Feykir - 29.08.1984, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 29. ÁGÚST 1984
FEYKIR 3
Þríeyki Steinullarverksmiðjunnar situr fyrir svörum: Einar Einarsson framleiðslustjóri, Þorsteinn Þorsteinsson framkvæmdastjóri og Árni Guðmundsson stjórnarformaður.
Steinullíii verður mun ódýrari
en önnur einangrunarefni
Unnið er af miklum krafti við byggingu verksmiðjuhússins og allar líkur á að
verkið standist tímaáætlun.
Rétt um kl. ellefu s.l. miðviku-
dagsmorgun lenti Twin Otter vél á
Sauðárkróksflugvelli með 15 frétta-
menn og ljósmyndara innanborðs.
Þegar mennirnir týndust út úr
vélinni fór þar fremstur í flokki
Þorsteinn Þorsteinsson framkvæmda-
stjóri Steinullarverksmiðjunnar hf.,
en þessi fríði flokkur var kominn til
Sauðárkróks í boði Steinullar-
verksmiðjunnar hf. til að kynna sér
málefni verksmiðjunnar og sjá með
eigin augum bygginguna rísa út við
Gönguskarðsárósa.
Alveg frá upphafi hugmynda um
steinullarverksmiðju á Sauðárkróki
hafa Reykjavíkurfjölmiðlar lítt
sinnt þessu máli, og þá fjallað
verksmiðjuna af vanþekkingu og
jafnvel fordómum. Stöðugt fækkar
þó þeim röddum sem telja að
steinullarverksmiðja sé óarðbært
fyrirtæki, enda hefur rekstrar-
grundvöllur hennar verið yfirfarinn
af bæði innlendum og erlendum
bankamönnum og rekstrarfræð-
ingum. Niðurstaðan er alltaf sú
sama. Steinullarverksmiðja er arð-
bært fyrirtæki.
Og þetta ætlaði Þorsteinn
Þorsteinsson m.a. að segja reyk-
vískum fréttamönnum.
Fyrst var ferðinni heitið út á Eyri,
þar sem verksmiðjuhúsið rís með
ógnarhraða. Sýndi Þorsteinn og
útskýrði teikningar af byggingum
og útskýrði hvernig framleiðslan
færi fram. Hráefnið er sandur sem
verður blandaður með skeljasandi.
Sandblandan er brædd í raf-
bræðsluofni við 1450° C hita. Það er
nýjung í þessum iðnaði að nota
rafbræðsluofn, en hann er lokaður
og veldur engri loftmengun.
Erlendar verksmiðjur bræða flestar
sín hráefni með koksi og eiga því við
mengunarvandamál að glíma. Úr
ofninum verður bráðin spunnin
með nýrri tækni sem þróuð hefur
verið í Danmörku og Svíþjóð, sem
gerir kleift að ná úr ullinni
hvimleiðum kúlum og sverum
þráðum. Ullin verður því léttari og
þægilegri í meðförum. Því næst
verður ullin söguð þvers og langs,
pakkað í rúllur og plötur, en
afgangar verða notaðir í lausa
steinull sem notuð er til að blása
einangrun í veggi t.d. gamalla húsa.
Pökkunarbúnaður verksmiðjunnar
er þýskur og er frá fyrirtæki sem
sérhæft hefur sig í pökkunarbúnaði
fyrir glerullarverksmiðjur.
Kælikerfi bræðsluofnsins verður
notað til að hita upp húsnæði
verksmiðjunnar.
Fest hafa verið kaup á nýtísku
tölvubúnaði til að stjórna verk-
smiðjunni og verður hægt að stýra
vélbúnaðinum frá einu stjórn-
herbergi.
Auk léttrar steinullar mun
verksmiðjan framleiða allar teg-
undir steinullar sem þörf er fyrir á
íslenskum markaði, þar á meðal
harðpressaðar plötur til grunn- og
veggeinangrunar.
