Vestfirska fréttablaðið - 13.06.1991, Blaðsíða 1
VESTFIRSKA FRÉTTABLAÐIÐ 24. TBL. 17. ÁRG. 13. JÚNÍ 1991
Stöðugt bætast nýjar (eða öllu heldur gamlar) fleytur í skipastól Sjóminjadeildar Byggðasafns Vestfjarða í Neðstakaupstað á
ísafirði. Nú síðast kom þar á kambinn vélbátur sem Falur Jakobsson í Bolungarvík smíðaði árið 1929 og bar lengst af nafnið
Jóhanna (fyrst frá Sæbóli, síðan Grunnavík, en lengst ísafirði). Jóhanna var í eigu Einars Ágústs Einarssonar (Gústa) frá Dynjanda
í Jökulfjörðum, þar til fyrir fáum árum.
Báturinn er gjöf til safnsins frá Finnboga Jónassyni á Isafirði og sonum hans. Síðustu árin hefur báturinn borið nafnið Þristur
ÍS 3, en mun framvegis halda sínu gamla góða Jóhönnunafni, eins og eðlilegt er.
Á myndinni er Jóhanna til hægri, nýmáluð og björt á vanga, ásamt öðrum bátum í flota Byggðasafnsins, en fyrir framan stendur
Finnbogi Jónasson ásamt þremur sonum sínum og Jóni Sigurpálssyni núverandi faktor í Neðstakaupstað.
Lengst til hægri sér í stefnið á Mánafossi, en hann er ekki enn kominn í umsjá þeirra Neðstakaupstaðarmanna, hvað sem síðar
kann að verða.
S
Grunnskólinn á Isafirði:
Stærðfræðieinkunnir vel
yfir landsmeðaltali
Mörg undanfarin ár hefur
verið kvartað undan lélegri út-
komu vestfirskra nemenda úr
hinum svökölluðu samræmdu
prófum. Sú hefð hefur nú
verið brotin, meðaleinkunn
tíundu bekkinga við Grunn-
skólann á ísafirði var í vor þó
nokkuð hærri en landsmeðal-
tal, og hærri en í öllum um-
dæmum utan Reykjavíkur.
í skólaslitaræðu Bjargar
Baldursdóttur skólastjóra
kom fram að þrjátíu og þrír af
kennurunt skólans luku nýlega
starfsleikninámi sem staðið
hefur í tvo vetur og kostað
kennarana mikla aukavinnu
meðfram kennslunni. Loka-
hluti námsins var gerð skóla-
námsskrár sem mun koma út í
haust.
Nokkur hreyfing er á kenn-
urum eins og oft áður, og gæti
farið svo að allt að tíu kennar-
ar og leiðbeinendur hættu
störfum að þessu sinni en alls
voru fjörutíu og fintm kcnnar-
ar við skólann í vetur, auk
skólastjóra og yfirkennara.
Nentendur voru tæplega sex
hundruð, þar af fjörutíu og
fjórir í Hnífsdal og fjórir í
þjálfunardeild.
Nokkrir nemendur hlutu
viðurkenningar fyrir árangur
í námi. Það voru þau Bragi
Valdemar Skúlason fyrir frá-
bæran námsárngur, Stein-
grímur Guðmundsson fyrir
góðan árangur í dönsku, Erna
Sigrún Jónsdóttir fyrir góðan
árangur í þýsku, Halldór
Sveinsson fyrir góðan árangur
í íþróttum og Svavar Þór Ein-
arsson fyrir störf að félagsmál-
um.
Pétur Bjarnason fræðslustjóri á Vestfjörðum varð fimmtugur í
gær, 12. júní. Mikill fjöldi fólks heimsótti afmælisbarnið og
Grétu konu hans í gærkvöldi í tilefni dagsins. Lúðrasveit ísafjarð-
ar kom og blés nokkur lög (á myndinni eru Pétur og Gréta komin
út á stétt að hlýða á lúðraþytinn í kvöldkyrrðinni), og strax á eftir
komu félagar úr Harmonikufélagi Vestfjarða og þöndu nikkurn-
ar.
Vestfirska fréttablaðinu þykir með ólíkindum hvað sumir
menn geta komist ungir á sextugsaldur nútildags, eins og þetta
dæmi sýnir best.
Anita Pearce.
Kántrýsöngkona
í heimsókn
í byrjun næstu viku kemur kanadískur kántrýsöngvari
til ísafjarðar. Hér e'r um að ræða hina eldhressu og
skemmtilegu kántrýsöngkonu Anitu Pearce, sem heim-
sótti Isafjörð fyrir tæpum tveimur árum við góðan orðstír.
þessi lífsglaða söngkona hefur ferðast víða um heim og
er þekkt fyrir söng og ræðumennsku, þar sem hún boðar
trú á Jesúm Krist á sköruglegan hátt og biður fyrir sjúkum.
Að þessu sinni kemur hún til ísafjarðar á vegum Hvíta-
sunnukirkjunnar Salem, þar sem hún mun tala og syngja
á samkomum í hinum nýja sal kirkjunnar að Fjarðastræti
24. Samkomur þessar verð^i haldnar dagana 18. og 19.
júní nk. kl. 20.00 bæði kvöldin, og eru allir hjartanlega
velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Beðið verður fyrir
sjúkum.
VACHLW
OPNUM 10 ALLA DAGA
föstudags- og laugardagskvöld
Opið til kl. 3 bæði kvöldin
VAGNINN
FLATEYRI SÍMI 7751
| BILAÞJONUSTA
DAÐA
FJARÐARSTRÆTI20,
400 ÍSAFJÖRÐUR
SÍMI 94-3499
jp Smurstöð ir
I ir Hjólbarðaviðgerðir ir
Bifreiðaviðgerðir - bilasala
HÁRSTÚDÍÓ
INGUNNAR
Holtabrún 1 ■ Bolungarvík 2? 7374
KYNNIR
nýjungar ílitum, skoli, klippingum
og permanentum. Opið alla daga.
Verið velkomin!
ÚRVAL UPPTÖKUVÉLA
TILVALDAR í SUMARFRÍIÐ
Ferðaútvörp m/kassettu og/eða geislaspilara
Ferðageislaspilarar á hagstæðu verði
SALA & ÞJÓNUSTA
PÓLLINN HF.
Verslun sr 3092