Vestfirska fréttablaðið - 22.06.1994, Blaðsíða 6
VESTFIRSKA
6
Sólstöðuskíðagangan 1994:
Hlynur Guðmundsson
þremur sekúndum á
undan Arnari Pálssyni
Hlynur Guðmundsson sigraði í Sólstöðuskíða-
göngunni 1994, sem Skíðafélag ísafjarðar og WC-
Skógarliðið gengust fyrir aðfaranótt sunnudagsins.
Keppendur voru níu talsins og meirihluti þeirra fyrr-
verandi eða núverandi íslandsmeistarar á skíðum.
Keppendur voru ræstir á miðnætti. Gengin var frá
Nónvatni hin hefðbundna Fossavatnsgönguleið og
yfir á Seljalandsdal og endað á Kvennabrekkubrún,
alls um 16-18 kílómetrar. Afar mjótt var á mununum
hjá fyrstu mönnum, aðeins þrjár sekúndur skildu
fyrsta og annan mann og aðeins liðlega hálf mínúta
skildi fyrsta og fjórða mann.
Fjórir fyrstu og tímar þeirra:
1. Hlynur Guðmundsson 45,25 mín.
2. Arnar Pálsson 45,28 -
3. Einar Ólafsson 45,53 -
4. Gísli Einar Árnason 46,00 -
Síðan komu þeir Einar Ágúst Yngvason, Eiríkur
Gíslason, Heimir G. Hansson, Guðmundur Rafn
Kristjánsson og Hermann Óskarsson.
í sveitakeppni sigraði sveit WC-Skógarliðsins, sem
var eina sveitin sem lauk keppni áður en markinu var
lokað.
Veður var norðaustan 5-6 vindstig, skýjað og hiti
4°C. Þröstur Jóhannesson lagði brautina en Hjálp-
arsveit skáta á ísafirði annaðist öryggisgæslu á leið-
inni.
Mótshaldarar eru hæstánægðir með hvernig til
tókst og nú þegar hefur verið ákveðið að halda aðra
Sólstöðugöngu að ári.
Opna Vestfjarða-
mótið í skák á
ísafirði um
næstu helgi
- Efsta sætiö gefur þátttökurétt
í landsliðsflokki
Opna Vestfjarðamótið í skák fyrir árið 1994 verður
haldið á ísafirði um helgina, dagana 24.-26. júní.
Tefldar verða 6 umferðir eftir Monradkerfi. Umhugs-
unartími verður ein og hálf klukkustund á 36 leiki og
síðan hálftími til að klára.
Efsta sætið gefur sjálfkrafa þátttökurétt í lands-
liðsflokki í haust.
Ekki er enn búið að ákveða hvar verður teflt, en því
verður komið á framfæri í Svæðisútvarpinu annað
kvöld, fimmtudagskvöld.
Fyrsta umferð hefst á föstudag kl. 14.00 og verða
tefldar tvær umferðir á dag. Nánari upplýsingar í síma
5244 hjá Guðmundi Gíslasyni.
Miðvikudagur 22. júní 1994
I FRÉTTABLAÐIÐ
Gjaldþrot fyrir hádegi - nýtt
fyrirtæki eftir hádegi
- skuldirnar strikaðar út og jafnframt beöiö um
áframhaldandi lánsviðskipti hjá þjónustufyrirtækjum
Eins og menn vita er Póllinn
hf. á ísafirði eitt af stærstu fyr-
irtækjunum sem annast þjón-
ustu við við útgerðar- og fisk-
vinnslufyrirtæki hér um slóðir.
Á undanförnum árum hefur
Póllinn tapað miklum fjárhæð-
um á gjaldþrotum fyrirtækja í
sjávarútvegi og vinnslu. Hefur
eigendum Pólsins (og fleiri
þjónustufyrirtækja) stundum
þótt einkennilegt að sjá sömu
mennina halda áfram sama
rekstri á sama stað með aðstoð
sömu bankanna og sömu sjóð-
anna eins og ekkert hafi í
skorist, eftir að skuldirnar verið
klipptar af með einu penna-
striki með því að lýsa yfir
gjaldþroti.
í síðustu viku hringdi for-
svarsmaður og aðaleigandi
fiskvinnslufyrirtækis nokkurs
hér vestra í Oskar Eggertsson
framkvæmdastjóra Pólsins hf.
og kvaðst vilja láta hann vita að
hann væri einmitt núna að til-
kynna fyrirtækið til gjaldþrota-
skipta og yrði því ekki um
frekari greiðslur að ræða á
skuldum þess við Pólinn. Ósk-
ari fannst virðingarvert í sjálfu
sér að maðurinn skyldi hringja
og láta vita um þetta og þakkaði
honum fyrir.
Síðar sama dag, fáum
klukkutímum seinna^ hringdi
sami maður aftur í Óskar og
tjáði honum að nú væri búið að
stofna nýtt fyrirtæki um rekst-
urinn og bað um að fá að kom-
ast aftur í lánsviðskipti hjá
Pólnum. Það kom fram í sam-
tali þeirra, að maðurinn ætti
reyndar ekkert í nýja fyrirtæk-
inu og væri í rauninni ekki í
forsvari fyrir það, þótt hann
væri að óska eftir þessari fyrir-
greiðslu.
Óskar neitaði. Hann benti á,
að venjan væri sú að forsvars-
menn fyrirtækja sæju um
samninga um lánsviðskipti og
annað slíkt sem viðkæmi
rekstri þeirra. Ef um slíkt yrði
að ræða, væri lágmarkið að
einhverjir af skráðum eigend-
um eða skráðum forráðamönn-
um fyrirtækisins hefði sarn-
band út af þessu máli.
