Vestfirska fréttablaðið - 30.11.1994, Qupperneq 8
VESTFIRSKA
8
Bók eftir ungan ísfirskan
sagnfræðing:
Landnám íslend-
inga í Lúxemborg
Heimir G. Hansson.
Hefurðu flogið til Lúx? Kannski gist á Hotel le Roi
Dagobert? Komið á Cockpit Inn? Fengið bíl á leigu hjá
Lux Viking? Hefurðu átt heima í Lúxemborg eða áttu
kannski ættingja og vini þar?
í Hertogadæminu Lúxemborg, smáríkinu í hjarta
Evrópu, búa og hafa búið um stundarsakir fjölmargir
íslendingar og hafa þeir m.a. átt stóran þátt í þróun
flugsamgangna þar í landi.
Sögunefnd (slendinga í Lúxemborg hefur nú gefið
út bókina „Landnám Islendinga í Lúxemborg". Höf-
undur er Heimir G. Hansson sagnfræðingur. I bókinni
er rakinn aðdragandi að búferlaflutningum mikils
fjölda íslendinga til Lúxemborgar, fjallað um líf þeirra
og margvísleg störf, bæði þeirra sem nú eru búsettir
þar og hinna sem brottfluttir eru. Einnig er rakin saga
þeirra fyrirtækja sem íslendingar hafa stofnað eða
eiga. f bókinni er ítarlegt manntal og hana prýðir á
þriðja hundrað mynda, þar af fjölmargar í lit.
Höfundurinn, Heimir Gestur Hansson, fæddist á
ísafirði árið 1968. Hann lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum á ísafirði árið 1988 og BA-prófi í
sagnfræði frá Háskóla íslands árið 1993. Hann
stundar nú framhaldsnám við Leeds-háskóla í
Englandi. Áður hefur birst á prenti eftir Heimi ritgerðin
„Mannlíf og lífsbarátta á Vestfjörðum 1939-45 —
Vestfirðir og síðari heimsstyrjöldin" í Ársriti Sögufé-
lags ísfirðinga 1993.
Bókin Landnám Islendinga í Lúxemborg verður
nánast eingöngu seld í einkasölu, en ekki í bóka-
verslunum. Verð hennar fyrst um sinn er kr. 7.000
sem er tilboðsverð. Sölumenn á Vestfjörðum eru Þóra
Gestsdóttir og Hans W. Haraldsson, Seljalandsvegi
22 á ísafirði, sími 94-3315.
Listaskóli Rögnvaldar
Ólafssonar:
Myndverk barna
sýnd í Slunkaríki
Á laugardaginn kl. 16.00 verður opnuð í Slunkaríki
á ísafirði sýning á myndverkum barna sem að und-
anförnu hafa verið á sex vikna myndlistarnámskeiði í
Listaskóla Rögnvaldar Ólafssonar á ísafirði. Kennari
á námskeiðinu var Guðrún Guðmundsdóttir.
Á sýningunni getur að líta afraksturinn af nám-
skeiðinu, málaðar myndir, leirmuni og fleira. Sýningin
verður opin aðeins í fimm daga og lýkur henni mið-
vikudaginn 7. desember. Hún er opin kl. 16.00-18.00
alla dagana.
Miðvikudagur 30. nóvember 1994
FRÉTTABT Amn [
Rithöfundupinn, menntasetrið
og fagurblá fjarlægðin
- Björn Teitsson skólameistari skrifar
I Vestfirska fréttablaðinu
sem út kom miðvikudaginn 23.
nóv. 1994 er á bls. 7 að finna
nöldurritsmíð eftir Rúnar
Helga Vignisson. Hún nefnist:
Ut í bláinn — Lýst eftir
menntasetri. Fram kemur hjá
Rúnari að hann hafi stundað
nám hér á dögum Jóns Baldvins
og Bryndísar, og það hafi verið
góðir dagar. — Hér birtist
ljúfsár og tregablandin eftirsjá
rithöfundarins eftir hinu liðna.
