Feykir


Feykir - 31.07.1985, Síða 3

Feykir - 31.07.1985, Síða 3
15/1985 FEYKIR 3 Leikfélag Blönduóss í leikför til Norðurlanda „Frábær fyrirgreiðsla og hjálp- semi mætti okkur hvarvetna” Hópurinn fyrir framan íþróttahöllina í Moss, tilbúinn til brottfarar. „Það voru margir ráðamenn í Karlstad og Moss alveg undr- andi hve mikilúðlegt og vandað leikrit áhugamenn úr litlu þorpi upp á Islandi gætu sýnt og farið með í leikför til annarra landa”, sagði Benedikt Blöndal formað- ur Leikfélags Blönduóss að lokinni leikför félagsins nú í vor. „Eg vona að þessi ferð okkar hafi haft gildi fyrir vinabæjar- tengsl Blönduóss við þessa bæi í Svíþjóð og Noregi. Fyrir félaga Leikfélagsins hafði förin mikið gildi því við kynntumst mörgu og sáum margt og var ferðin í heild mjög ánægjuleg. Hvar- vetna hlutum við frábærar móttökur, veðrið var dásamlegt og mikil samstaða í hópnum. í öllum félögum er kjarni, sem ber starfið uppi og unnt er að þræla út í hvað sem er fyrir félagið. Þessi kjarni stækkaði að mun við ferðina og er nú félagið mun betur í stakk búið til þess að takast á við stór verkefni. Hinu er hins vegar ekki að leyna að þessi ferð varð mjög dýr og erum við nú með langan skuldahala á eftir okkur. Þann hala munum við saxa á m.a. með því að setja upp leikrit strax í haust”. Ólíkar aðstæður Eins og áður hefur komið fram í Feyki sýndi Leikfélag Blöndu- óss Skugga-Svein á Húnavöku í vetur en í endaðan maí fór félagið með verkið í leikför til Noregs og Svíþjóðar. í hópnum voru 42 þátttakendur, leikarar starfsmenn við sýninguna mak- ar og börn auk fulltrúa Blönduóshrepps sem fór með vegna þess að verið var að heimsækja vinabæi Blönduóss. Moss í Noregi er 25 þúsund manna bær en Karlstad í Svíþjóð er af svipaðri stærð og Reykjavík. Eru því aðstæður í þessum bæjum um margt ólíkar því sem gerist á Blönduósi og hugsunarháttur annar. Eins og gamall Húnvetningur Benedikt Blöndal formaður leikfélagsins sagði blaðamanni helstu þætti úr ferðasögunni og fer frásögn hans hér á eftir. Við flugum frá Ketlavík beint til Oslóar. Þar sýndum við leikritið í fyrsta sinn á vegum Islendingafélagsins í Osló. Hlut- um við mjög góðar móttökur hjá félaginu m.a. ákvað einn stjórnarmanna félagsins, Hall- dór Júlíusson að taka sér viku frí úr vinnu og fylgja okkur til Karlstad og Moss. Hann á og ekur sendiferðabíl og lagði hann til ferðarinnar og flutti öll leiktjöldin. Auk þess var hann túlkur, reddari í ýmsum málum og hrókur alls fagnaðar. Veit ég raunar ekki hvernig farið hefði ef hann hefði ekki tekið það upp hjá sjálfum sér að ferðast með okkur, en þetta er bara eitt dæmið um frábæra fyrirgreiðslu og hjálpsemi sem við urðum víða aðnjótandi í okkar ferð. Annar maður, hinn norski Sven Arne sem í fyrra kenndi Húnvetningum tónmennt greiddi einnig mjög götu okkar í Osló. Hann er nú starfandi blaða- maður hjá Verdens Gang í Osló. Það var eins og að hitta gamlan Húnvetning þegar hann tók á móti okkur á flugvellinum enda komst hann i mjög gott samband við lífið hér með veru sinni í fyrravetur. I Osló gistum við í tvær nætur. Vorum við þá dreift um borgina á