkv. samkomulagi við bændur. Einnig verður lögð raflína að virkj- unarstað og unnið að uppsetningu girðinga. Þessar framkvæmdir sem nú er unnið að og upp hafa verið taldar, eru þó tiltölulega smáar í sniðum miðað við það sem síðar verður. f umræðum um virkjun Blöndu beittu talsmenn virkjunarinnar gjarnan fyrir sig þeim rökum, að Blönduvirkjun yrði lyftistöng í atvinnulífi kjördæmisins, sem væri gróskulítið og einhæft. Jafnframt var bent á að meðaltekjur væru lægri hér en í öðrum kjördæmum. Eigi Blönduvirkjun að skila þeim ábata í atvinnulegu tilliti, sem vonir manna hafa staðið til, verða heimamenn nú þegar að hefja undirbúning að því að taka að sér þær framkvæmdir, sem framundan eru. Verktakar, véla- og tækjaeig- endur og fyrirtæki í byggingariðn- aði og öðrum greinum, verða að fylgjast vel með útboðum og undir- búa vandaða tilboðsgerð. Líklegt er þó, að framkvæmdir verði svo stórar að tiltölulega smáir verktak- ar eigi ekki auðvelt með að taka þær að sér. í þeim tilfellum þyrftu fleiri aðilar að mynda með sér sam- starf um að standa saman að fram- kvæmdum. Samstarf fyrirtækja og verktaka á hinum ýmsu stöðum í kjördæminu kæmi vel til álita og gæti orðið árangursríkara en sam- keppni þeirra á milli. Ef til vill kæmi til greina, að heimamenn stofnuðu með sér eitt öflugt verk- takafyrirtæki, sem gæti tekið að sér stærstan hluta framkvæmda við virkjunina. Verktakar, iðnaðar- menn og stjórnendur fyrirtækja hér í þessu kjördæmi ættu á margan hátt að vera betur undir það búnir að takast á við stórverkefni hér á heimaslóðum heldur en aðkomu- menn. Vissulega aukast atvinnu- tekjur og vinnuframboð í kjör- dæminu þó aðkomumenn taki að sér framkvæmdir, en þá má reikna með að stór hluti fjármagns flytjist burtu úr héraði og nýtist ekki til uppbyggingar verktaka og atvinnu- fyrirtækja hér. Eftir því sem heimafyrirtæki fá stærri hlutdeild í verklegum framkvæmdum ættu þau að eflast og verða betur búin til að sinna öðrum framkvæmdum á svæðinu. Verktækni, kunnátta og reynsla kæmi að notum á öðrum sviðum. Töluverðar vegaframkvæmdir hafa verið hér í þessu kjördæmi í sumar, m.a. hefur verið unnið að jöfnunarlagi og lagningu „klæðn- ingar“ á þjóðvegi. Þessar fram- kvæmdir hafa að stærstum hluta verið unnar af aðkomuverktökum. Flest bendir til að lagning bundins slitlags á þjóðvegi verði vaxandi verkefni hér í þessu kjördæmi á næstu árum. Er hér ekki einnig um að ræða verkefni, sem heimamenn ættu að gefa gaum og taka að sér, frekar en að láta aðkomuverktaka vinna? Heimamenn ættu á margan hátt að vera betur í stakk búnir til að vinna þau verk en aðkomu- menn. Vantar hér ef til vill betri skipulagningu og aukið samstarf? Full ástæða er til að sveitar- stjómir þéttbýlisstaðanna taki þessi mál til umfjöllunar hver á sínu svæði og sameiginlega. Haldi fundi með verktökum, iðnaðar- mönnum og öðmm aðilum sem beina hagsmuni kynnu að hafa af framkvæmdunum. Einnig væri hugsanlegt að koma á fundum með þeim mönnum sem undirbúa fram- kvæmdir, þar sem þeir skýrðu fyrir heimamönnum eðli og umfang þeirra framkvæmda sem fyrirhug- aðar em á hverjum tíma, með góð- um fyrirvara. Sveitarstjórnirnar gætu með þvílíku fundahaldi stuðl- að að kynningu og samstarfi þess- ara aðila. Það er ein leiðin til að auðvelda heimamönnum að taka að sér þau stóru verkefni, sem við blasir að unnið verður að hér í kjör- dæminu á næstu árum og á ég þá sérstaklega við Blönduvirkjun. Þórður Skúlason. 4 • Feykir Feykir 5

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.