Feykir - 25.09.1985, Side 5
19/1985 FEYKIR 5
Undirfellskirkja 70 ára
Gagngerar endurbætur hafa
nú farið fram á kirkjunni að
Undirfelli í Vatnsdal. Á al-
mennum safnaðarfundi, sem
haldinn var 13. mars 1983 var
samþykkt með samhljóða at-
kvæðum allra fundarmanna að
halda kirkjunni við og endur-
bæta hana. I framhaldi afþessu
hafði sóknarnefnd samband við
Þorstein Gunnarsson, sem er
mjög þekktur arkitekt og vinnur
m.a. á vegum þjóðminjavarðar
og húsfriðunarnefndar og hafa
allar endurbætur á Undirfells-
kirkju verið unnar undir
leiðsögn hans. Þess má geta að
Þorsteinn sér um endurbætur á
mörgum elstu og merkilegustu
húsum hér á landi eins og
Viðeyjarstofu og Nesstofu að
ógleymdri Dómkirkjunni í
Reykavík.
Undirfellskirkja var mjög
farin að láta á sjá enda reist á
árunum 1914- 1915ogþvísjötíu
ára um þessar mundir. Kirkjan
stendur á lágum hól í vestan-
verðum Vatnsdal, og telur
Þorsteinn aðform kirkjunnarog
staðsetning fari vel saman. Hið
sama gildir um samspil kirkjunnar
og umhverfisins.
Upphaflegar teikningar að kirkj-
unni em dagsettar í Reykjavík 5.
ágúst 1914 fyrir Rögnvald Olafsson
og Einar Erlendsson. Um þessar
teikningar uiðu mjög miklar deilur á
sínum tíma, sem frægar uiðu hér um
sveitir. Enduðu þær með því að m.a.
var fyrirhuguðum kjallara sleppt, en í
öllum öðmm aðalatriðum vom
upphaflegar teikningar notaðar. Það
Undirfellskirkja í Vatnsdal.
sem einkum setur óvenjulegan en
jafnframt glæsilegan svip á kirkjuna
er staðsetning tumsins, en hann rís í
noiðvesturhomi og er honum
hliðrað um rúmt fet til beggja átta frá
hliðum aðalhússins.
1 júní 1984 var byijað á að gera við
múrskemmdir að utan sem vom
oiðnar allmiklar. Þá var mikil vinna
við sökkla og tröppur. Þakbrúnir
vom endumýjaðar þar sem þess
þurfti, en annarsstaðar gert við. Jám
á þaki var allt neglt upp en súð
reyndist ófúin. Þá var kirkjan öll
máluð að utan. Á yfirstandandi ári
hefur verið unnið að viðgerðum á
kirkjunni að innan og var þeim að
fullu lokið í júní sl. eða ári eftir að
byijað var á verkinu.
Þeir sem hafa annast hina ýmsu
verkþætti við kirkjuna em: Jón Kr.
Jónsson múrari á Blönduósi sá um
alla múrvinnu. Trésmiðjan Eik á
Blönduósi smiðaði og sá um allt sem
að tréverki lýtur. Ingvi Þór
Guðjónsson málarameistari á
Blönduósi sá um alla málningu að
utan og innan. Rafhitun er í
kirkjunni staðsett undir bekkj-
um. Gagngerar endurbætur
fóru fram á öllum raflögnum í
kirkjunni og var það Gestur
Guðmundsson rafvirkjameistari á
Blönduósi sem sá um það verk.
Þá má ekki gleyma þætti
Þorsteins Gunnarssonar arki-
tekts og vil ég hér með koma á
framfæri fyrir hönd sóknar-
KYNNING - KYNNING
Kynning á hollu skólanesti 4. okt. kl. 15.00 -18.00.
Anna Rósa Skarphéðinsdóttir húsmæðrakennari
annast kynningu.
Kynningarverð á ostum og brauði.
Mjólk í nýjum umbúðum.
Hollt skólanesti eykur námsárangur.
Ódýrar samlokur með góðu áleggi fyrirskóla, aðra
vinnustaði og einstaklinga. Pantið í kaffiteríunni.
nefndar sérstöku þakklæti til
hans fyrir vel unnin störf og
ánægjulegt samstarf. Um leið
færir sóknarnefndin öllum þeim
sem að þessum endurbótum
hafa unnið alúðarþakkir.
Kirkjan hefur alla tíð verið
óafgirt og hefur það verið
áhyggjuefni að skepnur hafa
óhindrað komist að henni m.a.
