Feykir


Feykir - 09.12.1987, Side 8

Feykir - 09.12.1987, Side 8
8 FEYKIR 41/1987 Mjaltastúlkan Svanfríður Jónasdóttir úr Bárðardal kemur heim af stöðli. Myndin skreytir öskju, sem er utan um bindin tvö. Ef lesið er í myndina má gera sér margt í hugarlund og e.t.v. er vart hægt með einni Ijósmynd að gefa betri innsýn í íslenskt samfélag fyrri tíma. Svipur og öll útgerð þessarar tvítugu stúlku ber vott um þau kjör sem íslenskt almúgafólk átti við að búa í þúsund ár, þrælþóminn, sem aldrei sá fyrir endann á. Fjölskyldan á Steinsstöðum í Tungusveit í Skagafirði. Daníel Sigurðsson póstur og bóndi á Steinsstöðum 1893-1914 ásamt Sigríði Sigurðardóttur seinni konu sinni og bömum þeirra. F.v.: Sigríður, síðar húsfr. í Stapa, Solveig, síðar húsfr. á Steins- stöðum, Jón situr á handlegg föður síns (hann varð ekki gamall og dó barnlaus), Gísli, síðar b. á Steinsstöðum, Ingólfur, síðar b. á Steinsstöðum og Helgi, síðar b. í Flugumýrarhvammi. Daníel byggði upp bæinn, breytti honum nokkuð og stækkaði eftir að myndin var tekin. Hluti bæjarins (baðstofan) brann vorið 1938. Um var að ræða fjósbaðstofu en þær voru fátíðar í Skagafirði. Áfram var búið í bænum til 1943. (1898). Menskt þjóðlíf Nýlega er komið út á vegum bókaforlags Arnars og Örlyj»s i Reykjavík ritverkið Islenskt þjóðlíf í þúsund ár, þýðing á bókinni Fortidsminder og nutidshjem paa Island eftir danska höfuðsmanninn Daniel Bruun. Daniel Bmun fæddist 27. janúar 1856 nálægt Viborg á Jótlandi. Ungur að árum fékk hann mikinn áhuga á fornleifafræði og menningar- sögu og fór rannsóknarleið- angra um mörg lönd, en mestu ástfóstri tók hann við Island. Hann ferðaðist um Island í alls 14 sumur og kom hingað fyrst 1896 í því skyni að rannsaka íslenskar forn- leifar, rústir af bæjum, einkum eyðibyggðum, þing- ði, hof, verslunarstaði og ueiðin kuml. Jafnframt varð honum ljós sú þróun sem var að verða í hinu íslenska samfélagi.Þjóðlíf og atvinnu- hættir höfðu verið í líku fari í 1000 ár, en voru nú að taka miklum breytingum. Torf- kirkjurnar voru að hverfa og timburhúsin að rísa á sveitabæjum, vinnubrögð og tækni var að breytast til sjávar og sveita. Öllu þessu gaf Bruun auga og ritaði nokkrar bækur um ferðir sínar um landið og þjóðlífið og varð þannig ómetanlegur fyrir varðveislu á menningar- sögu okkar. Bruun gerði ógrynni af teikningum og uppdráttum, sumt riss, annað fullgerðir uppdrættir og tók auk þess mikinn fjölda ljósmynda. Skipta þessar myndir þúsundum í safni Bruuns. Bruun ferðaðist um mikinn hluta landsins, m.a. Skaga- fjörð og Húnavatnssýslur. Með honum var um skeið listmálarinn og arkitektinn Johannes Klein og gerði hann t.d. mjög nákvæma úttekt og uppdrætti af Hofstaðakirkju og bænum í Gilhaga. Feykir birtir hér sýnishorn úr þessu merka verki, sem er í tveim bindum, á sjötta hundrað blaðsíður að stærð með um 800 teikningum og ljósmyndum. Hamraborgin er úr lóð- réttum blágrýtisstuðlum sem rísa um 50 fet upp af bröttum hlíðunum í kring. Að ofan er borgin flöt og jafnhá allt um kring. Ofan í hana er dæld um 16 fetum lægri en brúnirnar í kring. Skarð inn í dældina er frá austri en brött brekka upp í skarðið, sem er jafndjúpt botni dældarinnar. I skarð þetta hefur verið hlaðinn veggur, 55 feta langur og um 9 feta breiður, og víðast nokkurra feta hár. Hann er hlaðinn úr hellum, sumum mjög stómm. Gegnum hann er hlið 9 feta breitt, og eru kamparnir að því vandlega hlaðnir, allt að 9 feta háir. Tiltölulega létt er að komast upp á virkið úr suðri. Þar er nú mikið af grjóti, sem hrunið hefur og veðrast úr berginu. Ef til vill hefur styrktarveggur verið hlaðinn með allri suðurbrún virkisins. A báðum hliðum þess, einkum þó að vestan, eru vandlega hlaðnir veggir, á hæð við virkisbrúnina.Þeir eru sýndir á teikningunni, og eru aðeins á þeim stöðum, sem hætta var á að árásarmenn gætu klifrað upp á virkið. Veggirnir eru ekki til að skýla verjendum, en augljóslega gerðir til þess að fylla upp í skörð, sem voru í klettavegginn. Eins og þegar er lýst hafa menn styrkt hið náttúrulega vígi og gert úr því varnarvirki, þar sem fjöldi manna gat skýlt sér, en tiltölulega fáir menn varist árásum, þótt margir sæktu að. Verjendurnir gátu skýlt sér og hvílt sig í dældinni og höfðu í því augnamiði tvö hús verið byggð þar. Rústir þeirra eru syðst í dældinni og eru þau sambyggð. Vestari tóttin er 37 feta löng og 10 feta breið, en hin austari nokkru minni. Inngangur er á suðurstafni. A síðari tímum hefur verið hlaðinn veggur þvert yfir stærri tóttina og í austari og minni tóttinni var grafmn hestur, og dysjaður með grjóti úr veggjunumÞeir eru vel varðveittir, þótt hrunið hafi úrþeim efst. Ekki allfjarri húsunum er allstór hola með vatni í, er það að sögn vatnsból virkisbúa.

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.