Vestfirska fréttablaðið - 28.11.1991, Blaðsíða 8
W mm
NæstaferðGönguhrólfaáísafirðiverðurásunnudaginn
(1. desember). Lagt verður af stað ki. 14 frá Bílaverkstæði
(safjarðar við Seljalandsveg og gengið inn að Bræðra-
tungu. Leiðsögumenn verða Magni Guðmundsson og
Pétur Pétursson. Athugið að nú verður gengið á sunn-
udegi, en ekki á laugardegi eins og venjulega.
Allir eru velkomnir sem endranær. Sjáumst!
Samtök um sorg og sorgarviðbrögð halda aðalfund sinn
í Safnaðarheimilinu á (safirði á sunnudaginn, þann 1. des-
ember, kl. 20.30. Allir eru hjartanlega velkomnir.
félagið Þuríður sunda-
fyllir fimmtíu ára
Matthías Bjamason kemur á 1. des.
skemmtun Sj álfstæðisfélaganna
í Bolungavík á laugardag
FIMMTÍU ára afmæli Sjalfstæðiskvennafélagsins
Þuríðar sundafyllis í Bolungavfk verður haldið hátíð-
legt á hinni árlegu 1. des. skemmtun Sjálfstæðisfélag-
anna í Bolungavík á taugardaginn, þann 30. nóvem-
ber. Skemmtunin hefst kl. 20.30. Ræðumaður verður
Matthfas Bjarnason alþingismaður.
Sjálfstæðiskvennafélagið Þuríður sundafyllir var stofn-
að 21. september 1941. Fyrsti formaður var Margrét Hálf-
danardóttir. Stofnfélagar voru 25 og ersami fjöldi í félaginu
núí dag.
Félagið hefur staðið fyrir 1. des. skemmtun frá upphafi.
Fyrstu verkefni þess voru að gangast fyrir hlutaveltu til að
safna peningum í vatnsveitusjóð og að styrkja bágstatt
fólk. í gegnum tíðina hefur félagið starfað að ýmsum líkn-
ar- og menningarmálum, auk þess að taka þátt í félags-
starfi Sjálfstæðisflokksins og sjá um kosningakaffi við allar
kosningar. Til dæmis um mál sem félagið hefur lagt lið má
nefna að gefa sjúklingum á sjúkraskýlinu jólaglaðning,
Ijósakross á kirkjuna, orgelsjóð kirkjunnar, til byggingar
verbúðar og að koma upp skildi til minningar um Þuríði
sundafytli á steininn Þuríðarsæti I Vatnsnesi í Syðridal.
Núverandi stjórn félagsins skipa Björg Guðmundsdóttir
formaður, Þorbjörg Magnúsdóttir ritari, Halldóra Krist-
jánsdóttir gjaldkeri, og Herdís Eggertsdóttlr og Anna G.
Edvardsdóttir meðstjómendur.
Allt sjálfstæðisfólk ásamt gestum er velkomið á 1. des.
skemmtunina. Miðaverð er kr. 2.400. Vinsamlega tilkynnið
þátttöku til Bjargar í síma 7460, Lillýjar í síma 7175, eða
Þorbjargar ( síma 7001.
KONUR
OG KARLAR!
Það margborgar sig ab sauma
Glæsilegt úrval af efnum
á alla fjölskylduna
Tilbúnar jólagardínur
Ný munstur í köppum
og plasthúðubum efnum
KMIPFEIAGISFIRÐIAICA
Vefnaðarvörudeild v/Silfurtorg S 3246