Feykir - 29.08.1984, Síða 2
2 FEYKIR
MIÐVIKUDAGUR 29. ÁGÚST 1984
Feykir
RITSTJÓRI OG ÁBVRGÐARMAÐUR: Guðbrandur
Magnússon. ÚTGEFANDI: Feykir hf. PÓSTFANG:
Pósthólf 4, 550 Sauðárkrókur SlMI: 95/5757.
STJÓRN FEYKIS HF.: Hilmir Jóhannesson, Sr.
Hjálmar Jónsson, Jón Ásbergsson, Jón F.
Hjartarson, Siguröur Ágústsson BLAÐAMENN:
Hávar Sigurjónsson og Magnús Ólafsson.
ÁSKRIFTARVERÐ: 23 kr. hvert tbl.; i lausasölu 25 kr.
GRUNNVERÐ AUGLÝSINGA: 100 kr hver
dálksentimetri ÚTGÁFUTlÐNI: Annan hvern
miðvikudag. PRENTUN: Dagsprent hf. SETNING
OG UMBROT: Guðbrandur Magnússon.
SKRIFSTOFA: Aðalgötu 2, Sauðárkróki
Steinullanerksrniðjan
Að ári liðnu mun Stcinullarverksmiðjan hf. taka til
starfa á Sauðárkróki. Undirbúningur hefur tekið um
áratug og má með eindæmum teljast við hve ramman
reip hefur verið að draga allan þann tíma, því sýnt hefur
Leiðari
verið fram á hagkvæman rekstur verksmiðjunnar
svo ekki verður um villst.
Verksmiðjan mun verða mikil lyftistöng
atvinnulífi í Skagafirði, en í henni munu vinna um 35
starfsmenn. Þar að auki skapast í tengslum við
starfsemina ýmis þjónustustörf.
Þátttaka ríkisins í fyrirtækinu hefur vakið umtal
og deilur þrátt fyrir að nú blasi við að verksmiðjan
sjálf er arðbær og augljós hagkvæmni þess að hætta
innflutningi einangrunarefna. Ef að líkum lætur
mun gjaldeyrissparnaður verða verulegur. Inn-
flutningur á steinull og glerull mun nokkurn veginn
leggjast af.
Þegar olíukreppan stóð brugðust Norðurlanda-
þjóðir þannig við að gert var stórátak í
orkusparnaði. íslendingar fóru hins vegar þá leið að
auka niðurgreiðslur á olíu. Við tilkomu
steinullarverksmiðjunnar mun verð á einangrunar-
efnum lækka sem leiðir til aukinnar notkunar þeirra
og hefur þetta í för með sér verulegan orkusparnað í
húsahitun. Niðurstaðan hlýtur því að vera að þörf á
niðurgreiðslu orku til húsahitunar fer minnkandi.
Ættu allir að sjá hagkvæmni þess. Ríkið mun því ná
margfalt til baka því fé sem lagt hefur verið til
verksmiðjunnar auk þess beina ávinnings sem
húsbyggjendur verða aðnjótandi.
Skagaströnd
I viðtali sem Feykir átti við Sigfús Jónsson
sveitarstjóra á Skagaströnd segir hann'm.a.:
„Þó hér sé rífandi atvinna eins og er verður
uppbyggingin að halda áfram. Næstu skref í þeim
málum er eðlilegt að verði við frekari vinnslu
sjávarafla, t.d. niðursuða á rækju o.fl. Einnig má
benda á þá miklu möguleika sem við eigum í
sambandi við afla skuttogarans Örvars. Þar er um að
ræða einstakt úrvalshráefni og ættu allir möguleikar
að vera á að koma hér upp fiskréttaverksmiðju sem
sérhæfði sig í framleiðslu rétta úr þessu hráefni.
Hugsanlegt væri að samvinna gæti tekist um þetta
við Hólmvíkinga, þar sem þeir hafa einnig eignast
frystitogara.”
