Feykir - 09.12.1987, Side 4
4 FEYKIR 41/1987
Miiuting:
Jón S. Sigfússon
Sauðárkróki
Altaristaflan í Siglufjarðarkirkju.
Aðventuhátíð í
SigluQarðarkirkju
Tengdafaðir minn, Jón
Sigtryggur Sigfússon, Skógar-
götu 26 á Sauðárkróki, lést á
sjúkrahúsinu þar þann 17.
nóvember sl. á 85. aldursári.
Þar er genginn mætur maður,
sem mig langar til að minnast
með nokkrum orðum.
Hann fæddist í Brekku í
Svarfaðardal 1. september
1903. Foreldarar hans voru
hjónin Soffia Margrét Zóphon-
íasdóttir frá Bakka og Sigfús
Kristinn Bjömsson frá Syðra-
Garðshorni. Þau bjuggu í
Brekku, en Sigfús drukknaði
vorið 1904, þegar hákarla-
skipið Kristján fórst meðallri
áhöfn út af Rit í ofviðri. „Var
hann stýrimaður á því skipi
og þótti góður sjómaður”,
segir í bókinni Svarfdælingar
eftir Stefán Aðalsteinsson.
Börn Sigfúsar og Soffíu
eru: Anna Sigfúsína, f. 1895,
kona Magnúsar Sölvasonar
sjómanns á Litla-Arskógs-
sandi, Kristjana Guðrún, f.
1897, kona Péturs Sigurðs-
sonar smiðs og tónskálds á
Sauðárkróki, Bjöm Haraldur,
f. 1899, bílstjóri í Reykjavík,
Zóphonías, f. 1901 pípu-
lagningamaður í Reykjavík
og Jón Sigtryggur, sem hér er
minnst.
Soffía giftist síðar Guð-
mundi Birni Sigvaldasyni.
Þau bjuggu í Ölduhrygg um
skeið, en fluttu til Skaga-
fjarðar og settust að á
Sauðárkróki árið 1915 og
áttu þar heimili til æviloka.
Börn Soffiu og Guðmundar
voru: Svanhildur Bergþóra,
f. 1907, kona Georgs Karls-
sonar á Akureyri, Svafa, f.
1909, kona Gests V. Bjarna-
sonar hafnarvarðar á Akureyri,
Sigfús Svarfdal, f. 1911,
verkamaður á Sauárkróki og
Skarphéðinn Valdemar, f.
1915, dó sem barn.
Jón Sigtryggur dvaldist
fyrstu árin hjá móður sinni
og stjúpföður, en mun
snemma hafa farið í vist á
ýmsum bæjum í Skagafirði.
Seinna lá svo leiðin til
Reykjavíkur og þar munu
svo hafa legið saman leiðir
hans og Sigurbjargar T.
Guttormsdóttur frá Síðu í
Vesturhópi, dóttur hjónanna
þar, Arndísar Guðmunds-
dóttur og Guttorms Stefáns-
sonar, sem ættaður var af
Fljótsdalshéraði.Þau Jón og
Sigurbjörg gengu í hjóna-
band þann 11. október 1931
og bjuggu fyrsta veturinn á
Síðu. Þá fluttu þau að
Bjarghúsum, næsta bæ við
Síðu, og bjuggu þar í tvö ár
og síðar að Efra-Vatnshorni.
Árið 1936 fluttu þau svo til
Sauðárkróks og áttu þar
heima síðan.
Þau eignuðust sjö börn,
sem öll eru á lífi.Þau eru:
Guttormur Árnar, f. 1932,
kvæntur Hrefnu Þ. Einars-
dóttur úr Ytri-Njarðvík, þau
búa í Ytri-Njarðvík og eiga
fimm dætur, Bjöm Haraldur,
f. 1933, kvæntur Elísu
Vilhjálmsdóttur, ættaðri úr
Skagafirði, þau búa í Kefla-
vík og eiga fjögur börn;
Hrafnhildur Svafa, f. 1934,
gift Jóhannesi Sigmundssyni
í Syðra-Langholti, þau eiga
sjöbörn, Lissy Björk,f. 1936,
ógift en á einn son, hún býr í
Keflavík, Anna Soffía, f.
