Feykir


Feykir - 05.11.1986, Síða 8

Feykir - 05.11.1986, Síða 8
Öll almenn prent- og Ijósritunar- þjónusta Verið veikomin 3/113 PRENTÞJÓNUSTA SÍMI 5711 5. nóvember 1986 Feykir 22. tbl. - 6. árg. Sími „ ™'!.. FARSÍMI 5821 Sauðarkrokl 985 20076 Húnaflói: Slæmt útlit með rækjuveiði Sauðárkrókur: Nýtt vélaverkstæði Mjög slæmar horfur eru nu með rækjuveiði á Húnaílóa í vetur. Tveir leiðangrar hafa verið gerðir til rækjuleitar í flóanum, en lítið fundist. Seinni leitin fór fram í síðustu viku og tóku fimm heimabátar þátt í henni auk skips frá Hafrann- sóknarstofnun. Þessa dagana er verið að vinna úr niðurstöðunum og verða þær kynntar heima- mönnum einhvern næstu daga, og þá um leið verður væntanlega kynnt ákvörðun ráðuneytisins um leyft veiðimagn í flóanum verður. Ingvar Hallgrímsson hjá Hafrannsóknarstofnun sagði að aðalástæðan fyrir þessu slæma útliti væri sú mikla fiskgengd sem að undanförnu hefði verið fyrir Norðurlandi. Það væri mikið magn af rækju sem ungi þorskurinn æti og „það er ekki einungis að þorskurinn éti rækjuna heldur splundrar hann rækjutorfunum líka. Það má Iíkja þessu við það, þegar minkur kemst í hænsnabú” sagði Ingvar. Algengt er líka að þorskurinn hrekji rækjuna inn í þrönga firði, þannig mun það t.d. hafa verið í fyrravetur þegar aðalveiðin var innst í fjörðunum. Það mun hafa alvarleg áhrif á atvinnu við Húnaflóa, ef rækjuveiði verður treg í vetur. Það eru yfir 20 bátar gerðir út til rækjuveiða á flóanum og þrír til fjórir menn eru á hverjum báti. Þá mun þetta einnig bitna á vinnslunni í landi þó það verði ekki eins alvarlegt hjá þeim stöðvum sem hafa skip er stunda úthafsveiðar. (mó) Nokkrir aðilar á Sauðárkróki hafa stofnað hlutafélag um rekstur vélaverkstæðis á Sauðár- króki, og hefur það hlotið nafnið Vélsmiðja Sauðárkróks. Helstu hluthafar eru þeir Haraldur Guðbergsson, Gunnar Gunnarsson, Guðmundur Olafs- og son, Árni Ingimundarson Blikk og pípulagnir. Verkstæðið verður í nýbygg- ingu þeirri sem Blikk og pípulagnir hafa reist við Borgar- flöt. Aætlað er að reksturinn geti hafist fyrripart nóvember mánaðar. (ivj) Sauðárkrókur: Kærkomin gjöf A .-Húnavatnssýsla: Einn prestur Um þessar mundir er aðeins einn prestur starfandi í Austur- Húnavatnssýslu, en þar eiga að vera þrír prestar. Enginn sótti um Bólstaðarprestakall síðast þegar það var auglýst og þjónar sr. Guðni Þór Olafsson prestur á Melstað í Miðfirði því presta- kalli öllu. Þá hefur enginn prestur verið á Skagaströnd síðan sr. Oddur Einarsson fór þaðan í sumar og gerðist bæjarstjóri í Njarðvík. Presta- kallið var auglýst og sótti einn um en dró síðan umsóknina til baka. I vetur mun sr. Arni Sigurðsson sóknarprestur á Blönduósi þjóna Höfðapresta- kalli, en það mun verða auglýst síðar í vetur. (mó) Síðastliðinn mánudag færði Búnaðarbanki Islands á Sauðár- króki Fjölbrautaskólanum kær- komna gjöf. Um er að ræða stækkaða gerð af PC tölvu ásamt prentara. Um tilefni gjafarinnar sagði Gestur Þorsteinsson, sem nú gegnir stöðu bankastjóra í veikindum Ragnars Pálssonar: „Frá upphafi hefur það verið stefna útibúsins að vinna héraðinu og bænum vel, og þetta er eitt lítið skref á þeirri vegferð”. Að sögn Olafs J. Arnbjörns- sonar aðstoðarskólameistara kemur þessi gjöf sér afar vel fyrir skólann, ekki síst í ljósi þeirrar staðreyndar að ekki hefur fengist nein fjárveiting á fjár- lögum undanfarin þrjú ár til tækjakaupa. Ólafur sagði enn- fremur að tölva þessi yrði einkum ætluð til nemenda- bókhalds, auk þess sem hún kæmi vafalaust til með að nýtast til fleiri hluta. Að lokum vildi Ólafur koma á framfæri sérstöku þakklæti til Ragnars Pálssonar og Búnaðar- bankans fyrir þann velvilja sem skólanum væri sýndur með þessari höfðinglegu gjöf. Ögj) Þann 28. okt. sl. fór fram á Hofsósi haustfundur þéttbýlis- sveitarfélaga á Noiðurlandi vestra þar sem fulltrúar þeirra vom mættir til að ræða ýmis hagsmunamál sín á milli. Fundir þessir eru