Síðar í viðtalinu bendir Sigfús á möguleika þess að
stofnsetja stórt iðnfyrirtæki, t.d. á borð við
járnblendiverksmiðjuna, sem yrði á strandlengjunni
milli Skagastrandar og Blönduóss, en þar er hægt að
gera góða höfn. Bendir sveitarstjórinn á að með vegi
yfir Þverárfjall gæti slíkt fyrirtæki einnig komið
Skagfirðingum til góða.
Fjórðungssambandið á villigötum
— Spurðu einnar spurningar; Hvað
fá sveitarfélögin í sinn hlut frá
Fjórðungssambandinu í stað þeirra
peninga sem þau greiða til þess? Og
svar mitt verður... ekkert!” Svona
svaraði einn forsvarsmaður sveitar-
félags á Norðurlandi vestra er hann
var beðinn um álit á Fjórðungs-
sambandi Norðlendinga, sem held-
ur þing sitt um næstu helgi á
Reykjum í Hrútafirði.
Um málefni þingsins vísast til
fréttatilkynningar á bls. 6.
Við hér á ritstjórn Fcykis höfðum
samband við stjórnendur nokkurra
þéttbýlissveitarfélaga á Norður-
landi í tilefni væntanlegs þinghalds
og inntum þá eftir afstöðu til
sambandsins. Af svörum þeirra
verður ekki annað séð en að almenn
óánægja sé ríkjandi með starfsháttu
sambandsins. Mönnum finnst sem
peningar þeir sem renna til
sambandsins hverfi í rekstur
skrifstofunnar á Akureyri, alls kyns
skýrslugerðir og nefndastörf. Þá
gagnrýna menn það gjarnan að
Fjórðungssambandið sé farið að lifa
„sjálfstæðu lífi”, en sé ekki
verkfæri sveitarfélaganna. Má í því
sambandi nefna að framkvæmda-
stjóri sambandsins hefur oftar en
einu sinni komið fram opinberlega
og lýst skoðunum sínum á
viðkvæmum deilumálum og hefur
það þá gjarnan verið túlkað sem
stefna Fjórðungssambandsins. Það
er ekki ætlast til þess að
framkvæmdastjóri Fjórðungssam-
bandsins marki pólitíska stefnu
þess, heldur sjái um rekstur þess, sé
embættismaður en ekki stjórn-
málamaður.
Þessi skoðun kom fram hjá fleiri
en einum stjórnanda sveitarfélaga á
Norðurlandi, en þá með þeim
formála að ekki mætti hafa slíkt
eftir þeim. Menn virðast af
einhverjum ástæðum hræðast að
setja fram skoðanir sinar opinber-
lega á þessum málum. Er
vandfundin ástæða þess.
Þeirri hugmynd hefur verið hreyft
oftar en einu sinni að þeim
peningum sem varið er til
Fjórðungssambandsins væri betur
varið beint til atvinnuuppbygging-
ar. Á sama tíma og peningarnir
hverfa í hít Fjórðungssambandsins
er t.d. enginn iðnþróunarsjóðursem
fyrirtæki á svæðinu gætu nýtt sér til
þróunar nýrrar framleiðslu og við
stofnun nýrra fyrirtækja. Hefur
iðnráðgjafinn, sem staðsettur er á
Akureyri kvartað undan þessu sem
vonlegt er.
Öll sveitarfélög á Norðurlandi
EFST
Á BAUGI
greiða ákveðna upphæð á hvern
íbúa í viðkomandi sveitarfélagi til
sambandsins. Hjá stórum sveitar-
félögum eru þetta umtalsverðar
upphæðir, fjármagn sem í atvinnu-
lífinu væri hægt að beita til
framfara, sérstaklega ef því væri
safnað saman í einn sjóð. Feyki er
vel kunnugt að það hefur t.d. sætt
harðri gagnrýni á Akureyri hve háar
upphæðir Akureyrarbær greiðir til
sambandsins (um 1,5 millj. kr. á
ári), en þar virðast menn þó tilbúnir
til að axla þetta áfram svo lengi sem
Akureyri er miðstöð sambandsins,
en það er augljóslega fallið til þess
að styrkja ímynd Akureyrar útávið
sem „höfuðstaður Norðurlands”.
