Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 30.11.1994, Side 12

Vestfirska fréttablaðið - 30.11.1994, Side 12
KAFFI og á Hótelinu nk. sunnudag milli kl. 3 og 5. Nýju bækurnar liggja frammi til skoðunar. Lesið úr nokkrum nýjum bókum. KAFFIHLAÐBORÐ - MÚSIK - ÓKEYPIS AÐGANGUR BÓKAVERSLUN . JÓNASAR TÓMASSONAR rrOZet Sími 3123, ísafirði BÓK FRÉTTABL AÐIÐ RITSTJÓRN OGAUGLÝSINGAR: SÍMI94-4011 • FAX 94-4423 Fynstu tillogur um Vestfjapðaaðstoð lagðap fpam - Gert ráð fyrir lánveitingum til Kambs hf. á Flateyri, Rits hf. á ísafirði og Hólmatlrangs hf. á Hólmavík - Nefndin með langa nafnið hyggst Ijuka starfi fyrir aramot Nefndin sem fjallar um Vestfjarðaaðstoðina svoköll- uðu hefur gert sínar fyrstu tillögur um lánveitingar til vestfirskra sjávarútvegsfyrirtækja. A fundi sl. fimmtu- dag samþykkti nefndin tillögur um afgreiðslu á þremur umsóknum, en þar er um að ræða lán til Kambs hf. á Flateyri, Rits hf. á ísafirði og Hólmadrangs hf. á Hólmavík. staða fyrirtækjanna og haldnir fundir með umsækjendum og helstu lánardrottnum þeirra, í því skyni að kanna ýmsa kosti varðandi sameiningu fyrirtækja og aðstoða við að finna leiðir til hagræðingar. I lögum er nefndinni falið að gera tillögur til stjórnar Byggðastofnunar um af- greiðslu á lánsumsóknum, en hún tekur síðan ákvörðun um samþykki eða synjun. Nefndin hefur markað þá stefnu að af- greiða umsóknir jafnóðum og fyrirtæki hafi náð niðurstöðu í sameiningarviðræðum. Á grundvelli laga nr. 96/ 1994 „Um ráðstafanir til að stuðla að stækkun atvinnu- og þjónustusvæða á Vestfjörðum í kjölfar samdráttar í þorskafla“ var skipuð nefnd til að fjalia um umsóknir sjávar- útvegsfyrirtækja á Vestfjörð- um um víkjandi lán frá Byggðastofnun. Nefndin heitir fullu nafni „Starfshópur um stækkun atvinnu- og þjónustu- svæða á Vestfjörðum", oft kölluð „nefndin með langa nafnið“. Formaður hennar er Eyjólfur Sveinsson, aðstoðar- maður forsætisráðherra. Sautján umsóknir bárust Tilgangur lánveitinganna er að liðka fyrir sameiningu fyr- irtækja og stuðla þannig að hagræðingu í atvinnulífi á Vestfjörðum. Auglýst var eftir umsóknum og rann umsóknar- frestur út 9. september. Sautján umsóknir bárust fyrir alls 25 sjávarútvegsfyrirtæki. Um- sóknirnar báru með sér að fyr- irtæki voru misjafnlega langt komin í umræðu um samein- ingu og höfðu misjafnlega mótaðar hugmyndir í þeim efnum. Nefndin hefur farið yfir hvaða umsóknir uppfylli skil- yrði laga og verklagsreglna um væntanlegar lánveitingar. Könnuð hefur verið fjárhags- Sameining fyrirtækja er ein af forsendum lánveit- inga Eins og vænta má er um sameiningu eldri fyrirtækja að ræða í öllum þeim þremur til- vikum þar sem nefndin hefur gert tillögur um lánveitingar, enda er slíkt ein af forsendum þess að um lán geti orðið að ræða. Á Flateyri hafa Hjálmur, Brimnes og Kambur sameinast í eitt útgerðar- og fiskvinnslu- fyrirtæki undir nafni Kambs hf„ á Isafirði er Ritur hf. orðinn til úr þrotabúum Niðursuðu- verksmiðjunnar hf. og Rækju- stöðvarinnar hf. og á Hólmavík renna kaupfélagsfrystihúsin