haldnir tvisvar á ári, að vori og á haustin. Þrír fulltrúar frá hverju sveitarfélagi, Hvammstanga, Blönd- uósi, Skagaströnd, Sauðárkróki, Hofsósi og Siglufirði, eiga formlegan seturétt á þessum fundum auk þess sem þeir eru opnir öllum sveitarstjómarmönn- um frá þessum stöðum. Aðalumræðuefni fundarins var um ferðamál í kjördæminu og í því tilefni mættu á fundinn ÓIi J. Ólafsson ferðamála- Sauðárkrókur: Og enn um sorpbrennsluna Á fundi í bæjarstjórn Sauðár- króks þann 28. okt. sl. var samþykkt að falla frá byggingu sorpbrennsluofns í landi Hellu- lands í Hegranesi, en eins og kunnugt er affréttum komu upp deildar meiningar um staðsetningu hans í kjölfar síðustu bæjar- og sveitarstjórnarkosninga. Fyrri hreppsnefnd Rípurhrepps hafði samþykkt fyrirhugaða staðsetn- ingu og hafði allra tilskyldra leyfa verið aflað. í kjölfar kosninganna óskaði núverandi hreppsnefnd eftir því að málið yrði tekið upp að nýju og með bréfi til bæjarstjórnar Sauðár- króks nú fyrir skömmu hafnaði hún alfarið að sorp yrði urðað í nágrenni við ofninn. Á grund- velli þessarar afstöðu hætti bæjarstjórnin við öll frekari áform eins og fyrr greindi. í þessu tilefni snéri blaða- maður sér til Ólafs Jónssonar á Hellulandi og innti hann eftir viðbrögðum þeirra Hellulands- eigenda, en á sínum tíma hafði verði gengið frá því við þá að þeir afhentu viðkomandi land jafnframt því sem þeir ynnu við sorpbrennsluna. í svari Ólafs kom m.a. fram að þeir hafa nú fengið sér lögfræðing, sem mun leita réttar þeirra „og þar munum við ekki láta okkur fyrr en í fulla hnefana. Við töldum þetta frágengið mál og vorum búnir að gera ákveðnar ráð- stafanir. Þessi ákvörðun nú, kemur sér t.d. mjög illa fyrir föður minn sem er öryrki, en hann var búinn að fá vinnu við eftirlit með sorpbrennslunni”. Þá kom fram hjá Ólafi að hann efaðist mjög um þá fullyrðingu núverandi hreppsnefndar að afgreiðsla fyrri hreppsnefndar hefði verið ófullnægjandi. „Fundar- gerðir frá þeim tíma, er gengið var frá málinu eru til á Skjalasafni Skagfirðinga á Sauðár- króki, og tel ég mig hafa fullvissu um það að þær eru undirritaðar af meirihluta þá- verandi hreppsnefndar. Þá vilég að lokum segja það, að mér hefur fundist núverandi hrepps- nefnd hafa lagst mjög lágt í þessu máli hvað varðar alla framkomu við okkur og þetta mun síður en svo koma til með að bæta ástandið í hreppnum”. Feykir spyr á Sauðárkrókí Tekst Tindastóli að halda sæti sínu í 1. deild í körfubolta? Ingibjörg Vigfúsdóttir, gæslu- maður: „Það vona ég og að þeir standi sig vel í vetur”. Hofsós: Sveitarstjómarmenn í þungum þönkum fulltrúi Suður- og Vesturlands, Valgeir Þorvaldsson bóndi Vatni Höfðaströnd og Bessi Þorsteins- son hótelstjóri frá Blönduósi. Á fundinum var einnig rætt um ný sveitarstjómarlög og þá sérstak- lega það atriði sem snýr að samvinnu sveitarfélaga. Þar er lagt til að sýslunefndir verði lagðar niður og í staðinn komi byggðasamlög eða héraðsnefndir. I samtali við einn fundarmanna, Guðmund Sigvaldason sveitar- stjóra á Skagaströnd, kom fram að sveitarfélögum væri í sjálfs vald sett hvernig þau höguðu þessum málum hjá sér, hvort þau héldu sig við gamla fyrirkomulagið eða tækju upp þessi nýju lög. „Menn eru svona að byrja að hugsa þessi mál, þess vegna var þetta rætt á þessum fundi” sagði Guðmundur. Mörg önnum mál voru rædd, s.s. sorpeyðingarmál sem eru í miklum ólestri um þessar mundir og rætt var um möguleika á samvinnu sveitar- félaga í þeim efnum. Einnig var lögð fram greinargerð um orkumál sem samin var af rafveitustjórum Sauðárkróks, Blönduóss og Siglufjarðar og hún rædd lítillega. Að auki var talað um laun kennara, verkamannabústaða- kerfi og ýmislegt annað sem fyrir fundinum lá. (bjb) Sveinn Geirmundsson, vélstjóri: „Eg vona að það takist”. -tfiM’í mm ■ ■ ‘ Magnús Rögnvaldsson, smiður: „Já, enginn vafi”. Kolbrún ívarsdóttir, nemi: „Nei”.

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.