Um hugrenningar hans á við
hið fornkveðna, að fjarlægðin
gerir fjöllin blá og mennina
mikla.
I hinni yfirlætisfullu grein
Rúnars er vegið ómakiega að
starfsemi Framhaldsskóla
Vestfjarða. Yfirleitt erálitamál,
hvort svara eigi slíkurn skrif-
um, en niðurstaða flestra
starfsmanna Framhaldsskólans
er að rétt sé að gera það að
þessu sinni. Um leið skal nefnt,
að í forystugrein Vestfirska
fréttablaðsins nýlega taldi fyrr-
verandi starfsmaður skólans að
skólinn væri góður.
Flestir komast óskaddaðir
frá kennslu
Rúnar ræðir um skólann af
tilfinningahita rithöfundarins,
og segir að hann og kona hans
hafi seint beðið þess bætur að
hafa orðið að fást við nemendur
skólans nú nýlega sem stunda-
kennarar eina haustönn. —
Þessi fullyrðing er órökstudd
og styðst ekki við reynslu ann-
arra kennara hér, svo að kunn-
ugt sé. Langflestir sem fást við
kennslu komast óskemmdir á
sálinni frá því, a.m.k. ef þeir
Björn Teitsson.
„/ hinni yfirlætis-
fullu grein Rúnars
er vegið ómaklega
að starfsemi Fram-
haldsskóla Vest-
fjarða. Yfirleitt er á-
litamál, hvort svara
eigi slíkum skrif-
um...“
fara skynsamlega að nemend-
um. Rúnar mun reyndar hafa
tekið að sér að kenna nemend-
um í verknámsdeild bóklega
grein, en það réttlætir ekki orð
hans.
Sömu kröfur
og annars staðar
Rúnar lætur í veðri vaka, að
í Framhaldsskólanum sé höfð-
inu stungið í sandinn og efa-
semdarorð unr ágæti skólans
látin sem vindur unr eyru þjóta,
þess í stað eigi að muna að
sjaldan ljúgi almannarómur. í
framhaldi af þessu segir hann
að nemendur í Súðavík hafi
sagt að í Framhaldsskóla Vest-
fjarða fari fólk aðeins til að
skemmta sér, enda læri þar
enginn neitt.
— Með þessu tali fer rithöf-
undurinn alveg niður á slúður-
stigið, og virðist skýla sér á bak
við orð einhverra örfárra. Hann
færir engin efnisleg rök fyrir
rnáli sínu. Staðreynd er hins
vegar, að í skólanum hér er hart
gengið eftir því að nemendur
læri, og m.a. þess vegna falla
ýmsir á prófum. Yfir því er svo
stundum kvartað. Hér verður
þó auðvitað að halda uppi
kröfum varðandi kunnáttu m.a.
til stúdentsprófs og iðnprófs
ekki síður en annars staðar á
landi okkar.
Skólakerfíð hefur þróast
Rúnar segir að ekki sé nóg að
kennarar hafi réttindi og kenn-
araskipti séu ekki eins ör og
áður. Fyrri kennarar hafi verið
leitandi og andrúmsloft í
kringum skólann þá kraftmikið.
— Rúnar kemur mjög sjaldan
inn fyrir dyr skólans og veit
tæpast hvort núverandi kennar-
ar hans eru leitandi eða ekki.
Kennararnir búa yfir margvís-
legri hæfni og þeir taka með
ýntsu móti þátt í menningarlífi
bæjarins, gagnstætt því sem
Rúnar gefur í skyn.