á Hólmavík og Drangsnesi sam- M METRO Ljósaperur á 65 krónur! Mjallargötu 1 - Isafirði METRÖ Sími4644 Frá Hólmavíkurhöfn. an við útgerðarfélagið Hólma- drang hf. Fleiri tillögur verða lagðar fram síðar í samræmi við framvinduna í sameiningar- málum vestfirskra fyrirtækja. Nefndin stefnir að því að ljúka störfum fyrir áramót, þannig að þá verði búið að ganga frá öll- um tillögum um lánveitingar úr „Vestfjarðaaðstoðinni". Vestfirska hefur heyrt... ...að vegagerð á íslandi sé farin að snúast um fiest annað en vegagerð á þessum síð- ustu og verstu. Frægt er orðið dæmið um Gilsfjarðarbrúna sem þvælst hefur fyrir rauðbryst- ingsverndarmönnum mánuð eftir mánuð og er nú búið að tefja það að útboð geti farið fram fyrr enánæstaári. I Strandasýslu stóð til að endurbæta veginn um Sel- strönd á milli Drangsness og Hólmavíkur, en þar er hin mesta snjóakista. En sú vega- gerð er nú að snúast upp í eitthvað allt annað, því sífellt er verið að leggja mat á fyrir- hugað vegarstæði. Sagt er að lifnað hafi heldur betur yfir einum íbúa á Drangsnesi þegar hann frétti af því að nú ætti að leggja mat á veginn enn eina ferðina. Hugðist hann fara við fyrsta tækifæri með kerru í eftirdragi og tína upp eitthvað af öllum þessum mat sem Vegagerðin væri búin að dreifa um sveitina... ...að sorpeyðingarstöðin Funi á ísafirði sem í upphafi var svo stór að hún átti að duga nánast um aldur og ævi, sé nú þegar komin með fulla nýtingu og vel það. Eftir að urðun hætti á ýmsu drasli í Suðurtanganum á ísafirði hafa sorpgeymslur Funa yfirfyllst og hafa starfs- menn vart undan þó unnið sé allan sólarhringinn alla daga vikunnar.. Pétup Sigurösson á Þjóðvaka- fundi Jóhönnu Sigurðardóttur Á stórfundi Þjóðvaka, stjórnmálasamtaka Jóhönnu Sigurðardóttur, sem haldinn var í Reykjavík um helgina, vöktu margir mikla athygli með nærveru sinni. Þar á meðal var Pétur Sigurðsson, einn af hornsteinum jafnaðar- manna á Isafirði og landinu öllu, forseti Alþýðusambands Vestfjarða, varaþingmaður Sighvats Björgvinssonar og fyrrverandi bæjarfulltrúi Al- þýðuflokksins á Isafirði. Eins og flestir vita er sonur Péturs, Sigurður Pétursson sagnfræðingur, fyrrverandi formaður Sambands ungra jafnaðarmanna, sterklega orðaður við efsta sætið á væntanlegum framboðslista Þjóðvaka á Vestfjörðum. Eig- inkona Sigurðar og tengda- dóttir Péturs er Ólína Þor- Pétur. varðardóttir, fyrrverandi borg- arfulltrúi í Reykjavík, mikill stuðningsmaður Jóhönnu. Ó- lína er dóttir Þorvarðar heitins Kjerúlf Þorsteinssonar, fyrrum sýslumanns og bæjarfógeta á Isafirði. Þau hjónin Sigurður og Jóhanna. Ólína voru að sjálfsögðu á Þj óð vakafundinum. Einhvern tíma hefur verið sagt af minna tilefni en nú, þegar Þjóðvaki er að fæðast, að krosstrén bregðist eins og aðrir raftar... POKI Má ekki segja að Jóhanna fái Vestfjarða- aðstoð..? STÚRLÆKKUIM á öUum b&lcunarvöruiyn IkSXZr B JÖRNSBUÐ flórsykur, smjörlíki og margt fleira! Athl Opið í desember laugardaga 10-18 og sunnudaga 13-16

x

Vestfirska fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.