Feykir


Feykir - 09.12.1987, Qupperneq 2

Feykir - 09.12.1987, Qupperneq 2
2 FEYKIR 41/1987 ÆEYKIlW Óháö fréttablað fyrir Norðurland vestra ■ RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Ari Jóhann Sigurðsson ■ ÚTGEFANDI: Feykir hf. ■ SKRIFSTOFA: Aðalgötu 2, Sauðárkróki ■ PÓSTFANG: Pósthólf 4, 550 Sauðárkrókur ■ SfMI: 95-5757 95-6703 ■ STJÓRN FEYKIS HF.: Jón F. Hjartarsonsson, Sr. Hjálmar Jónsson, Sæmundur Hermannsson, Sigurður Ágústsson, og Hilmir Jóhannesson ■ BLAÐAMENN: Björn Jóhann Björnsson sími 95-5253, Magnús Ólafsson sími 95-4495, Þorgrimur Daníelsson sími 91-30538, örn Þórarinsson sími 96-73254, Júlíus Guðni Antonsson sími 95-1433 og 985-25194 Auglýsingarstjóri: Haukur Hafstað sími 95- 5959 ■ ÁSKRIFTARVERÐ: 55 krónur hvert tölublað; í lausasölu 60 kr. ■ GRUNNVERÐ AUGLÝSINGA: 210 krónur hver dálksentimetri ■ ÚTGÁFUDAGUR: Miðviku- dagur ■ SETNING, UMBROT OG PRENTUN: SÁST sf., Sauðárkróki. - leiöari —------------------- Framtíðarsýn í landbúnaði Landbúnaður hefur frá því land byggðist verið helsti atvinnuvegur þjóðarinnar. Á meðan sjálfsþurftar- búskapur ríkti urðu ekki miklar breytingará búháttum, veðrátta og önnur náttúruöfl höfðu meira að segja en hugmyndir og nýjungar. Tilkoma markaðsbúskapar olli því að bændur þurftu að keppa viðaðrargreinarum vinnuafl. Bændur litu nú tækninýjungar hýru auga, framleiðslugeta margfaldaðist jafnframt því að færri þurfti til framleiðslunnar. Þessi framleiðniaukning heldur enn áfram. Markaðurinn tók ávallt við ef ekki hér heima þá erlendis. Þar kom að útflutningur gat á engan hátt tekið við umframframleiðslunni. Sölukerfi bænda var ekki byggt upp á þann hátt að það gæti tekist á við þessar breyttu markaðsaðstæður. Bændastéttin sem ávallt hafði verið hvað sjálfstæðust stétta á Islandi óskaði eftir framleiðslustjórnun af hálfu hins opinbera. Það varð úr að sett voru lög um slíka stjórnun sem á margan hátt einkennast af stjórnlyndi af versta tagi þó í annan stað séu þau til bóta. Með þessum lögum voru bændur gerðir að launamönnum ríkisins þar sem ráðherra skiptir laununum milli bænda eftir reglum sem hann setur sjálfur en eingöngu er samið um heildargreiðslur til stéttarinnar. Lög þessi skulu vera bændastéttinni til aðlögunar og endurskoðast að henni lokinni. Aðlögunar að hverju?, innanlandsmarkað- inum, kotbúskap eða stórbúskap, markaðslögmálunum eða einhverju allt öðru? Þetta eru spurningar sem verður að svara. Nauðsynlegt er að móta framtíðarsýn í landbúnaði svo bændur viti að hverju þeir eiga að laga sig. Við núverandi ástand verður ekki unað. Tryggja verður að endurnýjun stéttarinnar sé eðlileg að öðrum kosti deyr hún út með þeim sem í henni eru ef ekki fyrr. Islenskur landbúnaður hefur alla burði til að vera sú öfluga atvinnugrein sem hingað til ef okkurauðnast að horfa fram á veginn án fordóma og fyrir fram ákveðinnar óvildar. Þess í stað verðum við að byggja upp frjálsa atvinnugrein þarsem dugnaður, hagkvæmni og reynsla nýtist til framfara bændum og þjóðinni allri til hagsbóta. Stopp nú í þessum skrifum verður ekki talað um göturáp unglinga á Sauðárkróki og drykkjuskap þeirra, heldur allt annað efni og er því engu skylt, þó fyrirsögnin sé kunnugleg lesendum Feykis. Það sem pistill þessi ætlar að ræða um er hin nýja dægurmáladeild Rásar 2. Þetta fyrirbæri er alveg að gera mig brjálaðan, sérstak- lega upphafsmaður þess (svo best sem ég veit), Stefán Jón Hafstein. Stefán er nýkominn frá LISA, þar sem hann aflaði sér menntunar á sviði fjölmiðlunar, er greinilega að merkja að þar hefur Stefán endanlega sturlast. Rás 2 hefur hingað til verið útvarp unga fólksins, en nú mætti halda að Rás 2 væri útvarp uppgjafa menningar- postula og listamanna, sem hafa svo óskaplega gaman af því að blaðra og blaðra um ekki neitt. Gaman væri að vita hvað