1940, gift JósepÞóroddssyni
frá Hofsósi, búa á Sauðár-
króki, þau eiga þrjú börn,
Sigurlaug, f. 1941, gift
Stefáni Vagnssyni bónda á
Minni-Ökrum í Blönduhlíð,
þau eiga fjögur börn, Viðar,
f. 1946, kvæntur Steinunni
Egilsdóttur úr Keflavík, þau
búa þar og eiga þrjú börn.
Eins og fyrr segir fluttust
þau hjón, Jón og Sigurbjörg,
til Sauðárkróks árið 1936
ásamt börnum sínum, sem
þá voru fædd. Þetta voru
frekar erfiðir tímar og
atvinnuleysi víða, en Jón var
annálaður dugnaðarmaður
að hverju sem hann gekk, og
gekk honum því oft betur en
öðrum að fá vinnu. Hann átti
einnig skepnur, eins og þá
var títt í þéttbýli, kýr, kindur
og hesta. Hann hafði alla tíð
mikið yndi af hestum og átti
jafnan margt góðra hesta,
sem hann annaðist af stakri
kostgæfni sem og allar sínar
skepnur. Að heyskap gekk
hann með einstökum dugnaði
og átti jafnan gnótt heyja.
Sigurbjörg lést árið 1952,
langt um aldur fram. Hún
var að sögn allra er til þekktu
mikil fríðleiks- og myndar-
kona, eins og hún átti kyn til.
Þetta var að vonum mikið
reiðarslag fýrir alla fjölskyld-
una, en Jón var ekki þeirrar
gerðar að bugast eða gefast
upp. Hann bar harm sinn í
hljóði, staðráðinn í því að sjá
sér og sínum farborða og
koma börnum sínum til
manns. Öll eru þau systkin
vel gefin og vel verð og koma
sér hvarvetna vel.
Jón, tengdafaðir minn,
verður mörgum minnisstæður
er honum kynntust. Hann
var ákaflega fastur fyrir og
hafði ákveðnar skoðanir á.
mönnum og málefnum, en á,
hinn bóginn gat hann verið
blíður og einstaklega barn-
góður. Hins síðari ár bjó
hann í litla húsinu sínu undir
brekkunni, Skógargötu 26,
Ketu. Þangað var gott að
koma og spjalla um heima og
geima, en fljótlega vildi talið
berast að eftirlæti hans,
hestunum.Þrátt fyrir heilsu-
leysi og nokkra fötlun síðari
hluta ævinnar stundaði hann
vinnu fram á hin síðari ár.
Hann vildi vera óháður og
sjálfbjarga alla tíð og ekki
upp á aðra kominn, en hann
naut nágrennis við dóttur
sína, Önnu, og hennar
fjölskyldu, sem býr á Sauðár-
króki.
Um mánaðamótin októ-
ber/nóvember dró svo smátt
úr þessari öldnu kempu.
Hann varð að leggjast á
sjúkrahús, þar sem hann
andaðist eftir stutta legu
þann 17. nóvember. Þarmeð
var lokið langri vegferð, sem
hófst í Brekku í Svarfaðardal,
líkt og hjá frænda hans
Snorra Sigfússyni, fyrrum
námsstjóra, sbr. bók hans,
Ferðin frá Brekku.
Blessuð sé minning Jóns S.
Sigfússonar
Jóhannes Sigmundsson.
Það er hefð fyrir því, að
landsfundir stjómmálaflokka
sendi frá sér ávörp til
þjóðarinnar. Samtök um
Kvennalista sjá ekki ástæðu
til að viðhalda þessari hefð
óbreyttri. Stefna okkar birtist í
vinnuaðferðum Kvennalistans,
störfum hans og hugmyndum.
