Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 09.07.1992, Blaðsíða 3

Vestfirska fréttablaðið - 09.07.1992, Blaðsíða 3
VESTFIRSKA ^_________ Fimmtudagur 9. júlí 1992 3 ---1 FRÉTTABLAÐIÐ |_ — - — ~ Til hamingju, Helga! Eins og lesendum er eflaust kunnugt, þá náði Helga Sig- urðardóttir sundkona þeim frábæra árangri á sjálfan þjóð- hátíðardaginn 17. júní, að synda undir lágmarki Ólym- píunefndar íslands fyrir leik- ana í sumar. Um leið setti hún glæsilegt íslandsmet í 50 m skriðsundi og bætti þar með þriggja daga gamalt met sitt sem hún hafði tvíbætt helgina á undan, þegar hún var að gera tilraun við lágmarkið á alþjóð- legu sundmóti í Norður-Kar- ólína. Með þessum árangri verður Helga fyrst vestfirskra íþrótta- manna til að keppa á sumaról- ympíuleikum. Segja má að það sé tákrænn sigur um leið, að stúlka sem keppir í þeirri íþrótt sem býr við hvað lakast- ar aðstæður skuli verða fyrst til þess. Þetta er ágætur vitnisburður um elju og einbeitni Helgu við æfingar, þar sem hún hefur yfirstigið þennan aðstöðumun með þrotlausri vinnu og samviskusemi í þau tíu ár sem hún hefur æft sund. Leið hennar að þessu marki hefur verið bæði löng og ströng og hefur hún lagt á sig geysilegt erfiði og fórnað miklum tíma til að standa þar sem hún er í dag. Þrátt fyrir erfið skilyrði hér heima til æfinga hefur henni tekist að vera á meðal fremstu manna í íslensku sundi um árabil, og undanfar- in sex ár hefur hún verið óskoraður meistari í styttri vegalengdum í skriðsundi. Undanfarin fimm ár hefur hún orðið fslandsmeistari í sinni aðalgrein, 100 m skriðsundi, bæði innanhúss og utan. í landsliði fslands hefur Helga verið óslitið síðan árið 1985, þegar hún var fyrst valin til þátttöku í Ulsterleikunum. Hún hefur alltaf verið mikil- vægur hlekkur í liðinu, sem meðal annars sigraði í Kalott- keppninni þrjú ár í röð með miklum yfirburðum. Tvisvar hefur Helga keppt á Evrópumeistaramótinu í sundi og staðið vel fyrir sínu þar. Einnig tók hún þátt í Heimsbikarkeppninni í Róm 1990, auk annarra alþjóðlegra móta þar sem hún hefur staðið sig vel og verið landi sínu til sóma. 1990 lá leiðin til Alabama í Bandaríkjunum, þar sem hún hefur stundað háskólanám og æft með liði skólans undir leið- sögn eins fremsta sprettsund- manns heimsins, Jonty Skinner, sem varð fyrstur til að synda 100 m skriðsund á skemmri tíma en 50 sekúnd- um. Þar hefur Helgu farið mikið fram, sérstaklega undanfarið ár. Hclga hefur alltaf haldið tryggð við sitt gamla félag og sína heimabyggð. Hún hefur komið heim þegar færi hefur gefist og synt fyrir Vestra á íslandsmótum og Bikar- keppnum, og nú síðast á Innanhússmeistaramóti ís- lands þar sem hún varð ís- landsmeistari í 100 m skrið- sundi og vann auk þess til tvennra silfurverðlauna. Arangur Helgu Sigurðar- dóttur á þessu ári hefur verið giæsilegur og síbatnandi, og með því að ná lágmarkinu fyrir Ólympíuleikana hefur hún náð langþráðu takmarki sínu. Ég vil nota tækifærið og óska henni og fjölskyldu henn- ar innilega til hamingju, og óska henni velfarnaðar og enn frekari árangurs á leikunum sjálfum. Um leið vil ég þakka Helgu fyrir gott samstarf í gegnum árin. Það er heiður að fá að starfa með íþróttamanni cins og Helgu, sem leggur eins mikla rækt við íþrótt sína og hún hefur gert þau ár sem leið- ir okkar hafa legið saman. Sama má segja um foreldra hennar, sem hafa alla tíð verið hennar tryggustu stuðnings- menn, og um leið stutt dyggi- lega við bakið á ísfirsku sund- lífi. Þau hafa verið sannir full- trúar þeirrar stefnu, sem þátt- taka foreldranna á að vera í íþróttum barna og unglinga. 77/ hamingju, Helga, og gangi þér vel í Barselónu! Óli Þór. Fjölnir úr Grafarvogi og UMFB léku í Bolungarvík í B-riðli 4. deiidar á mið- vikudaginn í síðustu viku. Leiknum lauk með jafn- tefli, 2:2. Tveir Vestfirðingar leika með Fjölni, Bolvíkingur- inn Ólafur Jens Daðason og ísfirðingurinn Ingi (Pelé) Þ. Guðmundsson. Lék Ólafur Jens á móti sínu gamla liði af mikilli hörku og var lionum m.a. sýnt gula spjaldið. Á myndinni eru þeir félagarnir í leikhléi og er Ingi til vinstri. -GHj. UMFB - Fjölnir 2:2 í tilefni af útsendingum Bylgjunnar frá ísafirði laugardaginn 11. júlí næstkomandi gerum við auglýsendum á svæðinu eftirfarandi tilboð Allir tímar á 115 krónur orðið (Almenn verðskrá 220-270 kr. orðíð) DÆMI: 5 birtingar á 10 orða auglýsingu 5750 krónur 10 birtingar á 10 orða auglýsingu 11500 krónur KOSTABOÐ: 10 orða auglýsing birt í öllum 15 auglýsingatímum dagsins 15000 krónur Sölumenn frá Bylgjunni verða staddir á ísafirði frá fimmtudeginum 9. júlí og verður hægt að ná í þá í síma 4865 eða símboða 984-58701 ALLT VERÐ ER ÁN VIRÐISAUKASKATTS DOSAMOTTAKAN Á ÍSAFIRÐI Dósamóttaka Endurvinnslunnar á ísafirði hefur aðsetur í gámum fyrir neðan litla slippinn í Suðurtanga. Móttakan er opin á miðvikudagskvöldum frá kl. 19.30 til 21.30. Endurvinnslan/BÍ-88. Tilboð þetta gildir aðeins laugardaginn 11. júlí 1992 ATHUGIÐ: Við sendum út á FIVL 101

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.