Feykir


Feykir - 25.02.1987, Qupperneq 4

Feykir - 25.02.1987, Qupperneq 4
4 FEYKIR 4/1987 „Minkurinn borgar þá vi Sigurður Hansen minkabóndi tekinn tali Á miðju sumri 1985 fluttust að Kringiumýri í Blönduhlíð, hjónin Sigurður Hansen og María Guðmundsdóttir. Áður höfðu þau búið á Sauðárkróki þar sem Sigurður starfaði sem lögreglu- þjónn og María rak hárgreiðslu- stofu. Raunar þykir það ekki tiltöku- mál að jafnaði þó fólk flytji búferlum, en nokkur ævintýra- bragur þótti á í þetta skipti. Orsakaðist það af því að húsakostur var sem enginn á jörðinni utan sumarhús sem flutt var í til að byrja með. Á því eina og hálfa ári sem síðan er liðið hafa risið tvö minkahús sem hafa að geyma bú sem er að komast í fullan rekstur. Nú á dögunum tók blaðamaður Feykis spjall við Sigurð um þennan búrekstur hans og málefni minkaræktarinnar í heild. Eðlilega varð fyrst fyrir að spyrja um hvað hafi ráðið þegar farið var af mölinni í minkinn. „Það er viss aðdragandi að flutningunum hingað frameftir. Ég á minn uppruna að rekja hingað og hafði m.a. sumarhús hér, sem við dvöldum í þegar tóm gafst til. Maður var því „Þess er að geta að enn hef ég ekki byggt upp allt það sem ég ætla mér, og er ekki enn kominn með fullan rekstur á búið. Það verður ekki fyrr en næsta haust sem fullar afurðir nást af þeim 600 læðum sem bústærðin kemur til með að markast af. Samkvæmt dönskum staðli er talið hæfilegt fyrir eina fjölskyldu að hafa um 600 læður, þannig að hún geti sinnt búinu án utan að komandi vinnuafls nema á mestu álags punktum miðað við góðar aðstæður”. Hvað kostar að koma upp búi sem þessu? „Um það er mjög erfitt að segja nákvæmlega. Hús eins og ég byggði hér kosta sennilega um 1,7 milljónir króna hvortum sig að frátöldum innréttingum, sem kosta nær jafn mikið. Því er tala uppá rúmar þrjár milljónir alls ekki fráleit. Þessar tölur miðast við hús þar sem burðargrindin er byggð úr timbri, sem er mun ódýrara en stálgrindahúsin. Ég réðst í að hanna og teikna þessi hús sjálfur, og tel að nokkuð vel hafi til tekist, og margir hafa lýst áhuga sínum á farinn að hugsa til þess í alvöru að finna sér einhver verkefni sem gæfu möguleika á að flytja hingað. Loks varð minkabúskapur- inn ofan á. Af honum hafði ég haft nokkur kynni, þar sem ég hafði verið í Loðfeldi hf. á Sauðárkróki frá upphafi. Þó ég ynni aldrei beint við þetta, þá fylgdist maður með. Þau kynni af greininni voru þó varla til að vekja áhuga, því verið var að berjast við sýktan stofn og afkoman eftir því. En eftir að nýr og heilbrigður stofn kom til sögunnar, var ég ekki í nokkrum vafa um að hægt væri að reka minkabú. Þetta varð til að ég ákvað að láta reyna á hvort dæmið gengi upp. Vissulega var um nokkuð ævintýralegt stökk að ræða og áhætta tekin. Það er töluvert átak að byggja þetta allt upp frá grunni og hafa ekki einu sinni íbúðarhús þegar byrjað var. Þetta hefur kostað mikla vinnu, en verið að sama skapi skemmtilegt og ég sé ekkert eftir að hafa tekist þetta á hendur.” Hvaða bústærð þarftu þér til viðurværis? að byggja eftir þessum teikningum. Nú er ég búinn að fá í lið með mér Benedikt Bjömsson arkitekt til að fullvinna teikningarnar ætli menn að ráðast í að byggja þessa húsagerð. Nokkrar breyt- ingar hafa verið gerðar frá upphaflegu gerðinni, sem fellst í aukinni nýtingu á plássi. Auk þess miða ég við notkun kraftsperra sem burðarstoða í hliðarveggjum í stað símastaura áður. Kemur það til af því að hvorki er skemmtilegt að vinna með símastaurana né auðvelt að nálgast þá”. Hver er megin munurinn á þinni húsagerð og þeirri sem mest hefur verið byggt af hingað til? „Mest hefur verið notað af stálgrindahúsum, en þau eru dýrari, þó ekki sé nema fyrir þær sakir einar að munur á timburmagni sem í þau fer og mín hús er ekki verulegur. Síðast en ekki síst nýtast allar stoðir tvívirkt í timburhúsunum, bæði sem uppihald fyrir húsið og innréttingarnar, og sparast því öll aukavirki til þeirra nota. Með þvi sparast miKiii Kosmaour Myndir og texti: Ingi V. Jónasson og vinna. Þessi húsagerð er að svo mörgu leyti þægilegri en stálgrindahúsin að ég vildi hana frekar, þó á sama verði væri. Eitt er vert að nefna að í þessum húsum sem ég