Þorsteinn lýsti mikilli ánægju
með að finnska fyrirtækið Oy Partek
hefði gerst hluthafi í Steinullarverk-
smiðjunni hf., því þeir byggju yfír
langri reynslu af rekstri steinullar-
verksmiðja og þaðan kæmi mikil og
góð tækniþekking sem annars hefði
verið erfitt að afla.
Bygging verksmiðjunnar gengur
núna samkvæmt áætlun, en fram
kom hjá Þorsteini að betra hefði
verið að vera örlítið á undan þar sem
einn verktaki tekur við af öðrum og
því mikilvægt að verkáætlanir
standist. Áætlaði hann að húsið færi
undir þak í nóvember eða desember
þegar stálgrind verður sett ofan á
veggina. Grunnflötur hússins er
3.100 m2 en rúmmál 31.500 m3,
þannig að lofthæð er mikil. Þar sem
húsið er hæst verður það um 20 m og
reykháfur um 40 m.
Kostnaður við byggingar er
áætlaður um 65 milljónir króna og
við vélbúnað o.fl. 185 millj. kr.. sem
þýðir að heildarkostnaður verðum
um 250 milljónir króna.
Áætlað er að verksmiðjan hefji
framleiðslu eftir u.þ.b. eitt ár, þ.e.
næsta sumar.
Steinullin ódýrari
„Ef einhvers staðar er hagkvæmt að
reisa einangrunarverksmiðju þá er
það á Islandi,” sagði Þorsteinn á
blaðamannafundi sem haldinn var
að lokinni skoðunarferð um
byggingarsvæði verksmiðjunnar.
Þorsteinn upplýsti að vegna
flutningskostnaðar og annarra
gjalda ferfaldast verð á innfluttri
steinull á leið sinni frá Norðurlönd-
unum til íslands. Á sama hátt
þrefaldast verð glerullar. Þá sagði
hann athuganir benda til þess að
einangrunarplast sé verulega dýr-
ara hér á landi en í nágrannalönd-
unum.
Þorsteinn fullyrti að vörur
Steinullarverksmiðjunnar hf. myndu
verða á mun lægra verði en þau
einangrunarefni sem í boði eru á
markaðnum. Setti hann upp dæmi
um meðaleinbýlishús, en í það taldi
hann þurfa um 50 rúmmetra af
einangrunefnum. Á núgildandi
verði myndi sú einangrun kosta um
100 þúsund kr. Hins vegar áætlar
hann að verð á sama magni af
steinull muni kosta um 65 þúsund
kr. Verðmunur nemur því sem næst
35%.
„En hvernig ætlið þið að keppa
við glerullina?” spyr einhver. Og
ekki stendur á svari: Við verðum
ódýrari! Verð á glerull hefur farið
lækkandi vegna samdráttar í
byggingariðnaði í Skandinavíu og
er glerull seld til Islands á mun
lægra verði en í framleiðslulandinu.
Taldi Þorsteinn að þó svo
glerullarframleiðendur myndu bregð-
ast þannig við samkeppninni að þeir
lækkuðu verðið enn frekar, þá
myndu þeir aldrei ná að vera með
jafn ódýra vöru og íslenska steinull.
Afgerandi kostir
steinullar
I útreikningum Steinullarverk-
smiðjunnar hf. er gert ráð fyrir því
að hún muni ná 70-75% af
innlendum einangrunarmarkaði á
þremur árum. Gert er ráð fyrir að
sala fyrsta árið verði um 2.500 tonn
en aukist síðan um allt að helming á
nokkrum árum. Framleiðslugeta
verksmiðjunnar er hins vegar 6.000
tonn.
Opinberar kröfur til einangrunar
húsa hafa verið auknar og boðað
hefur verið átak til einangrunar
gamalla húsa. Markaður fyrir
einangrun fer því vaxandi.
