Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 30.11.1994, Qupperneq 3

Vestfirska fréttablaðið - 30.11.1994, Qupperneq 3
VESTFIRSKA FRÉTTABLAÐIÐ L Frábær árangur hjá Kri á móti úrvalsdeildarliði Tindastóls - Sean Gibson skoraði 51 stig fyrir KFÍ Lið Körfuboltafélags ísa- fjarðar (KFI) gerði góða ferð til Sauðárkróks sl. fimmtudag. Þangað var liðið kornið til að taka þátt í 16 liða úrslitum í bikarkeppni Körfuknattleiks- sambands Islands og voru and- stæðingar okkar úrvalsdeildar- lið U.M.F. Tindastóls. Kötturinn átti fullt í fangi með músina Fyrirfram var talið að þetta yrði leikur kattarins að músinni en annað kom á daginn og áttu heimamenn fullt í fangi með hið unga lið Isfirðinga. Leik- urinn byrjaði með látum og áttu KFÍ-menn í töluverðum vand- ræðum með bakverði andstæð- inganna sem pressuðu stíft og náðu þannig góðri forystu í byrjun, 21-7. En fljótlega jafn- aðist leikurinn og á tímabili var jafnt, 27-27. En leikmenn Tindastóls náðu forystu fyrir leikhlé og staðan þá var 53-41. Spenna í lokin I byrjun seinni hálfleiks virtist sem heimamenn ætluðu hreinlega að stinga af, en vörn KFI var með eindæmum sterk og var forskot Tindastóls sent komið var í 17 stig minnkað jafnt og þétt og spenna komin í leikinn. Ef ekki hefði verið stórleikur Páls Kolbeinssonar í lokin hefðu lokatölur orðið aðrar. En sem sagt, úrslit leiksins urðu 86-80 fyrir heimamenn og eru þau úrslit athyglisverð fyrir þær sakir að í röðum Tindastóls eru landsliðsmenn og sterkur Gaui Þ. skrifar erlendur leikmaður. Hann mátti sín að vísu h'tils á móti besta manni vallarins, Sean Gibson, sem fór hamförum í vörn og sókn og skoraði hvorki fleiri né færri en 51 stig. Nýju leikmennirnir falla vel inn í liðið Annars er ekki hægt að segja annað en að þessi árangur sem KFI náði sé árangur liðsheild- arinnar. Hinir nýju leikmenn KFI, þeir Friðrik E. Stefánsson og Hrafn Kristjánsson, eru góð viðbót og féllu þeir vel inn í liðið. Til marks um frammi- stöðu KFI má nefna, að Tinda- stóll skoraði aðeins 33 stig í seinni hálfleik, en slíkt hefur ekki gerst þar í bæ í háa herrans tíð, en KFÍ skoraði 39 stig í hálfleiknum. Næstu leikir KFI eru um næstu helgi í Reykjavík á móti liðumíS og UBK. - Gaui Þ. f SÍMI OKKAR ER 688888 1 Jl FuTAáfam'óí&HA'Sem'jtHý vtuUab. f1.6EYSIR c^Sa, PÚ TEKUR VIO BlLNUM A FLUGVELLINUM ÞEGAR ÞÚ KEMUR OG SKILUR HANN EFTIR A SAMA STAÐ ÞEGAR ÞÚ FERO. l J r ^RÁNARGÖTU 4A L Sími 91-18650 J Miðvikudagur 30. nóvember 1994 3 Aðventukvöld í isafjarðarkapellu Á aðventukvöldi í Isafjarð- arkapellu á sunnudagskvöldið syngja bæði Sunnukórinn og kirkjukórinn, en auk þess verð- ur upplestur og fjölbreyttur hljóðfæraleikur. Meðal annars verður leikið á franskt horn og fiðlu. Hulda Bragadóttir organisti Iwona Kutyla söngstjóri LJÖSRITUIMAR- PAPPÍR Á SAMA VERÐI OG REST GERIST IREYKJAVIK ÍSPRENTHF. PRENTSMIÐJA S 94-3223 EKKIBARA Á SJÓ... m SAMSKIP SAMSKIP INNANLANDS Holtabakka • Reykjavík • Sími 69 86 66

x

Vestfirska fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.