heimilum Islendinga, tvö til fjögur á stað. A sýninguna komu aðallega íslendingar og að henni lokinni bauð Islendinga- félagið okkur upp á kaffi og var þar skemmtilegt að koma. Flott leikhús Síðan var haldið til Svíþjóðar með rútu. I Karlstad var búið að skipuleggja alla dagskrá fyrir- fram og hófst dvölin þar með því að forráðamenn bæjarins tóku á móti okkur og kynntu okkur fyrirhugaða dagskrá. Síðan var gist á farfuglaheimili í borginni. Næsta dag var farið með okkur í skoðunarferð um borgina. Sáum við þar merkilegt listasafn, bókasafn og sitthvað fleira, sem of langt væri upp að telja. Var dagurinn allur mjög skemmtilegur, en um kvöldið sýndum við Skugga-Svein. Var sýningin í mjög flottu húsi og var aðstaða þar öll til fyrir- myndar. Að lokinni sýningu var athöfn þar sem þeir tluttu ræður er vildu og varskipst áfánum og merkjum. Þarna komu ýmsir sem höfðu áhuga á að hitta okkur m.a. félagar úr áhuga- mannaleikhóp í bænum, for- svarsmenn bæjarfélagsins, Nor- rænafélagsins á staðnum og ýmsir fleiri. Drukkum við svo saman kaffi, bjór og átum kökur með og var þetta hin besta stund. Daginn eftir var farið í skoðunarferð inn í sveitina. Þar sáum við m.a. safn Selmu Lagerlöf og margt fleira merki- legt. Síðan er aftur var komið til bæjarins sáum við verk hjá áhugamannaleikhóp ástaðnum. Var það mjög gott verk og skemmtilegt þó vissulega væri erfitt að fylgja söguþræði Svíanna. En það varð líka til þess að við skildum enn betur vanda þeirra að fylgjast með hvað okkar Skugga-Sveinn var að segja, en söguþráðinn fengu þeir þar sem hann var birtur í leikskrá á norsku og stund gefin til lestrar meðan skipt var um svið. Hápunktur ferðarinnar Sunnudaginn annan júní fórum við til Moss í Noregi. Þar höfðum við einnig aðsetur á farfuglaheimili, mjög skemmti- lega búnu heimili og í næsta nágrenni við það var mikil íþróttahöll og sundlaug. Þar var einnig matsala og ýmis önnur þjónusta. Fljótlega eftir komu okkartil Moss mætti þjóðdansafélag bæjarins og efndi til þjóðdansa- sýningar sem var mjög skemmti- leg. Síðan var farið á fótbolta- leik og var hann hápunktur ferðarinnar hjá þeim fótbolta- sjúku. Svona er þetta. Ahuga- málin eru fjölmörg og misjöfn og ferðin í heild var mjög fjölþætt þannig að allir fengu eitthvað frábært við sitt hæfi. Næsta dag voru mikil hátíða- höld sett í Moss. Er það nokkurskonar Húnavaka þeirra Mossbúa, en þó fór mikið af hátíðahöldunum fram úti. Þessi hátíðahöld standa i viku. Setningarathöfnin var frábær. Þar var mikil skrúðganga, söngur og lúðrasveit hersins lék með þeim sérimoníum sem slíkum sveitum fylgja. Þau úuðu á sýslumanninn Þann fjórða júní sýndum við svo Skugga-Svein á þessum hátíðis- dögum þeirra Mossbúa. Sýning- in var kl. eitt eftir hádegi. Þar mætti borgarstjórinn ásamt fleiri fyrirmönnum og einnig kom þangað hópur af skóla- krökkum, sem trúlega hefur verið gert að skyldu að koma á sýninguna. Það var mjög skemmtilegt að leika fyrir þennan hóp og tóku krakkarnir mikla afstöðu með útilegu- mönnunum í leiknum. Og að sýningu lokinni klöppuðu þau vel og lengi fyrir þeim. en úuðu þegar sýslumaður