Feykir - 31.07.1985, Page 1
15/1985
31. júlí 1985
Feykir
15. tölublað, 5. árgangur
ÓHÁÐ FRÉTTABLAÐ FYRIR NORÐURLAND VESTRA
Steimdlarverksmiðjan:
Samningar að takast
Allt útlit er nú fyrir að
samningar séu að takast milli
Vinnuveitendasambandsins fyr-
ir hönd Steinullarverksmiðj-
unnar hf og samninganefndar
verkalýðsfélaganna í Skagaflrði.
Þegar Feykir fregnaði eftir
gangi mála nú í byrjun vikunnar
lá uppkast af samningi fyrir og
hafa samninganefndirnar haft
það til umfjöllunar nú undan-
farna daga. Munu samninga-
nefndirnar koma saman í dag,
miðvikudag, og fjalla nánar um
málið.
Ekki vildu samninganefnd-
armenn gefa neitt upp um
innihald samningsins á þessu
stigi, en þó gera menn sér vonir
um að samningar takist endan-
lega nú í þessari viku.
Að sögn samninganefndar-
manna hafa þessar samninga-
viðræður verið tímafrekar og
mikið borið á milli þar til nú að
hilla virðist undir samkomulag.
Mun megin áherslan af hálfu
samninganefndar verkalýðsfélag-
anna hafa verið lögð á að ná
sem hliðstæðustum samningum
og tíðkast hjá ríkisverksmiðj-
unum svokölluðu, þ.e. Sements-
verksmiðjunni, Áburðarverksmiðj-
unni, Kísiliðjunni og Jámblendi-
verksmiðjunni á Grundartanga.
Samninganefnd Vinnuveitenda-
sambandsins mun hins vegar
hafa lagt á það áherslu aðsamn-
ingarnir tækju mið af hinum
almennu samningum ASÍ og
VSI. Eins og áður sagði ber þar
töluvert á milli en eftir því sem
Feykir kemst næst munu
samningsdrög þau er nú liggja
fyrir vera í meginatriðum
hliðstæð ríkisverksmiðjusamn-
ingunum.
Gylfi Þórðarson framkvæmda-
stjóri Sementsverksmiðju ríkis-
ins sagði í samtali við Feyki að
Framleiðsla að hefjast
Rafbræðsluofninn í Steinullar-
verksmiðjunni á Sauðárkróki
var gangsettur í fyrsta sinn á
föstudagskvöldið var. Árni
Guðmundsson stjórnarformað-
ur Steinullarfélagsins og for-
maður stjórnar verksmiðjunnar
gangsetti ofninn eftir að starfs-
menn verksmiðjunnar höfðu
unnið dag og nótt undanfarið
við lokauppsetningu tækja og
frágang þeirra.
samningar þeirra væru sniðnir
eftir samningunum við verk-
smiðjuna á Grundartanga. Að
sögn Gylfa munu byrjunarlaun
verkamanns við Sementsverk-
smiðjuna vera 26 - 28 þúsund
krónur á mánuði með yfirvinnu
og bónusgreiðslum og byrjunar-
laun iðnaðarmanns hjá verk-
smiðjunni væru 35 - 38 þúsund
krónur. Gylfi tók þó fram að
þessar tölur væru i reynd
viðmiðunartölur, því flestir
starfsmenn verksmiðjunnar væru
komnir með starfsaldurshækk-
anir og raunveruleg laun þeirra
því nokkuð hærri en þessar tölur
gæfu til kynna.
Einar Einarsson verksmiðju-
stjóri sagði í samtali við Feyki að
til áramóta yrði um tilrauna-
framleiðslu á 600-800 tonnum af
steinull að ræða, en hámarks-
afköstum, 6000 tonnum, yrði
náð með stigaukinni framleiðslu
á næstu 3 árum.
„Fyrstu steinullartjásurnar
ættu að koma í ljós í lok næstu
viku ef allt gengur að óskum,”
sagði Einar verksmiðjustjóri.