hlutfall talaðs máls og síðan tónlistar væri núna á Rás 2. Að mínu mati yrði það fljótt útreiknað. T.d. síð- degisþátturinn Dagskrá, hann hefur öll þau einkenni að hann sé best fluttur á gömlu gufunni, þar á hann heima. Tónlistin, þegar svo vel vill til að hún sé spiluð, er algjört „tabú”. Síðan eru þessir pistlahöfundar hrikaleg við- bót við allt blaðrið hjá Stefáni, Einari Kárasyni og Ævari Kjartanssyni. Þessir þrír dagskrárgerðarmenn hafa allir þann einstaka hæfileika, að geta talað og talað án þess að þeir hafi minnstu hugmynd um hvað þeir eru að tala um. Mikið afskaplega saknar maður Brodda Broddasonar, Erlu B. Skúladóttur og Margrétar Blöndal, sem sáu um Hringiðuna. Það var meiriháttar þáttur, ekkert um óþarfa kjaftagang, skemmti- leg tónlist og það efni sem tekið var fyrir var efni sem menn höfðu gaman af að hlusta á. Núna er þetta ekkert nema hábölvað menn- ingarkjaftæði sem enginn nennir að hlusta á. T.d. síðasta föstudag í síðdegis- þættinum Dagskrá, þá var tónlistin ömurleg, hreint og beint niðurdrepandi. Viðtölin sem tekin voru áttu heima á Rás 1 og svona mætti lengi telja. Það ætlaði upp úr að sjóða í eitt skiptið þegar Stefán var að kynna eitt lag. Hann var búinn að segja ævisögu flytjandans í um 3 mínútur áður en lagið kom. Svo er sífellt verið að tala um hvað kemur næst, þarnæst, þarþamæst og þarþarþamæst á dagskránni og tekur það stóran part af þættinum. Eg held að þessi dægur- máladeild Stefáns Jóns Haf- steins hafi algjörlega mis- heppnast. Fólk sem vill áfram hafa Rás 2 sem tónlistarrás, nennir hreinlega Kjördæmisþing framsóknar- manna á Norðurlandi vestra var haldið á Blönduósi dagana 28. og 29. nóvember. Þingsókn var nokkuð góð og voru mættir 83 fulltrúar frá framsóknarfélögunum i kjör- dæminu á þingið. Gestir þingsins voru þau Steingrímur Hermannsson utanríkisráð- herra og Unnur Stefánsdóttir formaður Landssambands framsóknarkvenna og ávörp- uðu þau bæði þingið. Umræður voru fjörugar og gagnlegar og skoruðu þingfulltrúar meðal annars á þingmenn flokksins að standa af alefli gegn álagningu söluskatts á ekki að hlusta á kjaftæðið fram og aftur, daginn út og inn. Það vill fjöruga tónlist, hvort sem það er á vinnustað, heima hjá sér, í skólanum og í bílnum, en ekki þessa eilífu pistla, viðtöl, blaður dag- skrárgerðarmanna o.s.frv. Margur myndi segja við mig eftir þetta nöldur, af hverju ég bara slökkvi ekki á Rás 2, fyrst mér finnst hún svona leiðinleg, en málið er ekki svo einfalt. Ég er mikill útvarpshlustandi, bý úti á landi og hef þaraf leiðandi ekki aðgang að fleiri stöðvum en Rás 1 og 2. Ég ætla bara að vona að þetta endi ekki með því að ég fari að hlusta á Rás 1, þá er gamla Bleik brugðið. Nei, ég ætla að vona að forráðamenn RÚV sjái að sér og bæti dagskrá Rásar 2, áður en í algjört óefni fer. Þeir verða að vera sam- keppnishæfir við hinar útvarps- stöðvamar, sérstaklega þegar þær fara að nást út um allt land. Því segir maður: stopp nú! og ekki lengra með það sem nú er komið. matvæli og vöruðu við kaupum Framleiðnisjóðs á fullvirðisrétti bænda. Að kvöldi laugardagsins 28. léku Miðaldamenn fyrir dansi á fjölmennum dansleik. Kosinn var nýr formaður Bogi Sigurbjörnsson skatt- stjóri í stað Ástvalds Guð- mundssonar sem er á förum úr kjördæminu. Stjórn kjör- dæmissambandsins skipa nú ásamt Boga þau, Pálína Skarphéðinsdóttir, Jón E. Friðrkiksson, Helgi Ólafsson, Valgarður Hilmarsson, Ásdís Magnúsdóttir, Magnús Sig- fússon og Kristín Pálsdóttir. Velunnari RÚV. Kjördæmisráð framsóknarflokksins í N-V: Nýr formaður mita LJÓSRITUNARVÉLAR FRÁBÆR GÆÐAVARA Henta jafnt smáum sem stórum fyrirtækjum Vélar fyrir þá sem gera kröfur Viðhaldsþjónusta á staðnum STL3LU sí Skagfirðingabraut 6b - Simi: 95-6676 - 550 Sauðárkrókur 1

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.