Feykir


Feykir - 28.08.1985, Blaðsíða 8

Feykir - 28.08.1985, Blaðsíða 8
28. ágúst 1985 Feykir 17. tbl. - 5. árg. Lokað vegna breytinga. Opnum aftur um miðjan september í glæsilegum salarkynnum. HÓTEL MÆLIFELL Verkamarmabústaðir Sauðárkrókt Raðhúsin seljast ekki í þessari raðhúsalengju eru 2 íbúðir til sölu. Aðra auglýsa Verkamannabústaðir á 4,3 milljónir án bflskúrs, en hin er til sölu á 3 milljónir með bílskúr. Fyrr í sumar auglýsti stjórn Verkamannabústaða á Sauðár- króki 5 eldri íbúðir til endursölu innan verkamannabústaðakerfis- ins. Af þessum 5 íbúðum voru 3 íbúðir í fjölbýlishúsum og 2 raðhúsaíbúðir. Það vakti óneitan- lega athygli margra að verð raðhúsaíbúðanna var mun liærra en tíðkast á sams konar íbúðum á frjálsum markaði og útborgun mun hærri en gera má ráð fyrir að umsækjendur um íbúð í Verka- mannabústöðum ráði við. Feykir snéri sér til þeirra Sveins Friðvinssonar fornianns stjórnar Verkamannabústaða á Sauðárkróki og Einars Páls Svavarssonar bæjarritara, sem einnig er ritari stjórnarinnar. Við spurðum hvernig þetta verð væri tilkomið og hversu margar umsóknir hefðu borist um þessar 5 íbúðir. ,,i>að voru auglýstar 5 íbúðir til sölu og 12 umsóknir bárust. Af þessum 5 íbúðum voru 2 raðhúsaibúðir og um pær sótti enginn. Astæðan ereinföld: þær eru einfaldlega alltof dýrar. í rauninni má því segja að 12 umsóknir hafi borist vegna þeirra þriggja blokkaíbúða sem auglýstar voru,” sagði Sveinn Friðvinsson formaður stjórnar Verkamannabústaða á Sauðár- króki. ildir fynr því að í fyrra hal'i verið dregið f'yrir í Sandós við Hópsvatn i Fljótum og drepnir 15 laxar. Ég heyrði hins vegar ekki af þessu fyrr en í sumar svo lítið er hægt að gera.” sagði Björn Níclsson umsjónarmaður veiðisvæðis Hópsvatns og Flókadalsár í Fljótum í samtali við Feyki. „Osinn er alfriðaður og mjög þröngur svo hægt er um vik fyrir þá sem eru nægilega óprúttnir. Hins vegar höfum við hert mjög eftirlit með þessu í sumar og ekki orðið varir við neitt ólöglegt. Þarna rétt fyrir innan ósinn er laxagildra því þarna er rekin hafbeitarstöð og er sérstakur samningur í gildi milli okkar og hafbeitarstöðvarinnar um að öðrum hverjum laxi sé sleppt upp í vatnið og „Það er heimild fyrir því í lögunum um verkamanna- bústaði að sé kostnaðarverð íbúðar mun hærra en markaðs- verð, má afskrifa eldri íbúðir, sem koma í sölu innan kerfisins, þannig að verð þeirra verði sambærilegt við markaðsverð. Ég sé ekki annað en sú verði raunin með þcssar raðhúsa- íbúðir. Sá sem á annað borð ræður við þá útborgun sem nauðsynleg er í raðhúsa- íbúðirnar, rúma milljón, er mun betur settur með að kaupa á almennum markaði. Málið horfir hins vegar nokkuð öðruvísi við þegar um er að ræða nýjar íbúðir eins og t.d. þær sem seldar voru í vetur og vor. Kostnaðarverð íbúðanna var að vísu nokkuð hátt að ntanni fannst, en á móti kemur að íbúðunum er skilað full- frágengnum með innréttingum og frágenginni lóð. Afborganir af lánum eru nokkuð sambæri- legar við árshúsaleigu íbúða af sömu stærð og fólk verður að spyrja sjálft sig að því hvort það sé betur sett með að leigja húsnæði eða kaupa það á þennan hátt,” sagði Sveinn Friðvinsson. „Ég held að það sé enginn vafi á því að verðlagning þessara raðhúsaíbúða er alltof há miðað við hið almenna markaðsverð,” Flókadalsána. Ég vil taka það fram að hcimamenn komu hvergi nærri þessum veiði- þjófnaði, því ég veit hvcrjir voru þarna að verki þó ég sjái ekki ástæðu til að segja frá því í blöðum. En þetta styður það sc.n ég hef alltaf haldið fram að þarna hafi átt sér stað stórfelldur vciðiþjófnaður í gegnum árin.” sagði Björn Níelsson að lokum. Feykir hefur fregnað að tapið á Sumarsæluvikunni í sumar hafi verið nær 400 þúsund krónur. Að sögn þeirra sem gerst þekkja er þetta ekki óeðlilegt tap og mátti gera ráð fyrir einhverjum halla. Þetta verðist samt hafa komið illa við sagði Einar Páll. „Ég fæ heldur ekki séð hvernig þeir er falla undir ákvæði Verkamanna- bústaða um íbúðakaup ættu að hafa efni á að kaupa þessar íbúðir. Verðið er þannig til- komið að upphaflegur bygg- ingarkostnaður er framreiknað- ur samkvæmt gildandi láns- kjaravísitölu og þessi raðhús kosta því nærri 4,3 milljónir.