Feykir - 16.11.1983, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 1983
6 FEYKIR
Hversdags
HVER ER MAÐURINN?
Upplýsingar komu frá Dýrleifu Árna-
dottur og Unni Magnúsdóttur á Sauð-
árkróki um mynd nr. 77 úrsíðasta blaði.
Reyndust þar vera Regina Margrét
Jónasdóttir læknis Kristjánssonar, sú er
stendur til hægri, en sitjandi til vinstri
Magnea Baldvinsdóttir saumakona á
Sauðárkróki. Og við þökkum enn fyrir
veitta vitneskju.
Nú birtum við eina mynd fyrir
hestamenn, ef nokkur skyldi þekkja
þann hinn fyrirmannlega á mynd nr. 80.
Björn Pálsson frá ísafirði hefur fest hann
á pappírinn á sínum tíma. Síðan er mynd
af föngulegum brúðhjónum, tekin af P.
Brynjólfssyni ljósmyndara í Reykjavík.
Vinsamlegast komið upplýsingum til
Safnahússins, 550 Sauðárkróki, sími 95-
5424.
80
81
VÍSUR
Kæri Feykir!
Enn þakka ég fyrir ánægjulega sam-
veru og hlýjan hug til mín frá Skagfirð-
ingum. í 15. blaði fann ég að galla í
vísuhelmingi og það ekki að ástæðu-
lausu, en vissi ekki eftir hvern hann var.
Þess vegna var ég óvenju kurteis. Nú er
mér tilkynnt í 16. blaði að það sé Indíana
Sigmundsdóttir, sú sama og sendi
prýðilegan fyrripart og ég botnaði með
ánægju. Láttu hljóða lagið góða o.s.frv. í
16. blaði birtist mjög góð vísa eftir hana
úr Hólaferð. Það er sjaldgæft nú á dögum
að sjá eftir unga stúlku hringhenda
nýhendu. Nú sendir þessi elska mér
hástuðlaðar ferskeytlur sem ég þakka
fyrir og ætla að reyna að launa fyrir með
eftirfarandi:
Þrætusök er fallin frá
fást með rökum bætur.
Þínar stökur muna má
margar vökunætur.
Von um sættir þér ég þyl,
það oss bætti framann.
Um þína ætt ég vita vil,
víst mér þætti gaman.
Öldnum kalli óðs við brall
yljar falleg baga.
Láttu gjalla ljóða spjall,
lífs um alla daga.
Annarri konu sem er mér kær frá fyrri
tíð vil ég þakka margar vísur í þáttum
Feykis. Eg vona að prentvillupúkinn
leiðrétti þriðju vísuna hennar í veður-
fregnavísunum.
I 16. blaði er mynd ein ágæt þar sem
heiðursborgarar Sauðárkróks eru býsna
alvarlegir á svipinn. Hjá þeim stendur
stúlka með skeiðahníf sem hún stefni á
Þórð. Þá datt mér þetta í hug:
Heiðurs karlar hérna standa,
hafa sigrað erfitt líf.
Þeirra gætir vösk að vanda
valkyrja með skeiðahníf.
Þegar ég sá Oddvitann í 16. blaði datt
mér í hug vísa ísleifs Gíslasonar:
Öllum verst ég ástríðum,
utan skornu rjóli.
Fram hjá öðrum freistingum
fór ég á mótorhjóli.
Það er auðheyrt að Sigfúsi Steindórs-
syni hefur fundist sér misboðið að ég
skyldi nefna ofstuðlun í vísu hans, en það
gleymist fljótlega og þakka ég honum
svarvísuna, en hann mætti endurskoða
seinnipart hennar.
Það er ekki víst hvor okkar fær
hvíldina fyrr. Svo lætur hann skína í að
ég sé að hæla sjálfum mér. Það er
misskilningur að þessu sinni þó mér geti
orðið það á sem gömlum Lýtingi. Sem
sýnishorn af slíkum kveðskap sendi ég
Sigfúsi þessa vísu til eftirbreytni:
Þó mín eyðist orka há
ýmsir meiði klafar.
Þroskaskeiði er ég á
alla leið til grafar.
Svo segist Sigfús vera upp á kant við
Holtakexið, þennan dásamlega fóður-
bæti frá Sambandinu, heldur því fram að
það sé vindaukandi og var þó ekki við
bætandi.
Lengi í Fúsa loftið vex,
líklega springur hann í vetur.
Hann er upp á kant við kex,
við konur líkar honum betur.
Þá er gaman að heyra í frænda
Sigfúsar, Þorbergi, vini mínum og
viðskiptavini. Ég hélt að hann væri
fiuttur á æðra tilverustig. Nú sendir
hringhenta langhendu af hagfirðinga-
hætti. Til baka sendi ég honum stutt-
henta hringhendu af hagfirðingahætti og
ég er ekki búinn að sjá aðra leika það eftir
okkur:
Þorbergur syngur sáttur,
síst hans ríngast þáttur.
