Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 02.04.1992, Blaðsíða 1

Vestfirska fréttablaðið - 02.04.1992, Blaðsíða 1
FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1992 7. TBL. 18. ÁRG. SÍMI944011 Fagranes í bílaflutninga í Skíðavikunni — ferðafólk hvatt til þess að nota ferðirnar Bílafcrjan Fagrancs mun flytja híla um Isafjarðardjúp í skíðavikunni. F'crjubryggjur cru cnn ckki tilbúnará Isafirði og í Nautcyrarhreppi, cn dcil- ur hafa vcrið í hrcppsnefnd Nautcyrarhrcpps um staðsetn- ir.gu hrvggjunnar þ;ir. Mciri- hluti hrcppsncfndarinnar vill bryggjuna á Melgraseyri, en minnhlutinn vill hafa hana á Nauteyri cins og rcyndar stjórn Hf. Djúpbátsins og samgönguráðuneytið. Málið er því í sjálfheldu nú vegna afstöðu hrcppsncfndarinnar. Framkvæmdir við ferju- bryggju á Isafirði geta hins vegar hafist fljótlega. Þrátt fyrir að lausn hafi ekki fengist í málinu hefur verið ákveðið að Fagranesið fari aukaferðir með bíla að Mel- graseyri um páskana ef nægur flutningur verður. Ferðirnar verða sem hér segir: Miðviku- daginn 15. apríl kl 17 frá fsa- firði og frá Melgraseyri kl 19:15. Laugardaginn 18. apríl kl 8, þriðjudaginn 21. apríl kl 10 og föstudaginn 24. apríl kl 10. Er þá miðað við brottfarar- tíma frá ísafirði. Er kjörið fyrir fólk að nýta sér þessar ferðir því búast má við að vegir í Djúpi fari að blotna og verða leiðinlegir vegna aur- bleytu. Skipið getur tekið um 20 bifreiðar í ferð. Þeir sem vilja nýta sér þennan ferðamáta vcrða að panta tímanlega á skrifstofu Hf. Djúpbátsins í síma 94 3155. Þar cr allar nánari upplýsingar að fá. Kristján K. Jónasson, fram- kvæmdastjóri III. Djúpbáts- ins, sagði í viðtali við Vest- firska að bílunum yrði ekið um borð í skipið og í land. „Þessar fcröir cru hugsaðar fyrir þá scm ætla að feröast um pásk- ana, bæði hingað og svo héðan. Tilefnið er náttúrlega páskarnir, sem cru ferðahelgi og við munum mcta eftir þcss- ar ferðir hvort við höldum ferðunum áfram eftir páska þó bryggjurnar séu ekki komnar. í dag eru ferðirnar háðar sjávarföllunum og yfir páskana stillum við inn á þau. Ef við hefjum reglubundnar ferðir getum við ckki stillt inn á þau, því þá rokkum við með tímann til og frá vegna þess að bryggjuna á Melgraseyri er ekki hægt að nota nema á flóði. Brýnast fyrir viðskipta- vinina og okkur er aö fá lausn á bryggjumálinu sem fyrst," sagði Kristján. „Þetta er hrikalegt fyrir íbúa Vestfjarða að vera með nýtt og gott skip og láta það vera að mestu vcrkefnalaust við bryggju og geta ekki notað það til bílaflutninga eins og það var keypt til. Það er hlægi- legt að menn skuli ekki koma sér saman um hvar bryggjan eigi að vera. Menn eiga að koma sér saman um þetta strax þannigaðskipið vcrði til- búið til bílaflutninga strax í vor,“ sagði Hjalti M. Hjalta- son, skipstjóri á Fagranesi, í viðtali við blaðið. Aðspuröur um hvar besta bryggjustæðið væri, sagði Hjalti: „Það fer ckkcrt á milli í dag og á morgun (fimmtu- dag og föstudag) stendur Bókaverslun Jónasar Tómas- sonar fyrir kynningu á ýmis- konar skrifstofuvörum, í sam- vinnu við Tæknival hf. Til sýnis eru tölvur frá