• Þá er bílskúrinn ekki reiknaður með svo raunverulegt verð er yfir 4,5 milljónir. Sams konar íbúð með bílskúrselst hins vegar á frjálsum markaði á um 3 Hólahátíð var haldin á Hólum í Hjaltadal um 17. sumarhelgi, að vanda. Hátíðin var fjölsótt. Hún hófst með hátíðamessu kl. 14 þar sem séra Hanna María Pétursdóttir predikaði. Er hún fyrsti kven- presturinn, sem þjónar í Hólastifti, en hún var kosin prestur Hálsprestakalls fyrrá þessu ári. Fyrir altari þjónuðu séra Jón Helgi Þórarinsson, Dalvík, séra Ámi Sigurðsson, Blönduósi, séra Ingimar Ingimarsson, Þórshöfn og séra Bjartmar Kristjánsson, prófastur Eyfirðinga. Kirkjukór úr Grundar- þingum söng undir stjóm organ- istans, frú Sigríðar Schiött. Að messu lokinni voru kaffiveitingar í húsakynnum Bændaskólans og hófst svo hátíðarsamkoman klukk- an hálflimm. Prófastur Skagftrðinga Hjálmar Jónsson setti samkomuna og bauð gesti velkomna.Gaf hann ýmsa eigendur verslana og fyrirtækja á Sauðárkróki sem skuldbundu sig í upphafi til að borga brúsann í ákveðnum hlutföllum. Virðist sem einhver kurr sé í sumum og þeir ekki tilbúniraðsnarafram peningum umsvifalaust með bros á vör. milljónir. Sé miðað við að væntanlegur kaupandi greiði út 20% kaup- verðs og bílskúrinn að auki verður að greiða yfir eina milljón við afhendingu og það munar um það hvort útborgun nægir fyrir tæpum helming eða einungis 20% af endanlegu verði íbúðar, þegar um sams konar íbúðir er að ræða. Hvernig sem á dæmið er litið hlýtur því að vera hagkvæmara að kaupa á frjálsum markaði,” sagði Einar Páll Svavarsson bæjarritari. síðan orðið séra Vigfúsi Þór Amasyni presti á Siglufirði en hann las samþykkt frá aðalfundi Hóla- félagsins þá um moiguninn. Kynnir á hátíðinni var séra Bolli Gústavs- son, prestur í Laufási og flutti hann kveðju séra Siguiðar Guðmunds- sonar vígslubiskups frá Grenjaðar- stað. Séra Heimir Steinsson, prestur og þjóðgarðsvörður á Þingvöllum flutti erindi, sem hann nefndi: „Kirkja á krossgötum”. Var erindið hið fróðlegasta og skörulega flutt. Frú Agústa Agústsdóttir söng einsöng við undirleik Bjöms St. Sólbergssonar, hins nýja oiganista Akureyrarkirkju. Einnig sungu þær tvísöng frú Agústa og Sigríður Schiöth. Þá lék séra Gunnar Bjömsson á selló en lokaoið flutti séra Bolli Gústafsson og sleit samkomunni með ritningarorðum og bæn. Kostnaður vegna Sumar- sæluviku skiptist í þeim hlut- föllum að Sauðárkróksbær og Kaupfélag Skagfirðinga greiða 25% hvort og hinn helmingur- inn skiptist síðan á milli 18 verslana og fyrirtækja í bænum. Stórfelldur veiðiþjófnaður „Ég hef áreiðanlegar heim- Tregir að borga sinn hlut í tapinu Hólahátíð vel sótt FEYKIR spyr á Sauðárkróki Helgi Ragnarsson mjólkurfr. Já, ég tók mér eins mánaðar sumarfrí. Fór í heyskap og bústörf. Það var ágætt frí. Svavar Sigurðsson starfsmaður mjólkursamlagi. Já, ég tók mér frí um Verslunarmannahelgina og fór í Atlavík og til Akureyrar. Annars vinn ég á laugardögum. Nökkvi Elíasson bæjarstarfs- maður. Já, ég fór í hálfs mánaðar frí austur á land. Jóhann Magnússon bæjarstarfs- maður. Nei, maður hefur ekki efni á því þegar maður er í skóla. Þarf að nota sumarið til vinnu. Þórhildur Eggertsdóttir verslunarm. Já, ég fór í hálfs mánaðar frí suður til Reykjavíkur. Mjög gaman.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.