Smálaxinn kominn
Það var upp úr miðjum júlí
sem smálaxinn fór að ganga í
margar veiðiár í Húnaþingi, og í
sumum ánum hefur síðan verið
afbragðsgóð veiði og mikil
laxagengd. Undantekning er þó
Víðidalsá en þar hefur veiði
verið mjög treg og veiddist t.d.
nær ekkert í ánni í síðustu viku
né nú um helgina. í Vatnsdalsá
og Miðfjarðará hefur hins vegar
verið mikil smálaxaganga.
Upp á síðkastið er algengt að
kvótinn sé fylltur í Laxá á
Ásum, en það eru 20 laxar á
stöng yfir daginn, en fyrri hluta
sumars kom fyrir að veiðmenn
snéru frá öngulsárir eftir daginn
og hefur slíkt verið næsta fátítt
undanfarin ár. Þá hefur verið
afbragðsgóð veiði í Blöndu og
einnig hefur Hrútafjarðará verið
gjöful það sem af er.
Veiði í einstökum ám var
orðin þessi á mánudag: Hrúta-
fjarðará um 100 laxar, Mið-
fjarðará losar 300, Víðidalsá
223, Vatnsdalsá tæpir 300, Laxá
á Ásum 770, Laxá ytri 40, Hallá
51, Blanda 402, Svartá 20, Laxá
í Laxárdal um 40, Sæmundará
um 80 og Húseyjarkvísl 45
laxar.
Árni Guðmundsson
Einarsson.
og Einar
390 mlUjónir í skatta
Heyskapur mislangt kominn
Heyskapur er mjög misjafn-
lega á veg kominn í Húnaþingi
og Skagafirði. Hjá þeim bænd-
um er hófu slátt að ráði í júní er
heyskapur vel á veg kominn og
sumir bændur búnir með fyrri
slátt. Þá eru þeir sem verka sitt
hey aðallega í vothey, en það
gera margir bændur Vestur-
Húnavatnssýslu og á utanverð-
um Skaganum, flestir búnir með
heyskap og sumir þeirra fyrir
nokkru síðan. Þeir náðu að slá
grasið á kjörstigi og eru því með
afbragðsgott fóður. Það sem er
óslegið nú getur ekki orðið gott
fóður, því það er víðast orðið úr
sér sprottið og trénað.
Aðalbjörn Benediktsson
ráðunautur á Hvammstanga
sagði í samtali við Feyki að þetta
væri sama sagan ár eftir ár. Þeir
sem byrjuðu slátt í júní næðu
góðum heyjum, svo og þeirsem
verka í vothey. Hinir lenda alltaf
meira og minna í óþurrkum sem
eru að verða árvissir í júlímánuði
og ná því ekki að slá mikið af
sínum túnum fyrr en þau eru
orðin úr sér sprottin. „Það
verður hroðalegt fóður af þeim
túnum sem nú eru óslegin,”
sagði Aðalbjörn.
Skattskrá Norðurlandsumdæm-
is vestra kom út í síðustu viku og
samkvæmt henni munu einstak-
lingar í umdæminu greiða 311
milljónir 624 þúsund krónur í
opinber gjöld á árinu. Álagning
á félög og fyrirtæki nemur
77,509 milljónum króna. Hækk-
un milli áranna 1984 og 1985 í
álögðum gjöldum á einstaklinga
nemur 30,4%. Hækkun á
gjöldum fyrirtækja nemur 35,9%.
Af þessum tæplega 312 mill-
jónum er einstaklingar greiða
nemur tekjuskattur 121,114
milljónum og er um 25,8%
hækkun á tekjuskatti að ræða
milli ára að sögn Boga
Sigurbjörnssonar skattstjóra á
Siglufirði. Útsvör eru 151.557
milljónir og hækka þau um
33,46% frá síðustu álagningu.