Með stofnun Sambands þétt-
býlisstaða á Norðurlandi vestra fyrr
á þessu ári hefur þeim röddum
vaxið fylgi á Norðurlandi vestra sem
telja úrsögn úr Fjórðungssamband-
inu tímabæra. Bent hefur verið á að
styrkur Fjórðungssambandsins fel-
ist í stærð þess, að útávið geti það
beitt miklum þrýstingi ástjórnvöld.
En þá má afturspyrja,hversu sterkt
getur Fjórðungssambandið verið
útávið ef ekki næst samstaða innan
þess vegna andstæðra hagsmuna
þeirra sem aðild eiga að því, nema
um mál mjög almenns eðlis?
Það virðist vera almenn skoðun
sveitarstjórnarmanna á Norður-
landi að Fjórðungssambandið sé á
villigötum. Starfsemin beinist i
ranga átt, sé til lítils gagns og brýn
þörf á rækilegri uppstokkun
hennar. Samt sem áður virðist
sambandið hökta áfram eins og það
lifi sjálfstæðu lífi.enséekki stjórnað
af ráðamönnum sveitarstjórna í
fjórðungnum. —GM
Feykir hringdi í nokkra ráða-
menn sveitarfélaga á Norðurlandi
og kannaði hug þeirra til
Fjórðungssambandsins ogfarasvör
þeirra hér á eftir, (þ.e. þau sem hafa
mátti eftir þeim).
Þórður Skúlason,
formaður Fjórðungs-
sambands Norðlendinga
og sveitarstjóri
á Hvammstanga:
„Arangurinn kannski
ekki mjög augljós”
„Það er rétt að forráðamönnum
ýmissa sveitarfélaga þykir aðildin
að Fjórðungssambandinu kostnað-
arsöm og árangurinn er kannski
ekki mjög augljós. Auðvitað er
nauðsynlegt að starf samtaka sem
þessara sé sífellt í endurskoðun og
umfjöllun, en ef viðerum aðtalaum
úrsögn úr Fjórðungssambandinu
þá er mér til efs að önnur samtök
yrðu auðveldari viðfangs og léttari í
vöfum. Samtök þéttbýlisstaða á
Norðurlandi vestra geta ekki komið
í stað aðildar að Fjórðungssam-
bandinu, til þess að svo geti orðið
þyrftu sveitahrepparnir að vera með
inní myndinni og þá væri
upphaflegur tilgangur þeirra.sam-
taka fallinn um sjálfan sig.”
Helgi Bergs, bæjarstjórí
á Akureyri:
„Ekki komið til tals
að endurskoða aðildina”
„Eg ímynda mér að samtök sem ná
yfir svona stórt svæði séu sterkari
útávið og öflugri málsvari Norð-
lendinga í ýmsum málum, umfram
einstök sveitarfélög. Hins vegar er
það ábyggilegt að veikleiki sam-
bandsins felst í stærð.þess ef vinna á
að einstökum verkefnum í samstarfi
við sveitarfélögin, og verkefnin eru
mjög sérhæfð og staðbundin. Að
sjálfsögðu höfum við spurt okkur
þeirrar spurningar hvort við sjáum
árangur af þeim greiðslum sem við
innum af hendi til Fjórðungs-
sambandsins. Niðurstaðan til þessa
hefur verið sú að svo sé og mér
vitanlega hefur það ekki komið til
tals að endurskoða aðild Akureyr-
arbæjar að Fjórðungssambandinu.”
Þórður Þórðarson, bæjar-
stjóri á Sauðárkróki:
„Ekki grundvöllur fyrir
starfsemi Fjórðungs-
sambandsins eins og það
er rekið í dag”
„Ég tel að ekki sé grundvöllur fyrir
starfsemi Fjórðungssambandsins
eins og það er rekið í dag. Til þess að
svo geti orðið þarf að fara fram
mjög gagnger endurskoðun á
rekstri og starfsemi þess. Eins og
málum er nú háttað greiða
sveitarfélögin stórupphæðir til
sambandsins og vilja því eðlilega sjá
einhvern árangur af þeim greiðsl-
um. Það er mín persónulega skoðun
að eins og málum er nú háttað þá
væri þessum peningum betur varið á
annan hátt.”