Enginn slíkur hafði haft
samband við Pólinn þegar
blaðið fór í prentun í dag.
Lesendur:
Löggur viö lögleysu eða
samræmt sólarlag
- Guðmundur Sigurðsson á Flateyri skrifar
í frétt sem birtist í Vestfirska
fréttablaðinu 8. júní sl. og ber
yfirskriftina „Islenska fánann
niður fyrir klukkan átta á
kvöldin“ er tíundað að mikið
hafi verið um fánadaga að
undanförnu og mikið hafi verið
að gera hjá lögreglunnni á Isa-
firði við að taka niður fána hjá
fólki. Þá segir: „Vill lögreglan
minna fólk á að búið á að vera
að taka niður íslenska fánann
fyrir klukkan átta að kveldi
nema þegar um einhverja sér-
staka hátíð eða skemmtun er að
ræða“.
Það er auðvitað ekki verri
venja en hver önnur hjá fólki að
taka fána sína niður klukkan
átta, en það að lögreglan skuli
ætla að beygja samborgara sína
undir einhverjar venjur í sínum
fjölskyldum er vitanlega út í
hött. Hverjum og einum er
leyfilegt að umgangast íslenska
fánann að eigin vilja, svo
framarlega að það stangist ekki
á við þær fánareglur sem gilda
í landinu.
I forsetaúrskurði um fána-
daga og fánatíma frá 23. janúar
1991 segir svo í þriðju grein:
„Fána skal ekki draga á stöng
fyrr en klukkan sjö að morgni
og skal hann að jafnaði ekki
vera lengur uppi en til sólarlags
og aldrei lengur en til miðnætt-
is. Ef flaggað er við útisam-
komu, opinbera athöfn, jarðar-
för eða minningarathöfn, má
fáni vera uppi lengur en til sól-
arlags eða svo lengi sem athöfn
varir, en þó aldrei lengur en til
miðnættis.“
Það ætti því hverjum manni
ljóst að vera, að allar alhæfing-
ar um að taka eigi íslenska fán-
ann niður klukkan átta eru
gjörsamlega úr lausu lofti
gripnar — nema því aðeins að
lögreglan á Isafirði hafi gefið
út rússneska fyrirskipun um að
sólarlag á Isafirði verði fram-
vegis klukkan átta og væri þá
fróðlegt að vita hvort slík til-
skipun gildi bara fyrir ísafjörð
eða hvort reikna megi með
samræmdu sólarlagi í allri
sýslunni.
Að lokum vil ég benda þess-
ari ágætu fánalöggu á það, að
menn sem ekki þekkja fána-
reglurnar og flagga ekki eftir
settum reglum á sínum stofn-
unum eiga ekki að koma nálægt
íslenska fánanum.
Guðmundur Sigurðsson,
Ólafstúni 5, Flateyri.
Grunnvíkingabók
Saga mannlífs og sveitar í Grunnavíkurhreppi,
Guðrún Ása Grímsdóttir skráði. Grunnvíkinga-
tal, Lýður Björnsson skráði.
Eftirtalið fólk hefur ritið á boðstólum: Hlíf sími
4321, Ingi, sími 3646, Kristín, sími 3344,
Rannveig, sími 3696, Valgerður, sími 3583.
Einnigfœst ritið
í Bókaverslun Jónasar Tómassonar.
Leiðrétt-
ingá
upplýs-
ingum í
Símaskrá
1994
- tilkynning
frá
Veðurstofu
íslands
Slæm mistök hafa átt
sér stað í nýrri símaskrá
varðandi upplýsingar um
símanúmer og sjálfvirka
símsvara á Veðurstofu ís-
lands.
Á bls. 435 í Nafnaskrá
hafa allar upplýsingar
hliðrast nema þrjú efstu
númerin, sem eru rétt. Á
þessari síðu er einnig
vitnað til bls. 1 til frekari
upplýsinga um veður-
fregnir, en þessar upplýs-
ingar eru hins vegar á bls.
8 í Atvinnuskrá.
Þar er einnig að ftnna
eina staðinn í símaskránni
þar sem allar upplýsingar
eru réttar.
I Stjórnsýsluskrá (bláar
síður) hefur svæðisnúmeri
alls staðar verið ranglega
bætt framan við „grænu
númerin“ sem byrja á 99.
Veðurþjónusta
við ferðafólk
Snemma í júlí er ráðgert
að taka upp sérþjónustu
fyrir ferðamenn á sím-
svara Veðurstofunnar.
Verið er að þróa og móta
þá þjónustu í samráði við
Ferðamálaráð. Þar mun
verða að finna veðurspá á
ensku, ætlaða erlendum
ferðamönnum, og íslensk-
um ferðamönnum mun
verða gert auðveldara að
nálgast veðurupplýsingar
fyrir þann landshluta sem
þeir hafa áhuga á hverju
sinni. Þessi þjónusta verð-
ur nánar kynnt síðar.
(Frá Veðurstofu
Islands).
ísafjörður:
Innbrotí
Sjallann
Um hádegisbilið á
sunnudag var tilkynnt til
lögreglunnar á ísafirði að
brotist hefði verið inn í
veitingastaðinn Sjallann
á ísafirði. Þar hafði verið
farið inn og stolið
nokkrum bjórdósum og
brotið gler í kæli. Málið
er í rannsókn.
-GHj.