Feykir


Feykir - 15.04.1987, Blaðsíða 6

Feykir - 15.04.1987, Blaðsíða 6
6 FEYKIR 9/1987 Stefhumál Flokks mannsins • Lögbundin lágmarkslaun fyrirkomulagi. Leiga eða stórhækkað vexti á almenn- sem taka mið af framfærslu- afborganir af húsnæði verði um markaði. kostnaði. aldrei meiri en 20% af • Tryggð venði mannsæmandi • Tekjuskattur afnuminn. mánaðarlaunum viðkomandi. afkoma bænda með tekju- Tekjur ríkisins komi í Bankakeríið fjármagni húsnæð- tryggingu og niðurgreiðslur gegnum óbeina skatta, tolla islánakerfið alfarið. Fjár- verði greiddar beint til og neysluskatta. þörfin á ári til húsnæðismála þeirra. Stjórn landbúnaðar- • Fé lífeyrissjóðanna verið er innan við 5% af ársút- mála verði færð heim í héruð 100% eftirá hverjum staðfyrir lánum bankanna. og í stað þeirrar sveltistefnu sig og lánað til atvinnu- • Fjármagnskostnaður (vextir) sem nú ríkir verði unnið uppbyggingar þar. verði lækkaðir með því að markvisst að uppbyggingu • Húsnæðismálin verði leyst. fjárlagahalli ríkissjóðs verði þar sem tekið er tillit til Fólki verði gefið val um bannaður og hætt verði sölu landgæða, húsakosts og hvort það vill kaupa, leigja ríkisskuldabréfa. En ásókn heildarneyslu héraðsins. eða taka þátt í búseturéttar- ríkissjóðs í fjármagnið hefur Ráðgjafar starll með bændum Mjög ódýr vinnufatnaður og margt fleira Alltaf að koma nýjar vörur Verslun Haraldar Júlíussonar Aðalgötu 22 - Sauðárkróki - Sími 5124 Um leið og við óskum lesendum Feykis gleðilegra páska viljum við vekja athygli á fundi okkar á Sauðárkróki þriðjudagskvöldið 21. aprfl kl. 20.30 í Safnahúsinu ALLIR VELKOMNIR Sjálfstæðisflokkurinn Á RÉTTRI LEIÐ heima í héraði og aðstoði þá við að ná betri og hagkvæmari búrekstri. Gert verði meira af því að fullvinna afurðir til neyslu í þéttbýli og sláturhúsin nýtt til þess. Rík áhersla verði lögð á að skera niður milliliðakostnað. Heildarstefna landbúnaðar- ins miðist við sem flest meðalbú. Fá stór bú eru óheppileg því hætta er á að þau fari í eyði vegna félagslegrar einangrunar. Stuðningur við aukabúgreinar og fjölbreytni þeirra aukin. Félagslegur stuðningur við aldraða bændur svo þeir geti hætt búskap með reisn. Ungt fólk eigi þess kosta að taka við búum þeirra svo að eðlileg endurnýjun eigi sér stað. • I sjávarútvegi verði kvóta- kerfið í núverandi mynd lagt niður. I stað þess verði árlegt þing með fulltrúum útgerðar- manna, sjómanna, fiskifræð- inga og landverkafólks sem ákveði stefnuna í aflamagni, vinnslu og markaðssetningu. Lögð verði rík áhersla á ábyrgð allra aðila og lagt verði mikið upp úr gæðum og nýtingu afla. Hverskonar einokun verði aíTétt í flutn- ingi og sölu. Lögð verði áhersla á fullvinnslu afla og leitað verði nýrra markaða með meiri fjölbreytni og öryggi í huga. • Friðlýsing Islands! Alþingi gangist fyrir því að stórveldin tvö geri með sér friðarsátt- mála sem tryggi hlutleysi Islands og að hvorugt ríkið verði hér með her eða hernaðaráform. Bandaríski herinn hverfi héðan á brott, Island fari úr Nato og Sovétmenn hverfi á brott með kafbáta sína frá íslands- ströndum. Eftirlitssveitir frá Sameinuðu þjóðunum fylgist með því að farið verði eftir samkomulaginu. • Sett verði lög um ábyrgð stjórnmálamanna sem tryggi að menn standi við kosninga- loforð sín. Hægt verði að afturkalla þingmann á kjör- tímabilinu ef tilskilinn fjöldi kjósenda krefst þess, og er þá kosið á ný. Þingmenn skipti ekki um flokka á kjörtímabili. • Til að endurvekja traust almennings á Alþingi verði laun alþingismanna aldrei hærri en lögbundin lágmarks- laun í landinu hverju sinni. • Komið verði á aðskilnaði ríkis og kirkju. Trúin er persónulegt mál hvers og eins, því á ríkið að vera hlutlaust í trúarefnum. • Þungaskattur verði lækkaður um 50% • Ókeypis og aðgengileg menntun fyrir alla. Tryggð verði jöfn aðstaða til náms hvar sem er á landinu. Kennsla og starfsemi á framhaldsskólastigi og í Háskólanum fari fram á þeim stöðum sem eru í tengslum við námið. • Ókeypis og góð heilbrigðis- þjónusta fyrir alla þar með talið tannlækningar og gler- augu. Lyfjakostnaður verði stór- minnkaður og fyrirbyggjandi heilsugæsla aukin. • Fulltrúar landsfjórðunga sitji í bankaráðum ríkis- bankana. • 10% af útgjöldum ríkisins verði skorin niður, án þess þó að skerða þjónustu þess eða segja upp starfsfólki. • Afborganir á erlendum lánum verði auknar um 2,5 milljarða á ári. Þetta og margt margt fleira viljum við. Allt þetta kostar peninga. Við erum ekki bara hugsjónamenn, heldur raunsæir hugsjóna- menn. Því erum við eini llokkurinn með nákvæma kostnaðaráætlun um það hvað okkar áform kosta en það eru um 24,5 milljarðarog einnig hvaðan við ætlum að fá fé til þess en okkar tekjuáætlun gerir ráð fyrir að inn komi 25 milljarðar. M.ö.o., það verða 500 milljónir afgangs eftir að við erum búin að framkvæma öll okkar áform. Mörg okkar mál er ef til vill að finna hjá öðrum flokkum en munurinn á þeim og okkur er sá að þeir eru búnir margir hverjir að vera með þessi stefnumál hjá sér svo árum skiptir og ætla sér ekki að fara eftir þeim. Við ætlum að sjá þessi stefnumál í höfn því það eru engir hagsmunaaðilar sem skilyrða okkur, engir annarlegir spottar sem toga í okkur. Ókkar flokkur verður til vegna þess að við viljum að okkar stefnumál verði að raunveru- leika en ekki sem markleysa á einhverju fallegu plaggi sem dustað er af rykið á 4ra ára fresti, lappað uppá, og vonast til þess að fólkið taki ekki eftir því að ekki var farið eftir gefnum loforðum. Við ætlum að gera upp- reisn gegn þessri blekkingu. Við ætlum að fá þjóðina í lið með okkur til þess að þessi réttlátu stefnumál verði að raunveruleika. Við ætlum að blása í lúðra og gera uppreisn gegn flokkaveldinu. Skúli Pálsson 1. maður á lista Flokks mannsins

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.