Ottar Proppé, bæjarstjóri
á Sigluflrði:
„Tímabært að endur-
skoða aðildina”
„Bæjarstjórn Siglufjarðar sam-
þykkti nýlega ályktun þess efnis að
fela bæjarstjóra að semja greinar-
gerð um aðild bæjarfélagsins að
Fjórðungssambandinu og hver
ávinningur væri af því. Ég hef ekki
ennþá skilað þessari greinargerð og
vil ekki tjá mig um þetta mál núna,
en það má túlka þessa ályktun
bæjarstjórnar á þann veg að aðild
okkar að Fjórðungssambandinu sé
tímabært að endurskoða.”
Sigurður Kr. Sigurðsson,
forseti bæjarstjómar
Húsavíkur:
„Sjálfsagt að þessi mál
séu í sífelldri
endurskoðun”
„Menn hafa að sjálfsögðu velt
þessum málum fyrir sér og sú
hugsun hefur skotið upp kollinum
að stundum sjáist lítill afrakstur af
þeim peningum sem renna til
sambandsins. Það má segja að á
vissan hátt sé þetta eðlilegt þar sem
samtökin eru stór og þung í vöfum,
en á hinn bóginn ersjálfsagt að þessi
mál séu í sífelldri endurskoðun. Það
er heldur ekkert sjálfgefið að það
sem einu sinni verður til, starfi síðan
sjálfkrafa til eilífðar. En það hefur
ekki komið til tals að Húsavíkur-
kaupstaður segði sig úr sambandinu
og ég á tæpast von á að svo fari.”
Kvennaathvarf
á Norðurlandi
Miðvikudaginn 1. ágúst opnaði
kvennaathvarf á Norðurlandi
starfsemi sína. Samtök um
kvennaathvarf á Norðurlandi sjá
um rekstur athvarfsins, í húsnæði
sem Akureyrarbær hefur látið í té.
Einn fastur starfsmaður hefur
verið ráðinn í athvarfið, en að öðru
leyti munu félagsmenn samtak-
anna annast vaktþjónustu í at-
hvarfinu. Kvennaathvarfið á
Akureyri mun þjóna Norðurlandi
öllu, en er opið öllum konum eftir
því sem aðstæður leyfa,án tillits til
búsetu þeirra.
Neyðarsími kvennaathvarfsins
er 26910, og mun fyrst um sinn
verða opin frá kl. 14-16 og 20-22
alla daga, en á öðrum tímum geta
konur snúið sér til lögreglunnar á
Akureyri og fengið upplýsingar.
Samtök um kvennaathvarf á
Norðurlandi vilja koma á fram-
færi þökkum til allra þeirra sem
veitt hafa þeim aðstoð. Akur-
eyrarbær og önnur bæjar -og
sveitarfélög á Norðurlandi auk
fjölmargra fyrirtækja og einstak-
linga hafa lagt málefninu lið og
með því stuðlað að því að
kvennaathvarf á Norðurlandi er
orðið að veruleika.
Tíðindi
prestafélagsins
Fimmta hefti Tíðinda Prestafélags
hins forna Hólastiftis eru komin út.
Ritið er 140 bls. að stærð að þessu
sinni og hefur að geyma margt
góðra greina eftir ýmsa höfunda.
Meðal þeirra eru dr. Kristján
heitinn Éldjárn, herra Pétur Sigur-
geirsson biskup, sr. Sigurður Guð-
mundsson vígslubiskup, sr. Hjálm-
ar Jónsson, sr. Bolli Gústavsson i
Laufási og fleiri.
Ritið er til sölu á skrifstofu
sóknarprestsins á Sauðárkróki og
hjá öðrum sóknarprestum. Einnig
geta menn nálgast ritið á skrifstofu
Feykis á Sauðárkróki.
ODDVITINN:
„Ekki þýðir að gráta
Bjöm bónda, heldur
safna fleirum.”