Vestfirska fréttablaðið - 22.06.1994, Qupperneq 1
[
FRÉTTABLAÐIÐ
SÉRVERSLUN MEÐ REIÐHJÓL
f^ylgihilutir —1saralnlutir
jr
ÞJOTUR • Skeiði • ísafirði • Sími 5059
Miðvikudagur 22. júní 1994 • 25. tbl. 20. árg.
S 94-4011 • FAX 94-4423
VERÐ KR. 170 m/vsk.
„Slagbrandur"
bætir sig í golfinu
Golfvöllurinn á Bíldudal fer
stöðugt batnandi og segja má
að golfæði hafi gripið um sig á
staðnum.
Fyrir skömmu setti Agúst
Gíslason persónulegt met —
fór völlinn á 42 höggum. Fé-
lögum hans fannst hann eiga
viðurkenningu skilið og út-
bjuggu veglegan grip sem sést
á meðfylgjandi mynd. Það er
Oskar Magnússon sem af-
hendir Agústi gripinn, en fyrir
aftan sést í vallarstjórann,
Agúst Sörlason.
Verkið er unnið í pólý-
úrethan-plast og þar er einnig
golfbolti og kylfuhaus. Flér er
um að ræða kylfuhaus þann
sem Agúst sló eitt sinn af skafti
og um eitt hundrað metra eftir
brautinni, en Agúst hefur
auknefnið „slagbrandur" á
golfvellinu.
Myndin er tekin í nýjum og
vistlegum golfskála á Hóli.
Þess má geta, að listaverkið
hefur nafn, heitir „Klúðrið“ af
einhverjum óþekktum ástæð-
um.
Ágúst Gíslason (til vinstri) tekur við merkilegum grip úr hendi Óskars Magnússonar í
viðurkenningarskyni fyrir árangurinn á golfvellinum. Ágúst Sörlason glottir á bak þeim
félögum.
Sjaldsédir hvítir hrafnar
Þýskur togari landar á ísafirði
Tioe cuxhaven
ísfisktogarinn Cuxhaven í höfn á ísafirði. Á bryggjunni er útgerðarstjóri
togarans, sem kom fljúgandi hingað frá Þýskalandi, ásamt Einari Garðari
Hjaltasyni hjá Fiskmarkaði ísafjarðar. Togarinn landaði að vísu ekki á
markað, en Einar Garðar var útgerðarstjóranum til halds og trausts á
ísafirði. Þótt togarinn sé aðeins fjögurra ára gamall væri synd að segja
að hann sé nýtískulegur í samanburði við íslensk fiskiskip. Hann er a.m.k.
aldarfjórðungi á eftir tímanum, samanborið við íslenska togara.
I síðustu viku landaði þýskur
togari á Isafirði, en skilgóðir
ísfirðingar telja sig ekki muna
eftir slrkum viðburði á seinni
áratugum. Reyndar eru áratugir
síðan þýskir togarar hafa yfir-
leitt vanið komur sínar til Isa-
fjarðar (sem og breskir togar-
ar), en þá var erindið ekki að
landa hér afla, heldur til að
sækja hingað ýmsa þjónustu.
Togarinn sem hingað kom í
sfðustu viku er tæplega þúsund
tonna ísfisktogari, heitir Cux-
haven og er frá fiskibænum
Cuxhaven við ósa Saxelfar í
Norður-Þýskalandi. Hann kom
hingað með afla af Svalbarða-
svæðinu og ætlaði síðan til
veiða við Grænland.
Togarinn Cuxhaven er að-
eins fjögurra ára gamall, en
vinnubrögð og starfsaðstaða
um borð eru eins og á íslensk-
um togurum fyrir þrjátíu árum.
Utgerðarfyrirtækið á aðeins
þennan eina ísfisktogara, en
auk hans gerir það út fimm
frystitogara. Af skiljanlegum
ástæðum kemur ekki til álita að
frystitogararnir leggi upp afla
sinn á Islandi, en ef ísfisktog-
arinn Cuxhaven verður áfrarn
við veiðar í Norðurhöfum er
ekki ólíklegt að framhald verði
á því að hann landi hér og selji
aflann annað hvort á markaði
eða beint til frystihúsanna, eins
og nú varð raunin.
PÓLLINN HF. S 3092 Sala & þjónusta 0
Rafþjónusta Raftækjasala Rafhönnun Rafeindaþjónusta Siglingatæki Kælitæki PÓLLINNHF
SJÓNVÖRP
— Á H.M. TIImBOÐI
ísaf jörður
Krílið
skiptir um
eigendur
- Sesselja Þóröardóttir og
Magnús Þorgilsson tóku viö
rekstrinum á kvennadaginn
19. júní
Sesselja Þórðardóttir tekur við lyklunum af Krílinu úr
hendi Gunnlaugar Magnúsdóttur.
Eigendaskipti fóru fram á Bílasjoppunni Krílinu á ísafirði
á Kvennadaginn 19. júní. Það eru hjónin Sesselja Þórðar-
dótir og Magnús Þorgilsson sem keyptu fyrirtækið af Gunn-
laugu Magnúsdóttur og Birgi Ólafssyni og tók Sesselja við
lyklunum úr hendi Gunnlaugar klukkan tólf á hádegi sunnu-
dagsins 19. júní. Aðeins tíu mínútum síðar birtist fyrsti við-
skiptavinur nýju eigendanna og fékk sínar vörur ókeypis f
tilefni dagsins.
Fyrir utan að vera bílasjoppa, þá hefur nætursala um
helgar verið ein helsta skrautfjöður þessarar verslunar.
Sesselja gat þess þegar hún tók við lyklunum af fyrri eig-
endum, að haldið yrði áfram á þeirri braut sem mörkuð hefði
verið og áfram yrði haldið nætursölu um helgar. Eins og ís-
firðingar þekkja sjálfsagt flestir, þá er Krílið til húsa að
Sindragötu 6, skammt frá Sundahöfninni á ísafirði. -hk.
Konukvöld í Krúsinni:
Tom Krús fækkar
fötum fyrir konur
Konukvöld verður í Krúsinni á ísafirði á Jónsmessukvöld,
föstudagskvöldið 24. júní. Þar verður tískusýning og ferða-
happdrætti og Topphár sér um greiðslu módela. Gleðigjaf-
arnir góðkunnu, André Backman, Ellý Vilhjálms og kompaní
leika fyrir dansi til kl. þrjú um nóttina, en aðalnúmer kvöldsins
er fatafellirinn og kvennahrellirinn ógurlegi Tom Krús (Tom
Cruise?) sem afklæðist á meðan konurnar eru einar í saln-
um.
Húsið verður opnað kl. 20 en karlmennirnir fá ekki aðgang
fyrr en klukkan ellefu um kvöldið.
FLUGFÉLAGIO
ERNIR P
ÍSAFIRÐI
Sími 94-4200
Daglegt áætlunarflug
um Vestfirði. Leiguflug
innanlands og utan,
fimm til nítján farþega
vélar.
Sumaráætlun hefur
tekið gildi og er brott-
för frá ísafirði kl. 10
alla virka daga.
Sjúkra- og
neyöarflugsvakt
allan sólarhringinn