birtist á sviðinu. Um kvöldið héldum við lokahóf ferðarinnar í einu veisluhúsi borgarinnar. Höfð- um við þar hliðarsal fyrirokkur og okkar gesti, þó þannig að aðrir gestir veitingahússins urðu eitthvað varir við hvað þarna fór fram. Vakti söngur okkar og kátína nokkra athygli, m.a. gerði leikfélagskvartettinn mikla lukku, en hann söng þarna hástöfum kunn íslensk lög og raunar undu menn þarna við söng og gleðskap mjög lengi kvölds. Næsta dag dreifðist hópurinn, enda verkefninu lokið. Sumir fóru heim en aðrir dvöldu lengur úti, fóru í heimsóknir til vina og vandamanna eða héldu áfram að ferðast. En nú eru allir komnir og bíðum við nú haustsins til þess að takast á við næstu verkefni. Allir glaðir Að ferðalokum má segja að þessi ferð hafi tekist mjög vel. Við renndum mjög blint í sjóinn með það út í hvað við værum að fara og á hvern hátt yrði tekið á móti okkur. Raunar höfðum við mjög lítið heyrt frá Norðmönnununum en Svíarnir voru búnir að senda okkur nákvæma dagskrá. Við vorum búnir að afla okkur mikilla upplýsinga um svona ferðir hjá þeim sem revnt höfðu. Flestir töldu hópinn allt of stóran hjá okkur og þetta yrði allt of þungt í vöfum. En raunin varð sú að öll vandamál er upp komu leystust vel og allir komu aftur glaðir og ánægðir. Farar- stjóri var Sveinn Kjartansson og stóð hann sig með stakri prýði. Þar með látum við lokið að endursegja frásögn Benedikts Blöndals formanns Leikfélags Blönduóss. Eitt hundrað ára afmæli Hólmfríður Sigfúsdóttir Sauð- árkróki varð 100 ára þann 22. júlí sl. Hólmfríður er fædd á Krakavöllum í Flókadal árið 1885, dóttir hjónanna Sigfúsar Bergmanns Jónssonar og Margrétar Jónsdóttur. Bæði ættuð úr Svarfaðardal. Hólm- fríður fluttist á barnsaldri með foreldrum sínum að Hóli í Siglufirði og þaðan út á Siglunes. Eftir fermingu var Hólmfríður barnfóstra hjá séra Bjarna Þorsteinssyni tónskáldi og presti á Siglufirði en réðst síðan vinnukona að Reynistað um tveggja ára skeið. Árið 1908 giftist Hólmfríður Steini Sölvasyni, syni Sölva Gottskálkssonar og Sigur- laugar Þorleifsdóttur frá Siglu- nesi. Hólmfríður Sigfúsdóttir elsti borgari Sauðárkróks. Þau bjuggu að Læk í Viðvíkursveit unt 3 ára skeið en festu síðan kaup á hálfri Ásgeirsbrekku árið 1912. Mann sinn Stein missti Hólmfríður það sama ár en bjó áfram á Ásgeirsbrekku með son sinn Martein og móður sína Margréti. Hólmfríður gerðist síðan ráðskona hjá bróður sínum Jóni á Ásgeirsbtekku og síðar á Langhúsum en fluttist síðan í Kolbeinsdal, þar til hún gerðist ráðskona hjá Marteini svni sínum á Ásgeirsbrekku. Arið 1947 fluttist Hólmfríð- ur til Sauðárkróks og hefur verið þar búsett síðan hjá Marteini Steinsyni svni sínum. fyrrverandi kennara á Sauðár- króki. Síðastliðið ár hefur Hólmfríður dvalist á Sjúkra- luisi Skagfírðinga á Sauðár- króki og notið þar góðrar umönnunar lækna og hjúkr- unarfólks. Feykir óskar Hólmfríði og aðstandendum hennartil ham- ingju með þetta merkisafmæli. Halldór Júlíusson „pabbi” hópsins, afhendir Sveini Kjartanssyni fararstjóra, blóm í kveðjuhófi í Moss.

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.