Fjöldi einstaklinga er greiða
opinber gjöld í ár í umdæminu
er 2982 á móti 3020 á síðasta ári.
Einstaklingar er greiða eigna-
skatt eru 1305 og hefur fækkað
jm 2 frá því í fyrra.
Eignaskattur einstaklinga nem-
ur 7,292 milljónum í ár en var í
fyrra 5,769 milljónir. Aðstöðu-
gjöld einstaklinga nema 11,572
milljónum á móti 9,104 milljón-
um í fyrra.
Tiu efstu gjaldendur meðal
einstaklinga í umdæminu eru
þessir:
Sveinn Ingólfsson framkvæmda-
stjóri Skagaströnd 803.721
krónur. Jón Dýrfjörð vélvirkja-
meistari Siglufirði 801.988 kr.
Guðjón Sigtryggsson skipstjóri
Skagaströnd 750.145 krónur.
Erlendur Hansen iðnrekandi
Sauðárkróki 694.976 krónur.
Kristinn Gunnarsson lyfsali
Siglufirði 608.404 krónur. Einar
Þorláksson kaupmaður Blöndu-
ósi 592.271 krónur. Ólafur
Sveinsson yfirlæknir Sauðár-
króki 565.035 krónur. Lárus
Ægir Guðmundsson framkvæmda-
stjóri Skagaströnd 545.626
krónur. Geir Þ. Zoega verk-
smiðjustjóri Siglufirði 521.655
krónur. Ása G. Guðjónsdóttir
læknir Siglufirði 495.395 krónur.
Hæstu gjaldendur félaga
eru eftirfarandi:
1985
Kaupfélag Skagfirðinga Sauð-
árkróki 9.316 milljónir. Síldar-
verksmiðja ríkisins Siglufirði
3,827 milljónir. Kaupfélag A -
Húnvetninga 3,405 milljónir.
Þormóður Rammi hf. Siglufirði
2,724 milljónir. Sparisjóður
Siglufjarðar 2.651 milljónir.
Kaupfélag Vestur-Húnvetninga
Hvammstanga 2,376 milljónir.
Skagstrendingur hf Skagaströnd
1,810 milljónir. Hraðfrystihúsið
hf Hofsósi 1.798 milljónir. Sigló
hf Siglufirði 1.787 milljónir
Útgerðarfélag Skagfirðinga 1,668
milljónir. Hólanes hf Skaga-
strönd 1.589 milljónir.
Sauðárkrókur:
Lægstar meðaltekjur
Samkvæmt upplýsingum skatt-
stjórans á Siglufirði, Boga
Sigurbjörnssonar, greiða ein-
staklingar á Sauðárkróki læe*
útsvar til jafnaðar á einstakl: íg.
eða 25.570 krónur. Samkvæmt
þessu virðist því mega ætla að
meðaltekjur á einstakling á
Sauðárkróki séu lægstar miðað
við aðra þéttbýlisstaði kjördæm-
isins. Að sögn skattstjórans er
um sömu álagningarprósentu
útsvars að ræða á öllum
þéttbýlisstöðunum eða 11% af
heildartekjum einstaklings.
Á Siglufirði er meðalútsvar á
einstakling 26.600 krónur. Á
Hvammstanga er meðalútsvarið
21.', 40 krónur á einstakling. A
.önduósi er meðalútsvarið
26.280 krónur. Á Skagaströnd
er meðalútsvarið 35.810 krónur
á einstakling. .a Hofsósi er
meðalútsvarið 26.210 krónur.
Sauðárkrókur er því ópm-
deilanlega lægstur hvað varðar
meðalútsvar, þó útsvarstekjur
bæjarfélagsins séu hæstar ef
heildartölur eru bornar saman.
Munurinn á hæsta og lægsta
meðalútsvari kjördæmisins, á
Skagaströnd annars vegar og
Sauðárkróki hins vegar, er því
hvorki meira né minna en rúm
fjörutíu prósent.