Feykir - 25.02.1987, Side 5
4/1987 FEYKIR 5
inu sem lögð er í hann”
minkaræktinni eins og öðrum
búgreinum, hjá því verður ekki
komist.
Hvað spurninguna sjálfa
varðar þá tel ég að loðdýrarækt-
in ætti að geta fyllt að verulegu
leyti uppí þau skörð sem nú eru
að myndast í hefðbundnu
greinunum. Eins er það styrkur
fyrir okkur sem fyrir erum að
fleiri bætist í hópinn vegna
þeirra miklu framkvæmda sem
við höfum staðið í við fóður-
stöðina. Okkur er nauðsyn að
auka framleiðslu þessarar stöðvar
og dreifa fjármagnskostnaðinum
á fleiri herðar. Engin hætta er á
samkeppni innanlands né of-
framleiðslu, þar sem við erum
svo lítill hluti af heimsmarkaðnum.
Auk þess höfum við verið
heppnir með að komast inn hjá
Dönum varðandi sölu á skinnunum
og vandamál varðandi markaðs-
setningu því engin. Að þessu
leyti stöndum við öllum öðrum
búgreinum framar, því eins og
kunnugt er þá hefur erlend
markaðssetning verið einn helsti
höfuðverkurinn og landbúnað-
inum nú skorinn stakkur eftir
innanlandsmarkaði.
Svo má alltaf deila um
hvernig koma á útbreiðslu
loðdýraræktarinnar sem hag-
kvæmast í framkvæmd. Að
mínu mati er röng sú stefna að
hvetja menn til að hafa
loðdýraræktina sem aukabúgrein.
Til þess er hún alltof sérhæfð og
hætt við að hefðbundnu greinarnar
fái forgang sé megin afkoman
byggð á þeim. Með slíkum
vinnubrögðum næst aldrei sá
árangur sem nauðsynlegur er og
menn vænta. Einnig er brýnt að
minka- og refabú séu ekki reist á
stöðum sem liggja það fjarri
fóðurstöð að hagkvæmni sé ekki
fyrir hendi. Tíðkast hefur að
hafa jöfnunargjald á útkeyrslu
fóðurs og því er ekki réttlætan-
legt gagnvart þeim sem þennan
búskap stunda á hentugum
stöðum að þeir borgi flutninga
út á ystu annes eða inn til dala.
Það er hætt við að skerist
stjómvöld í leikinn með aðgerðum
sem miði að slíkri dreifingu þá
kippi það fótunum undan
greininni og geri hana háða
styrkjum. Komi slíkt fyrirhættir
hún vitanlega að vera arðbær og
spennandi. Það er til ýmislegt
annað sem hentað gæti á hinum
afskektari stöðum, t.d. eru
miklar vonir bundnar við
ræktun angórukanína og talið
að hver slík skili tekjum á við
eina kind. Grein sem þessi er
ekki bundin aðkeyrslu fóðurs í
daglegri starfsemi og skiptir því
fjarlægðin tiltölulega litlu máli.
Eg er fullviss þess að í
loðdýraræktinni sé mikill vaxtar-
broddur fólginn og henni litil
takmörk sett nema ef vera kynni
í hráefni til fóðurs. Ýmsar blikur
eru nú á lofti í þeim efnum.
Meðal annars virðist vera að
opnast markaður í Nígeriu á ný
fyrir skreið og hausa. Við getum
því átt von á að það hráefni sem
við höfum haft aðgang að eigi
eftir að minkajafnvel um allt að
því 30-40%. Ymsar hugmyndir
hafa komið í ljós til lausnar á
þessum vanda komi til alvörunnar.
Eg tel að í því sambandi verðum
við helst að líta til loðnunnar, en
ekki er víst að hún liggi á lausu
við hafnarbakka á Sauðárkróki.
Tíminn verður þó að leiða þetta
allt í ljós”.
Hvernig hefur verið staðið að
fræðslustarfi innan loðdýraræktar-
innar?
„Leiðbeiningaþjónusta í íslensk-
um landbúnaði er almennt mjög
takmörkuð og oft væru menn
betur komnir án hennar eins og
dæmin sanna. I fyrra höfðum
við ráðunaut i hálfu starfi,
Álfheiði Marinósdóttur sem við
höfðum mikið gagn af, og allt í
lagi væri að hafa fleiri
leiðbeinendur á borð við hana,
því alltaf eru góðir menn innan
um. Okkar megin er fræðsla og
ráðgjöf fengin í gegnum rit
Danska loðdýraræktunarsambands-
ins sem við fáum sent, efni á
íslensku er ekki fyrir hendi utan
nokkrar greinar sem birst hafa í
Frey. Þetta horfir þó nokkuð til
bóta, því gefin hefur verið út
lausablaðamappa um loðdýra-
rækt í samvinnu bændaskólanna
og sambands íslenskra loðdýra-
ræktenda. Á það verður svo að
líta að fyrst og síðast munum við
sækja þekkingu og reynslu til
frænda vorra á Norðurlöndum,
sem hafa áratuga reynslu af
þessarri atvinnugrein. Þó skyldi
ekki vanmeta þann þátt sem
felst í góðum samskiptum þeirra
sem í greininni eru á hverju
svæði. Við höfum lært mikið af
því að tala saman og skoða hver
hjá öðrum, að því ógleymdu að
Reynir Barðdal hefur stutt
okkur með ráðum og dáð, en
það eru varla margir hérlendis
með þekkingu og reynslu á borð
við hann”.
Er fólk fordómafullt gagnvart
greininni?
„Já, það er ekki laust við það.
Fólk virðist líta á minkinn sem
réttdræpt óargadýr, en ekki sem
húsdýr. En það er með minkinn
eins og önnur húsdýr að maður
verður að reyna að skilja þarfir
þeirra og hvernig þeim líður vel,
öðruvísi skila þeir ekki arði. Að
þessu leytinu er minkurinn
engan veginn frábrugðinn öðrum
húsdýrum”.
Með þessum orðum kveðjum
við Sigurð bónda, og er vonandi
að einhverjir lesendur séu nokkru
nær um stöðu minkaræktarinnar
sem búgreinar.