Hyundai, prentarar frá Hy- undai og Oki Microline, tölvu- og prentaraborð frá SIS, pappírstætarar frá Taros, scg- ulbandsstöðvar frá Mountain, varaaflgjafar frá Victron og myndlesarar og mýs frá Logit- ech. Einnig er kynntur hugbúnaöur mála að mínu viti. cg cr búinn að vcra með Djúpbátinn í 16 cða 17 ár, að það kemur eng- inn staöur til greina nema Nauteyri. Mclgrascyri cr úti- lokuð að mínu viti. Kannski aðrir hali mcira vit á þessu en ég, ég veit það ekki." -GHj. frá Symantec og Micrografx, t.d. ritvinnsla, teikniforrit og vírusbani. HUGBÚNAÐUR FYRIR FISKVINNSLU OG ÚTGERF) Sölumenn Tæknivals eru á staðnum til leiðbeiningar og ráðgjafar. Sýningin er opin föstudaginn 3. apríl kl. 13.00 til 19.00. Sama dag er hugbún- aður fyrir fiskvinnslu og út- gerð kynntur á Hótel ísafirði milli kl. 15.00 og 19.00. Bókaverslun Jónasar Tómassonar og Tæknival: Sýning á Hyundai tölvum og prenturum og öörum fylgihlutum Rafþjónusta Raftækjasala Rafeindaþjónusta SALA & ÞJONUSTA Siglingatæki Kælitæki PÓLLINN HF. Verslun S 3092 Bryndís og Pétur á þingi Bryndís Friðgeirsdóttir kennari og bæjarfulltrúi á ísafirði hefur nú tekið sæti á Alþingi í fyrsta sinn, í forföllum Krist- ins H. Gunnarssonar (G). Pétur Bjarnason fræðslustjóri á Vestfjörðum situr einnig inni um þessar mundir í stað Ólafs Þ. Þórðarsonar (B). Pétur hefur áður verið á þingi. Bíldudalur Sladdinn kominn „Vorboðinn ljúfi“ segja sumir þegar steinbíturinn er far- inn að veiðast. Línubátar hér á Bíldudal, Geysir og Von, eru að fiska „sladda“ þessa dagana, en veiðin hefurgeng- ið misvel. Aðallega er beitt loðnu. Á samatíma í fyrra hófst steinbítsvertlðin á fullu, en sjómenn kenna slæmu tíðarfari um nú hversu lítil veiði hefur verið af sladdanum, og svo loðnugöngu sem gengið hefur yfir Vestfjarðamiðin að undanförnu. Steinbítsvertíðin í fyrra stóð fram í miðjan maí og voru unnin um 1.000 tonn, sem er það mesta sem unnið hefur verið í Fiskvinnslunni á Bíldudal hf. Steinbítur er utan kvóta og er unninn á Frakklandsmarkað. Að sögn Tómas- ar Árdal yfirverkstjóra Fiskvinnslunnar hf. verðafimm línu- bátar í viðskiptum við fyrirtækið og vonast menn eftir jafn góðri vertíð og var í fyrra. - Róbert Schmidt. Guðbjörg Kenjamínsdóttir verkstjóri í Fiskvinnslunni á Bfldudal hf. heldur hér á tveimur vænum steinbítum. Gísli byrjaður Um mánaðamótin kom Gísli Hjartarson til start'a við blaöamcnnsku á Vest- firska. Blaðið hyggur gott til þess að njóta þckkingar Gisla á vcstfirskum mál- efnum, reynslu hans og rit- færni og býður hann vel- kominn. Jafnframt skal minnt á hcimasíma Gísla. 94-3948, og biður hann fólk að hafa sem mest og best samband cf eitthvað frétt- næmt cr á döfinni - og Itka þess utan! Gísli mun cinnig annast fréttaritarastarf fyrir DV ásamt Hlyni Þór Magnús- syni eins og tíðkast hcfur með blaðárhcnn á Vest- firska. Líka mun hann VESTFIRSKA S 4011 Gíslí Hjartarson. vinna að vestfirska tímarit- inu Vestra, en fyrsta tölu- blað þess kom út í vetur. Eftir sem áður verður Gísli ritstjóri Skutuls. blaðs Al- þýðuflokksins á Vestfjörð- um. A.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.