Feykir


Feykir - 28.10.1987, Síða 3

Feykir - 28.10.1987, Síða 3
35/1987 FEYKIR 3 Fréttabréf frá Sambandi skagfirskra kvenna Formannafundur S.S.K. var haldinn á Sauðárkróki þann 11. okt. sl. Þar var lögð fram skýrsla stjórnar og nefnda um starfið sl. sumar og lagðar línurfyrir veturinn. Eins og endranær ' erður fjölþætt starfsemi í gangi í vetur hjá S.S.K. og einnig hinum einstöku kvenfélögum í héraðinu. Kvenfélagahátíðin verður haldin í Héðinsmynni föstud 30. okt. og verður þar að venju ýmislegt til skemmtunar og fróðlejks. Snorri Ingi- mundarson læknir frá Krabba- meinsfélagi Islands verður gestur hátíðarinnar. Haustbasar og kaffisala með tískusýningu verður þ. 22. nóv. n.k. í Bifröst Sauðárkróki, verður þar margt góðra muna og kaffið Stjórn sambandsins. Frá vinstri: Sigurbjörg Bjarnardóttir ritari, Sólveig Arnórsdóttir formaður, Ingibjörg Jóhannesdóttir varaformaður og Lovísa Símonardóttir gjaldkeri. ilmandi í okt. og eftir áramótin verður Margrét Jónsdóttir með námskeið í vefnaði og bókbandi. Arnþrúður Ösp Karlsdóttir verður með pijóna- námskeið fyrir jól og leður- námskeið eftir áramót. Jóla- föndur sem Friðbjörg Vilhjálms- dóttir Sauðárkróki sér um, einnig er Eva Ulfsdóttir Hólum fús að koma í kvenfélögin og hafa námsk. í fót-, hand- og andlitssnyrt- ingu. S.l. suntar fór hópur kvenfélagskvenna í tveggja vikna ferð til Norðurlandanna undir fararstjórn Guðrúnar Asgeirsdóttur frá Mælifelli, Sólveigar Arnórsdóttur og Ingibjargar Jóhannesdóttur. Þessi ferð tókst með þeim ágætum að nú er hafinn undirbúningur að annarri ferð sem farin verður í ágúst á næsta ári og þá til Þýskalands og Hollands undir farar- stjórn þessara sömu kvenna að viðbættri Elínu Lúðvíks- dóttur. Gestur formannafundar var að þessu sinni Bryndís Símonardóttir forstöðukona ráðgjafaþjónustu fatlaðra. Flutti hún einkar fróðlegt erindi unt þessa þörfu þjónustu fyrir fatlaða. Að lokum vill formanna- fundur S.S.K. hvetja ungar konur til þess að kynna sér starfsemi kvenfélaganna, sem er mjög fjölþætt og athuga hvort þar er ekki eitthvað að finna við þeirra hæfi. Fyrir hönd stjórnar S.S.K. Sigurbjörg Bjarnardóttir ritari Allur ágóði rennur til öldrunarheimilisins á Sauðárkróki. Vinnuvakan sem hefur Leiðrétting í opnugrein síðasta Feykis um Ungmennafélagið Tinda- stól urðu þau mistök í setningu að mikilvæg setning datt niður í sögukaflanum um knattspymuna. Þarstendur: „Árið 1970 sendi þó Tinda- stóll ser lið til keppni í 3. deild Islandsmótsins og lék þar þangað til sumarið 1983.” en rétt á setningin að vera svona: „Árið 1970sendi þó Tindastóll sér lið til keppni í 3. deild, en það var aðeins í eitt sumar. Það er svo árið 1977 sem Tindastóll sendir lið í 3. deild Islands- mótsins og lék þar þangað til sumarið 1983”. Einnig urðu mistök hjá blaðamanni þegar sagt er frá hvenær Tindastóli tókst að komast í úrslit 3. deildar í knattspyrnu áður en liðið komst í 2. deild 1983. Segir að TindastóII komst í úrslit 1977, ’79 og ’80, en þeir komust í úrslit 1982. Er beðist velvirðingar á báðum þessum mistökum. verið fastur liður á dagskrá S.S.K. á hverju hausti á Löngumýri færist nú fram í mars á næsta ári. Á veturna hefur nám- skeiðahald verið ofarlega á baugi hjá kvenfélögunum og nú bjóðast eftirtalin nám- skeið: Á Lönguntýri verður Valdís Oskarsdóttir með saumanámskeið sem hefst nú Fyrirspum til kaupfélagsstjóra K.S. Við, húsmæður á Sauðár- króki viljum koma á framfæri fyrirspurn til kaupfélags- stjóra Kaupfélags SkagFirð- inga hvernig standi á hinu háa vöruverði í búðum kaupfélagsins, og af hverju það er miklu hærra en í verslunum nágrannabyggða okkar. Með fyrirfram þökk og ósk um greið svör. Nokkrar húsmæður á Sauðárkróki EBNINGABREF Kiningahréf 1 nú 13-14% umfram vcrö- bólgu. Einingahréf 2 nú 9-10% umfram verð- bólgu. Einingahréf 3 nú 35-39% nafnvöxtun. Raunvöxtun háð verðbólgu. Aukið öryggi vcgna dreifingar áhættu. Obundið fé. Einingabrcfin eru alltaf laus til útborgunar. Allir geta eignast Einingabréf. því hægt cr að kaupa þau fyrir hvaða upphæð sem er. GENGI BRÉFANNA: Einingabréf 1 ........ 2.386.- Einingabréf 2 ........ 1.400,- Einingabréf 3 ........ 1.478.- Lífeyrisbréf ......... 1.200,- Önnur bréf í sölu: Raunávöxtun Spariskírteini ríkissjóðs ... . 7,2- 8,5% Bankatryggð skuldabréf .. . 9,5-10,5% Skuldabréf Lindar hf . 11,0-11,2% Verðtryggð veðskuldabréf 13,0-15,0% Lífeyrisbréf . 13,0-14,0% l<AUPÞING NORÐURLANDS HF Ráðhústorg 5 - Akureyri Sími 96-24700 SAMVINNUBÓKIN li Samvinnubók Innlánsdeildar KS er líklega eitt vinsælasta sparnaðarform Skagfirðinga um þessar mundir. Ástæður þess eru m.a.: • Háirvextir • Full verðtrygging • Skammur binditími • Enginn vaxtafrádráttur við úttekt Vilt þú ekki bætast í hóp ánægðra eigenda SAMVINNUBÓKAR? Inníánsdeild Kaupfélags Skagfirðinga

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.