byggði er hver spýta hefluð, en það leiðir af sér auðveldari þrif og minni sýkingarhættu. Kostnaðaraukinn við heflunina er ekki það mikill að ástæða sé til að horfa í hann”. Gekk greiðlega að fá sam- þykkta þessa breytingu frá staðlinum? þessir kassar eru heldur minni en aðrir. Ef kassarnir eru of stórir er hætta á að dýrin skíti í eitt hornið og liggi í öðru. Lækningin við slíku hefur verið að þrengja að þeim með kubbum eða slíku. Með þessum nýju kössum gæti verið fundin heppileg lausn fyrir íslenskar aðstæður, en endanleg reynsla ætti að fást í sumar, því ráðgert er að framleiða töluvert af þeim og taka í notkun. Fleiri þætti má nefna sem Danska meðaltalið var 4,6. Vegna þessara breytilegu talna tökum við fjóra hvolpa sem viðmiðun í eftirfarandi útreikn- ingum. I desember var meðal verð hjá mér á hvert skinn 1600 krónur, sem gerir heildartekjur eftir læðuna 6400 krónur. Stærsti frádráttarliðurinn er fóðurkostnaður sem nemur um 2000 krónum á læðuna, eftir eru 4400 krónur. Loks kemur til skinnaverkunarkostnaður, sjóða- gjöld og kostnaður við uppboðið, , Já, það gekk mjög auðveldlega fyrir sig. Til að byrja með gerði ég skissu af því sem ég hafði í huga, og fékk samþykki. Síðan teiknaði ég húsið á þeim grunni. Það sem við verðum að leggja megin áherslu á, er að fá sem mesta nýtingu út úr húsunum. Loðdýrahús hér á íslandi eru miklu dýrari en á hinum Norðurlöndunum vegna þess veðurfars sem hér er ríkjandi. Þar eru hús þessi vart annað en skýli, sem ekki eru gerð til að standast stórhríðar og rok á íslenskan mælikvarða. Hvað innréttingarnar varðar, þá er ég með búr samkvæmt fmnskum staðli, en þau eru 13 tommu breið. Reyndar eru 11 tommu búr í hluta af öðru húsinu. Þó svo að með því fáist eitthvað betri nýting, þá er varla ráðlegt að fara neðar, ekki það að illa fari um dýrin heldur verður að taka mið af þeim mörkum sem dýraverndunar- samtök setja. Það verður sennilega ofan á að hér verði farið eftir danska staðlinum sem er 12 tommu breið búr, en út úr því fæst ágætis nýting. Á síðasta hausti hannaði ég kassa sem sameina kosti dönsku og finnsku kassanna. Þeir eru djúpir og því nægilega hlýir, en dýrin þrífa þá mun betur en aðra kassa. Þann tíma sem ég hef notað þá, eða síðan í nóvember í fyrra, þá hefur ekki þurft að verka úr þeim skít eða þrífa að öðru leyti. Dýrin hafa sjálf tekið hey sem liggur ofan á kössunum niður í þá og hirt að öðru leyti. Kannski kemur það til af því að æskilegt er að séu sem best úr garði gerðir. Að mínu viti er t.d. nauðsynlegt að hafa flórrennur, sjálfbrynningu og fóðurvél eigi að sinna fullri bústærð af viti. Eftir því sem minni tími er lagður í að sinna þáttum eins og skítverkun og fóðrun, því meiri tími vinnst til að nostra við dýrin. Danir sem eru hvað fremstir í loðdýraræktun eiga sér kjörorð tengd þessu sem hafa ber í huga: „Minkurinn borgar þá vinnu sem lögð er í hann”. sem nemur um 600 krónum, þannig að eftir eru 3800 krónur á læðu. Sú upphæð fer til borgunar launa og afskrifta af byggingum og bústofni. Ég veit ekki hvemig skipting milli afskrifta og launa er nákvæmlega, þó sé ég ekki annað en dæmið gangi upp”. Telur þú að loðdýraræktin geti orðið bjargvættur sveitanna á tímum samdráttar í hefðbundnum búgreinum? „Þegar verið er að ræða um Ein stór spurning. Hvað gefur hver læða af sér í krónum talið? „Fyrir það fyrsta liggur mikill peningur í lífdýrunum, hvertum sig kostaði á síðasta hausti um 2500 krónur. Þegar dæmi sem þetta er sett upp, þá er reiknað með fjórum hvolpum á hverja læðu, en það er í lægri kantinum og nálgast núllpunkt. Á pelsunar- tíma í haust hafði ég að meðaltali 4,8 hvolpa á hverja læðu, meðan landsmeðaltalið var 4,2 hvolpar á læðu og loðdýraræktina í heild þá er það mitt persónulega álit að minkur- inn sé öruggari en refurinn. Danskir loðdýraræktendur segja minkapels miklu frekar neyslu- vöru en refapelsinn. Kemur þar ýmislegt til, s.s. að lágvaxnar og þreknar konur bera illa ref vegna þess hve loðinn hann er.Verð á refaskinnum er miklu háðara tísku og því sveiflu- kenndara en verð á minka- skinnum. En auðvitað verður að gera ráð fyrir sveiflum í

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.