Feykir - 28.10.1987, Side 1
ÓHÁÐ FRÉTTABLAÐ FYRIR NORÐURLAND VESTRA
Sauðárkrókur:
Nýr
sláturhússtjóri
hjá K.S.
Arni Egilsson hefur verið
ráðinn sláturhússtjóri hjá
Kaupfélagi Skagfirðinga á
Sauðárkróki. Arni hefur
unnið hjá Kaupfélagi Skag-
firðinga um árabil en nú í
sumar sem leið var hann hjá
Sauðárkróksbakaríi. Árni er
stúdent frá F.Á.S. 1985. Er
blaðamaður hafði samband
við hann á dögunum vildi
hann sem minnst tjá sig um
hið nýja starf en sagði þó að
fyrst um sinn myndi hann
ekki gera neinar róttækar
breytingar á rekstri slátur-
hússins.
Sauðárkrókur:
Brotist inn í Furukot
Verðkönnun verðlagsstofnunar:
Dýrt að versla á
Sauðárkróki
í könnun verðlagsstofn-
unar á vöruverði í Skaga-
fjarðar-, Húnavatns- og
Strandasýslu og á höfuð-
borgarsvæðinu kemur fram
að vöruverð er að jafnaði
hærra í verslunum á þessu
svæði heldur en á höfuð-
borgarsvæðinu. Milli versl-
anna á svæðinu kemur einnig
fram mikill munur á vöru-
verði og sker Sauðárkrókur
sig verulega út hvað vöruverð
áhrærir. Til dæmis er Versl-
unin Tindastóll 10 sinnum
með hæsta verð og 4 sinnum
með lægsta verð. Skagfirð-
ingabúð kaupfélagsins, sem
reyndar er stærsti vöru-
markaður á Norðurlandi
vestra er 14 sinnum með
hæsta verð og 2 sinnum með
lægsta verð. Til samanburðar
er Kaupfélag Húnvetninga á
Hvammstanga aldrei með
hæsta verð og 6 sinnum með
lægsta verð. V.S.P. á Hvamms-
tanga er ósinnum með hæsta
verð og 10 sinnum með
lægsta verð. Verslunin Vísirá
Blönduósi er 5 sinnum með
hæsta verð og 17 sinnum með
lægsta verð. Það skal þó taka
frama að oft eru nokkrar
verslanir með sama hæsta
verð og er Skagfirðingabúð
til dæmis með hæsta verð
ásamt öðrum verslunum.
Feykir leitaði álits kaup-
manna á þessari könnun.
Erling Örn Pétursson hjá
Versluninni Tindastóli hafði
eftirfarandi að segja: „Niður-
staða þessarar könnunar
kemur mér ekki á óvart hvað
verslun mína varðar. Eg vissi
að ég myndi koma frekar illa
út. En það að vöruverð er
almennt hærra hér á Sauðár-
króki en í nágrannasveitar-
félögum kemur mér mjög á
óvart. Eg tel að ástæðan felist
meðal annars í því að við hér
á Sauðárkróki verslun mikið
við heildsala á Akureyri, og
þeir eru einfaldlega dýrari en
heildsalar í Reykjavík. Mín
viðbrögð eru þau að ég er
búinn að lækka verð á öllum
vörum hjá mér um 2-5%”.
Magnús Sigurjónsson vöru-
hússtjóri hjá Skagfirðinga-
búð sagði eftirfarandi: „Ég
hef í rauninni lítið um þessa
verðkönnun að segja. Niður-
staða hennar kemur ekki á
óvart. Það er vitað að það er
dýrara að reka verslun úti á
landi en á höfuðborgarsvæð-
inu. Ætli meðalverð í Reykja-
vík sé ekki að meðaltali 1,5-
6% lægra en hér og ég tel
þann mun ekki óeðlilegan. Á
það er einnig rétt að benda að
allflestar nauðsynjavörur hjá
okkur eru í lægri kantinum
og miðað við það þá stöndum
við vel samanborið við
verslanir á svæðinu. Við
erum einnig með sama verð í
öllum okkar verslunum,
hvort sem það er í Ketilási,
Varmahlíð eða á Sauðárkróki
og því má ekki bera saman
slíkar verslanir og eina
verslun sem er í „lunga”
markaðarins eins og Hag-
kaup á Akureyri eða Mikla-
garð í Reykjavík og hafa
engin útibú til að sjá um”.
Geir Karlsson verslunar-
stjóri hjá V.S.P. á Hvamms-
tanga taldi óhjákvæmilegt
annað en að huga betur að
verði varanna og í sumum
tilvikum lækka sig í verði en
öðrum að hækka sig.
Samkvæmt þeim viðbrögðum
sem Feykir hefur fengið hjá
verslunareigendum á svæðinu
virðast menn vera nokkuð
ánægðir með svona kannanir. I
svona könnunum geta verslanir
borið sig saman við hvora
aðra og miðað verðlag hjá sér
að einhverju leyti við niður-
stöður svona kannana, til
hagsbóta fyrir neytendur.
Brotist var inn í leikskólann
Furukot um síðustu helgi og
þar unnið gífurlegt tjón. Er
það hald manna að tjónið
nemi á bilinu 1 til 2 milljónir.
Innbrotsþjófarnir brutust
inn um hurð norðan á húsinu
og brutu síðan skrifborð á
skrifstofu leikskólans. Síðan
hafa þeir tekið brunaslöngu
og sprautað úr henni upp um
alla veggi og síðan skilið
hana eftir með fullu rennsli.
Þegar starfsstúlkur komu til
vinnu á mánudagsmorgun
Haustslátrun sauðljár lauk
hjá Kaupfélagi Skagfirðinga
16. október. Alls var lógað
43.003 kindum. Meðalþungi
dilka varð 14.534 kg á móti
14.243 kg haustið áður. Alls
komu til innleggs 36.537
dilkar og nam kjöt af þeim
530 tn. Lógað var 6.111
fullorðnum kindum, þar af
komu til innleggs 2.133
kindur, en 1.451 kind var
lógað vegna leigu og kaupa á
fullvirðisrétti á vegum Fram-
leiðnisjóðs og fækkunar-
voru gólf öll í vatni. Brugðust
þær skjótt við og björguðu
heilmiklu af húsgögnum
skólans. LFnnið var síðan af
fullum krafti að dæla út
vatninu og var síðan hafist
handa við viðgerðir. Ljóst er
að tjónið er gífurlegt og
vinnur nú lögreglan á
Sauðárkróki að lausn málsins.
Þegar blaðið fór í prentun var
lögreglan komin á „sporið”
og er vonandi að stutt verði í
að hún upplýsi þetta hryllilega
skemmdarverk.
samninga og 2.452 kindum
var lógað vegna riðuniður-
skurðar. Mismunurinn, 75
stk. var heimtekið og sjúkt.
Skv. lögum nr.46/1985 ber
að greiða 75% ; af haust-
grundvallarverði til innleggj-
enda eigi síðar en þ. 15.10. og
nam sú greiðsla á ofangreint
innlegg hjá viðskiptamönnum
kaupfélagsins rúml. 111
millj. króna, og hefur það fé
verið fært í viðskiptareikninga
innleggjenda.
Sauðárkrókur:
Sauðijárslátrun lokið hjá KS