Feykir - 09.12.1987, Side 5
41/1987 FEYKIR 5
11. árgangur Safnmála
kominn út
Nýlega er kominn út 11.
árgangur tímaritsins Safn-
mál, en það er gefið út af
Héraðsbókasafninu og Héraðs-
skjalasafninu á Sauðárkróki.
Tímaritið kemur út einu
sinni á ári og er einskonar
kynningarrit eða mál-
gagn fyrir söfnin. Það flytur
skýrslur safnanna, en einnig
er þar að finna ýmislegt
annað efni.
Auk hinna árlegu skýrslna
og greinargerða um söfnin,
er að þessu sinni vísnaþáttur,
sem Hjalti Pálsson bóka-
vörður hefur tekið saman.
Þar eru birtar ýmsar vísur
Gísla Stefánssonar (1900-
1953) bónda í Mikley í
Vallhólmi og rakin tildrög
þeirra.
Að venju er birt efni úr
fórum Héraðsskjalasafnsins,
og að þessu sinni eru það bréf
Guðmundar Þorlákssonar
frá Yztu-Grund í Blönduhlið,
sem hann skrifaði bróður
sínum Gísla Þorlákssyni
bónda á Frostastöðum, meðan
hann dvaldist í Reykjavík og
Kaupmannahöfn við nám.
Guðmundur sigldi til Kaup-
mannahafnar eftir stúdents-
próf 1874 og lauk magister-
prófi í norrænum fornfræð-
um með ágætum árið 1881.
Þótti hann líklegur eftirmaður
Konráðs Gíslasonar prófessors
við Hafnarháskóla, en af því
varð ekki. Guðmund skorti
stefnufestu og hallaðist um
of að flöskunni. Svallbræður
kölluðu hann Glosaogfestist
það við hann, og notaði hann
það gjarnan sjálfur.
Eftir 22 ára dvöl á
Hafnarslóð kom Guðmundur
til Reykjavíkur, en síðustu
árin dvaldist hann heima í
Blönduhliðinni í skjóli Magnúsar
H. Gíslasonar bróðursonar
síns á Frostastöðum.
Bréfin eru frá námsárum
Guðmundar, nánar tiltekið
frá 1873-1878 og gefa nokkra
mynd af högum hans á þessu
tímabili.
Að endingu er lítil greinar-
gerð um Daníel Davíðsson
ljósmyndara á Sauðárkróki
og birtar milli 30 og 40
óþekktar ljósmyndir úr fórum
Héraðsskjalasafnsins, þar sem
leitað er til lesenda um að
nafngreina myndirnar.
Heftið er 40 blaðsíður að
stærð og fæst í Safnahúsinu.
Vmf. Fram:
Hóptrygging félagsmanna
í október 1985 gerði Vmf.
FRAM samkomulag við
Brunabótafélag Islands um
hóptryggingu félagsmanna.
Var trygging þessi þríþætt,
þ.e. líftrygging þar sem
eftirlifandi erfingjum var
greidd ákveðin fjárhæð ef
félagsmaður undir sjötugu
féll frá, slysa- og örorku-
trygging barna félagsmanna'
og frítímatrygging þar sem
félagsmenn voru tryggðir í
frítíma á sama hátt og í
vinnu.
Nú hefur þessi hóptrygging
verið endurskoðuð og endur-
bætt. Eru áfram þeirþrírliðir
sem hér voru taldir, en sá
fjórði bætist við, og er það
dagpeningatrygging.Þeir sem
eru í fastri vinnu og eiga
fullan veikindarétt fá kaup-
greiðslu í veikinda- og
slysatilfellum í þrjá mánuði.
En þá tekur dagpeninga-
tryggingin við og greiðir allt
að níu mánuði. Er sú greiðsla
kr. 21.650- á mánuði og þar
kemur til viðbótar greiðsla
frá sjúkrasamlagi kr. 10.407-
á mánuði. Eru þvi_ sjúklingum
tryggðar með þessu kr.
32.057- á mánuði, en kr.
2.824- til viðbótar fyrir hvert
barn sem kann að vera á
framfæri. Eiga félagsmenn
þannig trygga greiðslu í 12
mánuði í veikinda- og
slysatilfellum. Iðgjald tryggingar-
innar greiðist allt af sjúkra-
sjóði félagsins og með þessu
móti er hægt að tryggja
félagsmönnum til muna
hærri greiðslu og í mikið
lengri tíma en sjóðurinn gæti
án þessa samnings. Hinn nýi
samningur veitir því félags-
mönnum FRAM verulega
meira öryggi og betri trygg-
ingarvernd en þeir höfðu
áður.
Bændablaðið í sókn
í sumar hóf nýtt blað
Bændablaðið göngu sína,
það fjallar einkum um
landbúnaðar- og landsbyggða-
mál. Utgáfutíðni þess ereinu
sinni í mánuði. Feykir
spjallaði á dögunum við
Bjarna Harðarson ritstjóra
Bændablaðsins. ,,Mér finnst
blaðið hafa fengið nokkuð
góðar viðtökur hjá bændum”,
sagði Bjarni. „Við sjáum
fram á að halda útgáfu
blaðsins áfram en þegar við
byrjuðum renndum við að
sjálfsögðu blint í sjóinn með
þessa útgáfu”.
Askrifendur eru nú komnir
á annað þúsund og fer sífellt
fjölgandi. Þeir eru að stærstum
hluta bændur enda hefur
áskriftarsöfnun einkum farið
fram til sveita enn sem komið
er.
Það er talsvert hringt til
okkar á skrifstofuna bæði
með ábendingar um efni til
umfjöllunar og einnig til að
ræða það sem efst er á baugi
í málefnum bændastéttarinnar
á líðandi stund.
Bjarni lét þess að lokum
getið að væntanlega yrði
hægt að heimsækja bændur
meira í framtíðinni, en fram
til þessa hefði mestur tími
starfsmanna blaðsins farið í
áskrifendasöfnun og að koma
blaðinu á laggirnar og því
orðið minna um heimsóknir
út í sveitirnar en upphaflega
var ætlað.
Ostur
er veislukostur
Jón Páll í Skagfirðingabúð
Kynning frá Mjólkursamlagi Skagfirðinga
Kynningarverð á ostum
Kraftakarlinn Jón Páll Sigmarsson
og ostameistari Mjólkursamlagsins, Haukur Pálsson,
kynna ostaframleiðsluna
föstudaginn 11. des. kl. 14.30 - kl. 18.00
Surmjolkin
svíkur ekki
JÆ~iliagfirdingabút)
I Þú þartt ekki annað!
Þá verða einnig kynntar nýjungar í
súrmjólkurframleiðslu