Hagfirðingaháttur,
hans er slyngur máttur.
Sá er vinur sem til vamms segir. Ef
ekki er prentvillupúkinn í síðbæruvís-
unni hennar Indíönu vinkonu minnar, þá
er hún að stríða mér með því að ofstuðla
aðra hendinguna - y og ö. Ég veit að hún
hefur ætlað að segja
alveg varð ég hissa.
Vísan sem „gamall Króksari” sendi í
20. blað gerði mikla lukku og hlátur á
mínu heimili, væri gaman að heyra meira
frá honum.
Af því ég er stundum að benda fólki á
rímgalla og er að vona að þeim fækki
með æfingunni, þá er svar mitt þannig:
Sigfús fretar mönnum meir,
mærðar eykur forðann!
Stundum til mín lykt af leir,
leggur þarna að norðan.
Svo enda ég þessi orð mín að sinni með
kæru þakklæti til Guðbrands Magnús-
sonar fyrir myndir, vísur og ferðasöguna
af Eyvindarstaðaheiði. Á þær slóðir hef
ég ekki komið en forfeður' mínir voru
gangnamenn þar margar aldir, í báðar
ættir. Mér fannst fyrirsögnin vera
seinnipartur af vísu og setti þetta framan
við strax:
Hefjum reið um hraun t)g grjót,
holtaleið og fláa.
Frjálsan breiðir faðminn mót,
fjallaheiðið bláa.
Á þriðju síðu sá ég svo alla vísuna og
hver höfundurinn var. Nota ég nú
tækifærið að þakka Jóa í Stapa fyrir allar
hans vísur fyrr og síðar og sendi honum
þessa:
Orðahagan hitti ég mann,
hljóma faguryrði.
Alla daga yrkir hann,
enda úr Skagafirði.
Ég fylgdist með ferðalaginu og naut
þess með gangnamönnum, kemur þá
margt upp í hugann frá gamalli tíð. Það
hefur ekki verið eins gott veðrið í þá daga
er Einar á Reykjarhóli (?) hélt heim til sín
úr Krókunum undir áhrifum sem oftar
og raulaði þessa vísu:
Króks á leiðum ölið enn
oss á freyðir vörum,
en fram til heiða mega menn
mæta neyðar kjörum.
Og Sigurjón Gíslason frá Syðstu-
Grund í Blönduhlíð kvað:
Lifnar hugur léttist brá,
lítt mun duga að sofa.
Kvæða flugum förum á,
fram í Bugakofa.
Blöndhlíðungar með Bjarna Halldórs-
son á Uppsölum sem hirðskáld þann
daginn kveður:
Sveinar runnu sveitum frá,
syngja kunnu braginn.
Gneistar brunnu götum á,
gangna sunnudaginn.
VALNASTAKKUR
Héraðsfundur...
Framhald af forsíðu.
meðtekið bréf frá Fljótamönn-
um þar sem þess er óskað að
hraðað verði viðgerð Barðs-
kirkju og hún afhent söfnuð-
inum. Kvaðst prófastur hafa
komið bréfinu áfram til biskups.
Myndi hann og fieiri fylgja
þessu máli eftir.
Sumarbúðir hefðu verið starf-
ræktar á Hólum í sumar. Hefði
sú starfsemi gengið vel og vænti
hann þess að framhald gæti á
orðið með Guðs hjálp og góðra
manna.
Að loknum hefðbundnum
fundarstörfum fiutti séra Gísli
Gunnarsson í Glaumbæ erindi
um Lúther og gildi siðbótar
hans fyrir hina kristnu kirkju.
Var erindi hans yfirgripsmikið
og fróðlegt og skörulega flutt.
Að loknum umræðum tók
séra Sigurpáll Óskarsson til
máls og skýrði frá gangi mála á
nýafstöðnu kirkjuþingi.
Bauð séra Sigurpáll síðan
fundarmönnum til kvöldverðar
á heimili sínu. Að lokum þakk-
aði prófastur góðar móttökur
heimamanna og lauk fundinum
með ritningarlestri og bæn.
Bjarni Á. Jóhannesson.
Innilegar þakkir til ykkar allra sem sýnduð
okkur hluttekningu og samúð vegna
andláts og jarðarfarar foreldra minna,
Gisla Stefáns Sigurðssonar
og
Jóhönnu Sigríðar Sölvadóttur
Aðalgötu 27, Sauðárkrókl.
Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks
Sjúkrahúss Skagfirðinga, Sauðárkróki.
Siguröur Gislason, Erna Magnúsdóttir,
Gisli Sigurósson, Karólina Thorarensen,
Erna Gisladóttir.