Feykir - 09.12.1987, Page 9
41/1987 FEYKIR 9
í þúsund ár
Líkan af kirkjunni á Hofstöðum í Skagafirði (Johs Klcin).
gefur til kynna að hér sé um
vígð hús að ræða. Kirkjurnar
eru þiljaðar að innan.Þeim er
skipt í kórogframkirkju með
milligerð, eins og í færeyskum
kirkjum. Hins vegar eru
aldrei forkirkjur á íslandi.
Þakið er sperruþak með
bitum og skammbitum, og er
opið upp í súðina eins og
gömlu færeysku kirkjurnar.
Altarið með grátunum er við
austurgaflinn, og prédikunar-
stóllinn að sunnanverðu í
framkirkjunni. Oftast er
gluggi á þekjunni yfir
prédikunarstólnum. Þegar prest-
urinn stígur í stólinn eftir
litlum tröppum úr kórnum,
verður hann í mörgum
kirknanna að beygja sig
undir einn þverbitann, og
þegar hann kemur í stólinn
ber hann höfuð yfir kirkju-
bitana.Þakglugginn er nauð-
synlegur, því að annars væri
svo skuggsýnt að presturinn
gæti ekki lesið ræðu sína, en
bað verður hann að gera. en
má ekki tala blaðalaust eins og
prestar í Danmörku. Þessi
siður mun hafa verið upp
tekinn í byrjun 18. aldar af
Jóni biskupi Vídalín, og vildi
biskupinn með þessu knýja
presta til að semja ræðuna
heima hjá sér. Sú saga er sögð
að gamall prestur, sem var
góður vinur biskupsins, hafi
skrifað honum í gamansömum
tón vegna þessarar skipunar
og spurt, hvað hann ætti að
gera, ef hundur kæmi upp á
kirkjuþakið, eins og hundar
gera oft á íslenskum húsum,
meðan hann væri að messa
og settist á þakgluggann, svo
að hann sæi ekki á blöðin.
Biskupinn svaraði einungis:
„Sigaðu, blessaður sigaðu,
og seppi mun fara”.
Á vorum tímum eru flestar
kirkjur á Islandi reistar úr
timbri. En fyrrum voru
veggir þeirra úr torfi og grjóti
eins og á öðrum húsum, en
gaflar þó úr timbri. Enn
standa þrjár af þessum
gömlu torfkirkjum. Tími
þeirra er þó senn liðinn, því
að bannað er að reisa kirkjur
á gamla mátann.Torfkirkjumar
gömlu eru sýnishom húsagerð-
ar, sem rekja má allt aftur á
söguöld, og er að mínu mati á
marga lund miklu fallegri og
meira samræmi í þeim og
hátíðleiki en í timburkirkjum
nútímans, sem oftast skortir
allan svip byggingarlistar.
Þegar ég var á rannsóknar-
ferðum mínum voru enn til
allnokkrar torfkirkjur: Á
Hofstöðum, Flugumýri, Víði-
mýri og Ábæ í Skagafirði,
Tjörnum og Saurbæ í
Eyjafirði, Hofi og Sandfelli í
Öræfum og Brú á Jökuldal.
Nú (1927) standa aðeins eftir
kirkjurnar á Víðimýri, í
Saurbæ og á Hofi.
Að utanverðu greina þessar
kirkjur sig lítt frá öðrum
torfhúsum sem standa sér á
bæjunum, svo sem smiðjum,
peningshúsum o.fl., því að á
þeim er hvorki turn néspíra,
og þakið er úr torfi.
Kirkjugarðurinn sem lykur
um gróin leiði, klukkur á
framstafni eða í sérstöku
klukknaporti, er hiðeinasem
Staður í Hrútafirði. Bærinn brann árið 1913 og nú er það aðeins hcstasteinninn, sem vísar til
gamla bæjarstæðisins. Þjóðtrúin segirtrölliníTröllakirkjuhafareiðstógurlega, þegarfyrst var
messað í kirkjunni á Stað. Köstuðu þau steini þessum og ætluðu að hæfa kirkjuna, en hann
geigaði og lenti þarna. (Johs. Klein 1898)
Jólavörur
í öllum deildum
Leikfangaúrvalið er hjá okkur
Fisher Price - Barbie - Sindy
Playmo - Matchbox - Lego
Vörumerki sem óhætt er að treysta
Komið og skoðið úrvalið
Það er betra en nokkur auglýsing
Tilboðsverð
á ávöxtum
Niðursoðnir ávextir
Coaktail 1/1 ........ kr. 86.00
Coaktail 1/2......... kr. 57.00
Perur 1/1 .......... kr. 78.00
Perur 1/2 .......... kr. 46.00
Ferskjur 1/1 ........ kr. 76.00
Ferskjur 1/2 ........ kr. 50.00
Jarðaber 1/1 ....... kr. 118.00
Tískusýning
Laugardaginn 12. des. hefst kl. 16.30
í kaffiteríunni bjóðastgóðar veitingar
í fallegu umhverfi
Kaffihlaðborð
föstudag og laugardag
f kjötdeild:
Kynning á „Hraunbergslæri” með
„Toro” piparsósu
frá kl. 16.00 föstudaginn 11. desember
ihagfírðingabúd
Þú þarft ekki annað!