Þorsteinn sagðist telja það skipta
miklu máli að steinull hefði
afgerandi kosti umfram aðra
einangrun bæði sem brunavörn og
hljóðvörn. (Glerull brennur við
ca 300°, steinull við ca 1000°). Þetta
tvennt ásamt lægra verði ætti að
tryggja verksmiðjunni yfirburði á
íslenskum einangrunarmarkaði í
framtíðinni.
Hátt raforkuverð
„Við sendum rekstraráætlanir okk-
ar til danskra sérfræðinga. Um leið
og þeir höfðu farið yfir útreikninga
okkar höfðu þeir samband við
okkur og vildu fá það staðfest að
raforkuverðið væri rangt reiknað,
það hlyti að vera allt of hátt metið.
Og þeir urðu steinhissa þegar við
staðfestum að svona hátt væri
raforkuverðið, því þeir höfðu staðið
í þeirri trú að ódýrara væri að
framleiða rafmagn með vatnsafli en
olíu eða kolum eins og gert er í
Danmörku.” Þorsteinn sagði enn-
fremur að miðað við núverandi
gjaldskrár rafveitna væri verðið um
90 Mills fyrir hverja kílówattstund
með verðjöfnunargjaldi og sölu-
skatti. Miðað við þetta verð er
raforkan 15% af framleiðsluverði
verksmiðjunnar. Til samanburðar
má geta þess að þetta er um 10
sinnum hærra (850%) verð en
álverið í Straumsvík greiðir fyrir
sína raforku og um 350% hærra en
áætlaður framleiðslukostnaður frá
nýjum virkjúnum.
Iðnaðarráðherra hefur verið
skrifað vegna þessa máls og óskað
eftir því að fá lægra orkuverð.
Erlend lán án
bakábyrgðar
Á Islandi hefur frá upphaft verið
deilt um hagkvæmni steinullarverk-
smiðju, meira að segja er enn verið
að skrifa leiðara í blöð í Reykjavík
þar sem þessi framkvæmd er
fordæmd og talin óráðsía. Slík skrif
byggjast reyndar á ótrúlegri
vanþekkingu, sem best másjá af því
að verksmiðjan tók útflutningslán í
Finnlandi vegna vélakaupa fyrir 75
milljónir. Finnskur banki ábyrgðist
þetta lán, án bakábyrgðar á Islandi,
eins og venjan er, einfaldlega vegna
þess ,að þeim leist vel á rekstrar-
grundvöll verksmiðjunnar og töldu
líkur á að hún myndi standa í
skilum. ,,Og yfirleitt hafa erlendir
bankar tekið okkur betur en
íslenskir,” sagði Þorsteinn Þor-
steinsson.
Smásalan í höndum
fjögurra aðila
Steinullarverksmiðjan hf. mun ekki
selja vöruna beint til neytenda
heldur til fjögurra stórfyrirtækja
sem sjá um smásöluna. I Reykjavik
eru það Byko, JL-húsið og
Húsasmiðjan, en úti um land sér
Samband íslenskra samvinnufélaga
um dreifinguna og skuldbindur
Sambandið sig til að hætta sölu á
annarri einangrunarull. Þorsteinn
taldi að lagerkostnaður vegna
steinullar myndi lækka talsvert hjá
þeim sem selja, þar sem afgreiðslu-
frestur yrði mun styttri en tíðkast
hefur.
Stærð verksmiðjunnar er miðuð
við innlendan markað þar sem ekki
var talið arðbært að framleiða
steinull til útflutnings.
Fljótlega verður byrjað að ráða
um 35 starfsmenn til verksmiðjunn-
ar.
Blaðamenn voru fluttir til Sauðárkróks með leiguflugvél sem beið eftir þeim á
meðan þeir kynntu sér málefni Steinullarverksmiðjunnar. Þessi fjolmiðlaað-
gerð hcppnaðist vel: viðtöl i útvarpi og sjónvarpi og jákvæðar greinar í
dagblöðum.