Feykir - 09.12.1987, Page 3
41/1987 FEYKIR 3
„Við munum efna til byggðaþinga”
- segir Ólafur Ragnar Grímsson formaður Alþýðubandalagsins -
Ólafur Ragnar Grímsson
hinn nýkjömi formaður Alþýðu-
bandalagsins var á ferð á
Sauðárkróki nú á dögunum.Þó
svo að Ólafur hafí stoppað
stutt við á Sauðárkróki gafst
blaðamanni Feykis samt tæki-
færi til að taka við hann smá
viðtal og fer það hér á eftir.
Hvað vill Alþýðubandalagið
gera til að rétta hlut
landsbyggðarinnar?
„Kjarninn í því sem við
leggjum til er að íbúar
landsbyggðarinnar fái raun-
verulegt vald yfir ráðstöfun
þeirra verðmæta sem að
sköpuð eru heimafyrir. Megin-
þátturinn í vanda lands-
byggðarinnar hefur verið
fjármagnsflutningur í einni
eða annarri mynd frá lands-
byggðinni til Reykjavíkur-
svæðisins. Landsbyggðinni
verður aldrei varanlega sköpuð
aðstaða til að vaxa af sjálfum
sér, nema að þeirri þróun
verði snúið við. A undan-
förnum árum hafa menn
flækst í því að deila um hvort
koma eigi á þriðja stjórn-
sýslustigi, sameina sveitar-
félög eða annað í þeim dúrog
verið að leita að einni aðferð
sem gæti gilt allstaðar á
landinu. Við teljum aftur á
móti að í framkvæmd
þessarar stefnu þurfi að vera
sveigjanleiki og þaðgeti verið
mismunandi útgáfur eða
mismunandi form sem gæti
hent í þessum landshluta og
öðrum, og það eigi fólkið
sjálft að ákveða. I öðru lagi er
sú atvinnustefna sem við
höfum verið að leggja áherslu
á, sem afneitar erlendri
stóriðju sem megin þætti,
heldur leggur áherslu á
uppbyggingu miðlungs og
smærri fyrirtækja. Smáfyrir-
tækjastefnan í atvinnulífi
sem reynst hefur vel víða um
heim teljum við vera sá
þáttur í atvinnulífinu sem
landsby^gðinni mun reynast
bestur. I þriðja lagi flutningur
ríkisstofnanna og þjónustu-
starfsemi frá höfuðborgar-
svæðinu út um land. Ég átti
verulegan þátt í að móta
tillögur um það fyrir allnokkrum
árum síðan og sem nú er tími
til kominn að hrinda í
framkvæmd”.
Hefur flokkurinn markað
sér einhverja ákveðna sérstefnu í
því?
„Við höfum markað þessa
grundvallarþætti sem ég hef
verið að lýsa. Síðan höfum
við ákveðið að útfærslan á
þeim í einstökum atriðum
verði gerð á tveimur til
þremur fyrstu mánuðum
næsta árs. I því skyni munum
við efna til þess sem við
köllum byggðaþing í öllum
landshlutum. Við munum
bjóða til þeirra fulltrúum
sveitarfélaga, atvinnulífs, félags-
samtaka, samtaka launafólks
og öllum þeim sem áhuga
hafa og opna þannig þá
umræðu fyrir öllum áhuga-
sömum íbúum byggðalaganna
og tengja þannig saman þau
grundvallaratriði sem ég var
TÓNLISTARKROSSGÁTAN NO: 94
Lausnir sendist til: Ríkisútvarpsins RÁS 2
Efstaleiti 1
150 Reykjavík
Merkt Tónlistarkrossgátan
Frá almennum fundi í Villa Nova. Ólafur Ragnar í ræðustól.
að lýsa áðan og nánari vandamálin eru á hverjum
útfærslu þeirra sem getur stað. Byggðaþingin með
verið á einn veg á Norðurlandi þátttöku fjölmargra verði sá
og annan veg á Suðurlandi vettfangur þar sem stefnan
eftir því hvers eðlis byggða- verði útfærð”.
Heldur þú að núverandi
ríkistjórn verði langlíf, eða
sitji út kjörtímabilið?
„Almennt hafa ríkistjórnir
tilhneigingu til að reynast
langlífar og rembast til að
sitja út kjörtímabilið. Þessi
ríkisstjórn virðist hinsvegar
strax í upphafí vera sjálfum
sér svo sundurþykk að það
má heita nánast kraftaverk ef
henni tekst að sitja út næsta
ár. Ágreiningurinn sem kominn
er fram í sjávarútvegsmálum,
varðandi fjárlagafrumvarpið,
varðandi landbúnaðarmálin,
varðandi skattlagningu,
varðandi húsnæðismálafrum-
varpið, allt þetta á sviðum
sem eru mikilvægustu verkefni
ríkisstjórnar í dag, er engin
stefna hjá ríkisstjórninni.
Hún er einnig að tapa gengi
íslensku krónunnar og hefur
kallað yfir sig 30-40%
verðbólgu og þá þarf sterkari
samstöðu en fyrir hendi er í
þessari ríkisstjórn”.
Ársávöxtun
Samvinnubókar
er nú 38.65%
Samvinnubókin
Hagstæð ávöxtun í heimabyggð
Innlánsdeild Kaupfélags Skagfirðinga
SAMVINNUBÓKIN