En vissulega er ekki allt hér
óbreytt frá fyrri tíð. Frá 1975
hefur framhaldsskólum í land-
inu fjölgað um helnring eða
svo, og þeir eru í öllum lands-
hlutum, sem ekki var þegar
Rúnar var í Menntaskólanum
á ísafirði. Með sameiningu
Menntaskólans og Iðnskólans
í eina stofnun, frá 1987,
breyttist skólinn í ýmsum
grundvallaratriðum. Færri en
áður búa f heimavist skólans
eftir að skólabíll tók að ganga
daglega frá Bolungarvík. Frá
1989 hafa framhaldsskólar
orðið að taka við öllum sem
koma úr grunnskólum, burtséð
frá einkunnum. Það hefur
valdið okkur og fleirum
nokkrum vanda, en við bregð-
umst m.a. við með því að vinna
að stofnun stuttra starfsnáms-
brauta hér.
Of margir segja: Vest-
fírskt — nei takk.
Hér skal því ekki haldið
fram, að Framhaldsskóli Vest-
fjarða sé fullkominn fremur en
aðrir. Undirritaður hefur opin-
berlega áður bent á, að Vest-
firðingar sæktu skólann ekki
nógu vel. Rúnar hafnar hluta af
þeim skýringum sem þá voru
settar fram. Hlutlæg umræða
um þau mál væri af hinu góða.
Reyndar er það svo að á fleiri
sviðum en sviði skólamála eiga
Vestfirðingar til að segja:
Vestfirskt — nei takk. Nú þeg-
ar langflestir Vestfirðingar eru
brottfluttir Vestfirðingar, virð-
ist ekki vera auðvelt að breyta
þeim hugsunarhætti.
Höfundur er skólameistari
Framhaldsskóla Vestfjarða.
Menntasetur fundið!
- Orðsending til Rúnars Helga frá Nemendafélagi F.V.Í.
í grein Rúnars Helga Vign-
issonar í Vestfirska fréttablað-
inu þann 23. nóvember sl. er
fjallað um málefni M.I. fyrr og
nú (nú F.V.I.). Einhvern veginn
skín það í gegn í greininni að
hann hefur ekki kynnt sér mál-
efni skólans mjög vel, enda
færir hann engin rök fyrir því
sem hann gagnrýnir í starfi
skólans, önnur en slúður úti í
bæ. Við höfum ekki séð til hans
í nágrenni skólans í seinni tíð.
Hvernig getur hann þá sagt til
urn það hvað fer frarn innan
veggja hans?
Okkur þykir það leitt, að
maður sem segir sig bera um-
hyggju fyrir skólanum og
orðstír hans skuli fara með slíkt
fleipur, eins og það að nem-
endur skólans hafi alls engan
áhuga á náminu og vilji ekkert
annað gera en að skemmta sér.
I raun er greinarhöfundur að
segja, að í F.V.I. sé kennsla
ekki upp á marga fiska og
nemendur ekki heldur. Þetta er
ekki rétt, því kennsla er nú með
betra móti, að okkar mati.
Einnig heldur Rúnar því
fram, að andrúmsloft skólans sé
„dauðhreinsað“. Við viljum
meina að hann sé alls ekki
dómbær um það, frekar eru það
nemendur og starfsfólk skól-
ans.
Skrif Rúnars eru svo mikið
„út í bláinn" að við teljum ekki
ástæðu til að fjalla meira um
þau hér og nú.
Nemendafélag F. V.I.
Athugasemd
vegna grein-
ar um Fram-
haldsskólann
Mér hefur verið tjáð að
nemendur 10. bekkjar
Grunnskólans í Súðavík
hafi sætt hálfgerðu aðkasti
vegna álits þeirra á Fram-
haldsskóla Vestfjarða, tí-
undað í grein minni fyrir
viku. Mér þykir afar leitt til
þess að vita og bið sárreiða
lesendur að beina spjótum
sínum eingöngu að mér ef
hengja þarf bakara fyrir
smið.
Rúnar Helgi Vignisson.
Sonur Bleika Pardusins
Funny
has a colour
aii its ovmí
HJÁ OKKUR FÆRÐU NYJUSTU MYNDBÖNDIN
Á AÐEINS
KR. 300
Videoúrval
Hafnarstræti 11 • ísafirði Sími 3339
Allar nýjustu myndirnar
Krákan