Þetta er öllum frjálst að
kynna sér, því fyrir liggur
ítarleg stefnuskrá. I lok
landsfundar liggur okkur
hins vegar þetta á hjarta:
Samkeppnis- og eiginhags-
munakerfi karlveldisins sundrar
konum. Kvennalistinn beinir
eftirfarandi spurningu til
allra kvenna, hvar sem þær
eru og hverjar sem aðstæður
þeirra eru:
Er ekki kominn tími til að
konur á öllum sviðum
þjóðlífsins taki höndum
Annan sunnudag í að-
ventu var efnt til hinnar
árlegu aðventuhátíðar í Siglu-
fjarðarkirkju. Þar var að
venju fjölbreytt dagskrá.
Ræðumaður kvöldsins var
Siglfírðingurinn Stefán Skafta-
son yfirlæknir. Aðventuhátíðin
hófst með inngöngu Barna-
kórs Siglufjarðar og ljósa-
tendrun. Fermingarbörnin í
ár fluttu helgileik, og barna-
kórinn flutti tvö lög undir
stjórn ElíasarÞorvaldssonar
skólastjóra Tónlistarskólans.
Kirkjukórinn flutti nokkur
kórlög undir stjórn Tonys
Raleys organista og kór-
stjórnanda.
Ungar stúlkur sem dvalið
hafa í Svíþjóð fluttu Lúsíu-
söng, en hann á einkum vel
við þegar aðventuljósin, sem
svo sannarlega lýsa upp
skammdegismyrkrið, eru
tendruð.
I þetta sinn hófst kirkju-
árið með því að lokið var
gagngerum endurbótum á
Siglufjarðarkirkju utan sem
innan. Þetta kvöld vom tekin í
saman á eigin forsendum? Er
það ekki þannig, sem við
getum leyst úr læðingi þá
orku, sem ein verður til að
bæta hag okkar? Eyðum ekki
orku í að viðhalda kerfi, sem
sjálft nýtur krafta okkar og
aðstæðna, - kerfi sem neitar
okkur um réttmæta virðingu
fyrir störfum okkar, launuðum
og ólaunuðum, - kerfi sem
neitar að taka mark á
viðhorfum okkar.
Þau aumu kjör sem
konum eru búin, bitna ekki á
þeim einum, heldur á öllum,
sem þurfa á umönnun að
halda. Þess vegna er barátta
kvenna ekki eiginhagsmuna-
barátta heldur í þágu heildar.
Konur hafa í vaxandi mæli
unnið að því að bæta kjör sín
og stöðu eftir hefðbundnum
leiðum en ekki haft erindi
notkun ný hljómflutnings-
tæki sem eru þráðlaus og
sérstök tæki eru fyrir þá sem
eru með skerta heyrn.
Altaristöflur kirkjunnar hafa
verið teknar til viðgerðar, og
er aðaltaflan nú þegar komin
úr viðgerð, en það er einstakt
listaverk eftir Gunnlaug
Blöndal. Altaristaflan eftir
Anker Lund, danskan list-
málara hefur verið lagfærð,
en stærsta viðgerðin hefur
farið fram á altaristöflunni
frá 1726, sem hefur fram að
þessu verið talin eftir hollenskan
listmálara, en listfræðingurinn
Frank Ponzi, telur að hér sé
um íslenskt verk að ræða, og
er með þá tilgátu uppi, að
verkið sé eftir málarann
Ámunda Jónsson, en hann á
altaristöflu frá þessum tíma,
sem varðveitt er á Þjóðminja-
safninu. Þetta kvöld var
einnig tekin í notkun ný
lýsing í kirkjunni. Eftir
hátíðardagskrá var kirkju-
gestum boðið í aðventukaffi í
safnaðarheimilinu.
sem erfiði. Læmm af reynslunni,
höfnum hefðum sem binda
okkur í viðjar, troðum okkar
eigin slóð.
Hlustum eftir eigin rödd
og á raddir hver annarrar.
Hlustum á rödd skáldkonunnar
Jómnnar Sörensen sem segin
Ef þú gengur
of lengi
troðna slóð
hættirðu að sjá
upp úr tröðunum
gakktu
ótrauð
beint af augum
þegar efsta tindi er náð
mun ekkert
skyggja á útsýni þitt
en hugaðu
að fótbúnaði þínum
áður en þú leggur
í urðina.
Stjómmálaályktun 5. landsfundar
Kvennalistans 13.-15. nóv. 1987