óhreinkað veggi. Nú hefur
fyrrverandi eigandi Undirfells,
Bjarni Hannesson, gefið falleg-
an blett úr túni jarðarinnar sem
tengir saman kirkju og kirkju-
garð og er nú í undirbúningi að
girða þetta land. Það verk
verður unnið undir yfirstjórn
formanns skipulagsnefndar kirkju-
garða Aðalsteins Steindórs-
sonar. Fyrir þetta örlæti Bjarna
Hannessonar skulu honum hér
með færðar alúðarþakkir. I
sumar hefur verið gert bílastæði
við kirkjuna og akvegur að
henni lagfærður.
Á undanförnum árum hafa
Undirfellskirkju borist margar
góðar gjafir og skal fátt eitt af
því talið hér. Ég vil nefna að
fjölskyldan á Bakka hér í sveit
gaf mjög vandaðar hurðir fyrir
kirkjuna með uppsetningu og
öllu tilheyrandi. Fyrir all-
mörgum árum gaf Hannes
Þorsteinsson heildsali í Reykja-
vík fögur ljósatæki í kirkjuna,
bæði í loft og á veggi, til
minningar um föður sinn
Þorstein Konráðsson, sem mjög
lengi var organisti í Undirfells-
kirkju. Nú hafa kirkjunni borist
að gjöf átta fallegir ljósalampar
til viðbótar í hvelfingu kirkj-
unnar. Kvenfélag sveitarinnar
hefur gefið bæði peninga og
fagra muni. Öllum þeim sem hér
eru- taldir og ekkert síður þeim
—
SRmyiHHM
'SÖLUBOÐ
2.-16. okt.
Brugsen Rauðkál 720 gr. ..72.00
Bulgar jarðarber 850 gr... .83.90
Búbót app. marm.400gr .. .53.80
Lísukex 240 gr...........42.40
Matarkex 390 gr..........43.50
Holtabót .............. 217.50
Leni eldhúsrl. gular 4 rl... .79.00
Jameson mini leaves 200 gr. 106.00
Segul Caco 500 gr........69.90
Jovax ilmsteinn 160 gr...45.35
sem ótaldir eru skulu hér með
færðar alúðarþakkir. Altaris-
tafla er eftir Ásgrím málara
Jónsson og er hún jafngömul
kirkjunni gefin af Ingibjörgu og
Stefáni sem lengi bjuggu á Flögu
í Vatnsdal.
Vegna þeirra miklu endur-
bóta, sem hér hefur verið gerð
grein fyrir er ekki óeðlilegt að
fjárhagur kirkjunnar standi
höllum fæti því sóknin er lítil og
gjafendur fáir, en lítið er um lán
eða styrki úropinberum sjóðum
til framkvæmda sem þessara.
Þess skal þó getið að ýmsir hafa
lagt okkur lið með fjármögnun
og einnig með nokkurri sjálf-
boðavinnu þó mest hafi munað
um óafturkræft framlag úr
Húsfriðunarsjóði kr. 60.000.-
Við höfum þó ekki áhyggjur af
fjármálum kirkjunnar því hún á
marga góða stuðningsmenn.
í safnaðarstjórn eru nú :
Hallgrímur Guðjónsson hrepp-
stjóri Hvammi II form. Reynir
Stefánsson bóndi Hvammi I
gjaldkeri og Guðrún Bjarna-
dóttir kennari Guðrúnarstöðum
ritari. Þá má ekki gle^ma
sóknarprestinum sr. Árna
Sigurðssyni, en án hans hefðu
þessar framkvæmdir ekki gengið
eins vel og raun ber vitni og vill
safnaðarstjórn færa honum
alveg sérstakar þakkir fyrir hans
mikla dugnað og áhuga á
málefnum Undirfellskirkju.
Að lokum skal það sagt að við
sem að þessum framkvæmdum
höfum staðið höfum haft það
efst í huga að við værum að
vinna verk, sem yrði sveitinni
okkar og íbúum hennar til
blessunar á ókomnum árum.
Hallgrímur Guðjónsson form.
sóknarnefndar Hvammi.
HnaMHnMHnnk
//'
SOLUBOÐ
VIÐ SELJUM AEG OG
FRIGOR FRYSTIKISTUR
AEG 300 1.................. 26.755.-
staðgr.................25.417.-
AEG 430 1.................. 30.994,-
staðgr................ 29.440.-
AEG 400 I................. 35.990,-
staðgr................ 34.190.-
AEG 335 1.................. 34.770.-
staðgr................ 33.031.-
Frigor 275 1............... 25.100,-
staðgr.............. 24.100.-
Frigor 380 1............... 28.150,-
staðgr.............. 27.025.-
Munið glæsilega kjötborðið okkar.
Fjölbreytt val kjötrétta tilbúið í ofninn, á pönnuna eða borðið.